Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 E KKI hefur orðið vart við róttæk- ar byltingar í íslensku myndlist- arlífi á árinu sem er að líða. Ef hægt er að merkja hræringar má frekar ætla að undirliggjandi hugmyndafræðilegir straumar og hugmyndir um hlutverk og stöðu íslenskrar myndlistar hafi verið að skýrast, án þess þó að holdgervingar slíkra breytinga hafi beinlínis gert vart við sig í sýningarstarfi safna eða gallería. Hvað stóru söfnin tvö, Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur, áhrærir, vekur nokkra athygli hversu áþekk sýningarstefna þeirra er. Bæði hafa valið þann kostinn að vera eins konar „al- hliða“ söfn og sýna sitt lítið af hverju ár hvert. Hvorugu safninu virðist umhugað um að marka sér sérstöðu eða að knýja á um hlutverkaskipt- ingu. Greinilegri hlutverkaskipting gæti þó ver- ið mjög áhugaverð í jafn litlu samfélagi og okkar þar sem fjármunir eru takmarkaðir og mark- aðurinn lítill. Samvinna samhliða aukinni sér- hæfingu safnanna gæti leitt af sér mun mark- vissara og fjölbreyttara sýningarhald, þar sem ólíkar áherslur væru nýttar til að draga fram ákveðna strauma og stefnur eða til þess að kynna ákveðin tímabil af meiri dýpt en hingað til hefur verið kostur á. Áhugi á ljósmyndun sem listformi virðist vera að aukast – í það minnsta má draga þá ályktun af þeim óvenjulega fjölda viðamikilla ljós- myndasýninga sem rak á fjörur landsmanna á árinu. Í Listasafni Íslands var sýningin Þrá aug- ans, frá Moderna Museet í Stokkhólmi, en þar gaf að líta fyrsta alvarlega yfirlitið yfir sögu ljós- myndunarinnar sem komið hefur hingað til lands. Nú í haust var einnig sýning í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á verkum Augusts Sanders, en hann var einn þekktasti portrett- ljósmyndari 20. aldar. Sýningarnar Enginn get- ur lifað án Lofts í Hafnarborg og American Odyssey á Kjarvalsstöðum voru báðar liður í dagskrá Listahátíðar Íslands í vor og frábærar hvor á sinn hátt. Sú fyrrnefnda spannaði feril Lofts Guðmundssonar og þann menningarlega arf sem hann skildi eftir sig, en sú síðarnefnda var sýning á verkum bandaríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark frá ýmsum jaðarsvæðum í Bandaríkjunum. Verk hennar endurspegla af ótrúlegu næmi bæði bakgrunn og hugarfar þeirra sem sjaldnast blasa við sem hluti af amer- íska draumnum. Ekki er hægt að horfa framhjá öðrum stórum sýningum á árinu, svo sem sýningunni Hin nýja sýn í Listasafni Íslands, þar sem gat að líta afar áhugavert safn rússneskra málverka í eigu Tretjakov-safnsins í Moskvu. Þessi góða send- ing var síðan endurgoldin í Tretjakov-safninu í Rússlandi því þangað fór í staðinn sýningin Andspænis náttúrunni – íslensk myndlist á 20. öld, og var vel tekið. Ekki þarf að orðlengja mik- ilvægi samstarfs af þessu tagi fyrir íslenskan myndlistarheim, en í því felst virk leið til að láta til sín taka erlendis um leið og sjóndeildarhring- ur landsmanna er víkkaður hér heima þar sem lítið sem ekkert er til af góðum erlendum verk- um. Fleiri sýningar héðan rötuðu til Moskvu og komu ljósmyndir þar enn við sögu, því stærsta yfirlitssýning á íslenskum ljósmyndum sem sett hefur verið upp var opnuð þar í byrjun nóv- ember. Í því tilfelli var einnig um samvinnu- verkefni að ræða, að þessu sinni á milli Lista- safns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Moskvu- borgar, en sýning á verkum úr eigu þess verður sett upp á Kjarvalsstöðum í maí í vor. Starfsemi Listasafns Akureyrar hefur vakið verðskuldaða athygli á þessu ári, en svo virðist sem þar hafi tekist að áorka miklu í safnastarf- inu þrátt fyrir að því sé þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Hæst bar sýninguna Rembrandt og samtímamenn hans, en þar gaf að líta verk frá gullöld hollenskrar málaralistar. Sýningin kom hingað frá Lettneska heimslistasafninu