Pressan - 30.03.1989, Page 25

Pressan - 30.03.1989, Page 25
25 Fimmtudagur 30. mars 1989 oqoi- ?icm nr. ninPbntmrniH tc spqin vikuna 30. mars—6. apríl. (21. mars — 20. aprí!) Hrós sem þú færö á næstunni er svo sannarlega veróskuldað. Lifið hefur gengið þér í hag og þú hefur vel efni á að slaka á. Notaðu næstu daga til að slappa af með vinum eða samverkamönnum. Eftir helgi máttu svo eiga von á að þurfa aðvinnatöluvert til að náendum saman. (21. apríl — 20. mai) Timinn sem fer í hönd er kjörinn til að hitta nýtt fólk. Hafðu samt eldri vini með í ráðum ef þú ferð ut á lífið um helgina. Haltu fast um budduna því að það gæti orðið kostnaðarsamt að skemmta sér meó nýfengnum félaga. Láttu það líka eiga sig að skipuleggja næstu daga allt- of mikið, því aðstæöur verða örugglega allt aðrar en þú reiknar með. 4» r\ (21. maí — 21. júni) Notaðu nú tímann til að hugleiða hvernig þér hefur farnast á þessum fyrsta ársfjórðungi. Reyndu að leggja einhver drög að næstu mánuðum frekar en veltaþérof mikið upp úr því sem þetur hefði mátt fara. Það er miklu betra að hreykjasér af því sem vel hefur farið I lífi þínu síðustu mánuði. (22. júni — 22. jiiii) Svo gæti farið að óvæntir peningar féllu í þinn hlut á næstunni, hugsanlega fyrir vel unna vinnu síðustu misseri. Þetta á eftir að lyfta þér langt upp og þú munt sjálifið I svolítið breyttu Ijósi. Þinir nánustu verða sérstaklega alúðlegir um helgina og það gæti hjálpað þér við að bæta gömul sárindi sem hafa legið í loft- inu. (23. jtilí — 22. ágúsl) Ekki láta.á þér standa ef einhver óskar eftir hjálþ þinni með vandasamt verkefni. Vertu örlátur á bæði tima þinn og þen- inga. Ef einhver vinur eða starfsfélagi gerir vel má ekki vanta hrós af þinni hálfu. Þú mátt samt ekki reikna með að fá of mikiö þakklæti fyrir hjálpina. (23. ágúsl — 23. sepl.) Ástalifiðverðurfrekarlitlaust i þessari viku. Ef þú ert einstæður má búast við þvi að manneskjasem þú hefurlengi haft augastað á slái hendi á móti vinarhótum þinum. Ef þú ert í sambandi gæti farió svo að timabundið hlé yrði varanlegur skilnaður. Farðu að öllu sem tengist þessum málum með sérstakri gát á næstunni. 5% (24. sepl. — 23. okl.) Hafðu þaðhugfast að álit fólksáþérer jafnmikilvægt núna og það sem þú I raun gerir fyrir það. Sýndu aö þú getir hlustað á málstað beggja aðila ef þú lendir i ein- hverjum deilum. Þú mátt alls ekki látast vera of þrjóskur eða ósveigjanlegur. Málamiðlun er lykiloröið á næstu dög- um. flfL- (24. okt. — 22. nóv.) Listrænir hæfileikar hafa legið i dvala hjá þér alltof lengi. Gerðu þér grein fyrir aö með því að rækta þessa hæfileika muntu öðlast sálarró og aukið sjálfs- traust. Einvera gæti verið besta leiðin til að ná fram þessum eiginleikum í sjálfum þér. (23. nóv. — 21. des.) Þú átt eftir að blómstra á vinnustað á næstunni vegna óvænts velvilja frá yfir- mönnum þinum. Fyrirstaða sem staðið hefur i vegi fyrir frama þínum mun skyndilega hverfa. Núna er baraað duga eða dregast; griptu tækifærið sem þér býðst strax og þá mun allt ganga þér i hag. (22. des. — 20. janúar) Nú er rétti timinn til að koma fjármál- unum i lag. Freistaðu þess að innheimta gamlar skuldir og borgaðu þeim sem hafa lánað þér nýlega. Passaðu þig samt á því að ganga ekki of