Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 Út er komin ný ævisaga um Byr- on lávarð eftir Fionu MacCarthy er nefnist Byron: Life and Leg- end (Byron: Líf og goðsögn). Verkið byggist MacCarthy á ævisögulegu efni eftir John Murray, hinn fræga útgefenda Byrons, en við vinnslu bók- arinnar hafði höfundur aðgang að hinu viðamikla Murray-safni um Byron. Mun MacCarthy þar hafa unnið með heimildir sem ekki hafa komið fyrir sjónir fræðimanna fyrr. Í ævisögunni er leitast við að bregða upp mynd af ævi skálds- ins í nýju ljósi og eru þar tekin upp ýmis viðhorf sem áberandi hafa verið í Byron-fræðum und- anfarinna ára. Þannig er ekki eingöngu fjallað um þætti í ævi- ferli Byrons og skáldskaparlist, heldur einnig litið til þess hvaða áhrif þetta helsta skáld Bret- lands hafði á hugsun og tíð- aranda í Bretlandi og Evrópu, en margir hafa lýst Byron lá- varði sem „fyrstu stórstjörn- unni“. Í ævisögunni er fjallað ít- arlega um æskuár Byrons í Skotlandi, tengsl hans við móður sína og þau mótandi áhrif sem ætla megi að fötlun Byrons hafi haft. Þá er fjallað um ferðir skáldsins unga til Miðjarð- arhafslanda og austur á bóginn og er fjallað um kynferð- issambönd Byrons á opinskárri hátt en áður. Farið er í saumana á samskiptum Byrons við útgef- andann, John Murray og hvern- ig þeir slitu samskiptum eftir því sem skáldskapur Byrons varð umdeildari. Þá er fjallað um áhrif og skáldskap Byrons í sam- hengi við rómantísku stefnuna í Evrópu. Ítarlegur dómur um ævisögu MacCarthy birtist nýlega í breska bókablaðinu Times Liter- ary Supplement og telur gagn- rýnandi að hún gæti valdið ströngustu Byron-fræðingum vonbrigðum. Engu að síður sé um lifandi og lipurlega ritaða ævisögu að ræða þar sem fram komi mörg forvitnileg sjón- arhorn á umræðuefni fræðanna. Fiona McCarthy hefur áður sent frá sér ævisögur um skáldið og hugsuðinn William Morris og málarann Stanley Spencer. Önnur skáldsaga Donnu Tartt Bandaríski rithöfundurinn Donna Tartt hefur sent frá sér nýja skáldsögu er nefnist The Little Friend (Litli vin- urinn) og er hún önnur skáldsaga höfundarins. Þar segir af hinni tólf ára gömlu Har- riet Cleve og harmi sleginni fjölskyldu henn- ar, sem er í sárum eftir óhugn- anlegt fráfall bróður Harriet. Tíu ár eru liðin frá því að Tartt varð eitt umtalaðasta nafnið í Bandarískum bók- menntaheimi í tengslum við út- gáfu fyrstu skáldsögu sinnar, The Secret History. Þar segir af óhugnanlegu morðmáli sem á sér stað í hópi háskólanema. Tartt var mjög áberandi í sviðs- ljósinu eftir að hún steig fram á ritvöllinn og vakti athygli sem ungur kvenhöfundur sem um- gekkst hinn áhrifamikla X- kynslóðarhöfund Bret Easton Ellis. Annarrar skáldsögu Tartt hefur verið beðið með eftirvænt- ingu, og fer gagnrýnandi The New York Times Book Review lofsamlegum orðum um bókina. ERLENDAR BÆKUR Goðsögn Byr- ons lávarðar Donna Tartt. N Ú er mikið rætt í fjöl- miðlum um hlutverk gagnrýnenda. Arnar Eggert Thoroddssen, Þröstur Helgason og Jón Kalman hafa lagt orð í belg á síðum Morgun- blaðsins og fjallað um kreppu gagnrýnandans frá ýmsum sjónar- hornum. Fjölmargir skrifa gagnrýni hér á landi og dagblöðin eru iðin við að birta dóma eða umfjöllun um listir og bókmenntir; í t.d. Morgunblaðinu eru jafnan óralangir dómar um hina og þessa tónleika, leiksýningar og myndlistarsýningar um land allt. Allmargir skrifa um bókmenntir en þeim skrifum er nú aðallega legið á hálsi fyrir að vera slagorða- kennd og klisjuleg, eingöngu innantómar upp- hrópanir, miðjumoð og lítt rökstutt lof eða last sem stjórnast af auglýsingamennsku og stöðn- un. Gagnrýnin á gagnrýnina kemur frá gagn- rýnendum sjálfum, rithöfundum og ritstjórum fjölmiðlanna – lesendur hafa lítið kvartað. Hlutverk bókagagnrýnanda hlýtur að felast í því að fjalla um skáldverk sem reyndur les- andi, segja álit sitt, bjóða upp á túlkunar- möguleika, greina kost og löst o.s.frv. Hann velur ekki fyrir fólk hvað það á að lesa / kaupa og hvað