Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 5 til eftir á. Mörgum hefur þótt skrýtið að sögumaðurinn í Englunum er bæði lifandi og dáinn og ég hef fengið ófáar spurningar um það. En ég hafði ekki velt þessu fyrir mér. Og ef ég hefði hugsað út í það áður en ég skrifaði söguna hefði ég sennilega aldrei skrifað hana því hvernig ætti þetta að geta gengið upp. Þetta kemur yfir mann í vinnuferlinu. Inn- blásturinn verður til í skrifunum.“ Samhengisleysi við samtímann Talsvert hefur verið talað um að bók- menntirnar séu uppteknar af sögulegu end- urmati, ekki síst á tuttugustu öldinni nú þeg- ar við stöndum á þessum tímamótum. Margar íslenskar skáldsögur frá síðustu ár- um fjalla um fortíðina. Má ekki segja að sögu- legt endurmat sé einnig verkefni þitt? „Jú, ég held að allir sem eru fæddir á þess- ari öld séu að glíma við hana – þessi öld var mjög upptekin af sjálfri sér, að því er virðist. Þegar talað er um uppgjör við hana, eins og algengt er, verður manni iðulega hugsað til stóratburða eins og styrjalda, fangabúða og hryðjuverka. En ég hef allt frá fyrstu bók- unum mínum viljað komast undir yfirborðs- myndina sem við höfum af öldinni. Það hefur til dæmis alltaf verið horft á kaldastríðstím- ann sem litlaust tímabil þungbúinna stjórn- málamanna að heilsast, það sjást aldrei konur og börn, það er eins og fólk hafi ekki verið til. Ég hef viljað skoða á bak við þessa mynd og rýna í hluti eins og dagleg samskipti fólks, ástina og einmanaleikann, hluti sem yfirleitt rata ekki á spjöld sögunnar svokölluð. Mér verður oft hugsað til samtals milli tveggja stráka sem eru að veiða dúfur í Vængjaslætti í þakrennum þegar ég hugleiði hlutverk skáldskaparins. Hefurðu tekið eftir því hvað dúfurnar eru með litla hausa, spyr annar þeirra, heldurðu að þær séu ekki með neinn heila? Nei, þær eru með vængi, svarar hinn, til hvers ættu þær að vera með heila? Ég vil meina að það sé betra að vera með vængi en heila. Nei, ég held það sé best að vera með vængi á heilanum. Skilaboð skáldskaparins liggja einhvers staðar þarna. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöld þegar sagan rofnar og menn upplifa þann veruleika að enga sögu sé að segja því hún sé búin að vera svo skelfileg, þá leita menn að innri tengslum við tímann og heiminn. Þessi leit að innihaldi er rauði þráðurinn í skáldskap. Þessi leit gefur skáldskap afl í dag líka. Menn eru alltaf að tala niður til bókmenntanna og spyrja hvort þær séu ekki að líða undir lok, hvort aðrir miðlar séu ekki að taka við. En grundvöllur allrar miðlunar er frásögnin, að hafa einhverju að miðla. Ég held að þessi innri leit að samhengi sé mikilvæg nú. Í veruleika okkar upplifir fólk sig valdalaust og sambandslaust við söguna og tímann og þetta sambandsleysi skapar ákveðið innihaldsleysi og tómleika. Án þess ég vilji halda því fram að bókmenntirnar séu innihaldið þá eru þær leitin að innihaldi tím- ans. Þetta er auðvitað æði rómantískt viðhorf en um leið raunsætt.“ Tilboð á samhengjum og réttar lausnir á útsölu Ungir rithöfundar sem rætt hefur verið við í Lesbók að undanförnu hafa talað um þetta samhengisleysi. „Já, ég skil vel yngra fólk sem finnur ekki samhengið í samtímanum. Þetta var dálítið öðruvísi hjá minni kynslóð sem náði í skottið á 68-uppreisnunum þar sem var tilboð á sam- hengjum og réttar lausnir voru á útsölu – all- ir gátu fengið sannleikann beint í æð. En seinna meir rakst þetta fólk á að sannleik- urinn sem stóð til boða var alls engin sann- leikur. Sannleikurinn var bara hreint ekki til. Og þannig er ástandið í dag. Fyrir vikið er ákveðin tómhyggja ríkjandi, en hún verður það oft þegar eitthvað mikið er í vændum. Ungt fólk hefur í langan tíma ekki haft nein markmið eða sjónarmið til að berjast fyrir. Stjórnmálaflokkarnir veita til dæmis engin svör. Þeir rífast aðallega um prófkjör og hver á að vera í forystu og hver ráðherra. Stjórnmálaflokkarnir hafa einangrast og eru ekki að fjalla um þann vanda sem fólkið á í. Þeir sem glíma við vandamálin eru almennt ekki í stjórnmálaflokkum heldur ann- arsstaðar í samfélaginu. Fyrir tuttugu árum þekkti ég marga í stjórnmálaflokkum en nú þekki ég engan. Þeir sem manni finnst vera að velta hlutunum fyrir sér á skynsamlegan hátt eru reyndar fæstir í stjórnmálaflokki nú- orðið. Margir vita þess vegna ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar kemur að póli- tík en aðrir fara sínar eigin leiðir. Þessi staða kom einnig upp á tímabili til- veruheimspekinnar á síðustu öld. Fólk gat ekki tengt sig við nein markmið eða sjón- armið sem heyrðust. Kirkjan talaði alltaf út frá sömu ritningargreininni. Og stjórn- málaflokkar höfðu engin svör. Hinar leitandi sálir lentu því í tómarúmi. Munurinn er hins vegar sá að nú er ekki bara ein kirkja heldur margar, það eru ótal viðhorf í gangi og hinn leitandi maður á auðvelt með að týnast í allri óreiðunni, hann veit ekki að hverju hann leit- ar.