Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 STEFNA eðlilega tekin þráðbeint áGulbenkian-safnið fyrsta heila dagokkar í Lissabon, nutum þar góðrarstaðsetningar hótelsins, ekki nema tvær metróstöðvar frá Pombal þangað. Fengum þá óforvarendis nýjabrumið í kringum neðanjarðarbrautina beint í æð vegna þess að líkast til rötuðum við ekki beinustu leiðina út, heldur upp tröppu- gang á næstu hæð. Vorum þá komin í miðjan risastóran og yf- irþyrmandi flottan stórmarkað, eins konar Kringlu eða Smára- lind, en í æðra veldi fyrir list- ræna og jarðbundna hönnun, gátum ekki annað en hrifist þótt við séum öll hallari kaup- manninum á horninu. Keypti þar litla flösku af uppsprettu- vatni í sérverslun og alúðleikinn sem mætti mér hjá kvenblóm- anum sem afgreiddi einstakur, þótt seint stæðu slík viðskipti undir rekstri slíkrar stássverslunar. Var líkast því að fara inn í yfirstéttarverzlun Bulgari á Via Condotte í Róm og kaupa einn títuprjón, en þar kostar eitt par af herrasokkum viðlíka upphæð og alklæðnaður í næsta nágrenni. Ekki alveg út í hött að leggja út af þess- um andstæðum, reynist trúlega torvelt, og ofar skilningarvitum verbúðarþjóðarinnar í norðri, að melta lífshlaup fagurkerans og menningarfrömuðarins Calouste Sarkis Gul- benkian. Olíufurstinn, sem fékk viðurnefnið herra fimmprósent, Mr Five Percent, var fæddur í Scutari (Konstantínópel) 1869, af auðugum armenskum ættum, og þegar fjórtán ára að aldri varð hann altekinn söfnunarástríðu eft- ir að hafa keypt forna og fágæta mynt á bas- ar. Hann stundaði nám í King’s College, London og útskrifaðist þaðan með góðum vitnisburði í verkfræði og hagnýtum vís- indum. Að námi loknu þá 22 ára, hélt hann til olíuhéraðanna í Bakú, Kákasus, og skrif- aði bók um starfsemina þar, auk hugleiðinga um framtíðarmöguleika olíunnar sem orku- miðils. Greinarnar vöktu athygli námuráð- herra Ottomönsku stjórnarinnar, sem réð hann til að taka saman skýrslu um olíusvæði Ottomanska ríkisins, einkum í Mesópótamíu. Ekki þekki ég lífsferil Gulbenkians nægilega vel, en er forvitinn niður í skó eftir kynni af menningarstofnunum hans sem spanna víð- an völl. Gulbenkian aflaði sér víðtækrar þekkingar á olíusvæðunum í Mið-Austur- löndum og komst í lykilaðstöðu þegar olíu- iðnaðurinn var á upphafsreit, hefur auð- sjánlega verið lygilegur vitmaður og refur í viðskiptum. Flókin atburðarás í sambandi við vandamál er upp komu varðandi fjár- magnstilfærslur írösku olíusamsteypunnar, Iraq Petroleum Company 1928, skipti sköp- um í lífi hans og átti eftir að marka honum svipmikinn lífsferil. Á mikilvægu augnabliki komst hinn sleipi samningamaður og fjár- málavitringur að samkomulagi um að leysa hnútinn gegn því að fá „aðeins“ fimm pró- sent af olíuágóðanum í sinn hlut, og tilboð- inu á að hafa verið tekið með hraði, sumar heimildir herma jafnvel að hann hafi fengið þessi fimm prósent í þakklætisskyni fyrir góða samninga. Að baki stóðu fjögur olíu- fyrirtæki þar á meðal Shell og BP. Félögin skiptu á milli sín 23,75% af höfuðstólnum en í hlut Gulbenkians komu sem sagt 5%. Þetta var í upphafi bílaaldar og getur hver og einn ímyndað sér hagnaðinn sem með tíð og tíma tók að renna í vasa manns- ins, og hvernig veltan hefur svo undið upp á sig í áranna rás, skilvirkari samlíking; frá ársprænu í stór- fljót. Þetta var þó með sanni ekki illa fenginn auður eins og til að mynda vopnasala eða pen- ingaþvottur og menn geta verið sammála um að ekki aðeins Portúgal heldur einnig heimur- inn eigi þessum vitra mannvini skuld að gjalda. Í einu vetfangi gerðu fimm prósentin honum mögulegt að snúa sér alfarið að ástríðu sinni, listaverkasöfnun, sem hann lét ekki segja sér tvisvar. Slíkur var ákafinn að sagt er að honum hafi jafnvel tekist að kaupa verk af Ermi- tage-safninu í Leningrad (!), en þá veit maður ekki hverju skal trúa, þó staðreynd að frumút- gáfa hinnar frægu marmarastyttu af Díönu á safninu, eftir Houdini er þaðan, keypt 1930. Hins vegar má alveg bóka að ástríða Gulbenkians snerist ekki um ábatavon, öllu fremur fegurð og gæði þess sem hann viðaði að sér frá öllum heimshornum og hér miklu fórnað. Hann var einn af þessum stóru óeig- ingjörnu söfnurum með víða yfirsýn sem hafnir eru yfir alla einstrengni og yfirlæti, metnaðurinn rekur slíka áfram hvar sem þá ber niður og hvað sem það kostar þegar þeir á annað borð fá þann gálinn í