Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 11 Morgunblaðið/Einar Falur Bernd Koberling sýndi í Listasafni Reykjavíkur. Nýjasta mynd Almodóvars, Talaðu við hana, var sýnd í Regnboganum. Morgunblaðið/Jim Smart Frá útkomu Íslenskrar orðabókar. Morgunblaðið/Jim Smart KVETCH var sýnt í Vesturporti. sviðum menningarlífs landsmanna á árinu. Lagt var fyrir þátttakendur að nefna lista- stöðurnar birtast á opnunni ásamt myndum af nokkrum viðburðum sem nefndir eru. Ingibjörg Björnsdóttir fyrrverandi skólastjóri Listdansskólans Salka Valka og Merce ÁRIÐ 2002 hefur verið afar gjöfult fyrir ís- lenska listdansunnendur. Fyrir utan sýningar Íslenska dansflokksins og erlendar gestasýn- ingar hafa óvenju margar sýningar smærri hópa og einstakra danshöfunda sést á leik- sviðum borgarinnar á árinu. Skemmst er að minnast verulega góðrar sýningar listahópsins Pars Pro Toto nú um miðjan desember. Á listahátíð sl. vor var sýnd dansstuttmynd, Bakraddir, eftir Helenu Jónsdóttur, sem telja má til áfanga í nýju landnámi íslenskrar dans- listar inn í heim kvikmyndarinnar. Þeir atburðir sem rísa hæst eru þó annars vegar sýningar Íslenska dansflokksins á verki Auðar Bjarnadóttur, Sölku Völku, byggðu á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Þar ófust saman í fallega heild þeir þættir sem verða að vera til staðar til að úr verði gott list- dansverk, dansgerð, tónlist, leikmynd og lýs- ing auk danstækni og túlkunar dansaranna. Hinn atburðurinn var gestasýning dansflokks Merce Cunninghams í Borgarleikhúsinu sl. september. Það var stórkostlegt að fá að sjá hér á landi verk þessarar goðsagnar í dans- heiminum á meðan þau eru enn undir hans eigin stjórn. Ragnheiður Skúladóttir prófessor við LHÍ KVETCH Berkhoffs ÞRÁTT fyrir góðan ásetning tókst mér ekki að sjá allar sýningar í íslensku atvinnuleik- húsi þetta árið. Fyrir stuttu sá ég leiksýn- ingu sem mig langar sérstaklega að minnast á; ekki síst vegna þess að hún er ennþá á fjöl- unum (verður sýnd á Nýja sviði Borgarleik- hússins eftir áramót). Þetta er KVETCH eft- ir Steven Berkhoff sem leikhópurinn „Á senunni“ frumsýndi í Vesturporti í haust. Þetta er afar stílhrein sýning, hvað varðar leik og í raun alla umgjörð; frábærir bún- ingar og leikmynd. Leiklausnirnar eru óvæntar og ganga alltaf upp, miðað við þau miklu átök sem eru í sálarlífi persónanna tekst leikstjóranum, Stefáni Jónssyni, að búa til mjög gott flæði í sýningunni. Þetta verk- efni sannar svo ekki verður um villst hversu frambærilegur leikstjóri Stefán er. Leik- ararnir standa sig mjög vel: Það ber mest á þeim Steini Ármanni Magnússyni og Ólafi Darra Ólafssyni sem feta skemmtilega ein- stigið milli þess að vera fullkomlega átak- anlegar persónur og þess að vekja samúð manns. Edda Heiðrún Backman toppar svo allt saman með hnitmiðuðum og stórkostleg- um gamanleik. Tímasetningar hennar eru snjallar; hún byggir upp spennuþrungið and- rúmsloft í kringum persónu eiginkonunnar og rýfur það síðan á hárréttu augnabliki. Þessi kvenpersóna Eddu er gjörsamlega óút- reiknanleg. Ekki ætla ég að fara að ýta undir að- stöðuleysi íslenskrar leiklistar en það verður að segjast eins og er að það er eitthvað skemmtilegt