Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 7 H VAÐ eru góðar bókmenntir? Þessi sígilda spurning er í rauninni margar spurning- ar og svörin við þeim kveikja nýjar spurningar. Það væri þá kannski ekki úr vegi, til þess að byrja ein- hvers staðar, að brjóta grundvallarspurninguna niður og búa til úr henni nokkrar spurningar sem eru svolítið af- markaðar. Inngangurinn að því er sá að mér finnst það ekki að öllu leyti sömu eiginleikar sem duga í mismunandi tegundir góðra bókmennta, og þar tala ég bæði sem innanbúðarmanneskja og les- andi. Skáldsöguformið, ljóðið, leikritið eru svo gjörólík, og það eru tækin líka sem höfundarnir nota við að berja þau sundur og saman, tálga eða fægja, eftir atvikum svo útkoman verði rétt sköpuð. Ég er meira að segja á því að það séu ekki endilega sömu hæfileikar sem þarf til þess að yrkja og að skrifa óbundið mál. (Mér líður sjálfri eins og tvennu ólíku þegar ég yrki ljóð og þegar ég sem skáldsögu.) Það eru auðvitað vangaveltur sem gæti verið erfitt að sanna, en hitt er víst að margt ljóðskáldið langaði síst að setja saman skáldsögu – hvað þá að skáldsagna- höfundur ætlaði að taka upp á því að yrkja. Af einhverjum ástæðum situr alltaf í mér athuga- semd, sem ég held að komi þessu máli eitthvað við. Ég var semsagt hálf feimin að tala við meiri háttar skáldsagnakonu í útlandinu, sjálf nýbúin að gefa út fyrstu skáldsöguna mína. Hún dró uppúr mér eitthvað um mína ritmennsku. Ég sagðist hafa byrjað í ljóðunum og haldið mig þar nokkuð lengi. Svoleiðis rithöfundur fannst henni vera „lucky girl“. Það má alveg velta því fyrir sér hvað átti að vera svona lukkulegt við það. Dæmin um það að höfundar heimsins hafi lagt fyrir sig skáldsagnagerð og yrkingar jöfn- um höndum og skarað fram úr á báðum sviðum eru víst frekar fá. Á Íslandi var það þó tíska í upphafi bókmenntanna að sami höfundur lemdi saman torræð, njörvuð kvæði og tærasta prósa til skiptis. Frá Íslandi nútímans verður Halldór Laxness fyrstur fyrir sem jafnvígur snillingur á bundið mál og óbundið. Af nærtækum dæmum úr útlandinu væru Thomas Hardy og Victor Hugo. Ef við komum þá að spurningunni afmark- aðri og létum duga að segja (enda ljóðin svo loftkennd að það er óhægara að læsa krumlunni um þau): Hvað er góð skáldsaga? Hvað gerir hana góða? Hvað greinir hana frá vondri? Hvernig veit ég að hún er góð? – þá yrði mitt svar í fljótu bragði: Erfitt að segja, en hitt veit ég að skáldsaga verður að vera á lífi til þess að geta verið góð. Þetta er grundvallaratriði. Ég er alveg ákveðin í því dauð bók er vond bók. Hvernig veit lesandinn að bókin er á lífi? Það má til dæmis byrja á að gá hvort hún andar og hvort það er púls. Önnur viðmiðun: Kemur text- inn á móti þér upp af blaðsíðunni, eða þarftu að skafa hann upp? En það getur verið grimmilegt að skilja milli lífs og liðinna bóka, því sumar af seinni sort eru skrifaðar af göfugum huga, af þekkingu, skýrt og skipulega, en það hjálpar ekki ef þær hafa ekki púls, ef þær draga ekki andann. Má kannski líkja þessu við kennara sem býr yfir góðri þekkingu á tilteknu sviði en kann ekki að miðla henni? Kennsla og listir eiga sameiginlegt að það er verið að miðla einhverju. Í kennslunni verður auðvitað að vera skýrt hverju er verið að miðla, í listum hefur það leyfi til að vera óljóst – að vissu marki. Hvar þetta vissa mark er svo veit kannski enginn nema fuglinn fljúgandi. Og er þá málið leyst? Eru þá allar lifandi bækur góðar? Ekki svo gott. En allar lifandi bækur eiga