Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 H ÚN hafði gengið aðalgötuna í kauptúninu tvisvar sinn- um, hægum skrefum. Þótt hún hefði aðeins séð einu eða tveimur andlitum bregða fyrir í eldhúsglugg- um og grunsamlega gluggatjaldahreyfingu í nokkrum öðrum, fannst henni sem starað væri á sig úr hverju húsi. Enn voru tveir tímar í við- talið. Ekki treysti hún sér til að segja að hún þekkti nokkurn mann á þessum stað. Ýmsir kauptúnsmenn höfðu svo sem gert sig heima- komna á Hjarðarhóli og þegið það besta sem þar var til og aldrei var skorið við nögl. En það var ekki hægt að heimfæra slíkt upp á kaup- túnið. Hér stóðu helstu húsin í röð meðfram aðalgötunni og önnur í hnapp þar á bak við. Gestkomandi varð að gera upp á milli húsa og skuldaði næstum skýringar á því hvers vegna hann valdi eitt öðru fremur. Þess vegna var ekki hægt að búast við að komumanni væri tekið sem langþráðum gesti eins og gert var á bæjunum, hvernig sem á stóð. Hún dróst því ósjálfrátt að læknisbústaðn- um. Sem betur fór voru dyrnar á biðstofunni í kjallaranum opnar, svo hún þurfti ekki frá að hverfa og hefja á ný gönguför sína um aðalsvið kauptúnsins. Biðstofan var lítil og þröng en þó skjól fyrir spurulum augum. Dönsku blöðin, Familie journal og Hjemmet, voru á litlu borði og báru með sér að hafa verið vel lesin eða mik- ið flett. Og skyldi engan undra, hugsaði hún. Þarna gat að líta forkunnarfagra handavinnu af ýmslu tagi og margbreytilegar uppskriftir að matreiðslu svínakjöts sem enginn Íslend- ingur borðaði svo Bryndís vissi til. Og svo voru fjölmargar myndir af danska kóngafólkinu. Allt var það ævintýri líkast. Hún hafði einstaka sinnum séð svona myndir í Tímanum en aldrei í lit. Hún starði hugfangin á allt þetta undur og gleymdi um hríð stund og erindi. Oft höfðu þær mæðgur furðað sig á því hvað þetta bless- aða kóngafólk gat verið góðlegt og glaðlegt á þessum myndum, eins og það hlaut þó að vera hlaðið endalausum áhyggjum, út af stóru og smáu, sem almúgafólkið var algjörlega laust við. Á Hjarðarhóli, sem lengi var talið mynd- arbú og allsnoturt, var ekki pelli og purpura fyrir að fara. En þar hafði þó lífið verið áhyggjulítið og gengið sinn góða vanagang. Bryndís hrökk út úr danska hallarlífinu um leið og henni varð hugsað heim. Guð minn góður, hvernig læt ég! Hjarðar- hólshamingjan var einmitt rétt nýlega farin fyrir lítið. Sigfús bóndi enn lagstur í óbærileg veikindi og nú fór hábjargræðistíminn í hönd. Þeim mæðgum hafði tekist með herkjum að bjarga síðasta sumri, en stritið hafði gengið mjög nærri Hervöru, móður hennar. Og nú, eftir styrjöldina og hernámið, var illgerlegt að fá brúklega vinnumenn nema fyrir beinharða peninga sem ekki voru til. Og Bryndís sjálf komin nær þrjá mánuði á leið. Hún hafði enn ekki haft kjark til að stynja ástandi sínu upp við heimafólkið. Nóg var víst á Sigfús lagt. Hjalti, læknir á Hellu, virtist algjörlega úr- ræðalaus. Hann hafði rannsakað Sigfús bónda hátt og lágt síðastliðið vor og aftur núna. Ráð hans höfðu ekkert dugað. Þó hafði hann reynt flestar þær mixtúrur sem til álita