langt í innheimtu- aðgerðum, þvi vinátta verður aldrei met- in til fjár. (21. janúar — 19. febrúar) Of mikil afskiþti af vandamálum vina þinna gætu komið sér illa, ef þú sýnir. ekki nærgætni. Góð ráð eru ekki á hverju strái og þú skalt varast að gefa vinum ráð ef þú ert ekki viss i þinni sök. Ef þú gerir það gæti farið svo aö þér yrði kennt um ef illa fer. (20. febrúar — 20. mars) Núna er rétti tíminn til að vara sig á andstæðingum. Ófyrirséö vandamál munu koma upp I tengslum við afbrýði- semi eóa samkeþpni I vinnu. Ekki taka óþarfa áhættu, íhaldssemi I öllum ákvörðunum hæfir ástandinu betur i alla staói. Haföu hugfast að ekki er allt sem sýnist þegar ástalifið er annars vegar. i frqmhjáhlaupi Sigurður Benónýsson — Brósi hárgreiöslumeistari Hálfmánakökur sem lokað hefur veriö með puttum pirra mig mest — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Móðir mín.“ — Hvenær varðstu hrædd- astur á ævinni? „Það var þegarég vartíu ára, aleinn úti í kirkjugarði seint um kvöld. Ég hugsa ég eigi aldrei eftirað upplifaaðraeins hræðslu! Sennilega hafa nú draugasögur sem mér voru sagðarátt stóran hlut í þessari hræðslu." — Hvenær varöstu glað- astur á ævinni? „Þegar Viktor fæddist." — Hvers gætirðu síst verið án? „Handanna." — Hvað finnst þér krydda tilveruna mest? „Fólkið sem ég elska.“ — Hvað fer mest i taugarn- ar á þér? „Hálfmánakökur sem lokað hefurverið með puttunum en ekki með gaffli! Þaö er ekkert sem ferjafnmikið i taugarnará mér!“ — Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? „Þvo upp.“ — Hver er pínlegasta staöa sem þú hefur lent í? „Ég man nú ekki í svipinn eftirneinni sérstakri. Ermaður ekki alltaf að lenda í pínlegri aðstöðu?“ — Hver er uppáhaldsút- varpsmanneskjan þin? „Jónas Jónasson.“ — Hvað vildirðu helst starfa að undanskildu því sem þú ert að gera núna? „Vera hótelstjóri á stóru hót- eli á Jamaica. Mér þætti ekki verra ef nægur tími gæfist á hverjum degi til að sitja við glugga og horfa út...“ LÍFSLÍNAN (2); Þetta er fremur raunsæ kona og að mörgu leyti hagsýn. Hún hefur ákveðna hæfileika til að vinna á ýmsum mannúðarsviðum og að félagsstörfum, t.d. við að leiðbeina öðrum. Þegar hún er rúmlega þrítug (32 til 34 ára) verða heilmiklar um- breytingar í lífi þessarar persónu. Næstu árin verða líka tímabil breyt- inga I fjölskyldumálum hennar og jafnvel tilfinningamálum. Hjá henni er að hefjast tími, sem helgaður verður heimilinu og fjölskyldunni. VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍNUM LÓFA? Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri hendi (örvhentir Ijósriti þá vinstri!) og skrifaðu eitthvert lykil- orð aftan á blöðin, ásamt upþlýsing- um um kyn og fæðingardag. Utan- áskriftin er PRESSAN — lófalestur, Ármúla 36, 108 Reykjavík. AMY ENGILBERTS í þessari viku: BRÉFAKLEMMA (kona, fædd 17.7. ’66) lófalestur TILFINNINGALÍNAN (1): Aðöllum líkindum hafaveriðtölu- verðir erfiðleikar í kringum þessa konu þegar hún fæddist og/eða á fyrstu æviárum hennar. (Þ.e.a.s. erf- iðar fjölskylduaðstæður.) Konan hefur komist áfram eftir tvitugt vegna eigin dugnaðar, enda er hún mjög metnaðargjörn og vill ná langt. Hún hefur þörf fyrir að vera óháð og sjálfstæð.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.