tilverurétt. Svo ósanngjarnt sem það er þá á dauð bók ekki tilverurétt sem slík, hún er ólífrænn klumpur, sama hvað hún er bú- in til af góðum vilja og mikilli þekkingu. Hún er ekki bók heldur bókarlíki. Það er svo ráðgáta hvað fólk út um allan heim lætur í sig mikið af dauðum bókum. Ótrúlega margar stórsölubækur eru án lífsmarks. Þar er ekkert að hafa nema klisjur og vélrænan sögu- þráð og flatneskju í texta og að lestri loknum er eins og ekkert hafi gerst. Bókin skilur ekkert eftir sig. Hér er ég auðvitað ekki að flokka eftir bókmenntagreinum. Góður reyfari þarf ekkert síður að vera lifandi en aðrar bækur, til þess að teljast bók. Það er þá kannski einhver vísir að svari eða niðurstöðu að góð skáldsaga lítur á einhvern hátt út fyrir að vera innblásin – og það hlýtur að eiga við um öll góð bókmenntaverk. Þegar ég segi lítur út fyrir, þá er það með ráðum gert, því það þarf ekki að þýða að það hafi verið eld- móður yfir höfundinum við samningu – það er útkoman sem er innblásin, sem sagt pródúktið andar. Til þess að skáldsaga sé vel þess virði að lesa hana, eða geti verið það, þarf ekki nauðsynlega að gera þá kröfu að hún andi öll í heilu lagi. Það getur nægt að einn þáttur lifi, persónulýsingar, eða stíll. Bækur geta sem sagt verið fínar, þótt eitthvað af þeim sé ekki á meðal vor – þar sem bara einhver einn þáttur hefur púls, og það get- ur orðið að hafa það þótt restin sé dauf, ef púls- inn er nógu magnaður í þeim hluta sem slær á annað borð. Það er hægt að hugsa sér að skáld- saga sé góð sem er ekki sérlega vel skrifuð ef til dæmis persónulýsingar eða lífssýn er nógu mergjað. Vel skrifað er reyndar slungið spurs- mál og ég kem að því síðar eins og best er að gera við svoleiðis spursmál. En ef það á að ganga alvarlega á okkur um að svara því hvað góðar bókmenntir séu þá verða þær þó alltaf að vera fleira en eitt. Það er hægt að hafa af þeim gagn og gaman á mörgum hæð- um. Til að skýra hvað ég á við get ég nefnt skáldsögur Iris Murdoch. Þær hafa yfirleitt spennandi og flókinn söguþráð og það væri hægt að lesa þær eingöngu framvindunnar vegna. Af hverju lætur maðurinn svona? Hvað gerir hann næst? Hvað gerist þá? Hvar endar þetta allt? En innihaldið er svo miklu ríkara en framvindan einber. liggur í orðunum. Þau eru notuð á einhvern sér- stakan meinfyndinn hátt, en nota bene, mark- visst. Þetta er hægt að gera á nettan og látlaus- an hátt, en útkoman er sú að það rennur upp ljós. Svo ég haldi mig við íslenska höfunda þá sýnist mér að fyndnin hjá Guðbergi Bergssyni, Kristínu Ómarsdóttur, Einari Kárasyni, sé frekar bundin við fólk og aðstæður og skrýtnar sögur en orð, þótt þessir höfundar geti vissu- lega líka verið skæðir með að lauma inn orði og orði hér og þar. Svo má halda áfram að spyrja: Má vera galli á góðri skáldsögu? Ég mundi svara því þannig að ef hún er nógu góð þá tekur maður varla eftir göllunum, eða þeir skipta ekki lengur máli. Ein af uppáhaldsskáldsögunum mínum er Victory eftir Joseph Conrad (það vill rendar svo illa til að hún er ekki sérstaklega fyndin). Þar kemur til skjalanna einkennilegt rugl með sjónarhorn um miðbik bókar eða svo. Lesandinn veit varla hvaðan á hann stendur veðrið eða hvað þetta ætlar að verða. Framhaldið svo stórkostlegt að þetta gleymist – útskýrist aldrei, enda er þetta klúður, og hvað með það. Nú er komið að spursmálinu um vel skrifaða bók. Þar rekum við okkur strax á þann vegg að vel skrifuð bók getur verið steindauð. Ég hef að minnsta kosti engan áhuga á því að lesa