Pressan - 30.03.1989, Síða 28

Pressan - 30.03.1989, Síða 28
A ^l^in eftirsóttasta staða innan SÍS er laus. Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri KHB, Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, hefur sagt starfi sínu lausu. Þorsteinn gegnir mörgum trúnaðarstöðum innan Sambandsins, er í stjórn og hefur verið í stjórn Samvinnutrygg- inga. Sá kaupfélagsstjóri sem næst er talinn standa embættinu er Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fá- skrúðsfirði. í gegnum gífurlega erf- iðleika í sjávarútvegi hefur honum tekist að reka umfangsmikið fyrir- tæki á því sviði, án umtalsverðrar skuldasöfnunar. Slíkt þykir ganga kraftaverki næst á þessum síðustu og verstu... b ústjórar í þrotabúum Avöxt- unar sf. og og annarra fyrirtækja þeirra Armanns Reynissonar og Péturs Björnssonar, sem urðu gjaldþrota á síðasta ári, hafa kom- ist að ýmsu óvénjulegu og jafnvel refsiverðu í samskiptum þessara fyrirtækja og skiptum við verð- bréfasjóði Ávöxtunar sf. Við frétt- um af bónda nokkrum sem átti mikil viðskipti við Kjötmiðstöðina í Garðabæ. Fékk hann eingöngu greiðslur með þeim hætti að Kjöt- miðstöðin lét hann fá nótur fyrir afurðirnar og vísaði honum með þær til Ármanns í Ávöxtun, sem borgaði fyrir nóturnar með Ávöxt- unarbréfum. Situr bóndinn nú uppi með tvær og hálfa milljón í bréfum og á ekki fremur en aðrir kröfuhaf- ar von á að fá neitt greitt upp í kröf- urnar fyrr en eftir tvö ár... ALLRA LANDS- MANNA! Lux fyrir aðeins kr. 14.670* o ^^kki hefur Holiday-Inn hótel- inu verið lokað, þó svo eigandinn hafi verið lýstur gjaldþrota. Bú- stjóri þrotabúsins hefur ákveðið að hótelið skuli starfrækt f núverandi mynd til 1. maí. Starfsfólkið hefur því trygga atvinnu út næsta mánuð, en vonast er til að fyrir þann tíma takist að selja hótelið, án þess að til uppboðs komi... A ins og fram hefur komið var öllum starfsmönnum Bylgjunnar sagt upp störfum fyrir skemmstu, en nú er farið að semja við menn um endurráðningu. Stjörnumenn höfðu líka fengið uppsagnarbréf, en þegar síðast fréttist var ekki farið að ræða ráðningarmál við þá. Þor- geir Ástvaldsson og Páll Þorsteins- son eru enn við stjórnvölinn, hvor á sinni stöð, og gegnir Jón Ólafsson stöðu framkvæmdastjóra á meðan leitað er að manni í það starf. Heyrst hefur að framtíðaráformin séu í grófum dráttum þau að dag- skrá Stjörnunnar höfði til táninga, en Bylgjan miði lagaval við þá, sem komnir eru yfir tvítugt. Hins vegar er sameiginlegur morgunþáttur á teikniborðinu, sem stæði frá klukk- an sjö til tíu, og ef af verður munu þeir félagarnir Þorgeir og Páll stjórna honum... Við bjóðum öllum landsmönnum möguleika á lágum fargjöldum í sumar til Kaupmannahafnar og Luxemborgar. Um er að ræða ákveðnar brottfarir á tímabilinu 1. maí - 30. september sem öðrum voru ætlaðar. Ofangreindar ferðir verða til sölu til 8. apríl á söluskrifstofum Flugleiða og ferðaskrifstofum. Lágmarksdvöl er 7 dagar, hámarksdvöl 21 dagar. Leigja þarf bíl eða sumarhús samhliða. w W&jr'" Tökum undir hvatningarorð forystumanna verkalýðs- hreyfingarinnar og veljum íslenskt áætlunarflug! Allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum okkar, í Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. * Fargjöld eru háð samþykki stjórnvalda. FLUGLEIDIR

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.