Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002
Í
SKÁLDSÖGUNNI LoveStar eftir
Andra Snæ Magnason er sögð ást-
arsaga þeirra Indriða og Sigríðar en
nöfnin þekkja lesendur úr sögu Jóns
Thoroddsen, Pilti og stúlku, sem kom
út árið 1850 og hefur verið kölluð
fyrsta íslenska skáldsagan. Andri
Snær segir hugmyndina upphaflega
hafa verið að ramma inn tímabil í bók-
menntasögunni og láta LoveStar vera síð-
ustu íslensku skáldsöguna.
„Ég veit ekki hvort hún verður það, ég
reyndi að vera síðastur í prentun en veit að
minnsta kosti um eina skáldsögu sem kom
út á eftir mér, hún er reyndar framhalds-
saga, spurning hvort hún verður þá nokkuð
talin skáldsaga þegar allt kemur til alls.“
Rómantíkin er gildur þráður í LoveStar;
æskuslóðir Jónasar eru stærsti skemmti-
garður í heimi og við upplifum stórfengleg
„ferðalok“ þar sem andar unnast að eilífu.
„Já, þegar sagan gerist er búið að iðn-
væða rómantíkina, blása hana upp, stækka
lóurnar til samræmis við kröfur ferða-
manna, smíða risavaxna frelsisstyttu af Jóni
Sigurðssyni og svo framvegis.“
Markar LoveStar þá einnig endalok róm-
antíkurinnar?
„Það er hart sótt að rómantíkinni vegna
þess að skynsemin og tölfræðin vilja taka
völdin; rómantíkin er bara spurning um
smekk og smekkur er bara spurning um val
milli pepsí og kóks vegna þess að ekkert
hefur gildi í sjálfu sér. Fagurfræðin er að
láta undan og hið sama virðist gilda um hið
fínlega og veika í samfélaginu. Þetta er
hættulegt því það sem kemur í staðinn er
meiri grimmd.“
Stemningin hefur tekið völdin
Lovestar gerist í ótiltekinni framtíð þegar
stemningin hefur tekið öll völd, eins og segir
á bókarkápu. Alþjóðlega stórfyrirtækið
LoveStar með höfuðstöðvar í Öxnadal hefur
gert dauðann að söluvöru, fundið leið til að
reikna út ástina og er á góðri leið með að
finna Guð. Á bak við velgengni fyrirtækisins
stendur stemningsdeild sem er svo snjöll að
vörumerkið liggur sífellt í loftinu. Indriði og
Sigríður eru ástfangin og telja sig ekki
þurfa á neinum útreikningum að halda til að
staðfesta það en efasemdir og freistingar
sækja að.
„Ein meginstoðin í LoveStar-veldinu er
LoveDeath,“ segir Andri Snær. „Þeir skjóta
dauðum rokkstjörnum út fyrir gufuhvolfið
og láta þær hrapa til jarðar sem stjörnu-
hrap. Það er fallegt, hreinlegt og skilvirkt
og þar sem maðurinn er 70% vatn verða
menn í rauninni ský. Þetta er eitt aðal-
aðdráttarafl skemmtigarðsins.
Stemningin ræður ríkjum í sögunni, sam-
félagið stýrist af því sem fólkið vill og þess
vegna hafa sífelldar skoðanakannanir leyst
Alþingi og ríkisstjórn af hólmi. Í Alþing-
ishúsinu er vinsæll veitingastaður sem heitir
The Thing. Þar er skjár þar sem vilji þjóð-
arinnar er birtur og uppfærður í sífellu.
Draumurinn um hið virka lýðræði hefur því
ræst en mig langaði einmitt til þess að rann-
saka hvernig heimurinn verður þegar allir
draumar okkar hafa ræst. Fólk er svo lengi
að átta sig á möguleikum nýrrar tækni,
manni er alltaf sagt að hún muni þjóna þörf-
um okkar en það endar iðulega með því að
hún étur mann.“
Næsta sjálfstæðisbarátta
að brjótast út úr markhópnum
Sagan gerist á tímum þegar tæknin hefur
tekið við af tilfinningunum, tölugildið hefur
komið í stað manngildisins – þegar allt er
efni eins og segir í sögunni. Sérðu þetta í
samtímanum?
„LoveStar-veldið hefur eitt mottó: „Allt er
efni.“ Siðfræði fyrirtækisins er líka einföld.
„Ef við gerum það ekki gerir einhver annar
það.“ Ég myndi ekki segja að ég hafi lagt af
stað með einhverja sérstaka ádeilu eða nið-
urstöðu þegar ég byrjaði á sögunni en svo
bólgnaði þetta allt í höndunum á mér og til
varð samfélag þar sem öll gildi eru á floti og
áhorfið verður endanlegur mælikvarði á
gildi hluta vegna þess að það er ekki hægt
að segja að eitt sé merkilegra eða betra en
annað. Það er allt matsatriði þannig að úr-
skurðarvaldið liggur einungis í hagkvæmn-
inni. Maður sér vissulega þessa þróun hér.
