Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 Hermann Pálsson Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Elíasson sýndi í Galleríi i8. Morgunblaðið/Golli Guðrún Eva Mínervudóttir, einn unghöfunda. Morgunblaðið/Sverrir Merce Cunningham-dansflokkurinn sýndi í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Þorkell Strompleikur fyrir sköllóttan skósmið og sminkaða ljósku var sýndur í Þjóðleikhúsinu. María Kristjánsdóttir leikstjóri Strompleikur og Skýfall EKKI hefur enn gefist tími til að sjá sumar rómaðar sýningar ársins svo sem Sölumaður deyr og Rómeó og Júlía í Borgarleikhúsinu en margt er líka í verkefnavali leikhúsanna sem ekki hefur höfðað til mín og ég hef því látið fram hjá mér fara. Ég hafði ánægju af að end- urnýja kynni mín við Strompleik Laxness í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Kristínar Jóhann- esdóttur. Myndrænar lausnir Kristínar koma alltaf á óvart og gleðja augu. Þá skemmti ég mér vel í Nemendaleikhúsinu á verki Sergi Belbel, Skýfall, í leikstjórn Egils Heiðars Ant- ons Pálssonar. Sýningin var ekki hnökralaus en kraftmikil sviðsetning leikstjórans hug- myndarík og sprottin úr okkar tíma en ekki fyrri hluta tuttugustu aldar einsog svo margar sýningar í leikhúsum okkar. Það spillti heldur ekki fyrir að hér virðist kominn ungur leik- stjóri sem á eitthvert erindi við áhorfendur. Leikgerð Bjarna Jónssonar á sögu Gyrðis Elí- assonar, Svefnhjólinu, og nýstárleg úrvinnsla Bjarna á henni í Útvarpsleikhúsinu hverfur mér heldur ekki strax úr minni. Lesbókin leitaði til tólf karla og kvenna til að gefa álit á því sem gerst hefur á sex mann/menn, verk eða atburði sem þeim þóttu standa upp úr á hverju sviði. Niður Einar Sveinn Þórðarson stjórnar- maður í Íslenska dansflokknum Gróska í íslensk- um dansheimi ÞAÐ mætti nefna fjölda áhugaverðra danssýn- inga á þessu ári og réttast að tala um mikla grósku í íslenskum dansheimi. Íslenski dansflokkurinn hefur sett upp marg- ar stórskemmtilegar og fjölbreyttar sýningar á undanförnum misserum, m.a. eina þar sem sýnd voru 3 verk, öll eftir íslenska höfunda (haustið 2001); Katrínu Hall, Láru Stef- ánsdóttur og Ólöfu Ingólfsdóttur. Þetta var skemmtileg sýning en illa sótt. Góðir gestahöfundar hafa einnig komið og sett upp sýningar á sér kjörum fyrir flokkinn vegna vanefna hans og hefur það verið örvandi og skemmtileg blanda við íslensku höfundana. Flokkurinn hefur einnig verið að sýna er- lendis og fengið mjög góðar móttökur. Segir það mikið um gæði flokksins. Fleiri boð berast og því miður er ódýrara að hafa flokkinn í ferð- um en að setja upp hér heima, svo við erum að missa af miklu. Vona ég að við getum hlúð betur að flokknum svo við fáum að njóta hans meira hér heima. Ég vil nefna frábæra framtakssemi minni hópa sem hafa sett upp sýningar og hafa skreytt dansflóruna hér. Lára Stefánsdóttir og pars pro toto hópurinn, Dansleikhús með ekka, Jóhann Freyr Björgvinsson o.fl. Lára og Jó- hann unnu einnig til verðlauna á hátíðum er- lendis, sem segir sitt. Merce Cunningham sýningin var að sjalf- sögðu merkilegur viðburður, sem verður að nefna, og einstakt að fá Merce sjálfan hingað heim, enda hann einn af fremstu frumkvöðlum nútímadans. Sýningin var glæsileg, skemmtileg og áhugaverð. Ég vil að endingu hvetja