Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 13 CHARLES Saatchi, einn áhrifa- mesti listaverkasafnari Breta, af- neitaði á dögunum Turner- verðlaununum og sagði þau vera „uppgerðarágreining og uppsuðu á innihaldslausu blaðri “. Saatchi, sem hefur varið milljónum punda í að styðja breska listamenn á borð við Damien Hirst og Tracey Emin, sagði í Daily Telegraph nýjustu verðlaunatilnefningarnar sýna best að dómararnir hefðu ekki hugmynd um hvað raun- veruleg jaðarlist væri, og segir hann nýja skúlptúra bresku bræðranna Jake og Dino Chap- man „óendanlega meira spenn- andi en flest þeirra verka sem orðuð hafa verið við Turner- verðlaunin árum saman.“ Ekki er langt síðan Saatchi greiddi eina milljón punda, eða sem nemur 134 milljónum króna, fyrir 24 handgerða þjóðlýsing- arskúlptúra Chapman-bræðr- anna, sem byggjast á McDonald’s hamborgaranum. En bræðurnir hafa aldrei verið tilnefndir til verðlaunanna. „Svona á góð list að vera,“ sagði Saatchi í viðtali við Daily Telegraph. „Eitthvað sem veitir raunverulega sjónræna ánægju og fær mann til að setjast upp og hugsa, ekki þessi uppgerð- arágreiningur og uppsuða á inni- haldslausu blaðri sem dómarar Turner-verðlaunanna telja vera jaðarlist.“ Turner-verðlaunin, sem nema tæpum 2,7 milljónum króna, verða veitt 8. desember nk. En meðal tilnefninga að þessu sinni má nefna litríka loftplötu úr plasti og verk sem geymir ná- kvæma lýsingu á klámkvikmynd. Verk Hirst á leið til Mars VERK eftir breska listamanninn Damien Hirst mun halda út í geiminn ásamt breska geim- farinu British Beagle 2 sem halda á til Mars á næsta ári. Ein af dep- ilmyndum Hirst verður notuð í ferð geimfarsins sem sérstakt kvörðunarkort. En verkið verður fest við geimfarið eftir tveggja daga sýningu í White Cube gall- eríinu í London. „Í mínum villt- ustu draumum hefði ég ekki trú- að því að ég ætti eftir að búa til verk sem myndi ferðast til rauðu plánetunnar,“ hafði netmiðill BBC eftir Hirst. „En depilmyndin hentar þessu verkefni vel og sem listamaður þá vill maður að öll manns verk séu gagnleg á ein- hvern hátt.“ Verkið hefur verið málað með litum sem eiga að þola erfitt ferðalagið, en því er ætlað að þjóna hlutverki tilvísunarkorts sem vísindamenn á jörðu niðri munu nota til að kanna hvort búnaður geimfarsins hafi skadd- ast á ferðalaginu. Turner – inni- haldslaust blaður? ERLENT Hirst með kvörðunarkortið. Reuters Þ AÐ var rífandi stemmning í Íslensku óperunni í fyrrakvöld þegar Krist- inn Sigmundsson óperusöngvari sagði þar frá ferli sínum og svalaði forvitni gesta um líf og störf óperu- söngvarans. Á fyrri hluta dagskrár- innar talaði Kristinn og kryddaði frásögn sína með ljósmyndum, myndböndum og tóndæmum. Það kom á daginn að oft eru það tilviljanirnar sem ráða mestu um lífshlaup fólks. Kristinn var plataður á æfingu hjá Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, og hóf að syngja þar. Eftir stúdentspróf voru vinir hans og vandamenn að róa í honum að fara út að læra að syngja, en þá kom ástin í spilið, og Kristinn ákvað að vera heima og fór að læra líffræði í Háskól- anum. Hann söng þó áfram í kórum, en þar kom að, að hann var beðinn að syngja hvorki meira né minna en þrjú örhlutverk í konsertuppfærslu á La traviata. Kristinn lýsti skelfingunni sem greip hann þegar hann stóð frammi fyrir tilboðinu og andvökunóttinni áður en hann ákvað að taka hlut- verkin að sér. Alls voru þetta þó ekki nema nokkr- ir taktar; – þarna var meðal annars hlutverk þjónsins sem tilkynnir í veislu Víólettu, að mat- urinn sé tilbúinn; – allt og sumt, og bara sungið á einum tóni, en hlutverk þó. Gaman var að heyra Kristin segja frá kenn- urum sínum, Guðmundi Jónssyni hér heima, Hel- ene Karusso í Vín og John Bullock í Washington. Hann sagði að um það bil 80% af því sem hann gerði hefði hann frá Guðmundi, og það var ljóst að Kristinn ber mikla virðingu fyrir þessum fyrsta kennara sínum. Þegar hann hringdi fyrst í Guð- mund og bað hann að kenna sér að syngja, sagði Guðmundur: „Nei, það get ég ekki.