Pressan - 30.03.1989, Page 8

Pressan - 30.03.1989, Page 8
8 Fimmtudagur 30. mars 1989 VIKUBLAÐ Á FIMMTUPÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn <?g skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið. Sigur umbóta og lýðræðis Þegar almenningur í Sovétríkjunum fær nú fyrst þann rétt í 70 ára sögu alræðisríkisins að velja á milli fram- bjóðenda í kosningum er niðurstaðan á einn veg; afhroð harðlínumanna kommúnistaflokksins og sigur umbóta- sinna sem túlka þá lýðræðisvakningu sem á sér stað í Sovétríkjunum. Glæsilegur var stórsigur umbótasinnans Boris Jeltsín en hvað merkast og gleðilegast við þingkosningarnar í Sovétríkjunum síðastliðinn sunnudag er þó yfirburða- sigur óháðra hreyfinga almennings í Eystrasaltslöndun- um, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Valdakerfi kommúnista í Sovétríkjunum er þannig uppbyggt að formlegar ríkisstofnanir eru samfléttaðar valdastofnunum kommúnistaflokksins á öllum stigum í vardapíramídanum. Á hverju þrepi hefur flokkurinn haft völdin en stjórnkerfið verið áhrifalaust. Með kerfis- breytingum og nú kosningum til hins nýja fulltrúaþings hefur lýðræðisstraumur farið um Sovétríkin. Umbætur Gorbatsjoffs draga þannig smátt og smátt tennur úr al- ræðisvaldi flokksins. Nýja þingið hefur að vísu tak- mörkuð völd en með kosningunum hafa almenningi ver- ið færð áhrif. Þess vegna er hér um sögulegan viðburð að ræða. „Sorry Stína — ef þið fœrið ekki skrúðgönguna í hvelli lcet ég strákana æfa sig í að taka ykkur til fanga!“ leiðrétting Misheyrn er algeng og misskiln- ingur enn algengari. Dæmi um slíkt birtist í síðasta tölublaði Pressunnar þar sem rætt var við nokkra aðila og fermingarmynd af þeim birt. í samtali við Svan- hildi Jakobsdóttur heyrðist henni spurningin vera „hvenær fæddist þú“ í stað fermdist. Svarið var 1940 og fékk Svanhildur mikið hrós fyrir hvað hún væri ungleg! Hið rétta í málinu er að Svanhild- ur fermdist 11. apríl 1954 og von- um við að villa þessi hafi ekki orðið til annars en skemmtunar. pressupóstur og kraftaverk Kirkja „Er kirkjan að verða eins og jóla- tré?“ er yfirskrift leiðara í 12. tölu- blaði Pressunnar, sem út kom 22. mars sl. Mér sýnist tilefni þessara skrifa það að vekja umræður úm þjóðkirkjuna. Ritstjóranum finnst kirkjusókn lítil, nema á „ferming- ar- og jólavertíðinni“, þegar kirkjur fyllast, og þá af þeirri hvöt kirkju- gesta að það tilheyri — sé hluti af stemmningunni. Kirkjan sé að verðaeins og hver annar hlutur, sem menn nota til að skapa ákveðið andrúmsloft. Ritstjórinn telur ver- aldlegt glamur yfirskyggja hina trú- arlegu hlið fermingarinnar. Álykt- að er að klerkar nái ekki til fólksins, og að það hljóti að valda þeim áhyggjum, þar sem þeir hafi valið sér það starf að útbreiða orð Guðs. Þessa gagnrýni ber að þakka, hún er af hinu góða, vissulega hefur ritstjórinn áhyggjur af þróun mála og segir skoðun sína umbúðalaust. Þessi skrif ritstjórans eru áskorun til þeirra, sem láta sig varða málefni kirkjunnar og trú á Guð, að láta til sín heyra, skiptast á skoðunum við aðra menn umræðunnar. Að því er varðar ferminguna er sú athöfn svo miklu meiri en yfirborð fermingardagsins, og miklu mikil- vægari fyrir viðkomandi ungmenni en vegleg veisla og góðar gjafir. Þetta