í Ríga og var enn eitt dæmið um það sem sam- starf við erlend söfn getur áorkað. Samstarf Listasafns Akureyrar og Listasafns Reykjavík- ur leiddi síðan jafnframt til þess að myndlist frá sextán arabalöndum rataði hingað á sýningu sem hlaut heitið Milli goðsagnar og veruleika, en hún var fyrst sýnd norðan heiða en síðan opnuð í Reykjavík. Listasafn Kópavogs í Gerðarsafni hefur tekið af skarið með óvæntum hætti nú á haustmán- uðum, stigið fram á sjónarsviðið og tekið púlsinn á því sem efst er á baugi meðal yngri listamanna í íslenskum samtímalistum. Verk listamanna Gallerís Hlemms og þeirra Unnars Arnar Auð- arsonar og Egils Sæbjörnssonar voru kynnt með sérlega eftirminnilegum hætti. Þau nutu sín ákaflega vel í safninu og voru í því samhengi sem þau voru sett fram afar vel til þess fallin að brúa bilið á milli eldri og yngri kynslóða listunn- enda á áhugaverðan og fagmannlegan máta. Næstu sýningar í Gerðarsafni, Operazione dramatica og Sjá – myndlýsing voru á álíka framsæknum nótum, en þá sýndu Gabríela Friðriksdóttir annars vegar og hins vegar þeir Daníel Þorkell Magnússon, Haraldur Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Ívar Brynjólfsson, Spessi og Þorvaldur Þorsteinsson. Áhersla sem þessi á grasrótina er ákaflega já- kvæð því það er alltaf freistandi að rýna í hana til að fá nasasjón af því sem er að gerjast í listum hverju sinni. Hér á landi á það ekki síst við um myndlistarsviðið þar sem það tekur iðulega langan tíma að koma framsæknum hugmyndum grasrótarinnar inn í það listumhverfi sem blasir við í hefðbundnum menningarstofnunum. Það hefur því stundum verið forvitnilegt að fylgjast með Opna galleríinu á þessu ári, því þótt sýn- ingar þess séu bæði misjafnar og sundurleitar, kennir þar ýmissa skemmtilegra grasa sem geta gefið vísbendingu um þá vaxtarsprota sem vert er að huga að. Nýlistasafnið hefur að sjálfsögðu þjónað sem mikilvægur vettvangur grasrótarinnar í gegn- um tíðina, en framan af þessu ári háttaði þannig til að nokkuð rask varð á starfseminni vegna flutninga svo sýningarárið fór seint og hægt af stað. Þriðja árlega sýning safnsins, sem tileink- uð var grasrótinni, var þó mjög forvitnileg að þessu sinni, ekki síst vegna þess hvernig hún tók til umfjöllunar hlutverk sjálfs sýningargestsins og það mat sem á sér stað innra með honum frammi fyrir hverju einasta verki sem hann skoðar eða upplifir. Rannsókn á sambandi verks og áhorfanda er auðvitað ekki ný af nálinni í myndlist, en sú áhersla sem þarna var lögð á að gefa fólki tækifæri til að dýpka skilning sinn á myndlistarferlinu var í skemmtilegum takti við nýja strauma í sýningarhaldi um heim allan. Ef litið er yfir árið sem heild er eftirtektar- verðasta þróunin eins og áður sagði fólgin í breyttum hugsunarhætti og nýjum viðhorfum til safnastarfs og sýningarhalds, enda löngu tímabært að skerpa stefnumótun þeirra mynd- Kallað eftir skýrari stefnumótun Morgunblaðið/Kristján Starfsemi Listasafns Akureyrar hefur vakið verðskuldaða athygli á þessu ári. Hvað stóru söfnin tvö, Lista- safn Íslands og Listasafn Reykjavíkur, áhrærir, vekur nokkra athygli hversu áþekk sýningarstefna þeirra er. Myndlist Fríða Björk Ingvarsdóttir Ó VISSA er tvímælalaust það sem kemur upp í hugann við lok ársins 2002, þegar hugað er að umhverfi kvikmynda- listarinnar hér á landi. Því þegar þetta er rit- að er starfsemi Kvik- myndasafns Íslands, Kvikmyndahátíðar í Reykjavík og Kvikmyndasjóðs Íslands í milli- bilsástandi, sem helgast annars vegar af vænt- anlegri gildistöku nýrra kvikmyndalaga í upp- hafi komandi árs og hins vegar af því að starfsemi tveggja fyrrnefndu sviðanna er hér um bil að niðurlotum komin vegna fjárskorts. Á sama tíma hefur drefingaraðilum á hinum frjálsa markaði fækkað, kvikmyndahús verið að færast úr miðbænum yfir í híbýli sem umkringd eru