alla sem kunna að meta fegurð og skemmtun, til að sýna inn- lendum dansviðburðum meiri áhuga, því að við eigum frábæra listamenn á þessu sviði, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Guðrún Nordal dósent við HÍ Ungu höfundarnir ÞÆR bækur sitja eftir sem hrista upp í hugs- uninni, jafnvel þó að þær séu ekki gallalausar að öllu leyti. Mig langar að nefna eina áhuga- verða hugvekju eftir bandaríska sagnfræðing- inn Patrick J. Geary The Myth of Nations: The Medieval Origins of Europe (Princeton UP), sem kom út á árinu. Þar ræðir hann hvernig goðsagan um þjóðir Evrópu hafi mót- ast snemma á nítjándu öld, ekki síst í fílólóg- ískum rannsóknum á fornum tungumálum og bókmenntum, og hvernig sú vafasama þjóð- ernislega nálgun sé enn leiðandi í umræðu um nútímapólitík álfunnar. Óvænt pólitísk áhrif málfræðinganna gömlu! Nú svamla ég í jóla- bókaflóðinu og skemmti mér bara vel. Ég nefni t.d. skáldsögu Guðrúnar Evu Minervu- dóttur um sjóreknu píanóin sem mér fannst mjög heillandi – ekki spillti titillinn. Það hefur allt í einu sprottið upp hópur af ungum spenn- andi höfundum og ég hlakka til að lesa sem flestar af nýju bókunum þeirra um jólin. Ingólfur Arnarsson prófessor í LHÍ Virkjun hæfileika FYRST er að minnast Guðmundu Andr- ésdóttur sem lést á árinu sem var einn áhugaverðasti listamaður sinnar kynslóðar. Vonandi verða verk hennar kynnt sóma- samlega í náinni framtíð. Magnús Pálsson var áberandi á árinu, með þrjár sterkar sýningar, og um hann var gerð góð heimildarmynd. Hún verður sýnd í Ríkissjónvarpinu auk annarrar metn- aðarfullrar myndar um Sigurð Guðmunds- son. Nauðsyn þess að nýta þennan miðil til fræðslu um sjónlistir er augljós. Efnt var til nokkurra viðamikilla listviðburða á árinu, m.a. í tengslum við Listahátíð, það voru Rússnesk list, Þrá augans, Mary Ellen Mark, allt góðar sýningar en auk þeirra hefðu stóru söfnin mátt kynna alþjóðlega gerjun nútímans. Framlag Nýlistasafnsins til Listahátíðar á verkum Aernout Mik var ferskt og faglegt, einnig sýning i8 á verkum Ólafs Elíassonar og Gangsins á Berl- ínarlistamönnum sem valdir voru af Ólafi Elíassyni. Einnig gerði Ólafur áhugavert útilistaverk fyrir Íslenska erfðagreiningu. Margar af þeim sýningum sem teljast merkilegar í íslensku listsamhengi áttu sér stað utan landsteinanna, t.d. var haldin yf- irlitssýning á verkum Hreins Friðfinns- sonar í Frakklandi. Svo má nefna erlenda listamenn vegna framlags þeirra til ís- lenskrar menningar. Nefni ég stórmerkileg skrif Roni Horn um hálendi Íslands. Ný- listasafnið opnaði nýtt húsnæði með áhuga- verðum verkum Margrétar Blöndal og Eyglóar Harðardóttur. Starfsemin er ekki komin á fullt skrið, en eins og áður er gras- rótinni vel sinnt. Gallerí Hlemmur heldur uppteknum hætti við að kynna list yngri kynslóðarinnar, en framlag þeirra var heiðrað í Gerðarsafni. Hægt er að telja upp fjölmargar áhugaverðar listsýningar: Harð- ar Ágústssonar, Unnars Arnar Auð- arssonar, Bjarna Hinrikssonar, Gjörn- ingaklúbbsins á Ljósahátið, Gabrielu Friðriksdóttur, útskriftarsýning LHÍ o.fl. o.fl. en efst í huga mínum er spurningin hvernig íslenskt samfélag ætlar að virkja krafta þessa hæfileikafólks. Baldur Hafstað prófessor við KHÍ Íslensk orðabók ÞAÐ sem ég hef einkum gluggað í af nýjum bókum eru fræðirit