sig. Gulbekian var breskur þegn, tengdur Par- ís og London, en þegar hildarleikur seinni heimsstyrjaldarinanr stóð sem hæst vildi hann finna sér rólegri heimkynni, fjarri átökunum og var þá mælt með Portúgal. Fluttist þangað 1942 og er hann lést 1955 arfleiddi hann portúgala að öllum eigum sín- um í formi velgerðarsjóðs. En þó ekki fyrr en hann hafði tryggt börnum sínum, öðrum fjölskyldumeðlimum og einstaklingum sem höfðu unnið með honum um árabil ríflegan lífeyri. Höfuðstöðvar sjóðsins skyldu vera í Lissabon. Sjóðurinn hlúir að margs konar menning- arstarfsemi, starfrækir hljómsveit, ballett- dansflokk, bókasöfn og hljómleikahallir. Ol- íufurstinn gleymdi ekki upprunalandi sínu Armeníu og var sérstaklega umhugað um menningu þess bæði í landinu og út á við, var þannig verndari patrírarka samfélagsins í Jerúsalem og lét reisa því bókasafn. Sem einlægur meðlimur armenska trúarsam- félagsins, lét hann reisa kirkjuna St. Sakris í London í minningu foreldra sinna, og þar er aska hans sjálfs varðveitt. Haldi einhver að hér sé um tæmandi upp- talningu að ræða veður hann í villu og svíma, því angar Gulbekian-stofnunarinnar ná víða um heim, maðurinn menningarlegur, fílantrópisti út í fingurgóma, góðgerðarstarf- semina ber víða niður í listum, vísindum, uppeldismálum, minjavörslu o.fl. o.fl. Alltof langt mál að telja allt upp hér; frá Mið- Austurlöndum, yfir París og London til Am- eríku. Í fyrrverandi aðsetri Gulbenkians við Avenue d’ Iena í hjarta Parísarborgar er nú menningarsetur er ber nafn hans, opnað 1965, þar er meðal annars almenningsbóka- safn með yfir 70.000 bókareintök. Svo við snúum okkur að listasafninu í Lissabon, telur það um og yfir 6.000 hluti, málverk höggmyndir og listiðnað, frá egypskum höggmyndum til franskra inn- astokksmuna, frá austurlenzkum leirmunum til handrita og fornra rita, frá hlutum úr sýrlenzku gleri til vefnaðar. Lalique-skart- gripi, gríska mynt og ítalskar medalíur frá endurreisnartímabilinu. Lengi vel voru hlut- ar safneignarinnar dreifðir, þótt það hafi verið ótvíræð fyrirmæli Gulbekians að hún kæmist undir eitt þak. Hið einstæða safn af evrópskri list, frá prímatívistum til impress- jónista, var þannig í láni í Þjóðlistasafninu í London frá 1930–50 og seinna þjóðlistasafn- inu í Washington. Var loks flutt til Portúgals 1960, og frá 1965–69 til sýnis í Pombal- höllinni, Oeiras, en þá loks var safnbygg- ingin í Lissabon tilbúin. Á einum stað eru þannig höfuðstöðvar Gulbekian-stofnunarinnar, Listasafnið, Nú- tímalistasafn kennt við José de Azeredo Perdigâo og Barnasafn, ásamt því að stór garður umlykur byggingarnar prýddur fjöl- mörgum höggmyndum. Samstæðan stendur a mótum Avenue Calouste Gulbenkian, Avenue Berna og Avenue António Auguste de Aguiar og margt fróðlegt að sjá og skoða í nágrenninu. Að vonum höfðum við ætlað okkur allan daginn við skoðun hins mikla safns, sem þó er ekki mjög stórt um sig, og það gekk eftir að við höfðum grandskoðað svæðið rétt fyrir lokun síðdegis og gengum léttstíg á braut á vit kvöldverðar, eftir að hafa hvílt okkur um stund á notalegum útiveitingastað á einu götuhorninu. Hins vegar verður aðalsafnið ekki skoðað í botn við eina yfirferð frekar en önnur mikilsháttar söfn, það sannreyndi ég enn einu sinni við aðra skoðun seinna. Ein- kennist af mikilli fjölbreytni, og hvar sem okkur bar niður blasti við hvílíkur fagurkeri maðurinn hefur verið, um hágæðasafn að ræða og eitt hið merkilegasta í Evrópu. Mikið og stórt ef gæðin ein eru höfð sem viðmið og nær óskiljanlegt hvernig mað- urinn hefur ratað á úrvalsverk margra þekktra sem minna þekktra málara svo sem ORKUFURSTINN Eitt gleggsta dæmi þess að auðsöfnun geti borið í sér heilbrigða döngun mannlífs, er ferill armenska stór- mennisins á sviði olíuviðskipta, Calouste Sarkis Gul- benkian (1869–1955), kannski betur þekktur undir viðurnefninu herra fimm prósent, Mr Five percent. Hann var einn mesti velgerðarmaður, fílantrópisti, síðustu aldar og miðlaði ríkidæmi sínu til háleitra verkefna. Í þessu skrifi rýnir BRAGI ÁSGEIRSSON í lífshlaup fagurkerans. René Lalique (1860–1945): Diadem (kóróna) skreytt eðalsteinum. P. A. Renoir (1841–1919): Málverk af eiginkonu Claude Monets. Hin fræga mynd Dominico Ghirlandaio (1449– 1494), af ungri stúlku. Calouste Sarkis Gul- benkian á efri árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.