bók bara af því hún er stíluð slétt og fellt og vel og vandlega. Mér leiðist settlegur og penn stíll. En ef það er uppfinning í málinu og tilþrif þá má lengi lesa, jafnvel þótt einhverju öðru væri ábótavant. Mér finnst mest gaman að stíl sem er á einhvern hátt krassandi, má vera á lítt áberandi og undirfurðulegan hátt – væri Þór- bergur kannski dæmi um það? Að lokum er það tíminn. Ég held að öll fram- úrskarandi bókmenntaverk hljóti að hrærast í sínum tíma – að þau verði að vera barn síns tíma til þess að geta orðið barn allra tíma. Lesandinn þarf að finna fyrir því að verkið er skrifað núna, að það steinliggur í núinu. Þau verk sem endast hljóta upphaflega að hafa verið steypt í sitt tímamót. Á þetta ekki áreiðanlega við um leikrit meistarans, Shakespeare, og um skærustu Ís- lendingasögur. Sögurnar okkar, þessi mögnuðu hugarfóstur sem er svo óskiljanlegt að hafi orð- ið til á eynni lengst í norðri þegar engar bók- menntir þeim líkar höfðu verið fundnar upp annars staðar á hnettinum. Þessar bókmenntir höfunda sem höfðu nafn eða ekki nafn rata að nútímahjartanu í okkur og heilanum, um leið og þær vísa til allrar framtíðar – vegna þess að það sem er svo listilega njörvað í eigin tíma er í rauninni tímalaust og eilífðin eignast það. … OG EILÍFÐIN EIGNAST ÞAÐ Höfundur er rithöfundur. HVAÐ ERU GÓÐAR BÓKMENNTIR? „Mér leiðist settlegur og penn stíll. En ef það er uppfinning í málinu og tilþrif þá má lengi lesa, jafnvel þótt einhverju öðru væri ábótavant,“ segir í þessari grein sem er önnur tilraunin til að svara því hvað einkenni góðar bókmenntir. Fólkið í bókum Iris Murddoch hefur skýr einkenni, en er samt flókið eins og fólk er flest. Það gerir eitt og annað óvænt og óvæntir hlutir gerast manna á milli. Höfundurinn miðlar af djúpri visku um lífið og tilveruna. Það er pláss fyrir alls konar vangaveltur (heimspekingurinn sjálfur) og svo er hún fyndin. Ég var svo heppin að þýða eina af skáldsögunum hennar, Svarta prinsinn (The Black Prince), og þá komst ég að því hvað það var margt sem hafði farið fram hjá mér við fyrsta og annan lestur. Til dæmis um- hverfis- og náttúrulýsingar sem ég hafði skaut- að framhjá og ekki tekið eftir því hvað þær voru listilegar og skiptu miklu máli. Ég nefndi orðið fyndin. Nú verður ekki aftur snúið. Ég held að næstum því allar góðar skáld- sögur sem ég hef lesið séu fyndnar. Í sjálfum Ís- lendingasögum, svo við gleymum þeim aldrei, þá er þetta ríkjandi þáttur. Það getur að vísu verið að við ofskiljum eitthvað af fyndinni eftir öll þessi ár, en það er áreiðanlega líka eitthvað í þeirri deild sem okkur yfirsést þegar hér er komið sögu. Kenningar Helgu Kress um að þetta séu grínsögur og kallarnir grínkallar, Gunnar og Njáll, eru mjög spennandi. Það er í rauninni ekki hægt að ímynda sér annað en að gömlu bækurnar okkar hafi einmitt átt að vera til skemmtunar (fínustu brandarar, í orði og verki) og fróðleiks (ættartölur og lagakrókar). En fyndnin er ekki einfalt innihald, hún getur verið margræð og það eru til svo margar teg- undir af henni. Mér finnst það einkenna verk margra íslenskra góðskálda, allt frá Íslendinga- sagnahöfundum, Halldóri Laxness, til Péturs Gunnarssonar og Gyrðis Elíassonar, að fyndnin Að lokum er það tím- inn. Ég held að öll framúrskarandi bók- menntaverk hljóti að hrærast í sínum tíma – að þau verði að vera barn síns tíma til þess að geta orðið barn allra tíma. E F T I R S T E I N U N N I S I G U R Ð A R D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.