Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 Á R G A N G U R EFNI SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON STUNDARKORN Stundarkorn er horfið yfir götuna farið innum stíg farið innum dyr og farið uppað manneskju að brjóta þvott setið samt á krá og strokið þétt um glasfótinn en verið annarstaðar í öðru rúmi horft á hendur hennar smáar strjúka línið vilja snerta þær þrá að leiða þær telja líflínur vilja en vera ekki þar halda enn um glasfótinn og halda sig þar. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur gefið út sex ljóðabækur. Sú fyrsta nefndist Kringumstæður og kom út árið 1980 en nýlega kom út bókin innbær útland sem ljóðið Stundarkorn er úr. N OKKUR umræða hefur verið að undanförnu í fjölmiðlum um jafn- réttisstefnu Háskóla Íslands. Einkum hefur verið rætt um þá áherslu sem lögð hef- ur verið á að hvetja fleiri stelpur til náms í raunvísinda- og verkfræðideild Háskólans. En Háskóli Ís- lands hefur ásamt fagráðuneytum, fjölda fyrirtækja og stofnana staðið fyrir sér- stöku átaki um jafnara námsval kynjanna undanfarin tvö ár. Lítið hefur farið fyrir umræðu um þær áherslur sem lagðar hafa verið á að fjölga karlstúdentum í hjúkr- unarfræði og félagsráðgjöf en einnig hefur verið lögð áhersla á það innan sama átaks. Enn minna hefur verið fjallað um þær breyttu áherslur sem jafnréttisnefnd Há- skólans hefur staðið fyrir að undanförnu. Að frumkvæði Páls Skúlasonar rektors og fyrri jafnréttisnefndar Háskólans, sem jafnframt var sú fyrsta, hefur núverandi jafnréttisnefnd lagt áherslu á að fjalla um jafnréttismál í víðum skilningi. Í dag nær jafnréttisáætlun skólans til jafnréttis kvenna og karla, en meðal verkefna jafn- réttisnefndar á tímabilinu 2001–2004 er að móta stefnu og gera sérstaka áætlun til að tryggja jafna stöðu allra þeirra sem til- heyra hinum margbreytilegu hópum innan háskólasamfélagsins. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref í þessa átt. Háskólaráð samþykkti í júní síðast- liðnum stefnu Háskóla Íslands í málefnum fatlaðra og ítarlegar reglur um sértæk úr- ræði í námi sem kveða á um hvernig sinna beri fötluðum stúdentum innan skólans sem þurfa á aðstoð að halda. Einnig hefur ráð um málefni fatlaðra tekið til starfa undir forystu jafnréttisfulltrúa Háskólans. Ráðið er ráðgefandi nefnd um málefni fatlaðra og þangað geta einstaklingar leit- að ef þeir telja á sér brotið. Jafnréttisnefnd hefur einnig skipað tvo vinnuhópa, annars vegar um málefni er- lendra starfsmanna og stúdenta og hins vegar um málefni samkynhneigðra. Mark- mið vinnuhópanna er að kanna stöðu þess- ara hópa í háskólasamfélaginu og benda á leiðir til úrbóta ef þurfa þykir. Það þarf til dæmis að skoða hvernig standa megi að því að aðstoða stúdenta sem eru að koma út úr skápnum til þess að þeir tefjist ekki í námi eða hætti námi eins og fjölmörg dæmi eru um. Einnig þarf að skoða í víðu samhengi ábyrgð og skyldur Háskólans gagnvart erlendum stúdentum til dæmis að hversu miklu leyti þeir eigi að vera undir verndarvæng skólans varðandi al- menna samfélagsþjónustu og húsnæði. Það er algengur misskilningur að jafn- réttismál einskorðist við jafnrétti kynjanna. Jafnréttisstarfið í Háskóla Ís- lands tekur einmitt mið af því að mála- flokkurinn er miklu víðtækari. Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna fer saman við rétt- indabaráttu marga þeirra hópa sem ekki njóta fulls jafnréttis í dag. Rannsóknir Rannveigar Traustadóttur, dósents í upp- eldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands, hafa sýnt að það eru einkum kon- ur í hinum svokölluðu minnihlutahópum sem þurfa á skilvirkri og öflugi jafnrétt- isstefnu að halda en rannsóknirnar ná til lesbía, kvenna í hópi innflytjenda og þroskaheftra kvenna. Það fer t.d. lítið fyrir umræðu um stöðu kveninnflytjenda hér á landi en það er al- þekkt staðreynd erlendis frá að konur í hópi innflytjenda eiga oft verulega á brattann að sækja. Ef litið er til samkyn- heigðra kvenna þá er þeim beinlínis mis- munað með lögum frá Alþingi. Lesbíum sem hafa staðfest samvist sína er bannað að gangast undir tæknifrjóvgun meðan kynsystrum þeirra giftum körlum er slíkt heimilað. Einhleypum konum er einnig bannað að fara í tæknifrjóvgun og það sætir furðu að kvenréttindahreyfingin og málsvarar hennar á Alþingi skuli ekki fyr- ir löngu vera búnir að taka þetta mál upp. Þroskaheftum konum hefur lengi verið mismunað hér á landi eins og rannsóknir Rannveigar sýna og sárast er að lesa hvernig börn þeirra hafa verið tekin af þeim án þess að sýnilegar ástæður liggi til þess. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla er mikilvægur hluti jafnréttismálanna en ekki sá eini. Bar- áttan fyrir kynjajafnrétti og jafnrétti þeirra margbreytilegu hópa sem sam- félagið byggja haldast í hendur. Háskóli Ísland hefur þegar hafið þá vinnu sem leggja þarf til grundvallar svo hægt sé að bæta stöðu þessara margbreytilegu hópa innan háskólasamfélagsins. JAFNRÉTTIS- STEFNA HÁ- SKÓLA ÍSLANDS RABB B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N baldurt@hi.is Hvað eru góðar bókmenntir? Steinunn Sigurðardóttir svarar spurningunni sem sennilega verður seint fullsvarað, að minnsta kosti má gera ráð fyrir að hver tími eigi sitt svar. Fjölnismenn vorra daga kann frekar að vera að finna í af- þreyingarmenningunni en innan Há- skóla Íslands, að mati Katrínar Jak- obsdóttur. Hún fjallar um stöðu íslenskunnar í Háskólanum þar sem hún segir sífellt auknar kröfur um að kennt sé á ensku. John Rawls lést síðastliðinn sunnudag en hann var einn af þekktustu og áhrifamestu heimspekingum Bandaríkjanna. Krist- ján G. Arngrímsson fjallar um heim- speki Rawls og ræðir við Þorstein Gylfason sem var nemandi hans í Har- vard-háskóla. FORSÍÐUMYNDIN er af blaðsíðu 549 í Íslenskri orðabók, þriðju útgáfu (Edda 2002). hefur sent frá sér fyrstu skáldsöguna sem er hugsanlega síðasta skáldsaga Íslands. Sagan heitir LoveStar og er öðrum þræði ástarsaga Indriða og Sigríðar en nöfnin þekkja lesendur úr fyrstu skáldsögu Íslands, Pilti og stúlku, eftir Jón Thoroddsen. Andri Snær Magnason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.