Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 3 Davíð Oddsson er höfundur smásögunnar Losað um greipar dauðans sem segir frá óhefðbundnum lækningaaðferðum ungs læknis. Sagan birtist í nýju smásagnasafni Davíðs, Stolið frá höfundi stafrófsins. Hvers vegna frelsara? nefnist grein eftir Pál Skúlason, rektor Háskóla Íslands, þar sem fjallað er um það hvaða þýðingu kirkjan hafi fyrir þjóðfé- lagið og okkur öll. „Skiptir kirkjan ein- hverju máli fyrir uppbyggingu og þróun samfélags okkar? Hefur hún einhverju hlut- verki að gegna andspænis þremur undir- stöðukerfum þess – stjórnkerfinu, efna- hagskerfinu og skólakerfinu? Er henni kannski ofaukið í þjóðfélagi nútímans þar sem lögmál markaðar og harðrar sam- keppni á öllum sviðum ræður ríkjum?“ Halldór Laxness hefur verið mikið til umfjöllunar í Lesbók á þessu afmælisári skáldsins. Þorsteinn Gylfason skrifar grein um uppruna og rittengsl smásögu Hall- dórs, Ungfrúin góða og Húsið, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir. FORSÍÐUMYNDIN er eftir Gabrielu Friðriksdóttur og heitir The Bomb of Beauty Conqueres the Emotional Universe, 2002. F YRIR nokkrum vikum áttu sér stað skoðanaskipti í Morgun- blaðinu um höfunda íslenska velferðarkerfisins. Morgun- blaðið taldi Sjálfstæðisflokkinn eiga mestan hluta höfundar- réttarins, en þeir Steingrímur J. Sigfússon og Árni Berg- mann tefldu fram verkalýðshreyfingunni og flokkum hennar sem stjórnendum í þeirri byggingarvinnu sem sumir telja að hafi byrjað með setningu Vökulaganna árið 1921. Það er auðvitað dæmigert að enginn þeirra sem rætt hafa þróun velferðarkerf- isins hafa minnst á hlut kvenna í þeirri merku sögu. Með nokkrum rétti má segja að íslenska kvennahreyfingin sé einn af að- alhöfundum þess velferðarkerfis sem þróað- ist á 20. öld. Þegar sagan er sögð af kyn- blindu og karlauganu einu beitt, vill hlutur kvenna gleymast. Ekki veit ég hvar á að byrja söguna um þá hugmynd að fólk beri ábyrgð á samborg- urum sínum og að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Svo mikið er víst að hún er grundvallarhugmynd kristinnar siðfræði. Gegnum aldirnar tóku klaustrin að sér það hlutverk að sinna fátækum og munaðar- lausum og á miðöldum voru til reglur kvenna sem ráku heimili fyrir aldraða og sjúka. Í frönsku byltingunni sem hófst árið 1789 settu konur m.a. fram kröfur um að- stoð við að sjá börnum sínum farborða. Kvennahreyfingin sem varð til í Evrópu og N-Ameríku upp úr miðri 19. öld lagði auk kvenréttinda áherslu á vinnuvernd kvenna og barna, auk samhjálpar við ekkjur, ein- stæðar mæður og munaðarlaus börn. Kvennahreyfingin á Íslandi lét ekki sitt eftir liggja á síðustu áratugum 19. aldar, stofnaði sjóði til stuðnings fátækum ekkjum og gömlum útslitnum konum, enda lítið um op- inberan stuðning. Árið 1896 sagði Ólafía Jóhannsdóttir frá kvennafundum í París og Berlín í ársriti Hins íslenska kvenfélags. Þar voru settar fram kröfur um að ríkið ætti að annast öll þau börn sem foreldrar gætu eða vildu ekki ala upp sómasamlega, konur ættu að fá styrk í tvo mánuði fyrir fæðingu barns og í einn mánuð á eftir og nefnd kvenna, lækna og fulltrúa sveitarfélaga ætti að hafa eftirlit með öllum börnum til að tryggja velferð þeirra. Þessar hugmyndir urðu ekki að veruleika hér á landi fyrr en mörgum ára- tugum síðar. Árið 1914 hittust kvenréttindakonur alls staðar að af Norðurlöndunum í Kaupmanna- höfn til að ræða breytingar á hjónabandslög- gjöfinni en hluti þeirrar umræðu snerist um réttindi óskilgetinna barna t.d. erfðarétt og fjárhagslegan stuðning við þau. Í kjölfar þess fundar