Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 The Hermit in Paris (Ein- setumaður í París) nefnist nýútkomið safn sjálfs- ævisögulegra skrifa, óbirtra verka og blaðagreina eftir ítalska rithöfundinn Italo Calvino. Það er Martin McLaughlin sem þýðir bókina á ensku, en hefur henni verið lýst sem því næsta sem komist verði sjálfsævisögu eftir Calvino. Italo Calvino er einn helsti rit- höfundur Evrópu á síðari hluta 20. aldar en hann lést sviplega árið 1985. Óhætt er að skipa Calvino í röð póstmódernískra höfunda, og nálgaðist hann sjálf- ur sjálfsævisöguhugtakið með miklum fyrirvara. Í The Hermit in Paris er þó að finna efni sem varpar ómet- anlegu ljósi á þætti í lífi Calv- inos, og mótunarferils hans sem rithöfundar. Bókin spannar tímabilið frá því í upphafi sjötta áratugarins til síðasta viðtalsins sem höfundurinn veitti. Í mörg- um af þeim ævisögulegu skrifum sem Calvino lætur eftir sig og birtast í safninu, er að finna um- fjöllun um sögulega viðburði og upplifun höfundarins af þeim. Þannig rifjar Calvino upp upp- gang fasisma í Ítalíu á fjórða ár- tugnum, þátttöku sína í and- spyrnuhreyfingunni á þeim fimmta og viðskilnað sinn við Kommúnistaflokkinn árið 1957. Þá er að finna í bókinni hugleið- ingar Calvinos á ferðum sínum m.a. um Bandaríkin, og lýsingar á upplifun hans á Martin Luther King, Kennedy og Nixon. Nokk- ur hluti efnisins í bókinni fjallar um veru Calvinos í París, borg- inni sem hann settist að í auk þess sem hugleiðingar um bók- menntir koma víða fyrir. Rýmispælingar Ólafs Elíassonar Út er komin hjá Bawag foundat- ion í Berlín bók um listsköpun og rýmishugsun Ólafs Elíassonar myndlistarmanns. Titill bók- arinnar er To the habitants of space in general and the spatial inhabitants in particular (Um rými og notkun þess). Höfundur bókarinnar er Einar Þor- steinsson en þar lýsir hann sam- starfi sínu við Ólaf Elíasson í tengslum við útfærslu verka hins síðarnefnda sem jafnframt er meðhöfundur bókarinnar. Einar Þorsteinsson er stærðfræðingur að mennt og hefur unnið náið með Ólafi Elíassyni um sjö ára skeið. Í bókinni fjallar Einar um hin ýmsu rýmistengdu verkefni Ólafs í máli og myndum, og legg- ur þannig út af þeim í hugmynd- legu og tæknilegu samhengi. Ástríða Attenboroughs Náttúrufræðingurinn og sjón- varpsmaðurinn David Attenbor- ough gaf nýlega út sjálfsævisögu sína, og nefnist hún Life on Air (Lífið í útsendingu). Þar segir Attenborough frá ferli sínum frá skólagöngu til samtímans og lýs- ir því hvernig hann hefur getað gert miðlun á brennandi áhuga sínum á leyndardómum lífsins að ævistarfi. Í bókinni er sagt frá háskólaárum Attenborough og því er hann hóf störf hjá BBC. Attenborough er frægur fyrir vandaða umfjöllun sína um líf- verur jarðar í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og bókum og er í sjálfsævisögunni veitt lifandi innsýn í störf hans og reynslu á því sviði. ERLENDAR BÆKUR Næstum ævi- saga Calvinos Italo Calvino S ÖGURNAR og kvikmyndirnar um James Bond eru allar byggðar á sömu uppskriftinni. Líkt og ítalski fræðimaðurinn Umberto Eco hef- ur bent á eru þetta nútímalegar riddarasögur þar sem konungur- inn (M) felur hetjunni (Bond) að drepa drekann (líkamlega og and- lega fatlaðan skúrk) og bjarga prinsessunni (Bond-stúlkunni og heiminum). Hetjan hittir góð- gjarnan hjálparmann (Q), sá lumar á töfragrip (t.d. sprengipenna) sem skiptir sköpum í baráttu góðs og ills (uppgjöri Bonds og skúrksins í höf- uðstöðvum þess síðarnefnda). Í raun er alltaf ver- ið að segja sömu sögunna; ánægja neytandans felst fremur í því að bera kennsl á það sígilda en að láta koma sér á óvart. Jafnhliða hefur orðið til fastmótuð formúla í kringum markaðssetningu Bond-myndanna. Á heimsvísu snýst hún ekki aðeins um hefðbundnar kynningar og fréttaslúður (t.a.m. um hlutverka- skipan í næstu mynd) heldur einnig um auglýs- ingasamninga við framleiðendur margvíslegustu tækja og tóla sem Bond notar eða kann