komu. Lækn- ingatilraunir Hjalta gamla virtust jafnvel fremur gera sjúklingnum illt en gott. Dagana eftir læknisvitjanirnar gat hann vart reist höf- uð frá kodda og stunurnar frá þessum sterk- byggða manni lögðust eins og mara á heim- ilisfólkið. Stundum bráði þó aðeins af honum, svo hann komst út á stétt, gat spáð í veður og fylgst með umferð um sýsluveginn. Svo var þó guði fyrir að þakka að enn hafði Sigfús góða matarlyst. Meðan það héldist væri lengi lífs von, að mati Hjalta læknis. Þótt Hjalti væri nokkuð við aldur fór af honum gott orð og til voru ýmsar sögur um ótrúleg læknisafrek hans. Hafði hann margsinnis bjargað sjúkling- um sínum frá bráðum bana með útsjónarsemi og áræði, oftar en ekki við aumar aðstæður og litla aðstoð. Bryndísi var því um það að leita á önnur mið. En hún var, er hér var komið sögu, á barmi örvæntingar og greip því til eina hálmstrásins sem eftir var, Magnúsar læknis Pálmasonar í aðliggjandi héraði. Dyrnar opnuðust og henni var boðinn góður dagur og bent á að koma inn fyrir. Hún hikaði og horfði vandræðaleg á unga hrokkinhærða manninn sem stóð í dyrunum í skjannahvítum slopp. Hann brosti og kynnti sig, Halldór héti hann og væri afleysingalæknir Magnúsar Pálmasonar sem væri í sjúkraleyfi fyrir sunn- an. Hann lét hana setjast á stól gegnt skrif- borðinu sem hann settist sjálfur við. Hún var enn í kápunni. Bryndís hafði aldrei komið á lækningastofu fyrr og leit í kringum sig, en þó fremur til að forðast spyrjandi augu læknisins en af hreinni forvitni. Herbergið var hvítmálað og öll húsgögnin annaðhvort svört eða hvít. Svartbólstraður legubekkur stóð við einn vegginn og voru skringilegar járnhöldur á hvora hlið, nær fótagafli hans. Hvítlakkaður þrífótur með setu á skrúfgangsstólpa stóð þar hjá. Við vegginn á móti var skápur með gler- hurðum fyrir og innan þeirra voru tangir og tól, og var sumt af því heldur óhugnanlegt. „Það er ekkert að mér,“ sagði hún án þess að kynna sig og horfði fast á lækninn eins og til að fylgja orðum sínum eftir. „Það er ekkert að mér.“ „Það er skemmtileg tilbreyting,“ sagði læknirinn glaðlega. „Flestir sem hingað koma hafa frá mörgum og merkilegum verkjum að segja og sum einkennin koma jafnvel alvöru- gefnum læknum í gott skap. En að þér amar sem sagt alls ekki neitt.“ „Nei, alls ekki neitt,“ endurtók hún, þó í breyttum tón. Af hverju hafði hún álpast hing- að? Hvernig kæmist hún í burtu? Hún var orð- in óróleg. Það hafði verið nógu mikið átak að herða sig upp í að hitta Magnús gamla Pálma- son. En þessi ungi maður kom henni í opna skjöldu. Lyktin í herberginu var sérstök. Hún hafði nokkrum sinnum komið til dýralæknisins og líkaði vel lyktin þar. Þessi var öðruvísi. Þetta var svarthvít lykt. Tandurhrein og ópersónu- leg. „Ég sé eins og skot að það er ekkert að þér. Þú ert hraustleg og fín.“ Hún hrökk upp við þessi orð læknisins og horfði undrandi á hann. Hann brosti. „En samt held ég að við ættum að tala dálítið saman. Þú ert komin hingað til að tala um eitthvað sem veldur þér áhyggjum og ég hef góðan tíma.