beitti Kvenréttindafélag Íslands sér fyrir endurskoðun á íslensku sifjalögun- um sem náði fram að ganga á árunum 1919– 1921. Þau stórbættu réttindi óskilgetinna barna og voru einn fyrsti vísirinn að því vel- ferðarkerfi sem smám saman var byggt upp. Ein meginröksemd kvenna fyrir sérfram- boðum hér á landi var sú að karlmenn sæju ekki fátækt og félagsleg vandamál, en það gerðu konurnar aftur á móti. Kvennahreyf- ingin átti fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur á árunum 1908–1922 og fluttu bæjarfull- trúarnir fjölda tillagna í þágu kvenna og barna t.d. um matargjafir í skólum, leikvelli og hækkun barnsmeðlaga. Kvennaframboð- ið til Alþingis 1922 setti velferðarmál á odd- inn og var mikið vitnað til þess árangurs sem konur hefðu náð á þingum annarra þjóða við setningu félagsmálalöggjafar. Því þyrfti konu á þing til að vinna að slíkri löggjöf hér á landi. Konan sem komst á þing fyrst ís- lenskra kvenna var gamalreynd kvenrétt- indakona, Ingibjörg H. Bjarnason, skóla- stýra Kvennaskólans í Reykjavík. Meðan hún sat á þingi 1922–1930 lagði hún m.a. fram tillögur um eftirlit með kjallaraíbúðum, hækkun á ellistyrk og tillögur til að bæta stöðu einstæðra mæðra, ekkna og barna þeirra. Í þessum málum naut hún oftast stuðnings Jóns Baldvinssonar, formanns Al- þýðuflokksins, sem var eini þingmaður þess flokks til 1926. Flokksbræður Ingibjargar í Íhaldsflokknum (hún gekk til liðs við Íhalds- flokkinn 1924) voru hins vegar lítt hrifnir og felldu eða svæfðu flestar tillögur hennar sem beindust að velferðarmálum. Það kom skýrt fram hjá Ingibjörgu að hún vænti þess að innan skamms yrði komið á fót almennu tryggingakerfi og því væru tillögur hennar aðeins smyrsl á sárin. Hún var að þrýsta á um breytingar. Tryggingakerfi komst á árið 1936, m.a. eftir mikinn þrýsting frá mæðra- styrksnefnd undir forystu Laufeyjar Valdi- marsdóttur, en auðvitað átti Alþýðuflokk- urinn þar stóran hlut að máli ásamt Framsóknarflokknum, en þeir sátu saman í „Stjórn hinna vinnandi stétta“. Það var kvennahreyfingin sem knúði stjórnvöld til að hefja byggingu Landspítala eftir að þær höfðu safnað hundruðum þús- unda króna í sjóð. Þegar samningur var gerður um spítalann árið 1925 lagði Land- spítalasjóðurinn fram helming þess fjár sem byrjað var með, eða 300.000 kr. Kvenfélagið Hringurinn reisti berklahæli í Kópavogi og kvenfélag Hvíta bandsins byggði heilan spít- ala við Skólavörðustíginn í Reykjavík. Síðari heimsstyrjöldin hafði mikil áhrif á hugmyndir um félagslegan stuðning, enda manntjón mikið og tala ekkna og ekkla, munaðarlausra barna og fatlaðra sívaxandi. Árið 1943 kom út á íslensku bók Beveridge lávarðar Traustir hornsteinar þar sem hann setti fram hugmyndir sínar um velferð- arkerfið. Hann var að bregðast við hörm- ungum stríðsins og óttanum við atvinnuleysi í kjölfar átakanna. Hann var að mörgu leyti framsýnn og róttækur, en hugmyndir hans miðuðust við hefðbundna stöðu karla og kvenna, þar sem konur áttu að hverfa heim til að annast börn sín og samfélagið að sjá þeim farborða væri fjölskyldufaðirinn fallinn eða særður. Tillögur hans höfðu mikil áhrif og sér þess m.a. stað í þróun íslenska trygg- ingakerfisins. Á sjöunda áratugnum urðu miklar breyt- ingar á íslensku samfélagi. Velmegun óx, unglingar streymdu í framhaldsnám og kon- ur út á vinnumarkaðinn. Kvennahreyfingin gekk í endurnýjun lífdaga og enn hófust um- ræður um nauðsynlegar breytingar á vel- ferðarkerfinu sem tækju mið af nýjum tím- um. Rauðsokkahreyfingin setti fram kröfur um dagvistun fyrir öll börn, launajafnrétti kynjanna, frjálsar