ekki. Gagnrýnanda er treyst til að fjalla um bókina af þekkingu og innsæi og ber vitaskuld fulla ábyrgð á skoðun sinni en hann er einn lesenda og bókadómur lýsir ekki öðru en smekk, túlkun og lestrarreynslu hans sjálfs. Í blöðunum birtast bókadómarnir á færi- bandi yfir jólamánuðina. Í Morgunblaðinu er þeim þjappað saman í eitt grátt bókablað á viku en í DV eru þeir á sama stað alla vikuna, skemmtilega uppsettir og oft skreyttir lit- myndum. Í Kastljósinu sitja þáttastjórnandi og bókmenntafræðingur saman yfir nokkrum bókum og ræða örstutt saman „enda tíminn að hlaupa frá þeim“ og sú umræða endar í fárán- legri hnotskurn, stimpli eða brennimarki sem bókin ber að eilífu. Eða hvað? Er það svo að bækurnar sem fá góða dóma séu endilega þær sömu og mest eru seldar og lesnar og bækur sem fá vondan eða engan dóm liggi óbættar hjá garði? Hvað segja útlánstölur bókasafn- anna? Er sleggjudómur endilega dauðadóm- ur? Má ekki gera ráð fyrir að hinn almenni lesandi hafi dómgreind til að meta slíkt sjálf- ur? Vissulega má til sanns vegar færa að form bókadóma í fjölmiðlum nútímans sé stirðnað eins og gagnrýnendur gagnrýnendanna hafa bent á. Þar mætti áreiðanlega stokka spilin og gefa upp á nýtt. En kreppa tungumálsins hrjáir gagnrýnendur eins og annað fólk og óvíst hvort annað form breytti þar nokkru um. Sú var tíðin að Kolbrún Bergþórsdóttir, Illugi Jökulsson og Jón Viðar Jónsson gagnrýndu af gríðarlegri hörku og stimpluðu stjörnur og hauskúpur í erg og gríð. Nú eru þau öll komin hinum megin við borðið og Kolbrún m.a.s. orð- in búktalari fyrir Jón Baldvin og segist aldrei ætla að gagnrýna meir. Hvað varð um verkin sem þau lofuðu eða löstuðu? Lifðu þau eða dóu? Gagnrýnendur hafa vissulega áhrif og völd en það nær ekki yfir dómgreind almenns lesanda. Það má aldrei gleymast að listin stendur hvorki né fellur með upphrópunum í dægurmiðlum, heldur í nið tímans. Þegar upp er staðið eru það viðtökur lesenda um borg og bí sem ráða mestu um framhaldslíf jólabóka og bókmennta yfirleitt. Kjarni málsins sá að þrátt fyrir alla lummulegu ritdómana sem hellast inn í bókaflóðið er það viðtakandinn – hinn almenni lesandi – sem er gagnrýnandinn eftir allt saman. TIL VARNAR GAGNRÝNINNI Nú eru þau öll komin hinum megin við borðið og Kolbrún m.a.s. orðin búktalari fyrir Jón Baldvin og segist aldrei ætla að gagnrýna meir. Hvað varð um verkin sem þau lofuðu eða löst- uðu? Lifðu þau eða dóu? S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R HERMANN Stefánsson skrifar um nýja þýðingu Hallgríms Helgasonar á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare og sparar þar hvorki stór orð né harða dóma. Á skrifum þessum er hins vegar svo alvarlegur galli að þau eru algjörlega ómark- tæk. Hermann kýs að líta framhjá því að Hallgrímur er þýðandi og segir: „Ég ætla hvorki að bera þýðinguna saman við frumtextann né texta Helga Hálfdanarsonar sem einnig kom út í kilju fyrir nokkrum árum. Ég hreinlega nenni því ekki." Fyrir þess- ari leti sinni færir hann þau rök að textinn verði að standast á íslensku, sem er út af fyrir sig rétt, en þau breytast í falsrök um leið og Her- mann fer að ásaka Hallgrím fyrir orðaleiki og ýmsa brandara, og vitn- ar í texta Hallgríms án þess að hafa fyrir því að fletta upp í frumtexta Shakespeares, sem Hallgrímur er þó að þýða. [...] Þessi vinnubrögð eru auðvitað fyr- ir neðan allar hellur og gagnrýni Hermanns fellur því kylliflöt um sjálfa sig. [...] Skrif af þessu tagi eru kannski lík- leg til þess að vekja athygli, en vilji kistan.is láta taka sig alvarlega í bókmenntaskrifum er ritstjórnin sannarlega komin út á hálan ís. Páll Valsson Kistan www.visir.is/kistan Neytendur drepa bókabúðir Oft er því haldið fram að „stór- markaðirnir [séu] að drepa bóka- búðirnar“. En þó vissulega hafi inn- rás stórmarkaðanna á jólabókamarkaðinn orðið til þess að bóksalar hafa misst spón úr aski sín- um, þá er vafasamt að segja stór- markaðina drepa