“ Hún horfði í dökk augu þessa ókunna manns og bjó sig undir að andmæla orðum hans. En þá gerðist eitthvað. Hún brast í grát. Hún, sem aldrei felldi tár, fór að skæla. Hún huldi andlit- ið í höndum sér eins og til að kæfa þennan grát í fæðingu, en það gekk ekki. Hún var komin að endimörkum þess sem hún reis undir. Allar áhyggjur Hjarðarhólshúsfreyjunnar voru saman komnar í tárunum sem streymdu fram í svarthvítu herberginu í kjallara læknishússins. Bryndís var á leið heim. Það voru fjórir aðrir farþegar í kassahúsinu á mjólkurbílnum. Bjössi bílstjóri gat því beint alkunnri spjall- gáfu sinni að þeim. Bryndísi leið miklu betur. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði grátið. Læknirinn hafði hlustað, þolinmóður og áhugasamur, og einskis spurt. Loks hafði hann staðið upp, lagt hönd á öxl hennar og sagt að nú hefðu þau bæði gott af því að fá sér kaffi- sopa og eitthvað til að maula með. Hún skyldi leggja sig á bekkinn á meðan hann skryppi upp og tæki eitthvað til. Hún hlýddi og hann breiddi létt teppi yfir hana. Hún vaknaði við fótatak hans og settist upp, færði fæturna fram yfir stokkinn, þurrkaði sér um augun og tók upp klút og snýtti sér. Sat svo og beið eins og þægt kornabarn. Og svo hafði hún aftur byrjað að tala. Bryndís, húsfreyja á Hjarðar- hóli, sem þótti dul og orðvör, hafði talað og tal- að við bláókunnugan manninn. En það vita allir að maður í hvítum slopp er ekki jafnókunnugur og aðrir menn og þó fullkomlega framandi. Og honum hafði hún sagt fyrstum frá barninu sem í vændum var. Það virtist gleðja hann alveg sérstaklega. Sigfús bóndi hennar hafði hins núna, þegar verst gegnir og allir aðrir eru sem óðast að búa í básinn fyrir sig,“ stundi bóndi. „Hjalti læknir á Hellu er hreint ekki viss um að þetta sé læknanlegur andskoti og kann hann þó sitt fag, sá karl, enda ekki nýskriðinn úr skóla. Ég held helst að Steinólfur afabróðir hafi dáið úr þessum fjanda um árið. Sjúkdóms- lýsingarnar eru að minnsta kosti sláandi líkar. Ég vona þó í lengstu lög, afkvæmanna vegna, að þetta sé ekki einhver ættgengur óþverri, en ég held það þó helst.“ Læknirinn hlustaði grannt og kinkaði kolli. „Ég þarf að hlusta þig og banka, mæla blóð- þrýsting og þreifa á þér kviðinn. Þetta getur orðið töluvert álag fyrir þig, Sigfús, ekki síst ef raunin er sú sem ég óttast, að þú sért bæði með innvortist bólgur og blæðingar.“ „Ég biðst ekki vægðar. Ég fer nærri um að þetta verði ekki tekið út með sældinni. Ég hef fyrr orðið að bíta á beisku og er kvölunum van- ur. Það er kannski mitt lán í þessu óláni. Verst er þó að ekkert virðist koma að haldi. Þeir myndu vísast lóga mér, væri ég svo heppinn að vera hundur.“ Það vottaði fyrir nokkrum karlmennskusvip á fölleitu andlitinu. Svipur læknisins sýndi að honum þætti nokkuð til um sjúklinginn. En eftir nokkra þögn sagði hann: „Ég þarf að fá að þvo mér um hendurnar og svo byrjum við á þeim þáttum skoðunarinnar sem aðgengileg- astir eru. Ég ætla að biðja þig um að reyna að rísa betur upp, Sigfús, og fara úr að ofan.“ „Ég skal hjálpa þér, Fúsi minn.