bílastæðum og kvikmyndaumhverfið hér á landi verið að líkjast æ meir því sem búast mætti við í úthverfi í vel valinni bandarískri borg, bæði hvað myndaval og arkitektúr varðar. Þannig lögðu tvö gamalgróin bíóhús í mið- bænum upp laupana á árinu, Stjörnubíó og gamla Austurbæjarbíó, og hafði hið fyrrnefnda verið jafnað við jörðu áður en menn náðu að snúa sér við. Vongóðar tillögur kvikmynda- áhugamanna þess efnis að nú væri lag að koma á rekstri öflugs „cinemateks“ í hjarta Reykjavík- ur í gamla Stjörnubíói urðu að engu þegar húsið var horfið á haustmánuðum. Eins og málin standa nú er dreifingarstarf- semi og rekstur kvikmyndahúsa nær alfarið í höndum tveggja stórra aðila. Þetta eru kvik- myndadeild Skífunnar/Norðurljósa sem rekur Regnbogann og Smárabíó og Samfélagið efh. sem rekur Sambíóin og Háskólabíó. Laugarás- bíó er síðan rekið af Myndformi og á talsvert samstarf við Skífuna hvað kvikmyndadreifingu varðar. Þessum aðilum fækkaði sem sagt um einn þegar Sambíóin tóku yfir rekstur Háskóla- bíós, kvikmyndahúss sem nota bene var stofnað með þeim göfugu markmiðum að þar yrði staðið að fjölbreyttu og fjölþjóðlegu sýningarhaldi. Á heildina litið var kvikmyndaárið fremur tíð- indalítið í alþjóðlegu samhengi. Bandarískar af- þreyingarmyndir eru ráðandi á markaðnum, og við og við dúkkar þar eitthvað áhugavert upp. Í stórmyndageiranum hefur Peter Jackson fært viðmiðin skýjum ofar með þeim tveimur mynd- um af þremur sem sýndar hafa verið úr þrí- leiknum um Hringadróttinssögu og minnt á að fjárfrek verkefni og listrænn metnaður geta vel farið saman. Þetta vandaverk felur í sér þarfa áminningu til annarra úrsérgenginna stór- myndaraða sem fæddu ný afkvæmi á árinu, þ.e. Stjörnustríðsmyndanna, Bond-seríunnar og jafnvel hinna flausturslega unnu en skemmti- legu Harry Potter-mynda. Nýjasta snilldar- verki spænska leikstjórans Pedros Almodóvar, Hable con ella (Talaðu við hana), skolaði hér á land með spænskri kvikmyndahátíð sem einka- aðilar stóðu að og tókst einkar vel bæði hvað framkvæmd og myndaúrval varðar. Hátíðin er einn af eftirminnilegri kvikmyndaviðburðum ársins, sem undirstrikar þá staðreynd að áhug- inn er fyrir hendi á fjölbreyttari kvikmyndum en afþreyingarefni frá Hollywood, það þarf að- eins að virkja fólk og standa rétt að því að bjóða þessar myndir til sýningar. Kvikmyndalistin hefur sérstöðu gagnvart öðrum listmiðlum, a.m.k. hinum klassískari, í mörgu tilliti. Hún býður upp á mikla fjöldadreif- ingu, og er aðgengilegt menningarneysluform. Þessu gerðu menn sér grein fyrir þegar í árdaga kvikmyndalistarinnar og tóku Bandaríkjamenn snemma þá stefnu að gera kvikmyndafram- leiðslu að einni helstu framleiðslu- og útflutn- ingsvöru sinni. Sviptingar sögunnar, þar sem kvikmyndaframleiðsla í Evrópu lamaðist á ár- um heimsstyrjaldanna tveggja, og útsjónarsemi kvikmyndamógúla hafa veitt bandarískum kvik- myndum ráðandi stöðu á heimsmarkaði. Í þess- um iðnaði, sem kenndur er við Hollywood, hafa menn síðan komið sér upp stöðluðu framleiðslu- kerfi og skilvirku dreifingarkerfi sem miðar að því að skila hámarksgróða og veitir takmarkað rúm fyrir listræna eða hugmyndalega frum- sköpun. Og með kvikmyndir er líkt farið og aðr- ar listgreinar, þar eiga frumsköpun og hug- myndaleg fjölbreytni eiga ekki alltaf samleið með söluvænleika. Dreifingaraðilar hér á landi fylgja þessum straumi eins og víða annars stað- ar, og endurspeglast það í framboðinu. Margar Evrópuþjóðir hafa komið á fót stofn- unum, sem reknar eru að hluta með stuðningi ríkis og sveitarfélaga, og hafa það markmið að auka fjölbreytni í framboði á kvikmyndaefni, miðla sögu og þekkingu á því sviði. Dæmi um frábærar stofnanir á þessu sviði eru BFI í Bret- landi og Film&Kino í Noregi. Þetta eru stofn- anir sem starfrækja cinematek, eru miðstöðvar fyrir kvikmyndahátíðir, standa að