“ Þau eru einnig að segja sögur Hvað finnst þér um þessa nýju kynslóð rit- höfunda sem fjallað hefur verið um í fjöl- miðlum? Það er ekki síst talað um að hún til- heyri öðrum menningarheimi en eldri höfundar. „Skáldskapurinn er flóð sem brýtur alla stíflugarða og því hef ég goldið varhug við því að tala um kynslóðaskipti. Ég er líka skept- ískur á kynslóðir vegna þess að kynslóðir á borð við þá sem er kennd við ’68 leiddist bara út í einhverja hástemmda sjálfumgleði sem síðan endaði í rauðvínslegnu þunglyndi. En auðvitað gera nýir tímar alltaf einhvers konar uppreisn gegn gömlum tímum. Það þarf alltaf að hafna einhverju eða endurmeta. Aðalatriðið er þó að vera opinn fyrir öllu. Mér þykir tvennt einkenna yngra fólkið núna. Það upplifir sig sem meiri þiggjendur en við gerðum en um leið er það að ná miklu betra valdi á tækjum og tækni sem hefur ver- ið að ryðja sér til rúms á undanförnum ára- tugum. Þau hafa því öðruvísi þekkingu en við. Ungt fólk er kannski að leika sér í tölvum eða glápa á sjónvarp og kvikmyndir þar sem það lætur mata sig á alls konar hlutum en um leið þykir því ekkert mál að búa til eigin tölvuleiki eða jafnvel heila bíómynd. En þau, eins og aðrir, enda samt alltaf á því að hverfa til upp- hafsins, þótt tæknin sé ný þá eru þau einnig að segja sögur.“ Ölva mig á öllu og engu Mig langar að endingu að spyrja þig um hvað þú sért að lesa. Ég veit að þú hófst fer- ilinn með miklum lestri á bæði skáldskap og fræðum. Í skrifum þínum og viðtölum hefur mátt sjá að þú hefur lagt rækt við skáldskap- arfræði þín. Það nægir kannski að nefna greinasafnið Launsyni orðanna (1998). Mér leikur því forvitni á að vita hvað þú ert að lesa núna, bæði af skáldskap og fræðum. „Undanfarin ár hef ég að mestu verið að lesa bækur í sambandi við sagnabálkinn. Þetta hafa meðal annars verið annálar og sagnaþættir frá síðustu öld. En síðan hef ég, eins og áður sagði, unnið talsvert með munn- legar heimildir í þessum bókum og því hef ég verið að skoða svolítið munnlega geymd og munnlegar frásagnaraðferðir. Í viðtölum hef ég komist að því að hin bókmenntalega frá- sögn á sér auðvitað rætur í hinni munnlegu frásögn, fólk sem aldrei hefur velt fyrir sér bókmenntum, aldrei hefur skrifað sögu, get- ur verið frábærir sagnamenn frá náttúrunnar hendi. Annars er ég hættur að lesa skipulega eins og ég gerði. Ég lagði mikla áherslu á að fylgj- ast með á árum áður og var þá aðallega að hugsa um einhver afmörkuð menningarsvæði og afmarkaðan tíma, England og Norð- urlöndin á tilteknum tíma svo dæmi sé tekið. En síðan víkkaði þetta hugtak „hvað er að gerast“ út í huga mér. Það sem er að gerast núna gerðist kannski fyrir löngu í menning- arlegum skilningi. Ég hætti því að hugsa um afmörkuð svæði og afmarkaðan tíma og nú má segja að ég ölvi mig á öllu og engu. Ég set mig ekki inn í debatta dagsins með skipuleg- um hætti en ég fylgist samt með. Og þá ekki ekki síst á ferðalögum mínum þar sem ég hitti erlenda starfsbræður. Og það er sama hvar maður kemur, alstaðar er mjög mikið að gerast þótt það nái ekki allt máli í heims- pressunni. Hingað hafa líka komið erlendir höfundar sem hefur verið gefandi að kynnast, svo sem eins og amerísku höfundarnir Bill Holm og David Arnarsson. Kannski ég fylgist einna best með ljóða- gerðinni því þar er hægt að taka púlsinn. Ég hlusta líka mikið á tónlistina sem er efst á baugi hverju sinni þótt hún höfði misvel til mín, sennilega er maður fastur í einhverri fortíð í þeim efnum.“ throstur@mbl.is Já, ég skil vel yngra fólk sem finnur ekki samhengið í sam- tímanum. Þetta var dálítið öðruvísi hjá minni kynslóð sem náði í skottið á 68-upp- reisnunum þar sem var tilboð á samhengjum og réttar lausnir voru á útsölu – allir gátu fengið sannleikann beint í æð. En seinna meir rakst þetta fólk á að sannleikurinn sem stóð til boða var alls engin sannleikur. Sannleikurinn var bara hreint ekki til. Og þann- ig er ástandið í dag. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.