Menn réttlæta til dæmis skemmdarverk á
Þjórsárverum með þeim rökum að uppsafn-
að áhorf í gegnum tíðina hafi verið sáralítið
en virkjun muni fylgja malbikaður vegur og
stóraukið áhorf á svæðið. Menn telja að það
sé nóg að skilja eftir vinsælustu staðina fyr-
ir næstu kynslóð, eins konar „greatest hits“
fyrir framtíðina en átta sig ekki á því að hið
stórkostlega við landið hefur verið uppgötv-
unin, allir staðirnir sem ENGINN hefur séð.
Ráðamenn virðast ekki geta metið neitt í
sjálfu sér og ekkert er heilagt og ekkert má
friða. Rómantíkerar reyna að berjast við
þessa þróun en Landsvirkjun hefur jafnvel
auglýst gegn tilfinningum í heilsíðuauglýs-
ingum.
Það var reyndar almannatengslaklúður
svo þeir fara auðveldari leiðir í dag. Etja til
dæmis Skagamönnum gegn Gnúpverjum.
Það er auðvitað óþarfi en þetta gerist þegar
menn losa um allt og sleppa lausu. Með hlið-
sjón af þessu þá kostar eflaust meira en 500
milljónir að auglýsa á móti skaðanum sem
Ómar Ragnarsson hefur valdið heilum kyn-
slóðum með því að fylla höfuðin öfgafullri
náttúrudýrkun og rómantík svo jaðrar við
ást á landinu. Ómar verður auðvitað að
þegja á meðan. Ég tek það auðvitað fram að
ekkert af þessu stendur í sögunni. Þetta er
bara hluti af stærri heild. Þetta gæti færst
yfir á manneskjur, að „mikilvægir“ menn fái
aðgerðir fyrst en hinir verði að bíða.
Hvað gerist þegar Landspítalinn vill
skera niður og auglýsir gegn tilfinningum.
Verður alltaf hægt að réttlæta 100 milljóna
króna hjartaskipti handa manneskju sem
mun aldrei skila hagnaði? Munu menn
kannski snúa spurningunni við til að verða
stikkfríir: Hvernig getur þú heimtað 100
milljóna króna aðgerð þegar börn svelta úti í
heimi? Þetta gæti gerst ef til verður nýr
fleygur milli kynslóða, svipaður þeim sem
varð þegar gamla fólkið flutti af heimilunum
og tók með sér 300 ára gömlu munnlegu
geymdina. Nú verður hægt að fleyga kyn-
slóð neðar þegar stálpuð börnin læsa að sér
inni í herbergi með tölvuna og sjónvarpið.
Börnin festast í markhóp sem gerir ráð fyrir
að maðurinn sé einsleitur, að manneskja sé
ekki samansett úr mörgum manneskjum og
ólíkum, heldur einum lit, einni tilfinningu,
einni tónlistarstefnu. Fyrir utan herbergið
eru afar, ömmur, foreldrar, sagan, heim-
urinn, trúin og vísindin en ekkert af þessu
er með „sponsor“ og nær því ekki eyra ung-
lingsins. Ætli það verði ekki að vera næsta
uppreisn unglinganna, að brjótast út úr hólf-
unum og átta sig á þeim sem raunverulega
vilja stjórna þeim.“
Sagan sem stóriðja framtíðarinnar
Sagan er svolítið sérstök að því leyti að í
henni er tíminn margfaldur, rómantíkin er
gildur þáttur í sögunni en líka nálægari for-
tíð sem birtist til dæmis í klæðnaði, í bókinni
má finna ýmislegt úr samtíð okkar en sagan
á eigi að síður að gerast í framtíðinni.
Hvernig hugsaðir þú þetta?
„Sagan er stóriðja framtíðarinnar, við höf-
um verið að átta okkur á þessu á und-
anförnum árum og hetjurnar hafa bólgnað
út. Leifur Eiríks hefur aldrei verið jafnstór
og nú síðast bættist Egla í ritsafn Snorra
Sturlusonar sem breikkaði höfundarverk
hans um fimm hillusentimetra.
Sagan hefur lengst af verið ósýnileg, hún
hefur verið bundin í texta, hún hefur til-
heyrt andrúmsloftinu, verið lesin í útvarpi
eða geymst í minni manna en nú erum við að
endurbyggja hana, færa hana til okkar í efn-
isheiminn þar sem við getum horft á hana
með berum augum. Sagan er ekki raunveru-
leg fyrr en hún er orðin efni. Nú getur mað-
ur gengið um nýja sögustaði: Fæðingarbæ
Eiríks rauða og fæðingarbæ Jóns Sigurðs-
sonar að Þingeyrum, stafkirkju í Vest-
mannaeyjum og sögusýningu í Perlutanki.
Ólíkt öðrum löndum höfum við átt sterka
söguvitund en engar sögulegar minjar en nú
erum við að endurbyggja minjarnar en
kannski að gleyma innihaldi sögunnar. Sög-
urnar sjálfar eru ekki endilega til sölu ná-
lægt sögustöðunum.