“ Eftir vomur og vífilengjur komst Kristinn að því, að það þýddi ekki það að Guðmundur vildi ekki taka hann í söngtíma, heldur lagði hann áherslu á, að söng- námið væri fyrst og fremst sjálfsnám, en kenn- arinn væri til staðar til að leiðbeina og styðja nem- andann. „Ekki taka mark á neinum, ekki mér heldur,“ var það fyrsta sem kennarinn sagði svo við nemanda sinn, en þar átti Guðmundur við það, að söngneminn mætti aldrei trúa kennara sínum í blindni, – hann yrði að reyna allt á sjálfum sér og finna þannig út hvað væri best fyrir hann. John Bullock lagði mikla áherslu á tilfinninguna í söngnum, og sagði að söngvarinn ætti alltaf að hafa tilfinningarnar í 4. gír. Ein aðferð sem hann notaði var að láta Kristin ýkja allar tilfinningar í söngnum, og sagði þá að ef honum fyndist hann ýktur, þá væru líkur á því að tilfinningarnar hljómuðu eðlilega úti í sal. Einu sinni var Kristinn í tíma hjá John Bullock þegar síminn hringdi og kennarinn svaraði og sagði: „How is my little movie star?“ Það var þá dóttirin Sandra að hringja í pápa sinn, en hún var þá að feta sín fyrstu skref í heimi kvikmyndanna, þar sem hún átti eftir að verða heimsfræg stjarna nokkrum árum síðar. Kristinn segir að það hafi eiginlega verið fyrir tilverknað Karólínu Eiríksdóttur að hann komst fyrst í kynni við alþjóðlega óperuheiminn. Þannig var að Kristinn var með Karólínu á tónskáldaþingi í Svíþjóð, þar sem hann var að syngja verk eftir hana. Þar var þá maður frá Drottningarhólms- óperunni í Stokkhólmi, umboðsmaður Arnolds Östmans hljómsveitarstjóra þar. Umboðsmaður- inn tók Kristin upp á arma sína og kom honum í samband við Östman og í kjölfarið söng Kristinn í nokkrum óperuuppfærslum á Drottningarhólmi. Kristinn Sigmundsson hefur komið við víða. Hann söng um tíma í Wiesbaden í Þýskalandi, og í Genf í Sviss, þar sem Hugues Gall var þá óperu- stjóri. Þegar Gall tók við stjórn Parísaróperunnar má segja að Kristinn hafi fylgt með í kaupunum, svo mikið dálæti hafði Gall á Kristni. Síðustu árin hefur Kristinn verið í lausamennsku og lýsir því þannig að það sé lítið frábrugðið því að vera sjó- maður. Hann býr á Íslandi; – gerir út héðan, en er í burtu jafnvel nokkrar vikur í senn. Lausa- mennskan á augljóslega betur við hann en að vera fastráðinn við ákveðið óperuhús. Frelsið er meira til að velja verkefni og hafna og hann kemur víðar við. Kristinn er reyndar félagsmaður í FÍBL, Fé- lagi íslenskra bassa í lausamennsku, – hinn fé- lagsmaðurinn er vinur hans Guðjón Óskarsson. Á síðasta aðalfundi félagsins var tillaga um inntöku nýrra félaga felld á jöfnum atkvæðum! „Ef þú vilt verða sólóisti...“ Gaman og fróðlegt var að heyra Kristin segja sögur af samstarfsfólki sínu, en í þess röðum eru ótal heimsfrægar stjörnur. Fyrir honum er þetta fólk þó fyrst og fremst samstarfsfólk og bara manneskjur eins og pétur og páll. Hann hefur fylgst með söngvurum allt frá því þeir voru óskrif- að blað, þar til þeir voru orðnir heimsfrægir. Þannig var um búlgörsku söngkonuna Vesselínu Kasaróvu, sem þykir einn flottasti mezzóinn í heiminum í dag. Hún átti kærasta í óperukórnum í Zürich þegar Kristinn var eitt sinn að syngja þar. Kasaróva var þá nýkomin frá heimalandi sínu og gekk á fund óperustjórans og söng fyrir hann í von um að komast í óperukórinn til að geta verið nálægt kærastanum. „Nei,“ sagði óperustjórinn, „því miður; ég er hræddur um að þú komist ekki í kórinn, en ef þú vilt verða sólisti hér við húsið, þá getum við rætt það.“ Uppfærsla á Don Carlos í Parísaróperunni var Kristni sérstaklega minnis- stæð. Leikstjóri sýningarinnar var Graham Vick, sá sami og setti upp Meistarasöngvarana sem Kristinn syngur nú í, í London, en Vick er uppá- halds leikstjóri hans. Stjórnandi uppfærslunnar var James Conlon sem Kristinn segir líka afbragð annarra hljómsveitarstjóra. Þarna söng hann hlutverk Grand Inquisitores, en Samuel Ramey var í hlutverki Filipusar Spán- arkonungs. Kristinn sagði að sena með dúett þeirra tveggja hefði reynst mjög áhrifamikil. Það fengu gestir í Óperunni að sannreyna með tón- dæmi. En á þessa sýningu kom maður frá Metro- politan-óperunni í New York og heyrði í Kristni, sem er þess fullviss að þetta atriði hafi ráðið því að honum var boðið að syngja við Metropolitan. Þeg- ar Kristinn var búinn að