getur prestlærður maður út- skýrt betur. Hvert er upphaf kirkjunnar og hvað er kirkja? í Matteusarguðspjalli, 16:18, er fyrst minnst á kirkju. Þar segir Jesús: „Ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast." í biblíunni er kirkja það sama og kristinn söfnuður, Eins er það nú til dags hér á landi, söfnuðurinn er undirstaðan, hann kemur upp húsi fyrir samkomur sínar — kirkju — og ráðinn eða kosinn lærður starfs- maður, prestur, sem veit skil á trú- arathöfnum og hvers konar þjón- ustu í þágu sóknarbarna sinna. Þá hefur kirkjan og æðra stjórnkerfi. En spurningin fjallar um það, hversu við skuli bregðast síminnk- andi kirkjusókn. „Klerkar ná ekki til fólksins,“ segir Pressan, og „það hlýtur að valda þeim áhyggjum, sem valið hafa sér það starf að út- breiða Guðs orð.“ Augljóst er, hvers vegna prestarnir ná ekki eyr- um fólksins. Kirkjan býður upp á guðsþjónustur alla sunnudaga og kirkjulega hátíðisdaga, þannig að allir þeir sem það vilja geta komið og notið hátíðlegrar guðsþjónustu. Það neyðir hins vegar enginn menn til að mæta á slíkar samkomur. Það eru safnaðarmeðlimirnir sjálfir sem vanrækja messuhaldið og bregðast þannig sjálfum sér og kannski almættinu um leið. Menn geta ekki gert aðra ábyrga fyrir trú- leysi sínu, það getur enginn orðið trúaður fyrir annan mann, sjálfir verða menn að taka afstöðu í mál- um, sem varða sálarheill þeirra og hamingju, það er hinn frjálsi vilji sem gildir. Þessi vanræksla á kirkjusókn veldur öllu kristnu fólki áhyggjum, ekki aðeins prestunum. Að mínu mati er velmegun fólks- ins ástæða minni kirkjusóknar. Fólkið þarf ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, það býr við ör- ugga afkomu. Jafnvel varanlega óvinnufært fólk er öruggt um af- komu sína, það þarf ekki á góðsemi að halda, ríkið sér fyrir þörfum þess. Fólkið sér ekki tilgang í því að þiggja eitthvað óljóst af almættinu, eða biðja „gef oss í dag vort daglegt brauð“ á gnóttartímum. Til að af- saka guðleysi sitt kennir lýðurinn prestum sínum um, segir t.d. að klerkar nái ekki til fólksins og lítil kirkjusókn sé kirkjunni og prestun- um að kenna. Það eru gerðar miklar kröfuríil presta. Presturinn á að halda fólki sínu við trúna. Sumir söfnuðir telja þúsundir meðlima, og er þá orðinn lítill tími fyrir hvert sóknarbarn, fyrir svo utan öll embættisverkin. Prestur á líka að vera fyrirmynd sóknarbarna sinna í öllum sam- skiptum og allri hegðan. Sömuleið- is verður maddaman að vera vamm- laus og sjálfboðaliði til allra líknar- mála. Jafnvel börnin þurfa helst að vera fyrirmynd jafnaldra sinna. Presturinn og fjölskylda hans eru undir meiri gagnrýni en gerist og ekki vantar dómhörkuna ef eitt- hvað ber út af. Presturinn á að vera eins konar atvinnugóðmenni og menn leita oft til presta um mál, sem eru utan verksviðs þeirra. Þessi ágæti leiðari Pressunnar gaf mér tilefni til að íhuga hversu komið er fyrir kirkju Krists víðs vegar um veröldina og hvað hafi breyst í aldanna rás, allt frá því Jesús hóf boðskap sinn um guðsríki í nánd. Snemma á ferli sínum var Jesús spurður: „Ert þú sá sem koma skal, eða eigum vér að vænta ann- ars?“ Jesús svaraði spyrjendum sín- um: „Farið og kunngjörið Jóhann- esi það sem þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, lík- þráir hreinsast og daufir heyra, dauðir upprísa og fátækum er boð- að fagnaðarerindi. Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér.“ Saga Jesús er óslitið kraftaverk. Einnig lærisveinar hans læknuðu sjúka. Getið er um tilvik, þegar lærisvein- arnir gátu ekki rekið út anda af ungum dreng. Faðir drengsins sagði við Jesúm: „ . . . ef þú getur nokk- uð . . .“. „Get nokkuð?“ sagði Jesú, „sá getur allt sem trúna hef- ur.“ Faðir drengsins sagði: „Ég trúi. Hjálpa þú vantrú minni.“ Lærisveinamir undruðust að hafa ekki getað læknað drenginn en Jesús útskýrði: „Þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn. “ Jesús kom til Nasaret og fékk miður góð- ar viðtökur. „Og hann gerði þar ekki mörg kraftaverk sökum van- trúar þeirra.“ Postulasagan greinir frá mörgum kraftaverkum. „í Lýstru var maður nokkur máttvana í fótum, lami frá móðurlífi, og hafði aldrei getað gengið. Maður þessi heyrði á mál Páls, en Páll horfði á hann og sá að hann hafði trú til þess að verða heill, og sagði hárri röddu: „Rís upp og stattu í fæturna. “ Maðurinn spratt upp og tók að ganga. Við hin ýmsu tækifæri lagði Jesús áherslu á trú þess sem hann læknaði, eða þess sem bað hann um lækningu fyrir annan. „Verði sem þú trúir. “ „Trú þín hefur gert þig heila. “ Það er svo greinilegt af frásögnum biblíunnar að fólk, sem þannig læknaðist, þurfti með vissum hætti að vera móttækilegt fyrir lækningu. Hinn sjúki sjálfur þurfti að trúa mannin- um sem læknaði hann, trúa á mátt hans til að lækna sjúka. Frumkirkja Krists hefur í tímans rás mátt þola misvitra og jafnvel skaðlega stjórnendur, söfnuðir hafa skipst í tvo meginflokka og ýmsa smærri hópa, sem allir boða hina einu og sönnu trú. Skírn hefur orðið mjög umdeild athöfn. Kristn- ir menn sem frelsast eiga sér ekki at- hvarf hjá þjóðkirkjunni okkar, þar sem þeir telja sig þarfnast endur- skírnar. Á dögum Jesú var lögð svo mikil áhersla á að menn Iétu skírast, að það sýndist skilyrði fyrir fyrir- gefningu syndanna. Páll postuli kom til Efesus og hitti nokkra Iæri- sveina. Hann sagði við þá: „Fenguð þér heilagan anda, er þér tókuð trú?“ Þeir svöruðu: „Nei, vér höf- um ekki einu sinni heyrt að heilagur andi sé til.“ Páll sagði: „Upp á hvað eruð þér þá skírðir?“ Þeir sögðu: „Skírn Jóhannesar." Þá mælti Páll: „Jóhannes skírði iðrunarskírn og sagði lýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er Jesúm.“ Þegar þeir heyrðu þetta létu þeir skírast til nafns Drottins Jesú. Er Páll hafði lagt hendur yfir þá kom heilagur andi yfir þá, og þeir töluðu tungum og spáðu. í 1. kafla Mark- úsarguðspjalls segir Jóhannes skír- ari: „Sá kemur eftir mig, sem mér er máttugri, og er ég ekki verður þess að krjúpa niður og leysa skóþveng hans. Ég hef skírt yður með vatni, en hann mun skíra yður með heilög- um anda.“ Nútíminn er án skírnar með heilögum anda og án krafta- verka, það er að við getum ekki far- ið á tiltekinn stað til að fá skírn með heilögum anda, né að til sé stofnun, sem hægt er að sækja kraftaverka- lækningu til. Við getum engum um kennt, það verður hver að líta í eigin barm. Höfum við jafnvel ekki trú til að þiggja æðstu gjafir. Þorlákshöfn, á páskum 1989, Haraldur Jónasson.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.