bóksalana. Stór- markaðirnir gera ekkert sem þeim er ekki heimilt, þeir eru bara að bjóða vöru til sölu og svo er það undir hverjum og einum komið hvort hann gengur til viðskiptanna eða ekki. Ef að bóksala stórmarkaða verður til þess að bókabúðir hverfa úr bæj- arlífinu, nú þá verður það vegna þess að ekki hafa nægilega margir haldið tryggð við bókabúðirnar. Ef að þeir, sem segjast myndu sakna bókabúðanna, eru reiðubúnir að versla þar þó bækur séu í sumum til- fellum boðnar ódýrari annars staðar, þá munu bókabúðirnar lifa áfram. Annars ekki. Stórmarkaðirnir drepa ekki bókabúðirnar. Það eru gamlir viðskiptavinir bókabúðanna sem kannski gera það með því að hætta að versla þar. Hér er því skýrt dæmi um þróun sem neytendur hafa mikið að segja um, og það er einmitt þann- ig sem það á að vera. Vefþjóðviljinn www.andriki.is KISTAN Á HÁLUM ÍS Morgunblaðið/Golli Einn og átta. I Í haust varð sá bókmenntasögulegi viðburðurað Egils saga var gefin út í ritsafni Snorra Sturlusonar. Er það í fyrsta skipti sem sagan er gefin út undir höfundarnafni Snorra og raunar í fyrsta skipti sem Íslendingasaga er gefin út undir höfundarnafni. Eins og flestir vita eru Ís- lendingasögur höfundarlausar bókmenntir, þeir sem settu þær saman á þrettándu og fjórtándu öld virðast ekki hafa litið þannig á að sögurnar væru höfundarverk þeirra í nútímaskilningi. Þeir settu því ekki nafn sitt við sögurnar. II En þeir settu sögurnar saman og það er ein-mitt orðalagið sem haft er um sagnaritun Snorra í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og í handriti að Snora Eddu: „Hana hefir saman setta Snorri Sturluson eftir þeim hætti sem hér er skipað,“ segir þar. Og hvað má lesa úr þessu orðalagi? Sennilega að Snorri sem aðrir mið- aldahöfundar hafi sett sögur saman úr öðrum sögum og heimildum, munnlegum sem rituðum; hann hefur með öðrum orðum skrásett texta sem hann hefur aflað sér efnis í héðan og þaðan. III En hver er þá munurinn á vinnubrögðumSnorra og nútímahöfunda? Sennilega er frekar stigsmunur en eðlismunur þar á því vissulega setja höfundar nútildags texta sína saman í ljósi eldri texta, oft reyndar með hlið- sjón af þeim, stundum með beinum tilvitnunum í þá. Hins vegar líta nútímahöfundar oftast þannig á að þeir séu að semja texta sína upp úr sjálfum sér, að þeir séu að leggja sína persónu- legu merkingu í þá. Þessi persónulega merking höfundarverka hefur verið kennd við frumleika, að í textanum standi eitthvað sem aldrei hafi verið sagt áður, að minnsta kosti ekki með þess- um tiltekna hætti. Sökum þessa telja nútímahöf- undar að þeir eigi textana sem þeir semji og þess vegna varð til höfundarréttur sem eignar höfundi tiltekið verk með formlegum hætti og bannar öðrum höfundum að breyta því eða nota nema ákveðnum reglum sem fylgt. IV Höfundarréttur varð ekki til fyrr en áátjándu og nítjándu öld og því þekktu Snorri og aðrir sagnaritarar á miðöldum vænt- anlega ekki hugsunina á bak við hann. Þetta þýðir þó ekki að þeir hafi ekki verið frumlegir og þetta þýðir heldur ekki að það megi ekki kalla þá höfunda verka sem þeir raunverulega settu saman. Hins vegar er ljóst að ef litið er á Egils sögu sem höfundarverk Snorra breytir það því hvernig við lesum söguna. Í raun má segja að þar með sé sagan ekki lengur Íslendingasaga eins og við höfum hingað til skilið það hugtak. Egils saga hlýtur að vera skáldsaga ef Snorri samdi hana og þá er hún með allra fyrstu skáld- sögum Evrópu. V Nýlega birtist í Lesbók viðtal við Torfa Tul-inius þar sem hann leiddi rök að því að Eg- ils saga væri verk meðvitaðs höfundar, það er Snorra Sturlusonar sem hefði ritað hana sem yf- irbót fyrir syndir sínar. Í Lesbók í dag skrifar Guðrún Nordal grein þar sem hún færir rök fyr- ir því að Snorri sé að minnsta kosti ekki höf- undur þeirra Egils sögu sem við lesum í út- gáfum í dag. „Eða í þeirri útgáfu sem kom út á haustdögum undir nafni hans.“ FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.