Pressan - 30.03.1989, Side 2
2
83?.r c'Sfi' 0£ 'iur<6butmmi'5i
Fimmtudagur 30. mars 1989
Hans „Alexander" framkvaemdastjóri fyrir utan iðnaðarleikhús Frú Emilíu í Skeifunni 3c.
Ingimundarson og Bryndís Petra
Bragadóttir. Ekki er ennþá búið að
ákveða frumsýningu, en að sögn
Hans Alexanders verður hún um
eða upp úr 20. apríl.
En atvinnuleikhús er ekki eina
verkefni Frú Emilíu. Fyrir skömmu
fóru af stað leiklistarnámskeið sem
hafa hlotið góðar undirtektir: „Eitt
leiklistarnámskeið er í gangi núna
og annað fer af stað um helgina.
Með þessum námskeiðum erum við
fyrst og fremst að stíla upp á eldri
hóp frekar en unglinga. Við miðurn
við að lágmarksaldurinn sé 18 ár.
Ástæðan fyrir þessu er sú að ungl-
ingar fá nú þegar heilmikla leiklist-
arkennslu, bæði í skólum og annars
staðar. Guðjón Pedersen og Árni
Pétur kenna báðir og kennslan
byggist mikið til upp á spuna, þá
líkamlegum frekar en með texta.
Hvert námskeið er 20—30 tímar og
kennsla fer fram á kvöldin og um
helgar. Húsfyllir var á fyrsta nám-
skeiðinu og þegar fullbókað á það
næsta. Þessi mikli áhugi sýnir
greinilega hversu mikil þörf er á
svona námskeiðum.
Ekki svo lítil hamskipti hógværs
pakkhúss sem hóf tilveru sína sem
musteri líkamans en vaknar nú til
lífsins sem nýjasta hof leiklistar-
gyðjunnar í Reykjavík.
Frú Emilía festir rætur
— OG SKEIFAN EIGNAST LEIKHÚS
Það er gömul sorgarsaga í ís-
lensku leikhúslífi hversu minni leik-
húsunum gengur illa að finna var-
anlegan samastað fyrir starfsemi
sína. Skemmst er að minnast hrakn-
ingasögu Alþýðuleikhússins, sem
hefur staðið í áralangri leit að hús-
næði. Sjálfstæðu leikhúsin svoköll-
uðu hafa því neyðst til að flakka úr
hverjum kjallaranum eða háaloft-
inu á fætur öðru til að svara kalli
Thalíu.
Leikhús Frú Emilíu hefur mátt
sætta sig við þennan húsnæðisdans
í hvert skipti sent verk þess hafa ver-
ið sýnd. Fyrsta verkið, Mercedes,
var sýnt í Hlaðvarpanum haustið
1986 og uppsetningin á Kontra-
bassa Patricks Sússkind olli marg-
földum húsfylli í Iitlu bakhúsi við
Laugaveginn. Núna vonast að-
standendur Emilíu til að hrakning-
um þeirra sé endanlega lokið, því
samastaðurinn er fundinn; í fyrr-
verandi Iíkamsræktarstöð í Skeif-
unni.