segja margar sögur úr óperunni og búinn að sýna gestum ótal ljósmynd- ir, myndbönd og tóndæmi vék hann að samstarfi þeirra Jónasar Ingimundarsonar. Kristinn sagði það vega jafn þungt í huga sér og starfið í óp- erunni, ef ekki þyngra. Hann hefur alltaf notið þess að syngja ljóð, og þar er það hann sjálfur sem velur efnið. Á því sviði er hægt að syngja það sem hugurinn stendur til. Vinir Kristins, Elísabet Þórisdóttir forstöðu- kona Gerðubergs og Jónas, tóku svo við að spyrja hann um eitt og annað viðvíkjandi starfi óperu- söngvarans. Það kom kannski svolítið á óvart að heyra, að þegar söngvarar eru komnir þetta langt, þá eru það oftast umboðsmennirnir sem velja sér þá, en ekki öfugt. Kristinn segir að enginn geri neitt í þessum bransa án umboðsmanns, og að hann hafi sjálfur verið mjög heppinn í þeim efn- um. Þegar Kristinn var spurður um hvaða áhrif aðrir söngvarar hefðu haft á hann, nefndi hann sérstaklega Dietrich Fischer-Dieskau, og sagði að hann hefði legið yfir upptökum með honum þegar hann var yngri, og fundist allt flott sem meist- arinn gerði. Hann vitnaði í orð vinar síns sem sagði að enginn maður með sjálfsvirðingu syngi óperu! Kristni fannst þetta töff viðhorf, og var ákveðinn í því að verða bara ljóðasöngvari. Hann fór svo eitt sinn á námskeið hjá þeim fræga ljóða- söngspíanista Erik Werba. Werba var ekkert sér- lega uppnuminn af söng Kristins fyrsta daginn. Annan daginn var það sama uppi á teningnum, og þegar Werba sagði Kristni uppúr þurru að hætta í guðanna bænum að hlusta á Dietrich Fischer- Dieskau varð okkar maður fúll og gekk á dyr. Um kvöldið áttaði hann sig þó á því, að sennilega væri þetta rétt; – hann væri að reyna að syngja allt eins og goðið, og þriðja daginn mætti hann og söng sín lög á allt annan hátt en dagana áður. Þá varð Werba glaður og ánægður með Kristin og benti honum á að þetta væri einmitt það sem þyrfti til; – að syngja persónulega og hafa eigin sannfæringu fyrir því sem syngja skal. Hann sagði þó að hann mætti alveg hlusta á aðra söngvara, en laumaði því þó að til viðbótar að söngvarasmekkur hans mætti vera betri. Kristinn sagði að þessi reynsla hefði breytt sér og viðhorfum sínum til söngsins, og auðvitað öllu til betri vegar. Aðspurður um hvort hann gæti hugsað sér að leikstýra óperum sjálfur, sagði Kristinn að sú hugmynd kitlaði hann dálítið, þótt það væri auðvitað fag sem þyrfti að lærast eins og annað, en hvaða ópera yrði fyrst fyrir valinu væri erfiðara að segja; – sennilega ein- hver kómedía. En við hvað eru menn hræddir, þegar þeir eru orðnir vanir og kippa sér ekki upp við að standa berskjaldaðir frammi fyrir fullu húsi áheyrenda. Kristinn sagði margar sögur af því sem söngvarar óttast, – í hans tilfelli var það helst minnið; – að standa á sviðinu og muna ekki hvað kemur næst, eða gleyma textanum. „Hræðslan fer aldrei alveg,“ sagði hann og bætti því við að söngv- arar hefðu stundum draumfarir og jafnvel mar- traðir sem bæru óttanum vitni. Að dreyma það að verða fastur í lyftunni á leiðinni úr sminki og upp á svið, er ekki óalgengt; – og heyra svo að það er verið að kalla mann inn á sviðið! Kristinn sagðist enn ekki hafa þurft að takast á við minnisleysi á sviði, en hitt væri rétt að eftir því sem árunum fjölgaði tæki það lengri tíma að læra og muna ný hlutverk. Það var ekki fjölmennt í Óperunni í fyrrakvöld, og höfðu gestir orð á því í hléi, að synd væri að sjá ekki fleiri söngvara og þá enn frekar söngnema í salnum. Hitt er víst að þeir sem nutu frásagnar Kristins Sigmundssonar í Óperunni þetta kvöld voru afskaplega kátir og ánægðir með að hafa eytt kvöldinu við fótskör svo skemmtilegs og víðföruls manns. „Ekki taka mark á neinum, ekki mér heldur“ Kristinn Sigmundsson, Elísabet Þórisdóttir og Jónas Ingimundarson. Maturinn er tilbúinn! Þann- ig hljóðar stysta óperuhlut- verk Kristins Sigmunds- sonar, og það kostaði hann andvökunótt að ákveða hvort hann ætti að taka því. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR sat kvöld- stund í Óperunni og hlust- aði á Kristin segja sögur frá ferli sínum og svara spurningum gesta. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.