að hafa þörf fyrir. Þessir samningar eru svo viðamiklir að þeir fara langt með að greiða framleiðslukostnað hverrar nýrrar myndar. Þeir aðilar sem hafa hag af því að Íslendingar sjái nýjustu Bond-myndina hafa sitthvað lært af framleiðendum hennar. Skömmu fyrir frumsýn- ingu gáfu þeir til dæmis út sérstakan 32 síðna kynningarkálf – Bondblaðið – og dreifðu með Morgunblaðinu. Hefð virðist komin á þessa út- gáfu. Í leiðara skrifaði markaðsstjóri myndarinn- ar (M) að kálfurinn væri í sínum huga „besta og eigulegasta Bond blað sem gefið hefur verið út á Íslandi“ og hvatti „alla til að geyma blaðið því það verður eigulegur minjagripur um ókomin ár“. Ég ákvað að hlýða markaðsstjóranum, geyma blaðið og hef verið að blaða í því. Rúmur helm- ingur rýmisins er helgaður umfjöllun um Ian Flemming, sögu Bond-bókanna og kvik- myndanna, úttektum á Bond-stúlkum og skúrk- um og upplýsingum um tökur á nýjustu myndinni hér á landi. Afgangurinn er lagður undir auglýs- ingar sem hafa vonandi greitt kostnaðinn við út- gáfuna. Flestar eru auglýsingarnar frá íslenskum umboðsaðilum „Bond-varnings“. Þær ítreka að ef maður hyggst setja sig í spor 007 er ekki nóg að verja kvöldstund í kvikmyndahúsi heldur er viss- ara kaupa tiltekna rakvélategund sem Bond not- ar, eiga sams konar greiðslukort og hann, drekka tilteknar vodka- og kampavínstegundir og aka eins bifreið og hann gerir í nýjustu myndinni. Ekki er annað hægt en dást að því gagnkvæma markaðsstarfi sem þarna er að bera ávöxt. Hópur ólíkra fyrirtækja sameinast um skýrt og göfugt markmið: Bond-væðingu íslenskra karlmanna. Í raun eru aðeins þrír veikir blettir á Bond- blaðinu; auglýsingarnar frá Hótel Borg (jólahlað- borð), Sindra (Black & Decker-rafmagnsverk- færi) og Olíufélaginu (Energizer-rafhlöður). Í fyrri auglýsingunum tveimur er afhjúpaður mun- urinn á hinum breska Bond og íslenskum tvíför- um hans. Á meðan séntilmaðurinn James bregð- ur sér í spilavítið í Monte Carlo er Jón bóndi hvattur til að bóka sig tímanlega í Þorláksmes- suskötuna á Borginni. Og á meðan hörkutólið Bond dregur upp skammbyssuna sína og ræðst til atlögu við skúrkinn eru íslenskar eiginkonur hvattar til að kaupa hleðsluborvélar, stingsagir og slípurokka hjá Sindra (Q) og gefa Bondum sín- um („jólagjafir fyrir stór börn!“) … væntanlega svo þeir geti gengið í skrokk á gömlu eldhús- innréttingunni. Þriðja auglýsingin afhjúpar loks eðli sjálfrar hetjunnar. Á auglýsingunni gefur að líta smók- ingklædda rafhlöðu (Bond) sem heldur á vasaljósi en textinn er svohljóðandi: „Energizer – kraft- urinn að baki Bond“. Hér er gefið í skyn að njósn- ari hennar hátignar sé í raun tvífari Energizer- kanínunnar alkunnu – einfalt leikfang handa stórum börnum, vélbrúða sem slær sama tilbreyt- ingarlausa, glamrandi taktinn til eilífðarnóns. MAÐURINN MEÐ GYLLTU BORVÉLINA J Ó N K A R L H E L G A S O N Í leiðara skrifaði markaðsstjóri myndarinnar (M) að kálfurinn væri í sínum huga „besta og eigulegasta Bond blað sem gefið hefur verið út á Íslandi“ og hvatti „alla til að geyma blaðið því það verður eigulegur minjagripur um ókomin ár“. ÞAÐ eru skiptar skoðanir um það hvað jólasveinarnir eru margir, enda eru þeir til dæmis fleiri hér á landi en víða erlendis. Auk þess taka fjöl- margir að sér skyldur jólasveinsins í einhverjum mæli nú fyrir jólin og kaupa gjafir til að gleðja aðra. Það hlýtur hins vegar að vera sameig- inlegt öllum þessum jólasveinum að byggja gjafmildi sína ekki á því að kaupa gjafir á kostnað annarra, enda væri það varla í anda jólanna. Í þessu liggur helst munurinn á vinstrimönnum og jólasveinunum, en vinstrimenn hafa í gegnum tíðina byggt vinsældir sínar á loforðum sem fæst er hægt að efna nema með auknum útgjöldum almennings. Það er því nokkuð ómaklega vegið að jólasveinum þegar þeim er líkt við vinstrimenn að þessu leyti. Þá hlýtur hins vegar að vakna sú spurning hvort jólasveinarnir séu hægrimenn. Það er þó ekkert hægt að