Þetta var kannski innblástur á bak við
hina sögulegu fortíð í bókinni fyrir utan þá
staðreynd að mér fannst þetta fyndið.
SÍÐASTA SKÁLD-
SAGA ÍSLANDS?
„Fagurfræðin er að láta undan og hið sama virðist
gilda um hið fínlega og veika í samfélaginu. Þetta
er hættulegt því það sem kemur í staðinn er meiri
grimmd,“ segir Andri Snær Magnason sem hefur
sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, LoveStar, eftir
mikla velgengni við ljóða- og smásagnagerð og
verðlaunabókina Bláa hnöttinn. Andri Snær segir
hugmyndina upphaflega hafa verið að ramma
inn tímabil í bókmenntasögunni og láta LoveStar
vera síðustu íslensku skáldsöguna.
FULLKOMNI heimurinn þeirra Indriða og
Sigríðar brotnaði eins og skurn nokkrum
vikum áður en LoveStar fann fræ. Ástæðan
var eitt lítið bréf. Það barst til þeirra á fal-
legum degi eins og allir dagar eru í augum
fólks sem telur sig hafa rambað á sanna ást
og hamingju. Þegar Sigríður kom heim í
hádeginu til að orðtillífa lá eitthvað und-
arlegt í loftinu. Þegar hún opnaði dyrnar
og fyllti íbúðina af lóukvaki og hunangs-
rósailmi, þá beið Indriði hennar ekki í and-
dyrinu til þess að faðma hana og kyssa eins
og ævinlega heldur stóð hann úti við
glugga og sneri baki í hana.
– Halló? kallaði Sigríður.
Indriði stóð kyrr og sagði ekki neitt.
Aspir sveifluðust grænar í golunni í port-
inu fyrir utan þar sem rólur dingluðu í
blænum. Augu hans voru rauðleit og titr-
andi fingrum plokkaði hann þurr blöð af
deyjandi jukku.
– Er eitthvað að? Indriði, ertu að gráta?
– Nei, sagði hann og hélt áfram að
plokka.
– Indriði, láttu ekki svona, er ekki allt í
lagi?
– Það kom bréf, sagði Indriði.
– Bréf?
– Það kom bréf frá inLOVE í morgun.
Indriði tók upp bréfið og sýndi henni.
Sigríður geislaði af hamingju.
– Mikið var að þeir sendu okkur bréfið!
Hún hljóp til Indriða og ætlaði að stökkva í
fang hans en hann færðist undan.
– Bréfið er til þín, Sigríður.
– Til mín?
– Já.
– Ekki okkar?
– Nei.
– Hvað vilja þeir mér?
– Þeir eru búnir að reikna þig.
– Mig? Hvað áttu við?
– Við reiknuðumst ekki saman, Sigríður.
Ég er ekki þinn eini rétti.
Sigríður stóð náföl á stofugólfinu.
– Þú ert að grínast!
– Nei.
Þetta hlýtur að vera misskilningur, sagði
hún. Bréfið þitt hlýtur að vera á leiðinni.
– Þeir segja að þú getir hitt hann norður
í LoveStar í næstu viku.
– Hann hvern?
– Þinn eina rétta. Hinn helminginn.
– Þú ert að stríða mér, er það ekki?
– Hann er danskur.
– Danskur?
– Já og heitir Per Møller.
Sigríður horfði vantrúuð á Indriða og
fann hvernig kökkur hlóðst upp í hálsinum.
– Þú ert að stríða mér, Indriði. Þetta get-
ur ekki verið.
– Þetta er satt, Sigríður. Þetta er alveg
satt, sagði hann lágmæltur.
Sigríður fölnaði. Indriði starði þögull út í
portið. Þetta átti ekki að koma þeim á
óvart. Þau vissu eins og heimurinn allur að
það var tilgangslaust að leita ástarinnar
upp á eigin spýtur. LoveStar sá um ástina
og dauðann. Það hafði ekki farið framhjá
neinum. Þau hefðu átt að fara eftir ráð-
leggingum sambandsráðgjafa og gera með
sér tímabundinn samning: Saman þar til
LoveStar reiknar oss sundur. Saman þar til
LoveStar finnur okkur sanna ást og ham-
ingju. Þau hefðu átt að skrá sig á líkams-
ræktarstöð þar sem óreiknað fólk gat hist í
hádeginu, losað um spennu og gert það í
sturtunni með vinnufélaga eftir hressi-
legan veggtennisleik í stað þess að einoka
hvert annað dag og nótt eins og kjánar.
Það var margvitað að það borgaði sig
ekki að flækja líf sitt um of við líf einhvers
annars áður en formlegt bréf kæmi frá in-
LOVE. Það var vísindalega sannað og eng-
inn véfengdi inLOVE lengur. inLOVE var
mesta uppgötvun allra tíma. inLOVE var
ástin og hamingjan sjálf.
ÚR LOVESTAR