“ Bryndís stóð upp og hraðaði sér að rúminu. Hún leysti frá honum trefilinn, færði hann úr lopapeysunni og ullarbolnum sem bersýnilega var nýlunda að sjúklingurinn færi úr. „Hefurðu verið með hita?“ Spurningin var í tón sem sýndi að hún var aðeins hin fyrsta af mörgum sem eftir myndu fylgja. „Ég hef ekki mælt mig undir það síðasta. Hitaköstin koma og fara. Stundum skelf ég eins og hrísla og þess á milli ætlar svitakófið mig lifandi að drepa. Og svo koma stundir eins og núna, þegar hann bráir af. Ég gæti rétt eins verið með mælisfjandann í rassgatinu frá morgni til kvölds, engum til gagns eða ánægju.“ „Viltu vera svo væn, Bryndís, að sjóða mér vatn og færa mér í fati svo ég geti haft það við höndina.“ Konan greip verkefnið fegins hendi og hvarf á dyr. Læknirinn baukaði nokkra stund enn við sjúklinginn og sagði síðan með alvörutón í röddinni: „Ég vildi ekki hafa orð á því svo konan þín heyrði, en satt best að segja er ég alls ekki nógu ánægður með það sem ég sé.“ „Hvað meinarðu?“ „Ég tek það fram að ég er auðvitað ekki viss í minni sök, ennþá, en ég óttast að þetta kunni að vera einhver óhræsis ódráttur af verri sort- inni.“ Fölvi færðist yfir andlit sjúklingsins. „Ég vona að ég megi tala við þig undandrátt- arlaust og án allra vífilengja. Ég veit af af- spurn að þú ert enginn veifiskati, fremur en þitt fólk, og vilt enga vafninga né véfréttir.“ „Krabbinn? Ertu að segja, maður, að þetta sé krabbinn?“ „Nei, ég er ekki að segja að þetta sé krabba- mein, Sigfús. Einkennin benda ekki til þess.“ Sigfúsi var augljóslega létt. „Krabbameinseinkenni geta verið glettilega ólík og ekki alltaf létt að greina þau af öryggi. En ég er þó nokkuð viss, og verð þó enn örugg- ari eftir nánari skoðun á þér á eftir. Nei, á þessu stigi veðja ég ekki á krabbann. Því mið- ur! Krabbinn er ekki endilega það versta sem menn geta fengið.“ Sjáöldur Sigfúsar bónda báru næstu spurn- ingu hans vitni: „Eitthvað verra en krabbi?“ „Svo vill til að ég stundaði framhaldsnám á hinu heimsþekkta Karólinska sjúkrahúsi í Stokkhólmi. Þá var lagður þar inn sjúklingur með einkenni sem voru á marga lund svipuð þínum. Eins og þú kannski veist er Karólinski spítalinn risavaxið sjúkrahús, en samt var þetta fyrsta tilfellið af þessu tagi sem þangað hafði komið. Þetta var svertingi, blámaður, sem verið hafði í háskólanámi á vegum þróun- arhjálpar Svía.“ LOSAÐ UM GREIPAR DAUÐANS SMÁSAGA E F T I R D AV Í Ð O D D S S O N vegar stunið í bæði skiptin sem hann fékk slíka frétt. Fyrst þegar hún sagði honum stolt frá því að Ásrún ömmunafna væri á leiðinni og aft- ur, en með miklu meiri þunga þegar Snjólfur afanafni var væntanlegur. Halldór aðstoðar- læknir sagði hins vegar að þetta væri bæði góð frétt og gleðileg, og það öðru fremur innsiglaði trúnaðarsambandið. Nú sat hún í mjólkurbílnum og reyndi að muna ekki allt sem hún hafði sagt. En án ár- angurs. Og þarna á aftasta bekk í höstum bíln- um tók hún andköf í hljóði og roðnaði, ein með hugsunum sínum. En samt hafði henni ekki lið- ið betur lengi. Halldór læknir hafði ekki fullyrt neitt um hvaða hremmingar hefðu heltekið bónda henn- ar. Hann hafði þó sagt að viss einkenni kæmu kunnuglega fyrir og bentu í ákveðna átt, en önnur væru mun torræðari. Of snemmt væri að kveða upp úr um hvort Sigfús bóndi á Hjarðarhóli væri haldinn ólæknandi sjúkdómi eða hvort einhver von kynni að vera um lækn- ingu. „Ég mun heyra í Hjalta kollega og fá frekari lýsingar frá honum og jafnvel leyfi til að líta sjálfur til Sigfúsar. Fari svo, þá kem ég innan fárra daga.