fullyrða um það. Það eina sem við vitum er að jólasveinarnir eru hjartahlýir og hafa gaman af því að gleðja aðra – og það eru jú eiginleikar sem prýða flesta óháð öllum pólitískum skoð- unum. Ragnar Jónasson Frelsi www.frelsi.is Meginstraumsbókmenntir í stórmörkuðum Sama má segja um skrýtnar bæk- ur og öðruvísi bækur. Þær fást hvergi í stórmörkuðum og fólk sem þarf að hugsa um fjármálin og spara (sem því miður eru flestir) sér þar af leið- andi aldrei annað en þann haug meginstraumsbóka sem finna má í stórmörkuðum. Þannig hefur frjálsi markaðurinn enn og aftur skapað aðstæður þar sem fjölbreytni er hverfandi og allt lagt upp úr pen- ingum. Önnur gildi skipta engu máli. „Þetta er það sem fólkið vill“ æpa nú frjálshyggjuguttarnir í kór en á móti spyr ég: „Skiptir þá engu máli hvað þeir vilja sem eru ekki með sömu þarfir og meirihlutinn?“ Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is Morgunblaðið/Golli Í skotgröfunum! ER JÓLASVEINNINN VINSTRIMAÐUR? IMenningarumræðan getur stundum orðið snú-in, ekki síst þegar sérfróðir eiga í hlut, eða svo er sagt. Mörg orð eru notuð um einfalda hluti. Flest þessara orða virðast harla merkingarlítil ein og sér en þegar þau standa saman virðast þau verða algerlega merkingarlaus. Segja gár- ungar að þar sem tvö orð koma saman í menn- ingarumræðunni, þar sé einhver vitleysa í gangi. IITökum skýringardæmi: Vensl miðju og jaðarsí miðjusækinni menningu kunna að varpa skýru ljósi á valdatengsl milli ólíkra jaðarhópa og valdmiðjunnar, einkum ef mið er tekið af ýmsum útilokunarháttum sem beitt er til að að- greina miðju og jaðar, valdhafa og valdlausa, þá sem eru inni og þá sem eru úti. Grunnreglan er þó sú að það þarf að kunna skil á orðræðu miðjunnar til þess að geta tilheyrt henni og einnig til að geta kollvarpað henni. Ef þú ert ekki inni þá ertu úti og þar með valdalaus. Ef þú ert ekki inni og kannt ekki skil á ríkjandi reglum og orðaforða þá áttu enga möguleika á að breyta ástandinu, hafa áhrif. Þú þarft að þekkja ríkjandi kerfi til hins ýtrasta ætlirðu að gera uppreisn gegn því, endurmóta það á ein- hvern hátt. Það er einmitt þetta sem gerir öll valdakerfi svo ógnvekjandi; sá sem stendur fyrir utan skilur ekki hvernig kerfið virkar og hefur litla möguleika á því að afla sér upplýsinga um það, hann hlýtur því að fylgja straumnum. IIIÞessi texti fjallaði um vald, vald yfir sann-leika en segja má að um það snúist öll valdabarátta heimsins; sá sem ekki hefur sann- leikann á sínu valdi hefur ekkert vald; hann kann að eiga peninga, hann kann að eiga góða vini, hann kann að vera í háu embætti, hann kann að eiga sér marga viðhlæjendur, en ef hann hefur ekki sannleikann á sínu valdi hefur hann ekkert vald. IVAð hafa vald á sannleikanum þýðir ekkiað viðkomandi segi alltaf satt, fjarri því, hann segir aðeins það sem hann vill að sé satt og það sem hann segir að sé satt í krafti valds síns. Slíkur maður getur haldið því fram að 2+2 séu 5 og haft rétt fyrir sér þótt aðrir þykist hafa sýnt fram á annað, slíkur maður getur sagt að jörðin sé pönnukaka og haft rétt fyrir sér þótt aðrir þykist hafa sýnt fram á annað, slíkur mað- ur getur haldið því fram að allt sé á stöðugri uppleið þótt aðrir þykist hafa sýnt fram á að allt sem fari upp komi aftur niður. VOg þá erum við aftur komin að upphafs-punkti þessa pistils, menningarumræðunni sem fáir skilja, sérstaklega þegar sérfróðir eiga í hlut. Skýringin er sennilega sú að sérfróðir tala með valdi, þeir tala út úr sinni tilbúnu stofnun sem engir fá aðgang að nema vera innvígðir í fræðin, nema kunna skil á klíkumálinu. Eða hvað? Hversu margir skildu í raun ekki þann texta sem hér hefur verið skrifaður? Kannski er skilningur einungis spurning um áhuga og vilja. Kannski er vald bara spurning um áhuga og vilja. Einu sinni var að minnsta kosti talað um viljann til valda og að viljinn væri allt sem þyrfti. FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.