við að sjá sýningu í húsnæði sem hefur upp á mjög takmarkaðan tækja- kost að bjóða og mikla nálægð við áhorf- endur. Ég vonast til að Vesturport geti hald- ið áfram að hýsa leiksýningar þar sem atvinnumennska, kraftur og sköpun fá að njóta sín. Gísli Einarsson verslunarrekandi Brotherhood of the Wolf BÍÓÁRIÐ 2002 á Íslandi var helst minn- isstætt fyrir lokun 2⁄3 kvikmyndahúsa mið- borgarinnar, samþjöppun dreifingaraðila og enn minni fjölbreytni kvikmynda í boði en venjulega. Ljósir punktar voru fjölgun list- rænna sýninga með tilkomu Bíófélagsins 101 og aukinni starfsemi Filmundar. Pólitísk af- skipti af störfum Kvikmyndasjóðs og afkára- legar nornaveiðar gegn forstöðumanni hans eru líka í fersku minni. Eftirminnilegasta mynd ársins var Brot- herhood of the Wolf, eða Le Pacte des loups á frummálinu. Þessi franska samsuða hirð- búningamynda, Hong Kong-slagsmála og hryllingsmyndar var ómótstæðileg vítamín- sprauta. Góðar frá amerísku stúdíóunum voru Changing Lanes, Greifinn af Monte Christo, Frailty, Monsters Inc. og Minority Report (eftir að hafa fattað óvæntan endinn). Góðar frá Bretum voru About a Boy og Bend it Like Beckham. Aðrar minnisstæðar voru japanska þjóðfélagsádeilan og ofbeldis- orgían Battle Royale og hin spænska Habla con Ella frá hinum alltaf áhorfanlega Almo- dovar. Margar vondar myndir voru sýndar á árinu en mesta sóuin fólst í hinni andvana fæddu Star Wars: Attack of the Clones og Die Another Day, verstu James Bond-mynd til þessa. Toppurinn á íslenskri kvikmynda- gerð ársins var sjálfsheimildarmyndin Í skóm drekans. EFTIRMINNILEGASTIR eru alltaf tónleik- arnir því þá myndast þetta sérstaka samband á milli flytjenda og hlustenda, nærvera þar sem einn hljómur getur breytt manni í gæs eða hrafn … Tónsmíð Sigur Rósar og Hilmars Arnar Hilmarssonar í kringum Hrafnagaldur Óðins er besta dæmið. Það fallega sumarkvöld í maí var Steindór Andersen rödd þjóðar og sögu, söngur lands og náttúru. Það var ógleymanleg stund sem snerti mig djúpt. Erlendir gestir skilja líka eftir sig ljúfar minningar, sígaun- arnir í Taraf de Haidouks spiluðu af lífi og sál, Jacques Loussier djassaði upp verk klassísku meistaranna af sinni innlifun og einlægni, og Godspeed You Black Emperor! magnaði upp seið spuna og spennu svo unun var að hlusta á. En kraftaverkið gerðist í nóvember þegar Kammerkór Seltjarnarneskirkju flutti Mag- nificat eftir tékkneska barrokktónskáldið Zel- enka. Hinn stórhuga kórstjóri Viera Manasek á heiður skilinn fyrir að breyta út af venjunni og færa okkur sannkallaðan gimstein frá Dresden. Mættu fleiri taka hana sér til fyr- irmyndar! Gimsteinn frá Dresden Jóhannes Ágústsson verslunarrekandi Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri Habla con ella ÞEGAR maður reynir að rifja upp eft- irminnilegustu myndir síðasta árs verður að segjast eins og er að fyrstu viðbrögð eru eft- irminnilegur söknuður eftir þeim myndum sem maður fékk ekki að sjá. Það er þyngra en tárum taki að hugsa út í þá einhæfni sem ríkir hér á bíómarkaðnum. Ég sver það; ástandið er mun verra en það var þegar ég var lítil, þótt ekki hafi verið um auðugan garð að gresja þá. Ég hélt þó að nú orðið væri flestum ljóst