af ýmsu tagi á sviði ís- lenskrar menningar. Sum þessara rita hafa verið mörg ár í smíðum og mikill fengur er að þeim. Ég nefni fyrst Íslenska orðabók. Hún er auðvitað stórvirki og verður vonandi hin raunverulega metsölubók ársins 2002. Þá langar mig að nefna bókina Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson. Helga er einkar lagið að segja vel og skipulega frá og gera jafnvel flóknustu hluti einfalda; mynd- irnar í bókinni eru líka athyglisverðar og myndatextarnir upplýsandi. Í framhaldi af þessu vil ég nefna Lykilbók 2 að Annálum 1400–1800. Lykilbók 1 kom út árið 1998. Þetta eru nafnaskrár, atriðaskrár og skrá yfir heimildir og rit. Lykilbækurnar veita okkur aðgang að því 400 ára tímabili í sögu okkar sem varðveitt er í sex binda út- gáfu annálanna. Áður var maður eins og í svartamyrkri að blaða í þessum sex bindum og fann sjaldnast það sem leitað var að. Þetta mikla afreksverk, sem lykilbækurnar eru, unnu þeir Eiríkur Jónsson, Ásgeir S. Björnsson, sem er látinn, og Einar S. Arn- alds. Einhver merkasti og nafnkunnasti fræði- maður 20. aldar á sviði íslenskrar menningar lést í ágúst sl., Hermann Pálsson. Það vill svo til að þrjár bækur komu út eftir hann á árinu, ein um írskar ritningar og Vínland hið góða, önnur um Sólarljóð og vitranir um annarlega heima og sú þriðja um Grettis sögu og íslenska siðmenningu. Þessar bækur geyma mikinn lærdóm en eru jafnframt skemmtilegar aflestrar enda var Hermann sérlega ritfær. Bækurnar þrjár spanna svið sem hann hafði rannsakað í áratugi. Þær eru að vissu leyti kórónan á ferli hans. Á árinu birtist einkar athyglisvert greina- safn, Ljóðaþing, eftir Eystein Þorvaldsson um íslensk ljóðskáld á 20. öld. Eysteinn er í fararbroddi þeirra sem fylgst hafa með nú- tímaljóðlist á síðustu áratugum en í ritinu eru ýmsum skáldum frá fyrri hluta ald- arinnar einnig gerð skil. Að lokum lýsi ég gleði minni yfir útkomu bókar Viðars Hreinssonar um Stephan G. Stephansson og Gísla Sigurðssonar um munnmenntir og fornsögurnar. Hrafnhildur Schram listfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu Koberling og Þrá augans ÁRIÐ líður ofurhratt og sýningar þjóta hjá. Margar gleymast fljótt en ég minnist þó sér- staklega tveggja afar vandaðra, erlendra sýn- inga. Annars vegar sýningar Þjóðverjans og Íslandsvinarins Bernds Koberlings í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og hins vegar „Þrá augans“ í Listasafni Íslands. Sú síð- arnefnda kom frá Moderna Museet í Stokk- hólmi og kynnti sögu ljósmyndalistarinnar. Mér er líka ofarlega í huga, m.a. vegna ein- staks ljóðræns þokka, sýningin „Andrá“, í Listasafni ASÍ, samsýning þriggja kvenna; Guðbjargar Lindar Jónsdóttur, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá. Það er mjög mikilvægt að hlúa að vaxt- arbroddinum í nýlistinni og mér finnst spenn- andi að fylgjast með ungum listamönnum sem sýna m.a. í Galleríi Hlemmi og Galleríi Skugga. Myndvæðing hins opinbera rýmis borg- arinnar hefur tekið verulega við sér á síðustu árum. Verðlaunaverk Sigurðar Guðmunds- sonar, „Fjöruverk“ við Sæbraut, sem vígt var á Listahátíð í sumar, er dæmi um sérstaklega vel lukkað verk þar sem náttúran og hið mann- gerða borgarumhverfi renna saman á eðlileg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.