útgáfu og miðla upplýsingum til almennings um kvik- myndir í sögulegu og samtímalegu samhengi. Sú stofnun sem á að gegna því hlutverki að hlúa að og efla kvikmyndamenningu hér á landi og varðveita kvikmyndasögulegt efni, þ.e. Kvik- myndasafn Íslands, er ekki mjög burðug og kom margvíslegt babb í bátinn með rekstur hennar á nýliðnu ári. Á vormánuðum bárust t.d. fregnir af því að safnstjóranum, Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni, hefði verið vikið úr starfi, þar sem rekstur safns- ins hefði farið 20 milljónir fram úr fjárheim- ildum, og gaf safnstjórinn m.a. þær skýringar að talsvert fé hefði farið í framkvæmdir við að end- urnýja og koma á reglulegri starfsemi í Bæjar- bíói, og að laga reksturinn að vaxandi hlutverki og ábyrgð safnsins sem gert væri ráð fyrir við framkvæmd nýrra kvikmyndalaga. Safnið hafði fjárveitingu upp á 18 milljónir á ári til að sinna öllum skyldum sínum, er lúta að söfnun, skrán- ingu og varðveislu, rannsóknum og miðlun á kvikmyndaefni. Síðar var uppsögn safnstjórans dæmd ólögmæt en ekkert aðhafst frekar í mál- inu. Í ítarlegu viðtali við safnstjórann sem birt- ist í Morgunblaðinu í mars árið 2001 mátti sjá hvaða metnaðarfullu áform safnstjórinn hafði varðandi uppbyggingu þessarar stofnunar og mögulegan rekstur öflugs cinemateks í Bæjar- bíói. Þannig má spyrja sig hvort safnstjórinn hafi ekki óbeint verið rekinn fyrir óhóflegan metnað fyrir hönd stofnunarinnar. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að rífa á húsnæðið sem Kvikmyndasafnið hefur afnot af í húsnæði gömlu Bæjarútgerðarinnar í Hafnar- firði. Þau orðaskipti sem áttu sér stað meðal ráðamanna ríkis og Hafnarfjarðarbæjar um hver og hvar ætti að koma kvikmyndasafninu í hús voru hreinilega niðurlægjandi fyrir þessa annars lítt burðugu stofnun. Leyst hefur verið úr þessum málum nú, þó svo að flutningar og vinna við að koma upp kæligeymslum í nýja hús- næðinu muni líklega taka sinn toll af rekstrarfé stofnunarinnar á næstunni, sem þó mun sam- kvæmt frumvarpstillögum verða nær þrisvar sinnum meira á ársgrundvelli en það er nú. Hin harkalega og tímabundna brottvikning Þorfinns Ómarssonar úr starfi framkvæmda- stjóra kvikmyndasjóðs var furðuleg uppákoma og ef til vill enn eitt dæmið um það skinings- og virðingarleysi sem ríkir af hálfu stjórnvalda í garð starfsemi sem á að hafa það hlutverk að vinna að brautargengi kvikmyndagerðar og fjöl- breyttrar kvikmyndamenningar á Íslandi. Í árslok dó Kvikmyndahátíð í Reykjavík drottni sínum. Þegar íslenskir kvikmyndaunn- endur voru orðnir langeygir eftir hinni árlegu kvikmyndahátíð á haustmánuðum bárust fregn- ir af því að stjórn hennar hefði tekið að sér að leita leiða við að tryggja rekstur hátíðarinnar til framtíðar og gera tillögur til menntamálaráðu- neytisins og Reykjavíkurborgar þar að lútandi. Hún yrði hins vegar ekki haldin þetta árið vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Aðstandendur Kvik- myndahátíðar í Reykjavík gáfust sem sagt upp á því að halda hátíðina fyrir ekki neitt og kannski eins gott að kasta rekunum á þessa fölnandi hátíð sem síðustu ár hefur fyrst og fremst þrifist á samstarfi við kvikmyndahúsin, sem dregið hafa fram sínar „listrænustu“ mynd- ir, jafnvel kvikmyndir sem hvort eð er hefðu verið sýndar. Hinu takmarkaða fé hátíðarinnar sjálfrar var svo varið í að fá hingað til lands „næstnýjustu“ kvikmynd einhvers óháðs leik- stjóra hvers myndir bærust ekki hingað til lands ella. Hlutverk kvikmyndahátíða á vitanlega að Úthverfi í amerískri borg? Morgunblaðið/Þorkell Stjörnubíó var rifið á árinu. Kvikmyndaumhverfið hér á landi hefur verið að líkjast æ meir því sem búast mætti við í úthverfi í vel valinni banda- rískri borg, bæði hvað mynda- val og arkitektúr varðar. Kvikmyndir Heiða Jóhannsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.