að fátt gerir menn að meiri imbisílum en einhæfnin. Þær myndir sem ég sá og finn að munu fylgja mér lengi eru því örfáar. Fyrst nefni ég hina dásamlegu og mannbætandi mynd Almodóvars, „Habla con ella“ (Talaðu við hana). Mér hitnar enn af gleði þegar ég hugsa um hana. Ótrúlega frjáls en um leið mjög öguð og hnitmiðuð. Erindi mynd- arinnar akkúrat það sem við þurfum á að halda um þessar mundir. Það þyrfti heila rit- gerð til þess að gera grein fyrir galdri þess- arar myndar. Almodóvar vann verðskuldaðan sigur í Evrópukeppninni þetta árið. Meðal annarra orða – af hverju höfum við ekki fengið að sjá hinar myndirnar í keppninni? Við erum Evrópubúar, for helvíti. „La pianiste“ (Píanókennarinn) sem Mich- ael Haneke gerði eftir sögu hinnar aust- urrísku og umdeildu Elfriede Jelinek þar sem aðalleikararnir þrír miðluðu af nánast guðlegri snilld skuggahliðum bældra hvata en jafnframt ofsafenginni fegurðarþrá. Þá er komið að „Mulholland Drive“ hans Davids Lynch. Þökk sé Guði fyrir David Lynch. Það er svo frelsandi þegar einhver hefur þennan kjark til þess að koma upp áveitukerfi í eyðimörkinni sem er furðulegt og hefur aldrei sést fyrr en samt einhvern veginn hárrétt. Eins og talað út úr mínu hjarta. Að lokum vil ég varpa fram eftirfarandi spurningu: Hvar eru myndir kvenna? Ég og fleiri erum orðin langþreytt á kerfi sem elur nánast eingöngu af sér strákamyndir þótt ég setji ofantaldar myndir ekki í þann flokk. Ari Eldon tónlistarmaður Sigur Rós stendur upp úr ÍSLENSKIR tónlistarmenn voru vel sýni- legir á árinu og óvenju mörg útgáfufyrirtæki um hituna. Það sem uppúr stendur í meik- deildinni hlýtur að innihalda () með Sigur Rós, vel heppnuð plata og til þess fallin að auka þeirra hróður. Stjörnukisi tók stórt stökk fram á við með sinni fyrstu breiðskífu, reyndar svo stórt að fæstir nenntu að fylgja þeim eftir. Hljómsveitir gerast ekki mikið ferskari en Búdrýgindi og þeir áttu að mínu mati plötu ársins með Kúba Kóla. Hreint og ómengað rokk og alveg merkilega vel spil- andi band. Og ekki má gleyma Leoncie. Hún hlýtur að teljast með sérstæðari tónlist- armönnum sem herjað hafa á íslenskan markað og fráleitt að gleyma hennar fram- lagi þetta árið. Mínus gáfu ekki út plötu á ís- lenskum markaði þetta árið, en eiga ótvírætt lag ársins í Romantic exorcism. an og átakalausan hátt. Myndhöggvarafélagið á líka allan heiður skilinn fyrir sinn þátt í myndvæðingunni, m.a. með framtaki sínu „Strandlengjan“ á síðustu árum, þar sem mörg verkin standa áfram eftir að sýningu lýkur. Úti á landsbyggðinni hefur líka mikil breyt- ing átt sér stað á síðustu árum og gaman að getað ferðast um landið, ekki einungis til að skoða náttúruna, heldur einnig til að kynnast menningarlífinu. Alltaf bætist við eitthvað nýtt, bæði söfn og sýningarsalir, þar sem fag- leg vinnubrögð eru í fyrirrúmi. Ég vil þar sérstaklega nefna Slunkaríki á Ísafirði, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Gil- félagið ( Deigluna og Ketilhús) og Listasafnið á Akureyri og ekki hvað síst Skaftfell á Seyð- isfirði. Sú starfsemi á eftir að skila sér marg- faldlega og hefur ómælt uppeldisfræðilegt gildi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.