Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 Sjálfur gleymdi Ívar aldrei næringarskort- inum og fátæktinni né því hve horaður og vannærður hann var. Tíminn í Stakkholti kom til hans aftur og aftur og þegar hann hugsaði um kjall- araholuna við Sjómannastíginn fór um hann sami hrollurinn og frostaveturinn mikla. Það var þann vetur sem hann tók Kára og Ragnar með sér niður á höfn og fíni mað- urinn kom og gaf honum krónuna sem var krónan í lífi Ívars og hann miðaði allar aðr- ar krónur við. „Ég held að maðurinn hafi haldið að ég væri að deyja,“ sagði Ívar. „Ég var svo hor- aður og vannærður að sjá.“ Þannig lýsti Ívar þessu lengi vel, en eftir að hann giftist Mörtu og var orðinn trúaður fór hann að halda að fíni maðurinn, sem hann nefndi á nafn, hefði verið sjálfur drott- inn sem stundum dulbjó sig og gekk um göt- ur borgarinnar og gaf fátækum börnum krónur. Sumir halda því fram að eftir að Ívar var genginn í sértrúarsöfnuðinn og lét skuldu- nauta sína sverja við Biblíuna um leið og þeir skrifuðu undir skuldaviðurkenningar, hafi hann setið við borð með gulum dúk, kertaljósi og Biblíu. Frammi var eins konar biðstofa. Þar tók hann á móti mönnum einsog bankastjóri, hneigði sig og beygði, og ef skuldunaut- arnir voru langt niðri bauðst hann til að biðja með þeim áður en gengið var til samn- inga. En ekki nóg með það, því einn góðan veð- urdag þegar þrír stórskuldugir heildsalar mættu á fund Ívars sat hann í prestshempu sem þeir fullyrtu að Júlíus Blomberg hefði tekið upp í skuld af drykkfelldum presti og sent Ívari í pósti þegar hann frétti að hann væri genginn í sértrúarsöfnuð Jónínu Pét- ursdóttur frá Hafnarfirði. Sjálfur trúði Júl- íus bara á fornar sögur og hreystiverk Hún- vetninga fyrr á öldum. ÚR NAFNLAUSUM VEGUM Þ AÐ hefur verið geysileg útgerð hjá Einari Má Guðmundssyni á árinu. Bókin Kannski er póst- urinn svangur kom út í Dan- mörku á dögunum og hefur fengið lofsamlega dóma eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Einnig komu Draumar á jörðu út í Svíþjóð og Englar Al- heimsins í Kína. Hér á Íslandi kom út safn ljóða hans frá 1980–1995 og skáldsagan Nafn- lausir vegir, nýjasta bók Einars Más og þriðja bókin í sagnaflokknum sem hófst með Fótsporum á himni. Einar Már vill ekki gera mikið úr þessum umsvifum en segir að vinnan í sambandi við kynningar og upplestra hafi aukist talsvert í kjölfarið á aukinni útgáfu á verkum hans er- lendis. „Ég hef verið talsvert á ferðinni við að kynna bækurnar. Það er geysileg vinna en ég nýt þess hins vegar að fá að ferðast til ólík- legustu staða og kynnast fólki sem er að fást við að skrifa, það hefur stækkað sjóndeild- arhringinn.“ Að upphafi Englanna Í Nafnlausum vegum heldur Einar Már áfram að rekja örlagasögu Ólafs og Guðnýjar og barnanna þeirra tíu. Sögusviðið er Ísland á áratugum hernáms og kjarabaráttu og í for- grunni eru bræðurnir Ívar og Ragnar. Ívar er náttúrulækningafrömuður sem kemst í miklar álnir af takmarkalausri útsjónarsemi og verður sjálfstæð lánastofnun en Ragnar þekkja lesendur úr fyrri bókunum, baráttu- manninn og kommúnistan sem hélt til Spánar að drepa Franco í borgarastyrjöldinni. Í þessari þriðju bók er komið fram á sjötta áratug síðustu aldar þótt ytri tímamörkum sögunnar sé raunar ekki markvisst haldið til haga af höfundi. Einar Már segir að hann hafi í huga að skrifa eitt bindi enn í þessum flokki. „Í augnablikinu lítur út fyrir að ég skrifi eina bók í viðbót en efniviðurinn er mikill og nánast endalaus. Og það er í raun þannig með allt sem ég hef skrifað að ég hef aldrei séð það fyrir mér sem endanlega heild – ég get þess vegna haldið áfram að vinna með þennan efnivið í einhverju öðru formi. Á sama tíma hef ég ekki endilega litið á þessar bækur sem einhvers konar framhaldssögur heldur sjálf- stæð verk hverja um sig. Það er hins vegar ákveðinn þráður eða tónn sem unnið er með í þeim öllum.