Að sögn nýráðins framkvæmda-
stjóra Frú Emilíu, Hans „Alexand-
er“, var aðdragandinn að búferla-
flutningunum fremur einfaldur:
„Frú Emilía sótti um styrk hjá
menntamálaráðuneytinu til að setja
upp leiksýningu. Sá styrkur fékkst,
en til að hægt væri að nota hann
þurfti náttúrulega húsnæði undir
sýninguna. Við höfðum árangurs-
laust verið að leita að húsnæði síð-
an fyrir áramót, þegar þetta hús-
næði bauðst í blaðaauglýsingu.“
Húsnæðið sem fannst eftir þessa
miklu leit er iðnaðarhús í Skeifunni
3c, rétt við Grensásveg, þar sem
líkamsræktarstöðin World Class
var áður til húsa. Ekki vantar pláss-
ið, þvi vöruhúsið í heild sinni telur
eina 250 fermetra. Eiginlega má
segja að þetta sé bæði furðuleg og
óvenjulega staðsett vistarvera undir
atvinnuleikhús. Er Frú Emilía
ánægð með heimilið? „Já, það býð-
ur upp á mikla möguleika. Við höf-
um kost á að hafa 80—100 áhorf-
endur, sem er mjög ákjósanleg
stærð fyrir svona Ieikhús. Við höf-
um svo alla aðstöðu; búningsklefa,
sturtur, skrifstofu og raunar allt
sem leikhús þarfnast. Svo er líka
mjög lítið ónæði frá umhverfinu,
minna t.d. en í Iðnó.“
Fyrsta leiksýning Frú Emilíu
verður svo leikgerð Hafliða Arn-
grímssonar byggð á einni frægustu
sögu Franz Kafka, Hamskiptunum.
Verkið segir frá ósköp venjulegri
skrifstofublók sem vaknar morgun
einn við þá óþægilegu staðreynd að
velkomin
1. „Maður fær nú bara ofbirtu í
augun af öllu þessu tilstandi!"
hugsar hann liklega þessi Ijós-
hærði hnokki, sem fæddist 22.
mars síðastliðinn. Hann er sonur
þeirra Kolbrúnar Jónsdóttur og
Þorvalds Haukssonar og var 17
merkur og 52 sm langur þegar
hann kom í heiminn. Fyrir eiga
þau Koibrún og Þorvaldur þrjár
stelpur, en sú elsta er að verða
tvítug.
i heiminn
urðardóttur og Sigurðar Péturs-
sonar. Styrmir fæddist 26. mars
og vó þá 15,5 merkur og var 51 sm
langur. Þetta er þriðja barnið sem
þau hjónin eignast, en fyrir eiga
þau telpu og annan dreng sem
eiga örugglega eftir að stjana svo-
litið við litla bróður þegar heim
kemur.
hann hefur breyst í risavaxna
bjöllu. Leikstjóri er Guðjón Peder-
sen, sem er jafnframt ein helsta
driffjöðrin á bak við Frú Emilíu.
Meðal leikara í verkinu eru þau
Árni Pétur Guðjónsson, Ellert
Nánari upplýsingar um Frú
Emilíu er að finna í s: 67 83 60.
Eins og sjá má var dansað upp um alla veggi i Firðinum eftir að hljómsveitin Bendix var vakin af tuttugu
ára svefni.
Týnda kynslóðin
flutt til Hafnarfjjarðar
Nýlega eignuöust Hafn-;
firðingar sinn fyrsta
skemmtistað í háa herrans
tíð, þegar Fjörðurinn var
opnaður þar sem Hafnar-
fjarðarbíó var áður til húsa.
Svo virðist sem eigendur
Fjarðarins hafi sett stefn-
una á eldri deildina í
skemmtistaðahópnum, þar
sem flestir gestir virðast
vera á aldrinum þrítugu og
upp úr. Til að bjóða upp á
stemmningu við hæfi var
gripið til ráðs sem hefur
reynst vel með hinasvoköll-
uðu týndu kynslóð, þ.e. að
endurvekja gömlu íslensku
poppgoðin.
Laugardagskvöldið 18.
mars síðastliðinn steig
fram í sviðsljósið, í fyrsta
skipti í hartnær tuttugu ár,
hljómsveitin Bendix með
Björgvin Halldórsson í far-
arbroddi. Fyrir þá sem ekki
muna eftir sveitinni starf-
aði hún seint á sjöunda ára-
tugnum og tryllti ófá kven-
mannshjörtun með spil-
verki sínu. Ekki var annað
að sjá en þeim tækist
ágætlega að vekja upp
sömu kenndir hjá gestum
Fjarðarins þetta kvöld, því
mikið fjölmenni dansaði
fram á rauða nótt við undir-
leik Bjögga, Magga Kjart-
ans og félaga.