“ Hún sagði Sigfúsi bónda sínum ekki annað af samtali sínu við Halldór en að hann hefði haft góð orð um að líta til hans. „Fannst þér ástæða til að bera mín mál und- ir strákinn, fyrst Magnús sjálfur var ekki við?“ fann Sigfús að við hana. „Við höfum ekki góða reynslu af belgingum, blautum á bak við eyr- un. Þeir senda þá út á land til að æfa sig á sveitamanninum.“ Hann nefndi nokkur dæmi sem illa höfðu farið og voru þekkt þar í sveit og víðar. Svo fékk hann slæmt hóstakast og hún sótti kaffi og setti kamfóru í sjóðandi vatn við rúmið. „Þeir segja að hann sé spjátrungur og kvennaloddi,“ heyrði hún hann segja um leið og hún flýtti sér út úr herberginu. Sigfús var við rúmið næstu daga. Hann svaf illa á nóttunni og þurfti nokkrum sinnum að ýta við konu sinni til snúninga og eins til að skerpa undir kamfórublöndunni. Upp úr hádegi, sunnudaginn næsta á eftir, létu hundarnir vita að von væri á gesti. Þvert á gefin loforð voru þeir afleitir smalahundar en virtust hafa þeim mun meira vit á bílum. Hún tók á móti honum á tröppunum. „Hann er eig- inlega óvenjulega fallegur maður,“ hugsaði hún. „Og glaðlegur.“ Það var engu líkara en læknirinn hlakkaði mjög til að hitta Sigfús bónda á Hjarðarhóli. Hann heilsaði hundunum með sérstökum virktum. Það var eins gott að Sigfús sá ekki þær kveðjur. „Þéttbýlismenn sem flangsa utan í hunda eru fáráðlingar.“ Þótt læknirinn væri ekki í hvíta sloppnum talaði svört leðurtaskan sínu máli. Dýralæknistaskan var hins vegar brún, mundi Bryndís. „Sæll vertu!“ sagði hún. „Það var hugulsamt af þér að líta til okkar. Má ég ekki gefa þér kaffi eftir keyrsluna?“ „Já, þú vilt náttúrlega láta mig bragða al- vörukaffi eftir gutlið sem ég sauð ofan í þig um daginn. En nei, þakka þér fyrir. Það er best að ég líti á manninn þinn fyrst og eigi kaffið inni á eftir. Við skulum ekki láta sjúklinginn bíða lengur en þarf.“ Hún fór á undan honum inn í bæinn og upp á loft að svefnherbergi þeirra hjóna. Hún bank- aði, en það hafði hún aldrei gert áður á sínu heimili. Hún heyrði uml og opnaði. Sigfús bóndi lauk hóstakastinu og hafði víst heilsað. Læknirinn kynnti sig hressilega og gekk í átt að rúminu. Sjúklingurinn tók kveðjunni fálega og ekki fór á milli mála að læknirinn, sem keyrt hafði tæpa þrjátíu kílómetra í þessa vitjun, var í hlutverki þiggjandans á staðnum. Hann horfði um stund rannsakandi á sjúklinginn. „Já, ég sé að þú ert illa haldinn, Sigfús bóndi,“ sagði hann loks og settist á stól við rúmstokkinn. Bóndinn reis upp við dogg með nokkrum erfiðismunum. Bryndís húsfreyja hafði komið sér fyrir á kolli við lítið borð gegnt rúminu. „Það er andskotans ómynd að fá þetta kast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.