“ Gagnrýnandi Morgunblaðsins benti reynd- ar á að það mætti líta á Engla alheimsins (1993) sem hluta af þessum flokki. Mörk hans eru því kannski ekki alveg ljós. „Já, og það gæti átt eftir að koma betur í ljós á hvern hátt þetta tengist allt. Englar al- heimsins fjallar um sömu fjölskylduna. Elsti bróðirinn, Páll Ólafsson, segir þá sögu. Í þessum bókum er það yngsti bróðirinn, Rafn Ólafsson, sem hefur orðið. Síðan vitum við ekki hvað sá í miðjunni, Halli, á eftir að segja. Páll skrifar reyndar stundum bréf til Rabba í Englunum þannig að tengslin eru til staðar. Slíkt bréf kemur reyndar einnig fyrir í smá- sagnasafninu Kannski er pósturinn svangur (2001). Allt tengist þetta með einum eða öðr- um hætti og hugsanlega leiðir sagnaflokk- urinn á endanum að upphafi Englanna.“ Skáldskapurinn túlkar Þú byggir söguna á föðurfjölskyldunni. Hversu nálægt ferðu raunverulegum atburð- um? Geturðu útskýrt aðferð þína við að koma þessum efniviði frá þér? Það er iðulega talað um að þú byggir á heimildum en skáldir í eyð- urnar. Hvað felst í þessu? „Eins og alltaf í skáldsögunni verður að- ferðin að vissu leyti til eftir á. Allt frá því ég fór að velta því fyrir mér að skrifa sögur hafði ég þennan efnivið í huga. Það var ætlunin strax eftir Riddara hring- stigans (1982), sem var fyrsta skáldsagan mín, að skrifa þessa sögu. Ég bjó þá úti í Kaupmannahöfn og hóf verkið nánast í lausu lofti. Aðferðin var allt önnur en nú. Ég hafði ekki unnið mikla heimildavinnu og trúði því að ímyndunaraflið myndi bera mig á leið- arenda. En ég fann það fljótt að ég réð ekki við efniviðinn. Útkoman varð ekki eins og ég vildi. Í Riddurunum og sögunum sem komu í kjölfarið, Vængjaslætti í þakrennum (1983) og Eftirmála regndropanna (1986), vann ég ekki með neinar heimildir aðrar en þær sem lifa í minninu – ég held reyndar að það sé al- geng aðferð í upphafi ferils hjá skáldum að hárreita hugann, ef svo má segja. En síðan hélt ég áfram að þreifa fyrir mér með þetta efni úr fjölskyldusögunni. Það má til dæmis finna sögur í smásagnasafninu, Leitinni að dýragarðinum (1988), sem fjalla um persónur sem síðar rötuðu inn í Engla alheimsins, Pét- ur einyrkja fyrir norðan og Viktor. Og ég fór að þróa með mér aðrar vinnuaðferðir. Í Rauðum dögum (1990) vann ég til dæmis tals- vert með ritaðar heimildir, dagblöð, lögreglu- skýrslur og fleira þess háttar. Og því hélt ég áfram í Englum alheimsins, þar sem ég kynnti mér til dæmis sögu Kleppsspítala, um leið og ég vann mikið úr minningum og auð- vitað ímyndunaraflinu. Að auki tók ég að nota viðtöl til að afla mér þekkingar. Smámsaman varð því til aðferð sem var sambland af þessu öllu, aðferð sem að sumu leyti var sagnfræðileg en hafði alltaf herra skáldskaparins yfir sér. Og auðvitað er þetta alltaf fyrst og fremst skáldskapur því þótt ég byggi á heimildum og minningum þá eru allt- af gloppur, auk þess sem ég verð auðvitað að skapa persónurnar í sögunni og aðstæður þeirra. Skáldskapurinn túlkar.“ Arfur kynslóðana hvílir á heilanum Mig langar til að spyrja þig út í söguskoð- unina sem birtist í bókinni. Í upphafi Nafn- lausra vega vitnar þú í Karl Marx um að mennirnir skapi sjálfir sögu sína, en þeir skapi hana ekki að vild sinni, „ekki við skil- yrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.