fóstureyðingar, aukinn stuðning við einstæðar mæður og síðast en ekki síst lengingu fæðingarorlofs. Það hefur tekið áratugi að ná þessum málum fram og reyndar enn langt í land t.d. hvað varðar launajafnrétti. Velferðarkerfið hefur verið lengi í mótun og þar hafa margir komið að verki. Hug- myndir að utan en þó fyrst og fremst þrýst- ingur kvenna- og verkalýðshreyfingarinnar skiptu sköpum. Það þurfti svo auðvitað vel- viljaða stjórnmálamenn, konur og karla, til að fylgja málunum eftir. Í því samhengi má ekki gleyma starfi kvenna innan stjórn- málaflokkanna, þar sem þær þrýstu löngum á um bætta löggjöf í þágu kvenna og barna. Í rannsóknum á velferðarkerfum Vest- urlanda hefur verið deilt um hvort sam- félagsbreytingar haf kallað á aukna fé- lagsþjónustu eða hvort hreyfingar og einstaklingar hafi dregið vagninn og knúið fram ný réttindi. Það hefur líka verið spurt hverjum velferðarkerfið þjóni í raun og veru. Er það fólki til stuðnings í lífsbarátt- unni og hvetur til sjálfshjálpar eða dregur það úr sjálfsbjargarviðleitni og heldur fólki á ákveðnum og hefðbundnum bási, t.d. hópum kvenna og fatlaðra? Hvað sem inntakinu líður er svo mikið víst að öflugt velferðarkerfi er aðal Norð- urlandananna og það sem skapar þeim sér- stöðu í hörðum heimi. Velferðarkerfin hafa t.d. stóbætt stöðu kvenna á undanförnum áratugum. Fræðimenn hafa reyndar sumir hverjir dregið í efa að Ísland eigi heima í hópi hinna Norðurlandanna, þar sem ölm- usuhugsunin sé enn ríkjandi í stað réttar fólks til að njóta stuðnings samfélagsins. Hvað sem segja má um þá skoðun er hitt víst að velferðarkerfið er okkur afar mikilvægt. Það þarf að efla og bæta, óháð því hvort einn á meiri höfundarrétt að því en annar. MÆÐUR OG FEÐUR VELFERÐ- ARINNAR RABB K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R krast@simnet.is NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðarbraut, en minning þess víst skal þó vaka. En hvers er að minnast? Og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma? Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá. En miskunnsemd Guðs má ei gleyma. Hún birtist á vori sem vermandi sól, sem vöxtur í sumarsins blíðum, í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól, sem skínandi himinn og gleðirík jól í vetrarins helkuldahríðum. Hún birtist og reynist sem blessunarlind á blíðunnar sólfagra degi, hún birtist sem lækning við böli og synd, hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd, er lýsir oss lífsins á vegi. Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár og góðar og frjósamar tíðir, og Guði sé lof, því að grædd urðu sár, og Guði sé lof, því að dögg urðu tár. Allt breyttist í blessun um síðir. Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir. Gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár og eilífan unað um síðir. Valdimar Briem (1848–1930) var prestur og sálmaskáld. VALDIMAR BRIEM LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 5 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 Á R G A N G U R EFNI Annálar og álit Annálar um listaárið hafa verið teknir sam- an af sex blaðamönnum á Morgunblaðinu þar sem greint er frá því helsta sem bar til tíðinda í menningarlífi landsmanna á árinu sem er að líða. Höfundar eru Bergþóra Jónsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Háv- ar Sigurjónsson, Heiða Jóhannsdóttir, Ragna Sara Jónsdóttir og Þröstur Helga- son. Einnig var leitað til tólf einstaklinga utan blaðs til að segja álit sitt á því sem gerðist á þessum sviðum á árinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.