“ Marx segir að arfur allra liðinna kynslóða „hvíli eins og farg á heila lifenda“. Þessi löghyggja birtist með skýrum hætti í bókinni og segja má að hún sé grunntónninn í afstöðu sögumanns til örlaga persónanna. Og sögumaður er greinilega full- ur samúðar með þessu fólki sem lendir í ákveðnum aðstæðum og eyðir svo lífinu í að spóla í sama farinu, þrátt fyrir allt. „Þessi einkunnarorð vísa einmitt til þess að ákveðin mynstur endurtaka sig hjá systk- inunum þótt öll séu þau tökubörn, arfur kyn- slóðanna hvílir á þeim. Segja má að sagan fjalli um togstreituna milli hinna félagslegu skilyrða og vilja einstaklinganna. Fólkið í þessum sögum ætti í raun að ganga þögult inn í björg sögunnar, það ætti ekki að hafa neina rödd í Sögunni með stóru essi. En með bókunum vil ég vekja athygli á að þetta eru einstaklingar sem höfðu rödd og reyndu ýmislegt í sínu lífi og sú reynsla kann að segja aðra sögu en sagnfræðingar hafa skráð, þótt ekki vilji ég halda því fram að mín saga sé réttari en þeirra. Nálgunin er reyndar ekki ósvipuð og í ein- sögurannsóknum sagnfræðinga nú um stund- ir þar sem áhersla er lögð á að skoða söguleg tímabil út frá reynslu einstaklingsins en ekki tölulegum eða stofnanalegum heimildum um hópa og samfélög. Og það er áhugavert að einsagan er einmitt einhvers staðar á mörk- um fræða og skáldskapar í túlkun sinni eða úrvinnslu á þessum persónulegu heimildum. Og þótt það hafi ekki beinlínis vakað fyrir mér að feta svipaða braut þá er það kannski ekki tilviljun að nálgunin er svipuð í skáld- skap og sagnfræði um þessar mundir.“ Veit aldrei alveg hvað maður er að gera Þú nefndir áðan efnisleg tengsl við Engla alheimsins en það eru líka formleg eða stílleg tengsl. Frásögnin einkennist af stuttum köfl- um sem eru brotnir upp í enn minni einingar. Sviðsetningar eru ekki ýtarlegar en þeim mun meiri áhersla lögð á hraða í frásögn. Er- lendur gagnrýnandi talaði nýlega um skissur í þessu sambandi. Þetta er ekki hefðbundinn frásagnarháttur í breiðri epískri sögu. Hvers vegna velurðu þessa leið? „Líklega eru þetta áhrif frá ljóðinu, eins og talað hefur verið um, eða ljóðrænum frásögn- um. Í bókmenntasögulegu samhengi er það kannski samruni hinnar hefðbundnu sögu og upplausnarinnar á henni sem þarna birtist. Hugsanlega mætti sjá áhrif frá Íslend- ingasögum, efninu er komið hratt til skila, án mikilla vífilengja. Ég hef einnig haft tilhneig- ingu til að láta frásögn leiða að einhverri lokasetningu sem geymir kjarnann í henni, hafa eins konar „punch line“ eða lokahnykk á sögunni. Annars vil ég líta þannig á að það séu margar ólíkar aðferðir með í spilinu sem síðan verða að einni í verkinu. En það má segja að nútímasagnalist brjóti allar reglur og engar. Hún getur með sínum hætti leyft sér allt. Þess vegna getur maður lært af öllum tímum og notfært sér hluti á persónulegan hátt. Það er auðvitað ekki hægt að taka upp frásagnarhátt Íslendingasagn- anna hráan í nútímaskáldsögu; í stíl og fram- setningu er alltaf fólgið ákveðið viðhorf. En auðvitað á það einnig við hér að arfur kynslóðanna hvílir á heila okkar og þegar maður fer af stað hlýtur útkoman að verða einhver bræðingur af því öllu. Það frjóa við skáldskapinn er að maður veit aldrei alveg hvað maður er að gera. Stalín talaði um skáld sem verkfræðinga sálarinnar sem er mjög ófrjótt viðhorf og lýsir því versta sem gert var í sósíalrealismanum þar sem allt var hugsað út frá fyrirframgefinni formúlu. En ég vil halda því fram að maður geti ekki hugs- að skáldsögu eins og verkfræðingur eða arki- tekt. Ef maður væri búinn að hugsa sér sög- una sem hús og ætlaði sér að reisa það sem skáld, þá yrði það örugglega bara flugvél. Maður leggur upp í ferðalag með einhverja hugmynd en síðan breytist hún á leiðinni. Frelsi skáldskaparins felst í því að maður þarf ekki að nota eina ákveðna aðferð. Það er þetta sem ég á við með því að aðferðin verði SKÁLDSKAPURINN ER LEIT AÐ INNIHALDI TÍMANS „Það frjóa við skáldskapinn er að maður veit aldrei alveg hvað maður er að gera,“ segir Einar Már Guð- mundsson í samtali við ÞRÖST HELGASON en Einar Már hefur sent frá sér skáldsöguna Nafnlausir vegir sem er þriðja bókin í sagnabálkinum sem hófst með Fótsporum á himni. Einar Már ræðir um skáldskap- arviðhorf sín, söguskoðun, ungu kynslóðina, sam- hengislausan samtímann og fleira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.