Pressan


Pressan - 23.11.1989, Qupperneq 6

Pressan - 23.11.1989, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 23. nóv. 1989 PRCgSAN ________VIKUBLAD Á FIMMTUPOGUM_______________ Útgeíandi Blad hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Omar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 6818 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift ogdreifing:Ármúla36, sími 68 18 66. Setningogumbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaöiö: 1000 kr. á mánuði. Verö i lausasölu: 150 kr. eintakið. SPRENGINGAR Á STRÆTUM BORGARINNAR Óupplýstar sprengingar í miðbæ Reykjavíkur hafa vakið óhug meðal borgarbúa. í haust sprungu tvær öfl- ugar sprengjur á Öldugötu og Bergþórugötu og í fyrra- kvöld varð önnur sprenging við Laufásveg. Haft er eftir sprengjusérfræðingi Landhelgisgæslunnar að ýmislegt bendi til að hér hafi sömu aðilar verið að verki og í haust. Af þessum sprengingum hefur stafað stórhætta og skemmdir orðið á mannvirkjum. Það hlýtur hins veg- ar að vekja furðu að lögreglan kveðst engu nær um hverjir hér voru að verki. Óneitanlega vakna spurningar um hvort lögregluna skorti sérþekkingu og hæfni til að ráða fram úr málum af þessu tagi. Stendur lögreglan ráð- þrota frammi fyrir sprengjuvörgum sem með endur- teknu athæfi sínu ógna lífi borgaranna? LÍFSBÓK LAUFEYJAR í dag birtir PRESSAN kafla úr bók sem er að koma í verslanir og á eflaust eftir að vekja mikla athygli. Hér er á ferðinni lífsbók Laufeyjar Jakobsdóttur, sem kunnust er sem „amman í Grjótaþorpinu", en hún starfaði lengi sem salernisvörður hjá Reykjavíkurborg og kynntist undirheimum borgarinnar vel á þeim tíma. Laufey er löngu kunn fyrir umhyggju sína fyrir lítilmagnanum og aðstoð við unglinga á strætum borgarinnar. Eins og kafli sá sem birtur er í PRESSUNNI í dag ber með sér er hér um einstæða írásögn að ræða. Laufey ávann sér trúnað barna og ungHnga sem höfðu orðið fyrir ótrúlegum áföllum og áttu mörg hver við alvarleg vandamál að stríða. Harmsögur þær sem Laufey greinir frá í bókinni láta engan ósnortinn. Frásögn hennar veitir innsýn í þá tilveru unglinga sem fæstir þekkja — undirheima af- brota og vímuefnaneyslu — og lýsir berlega sálarstríði og þjáningum unglinganna. Lífssaga Laufeyjar vekur líka upp áleitnar spurningar um ábyrgð foreldra og yfir- valda í Reykjavík nútímans. pólitislc þankabrot Fyrir og eftir ’89 „Fyrir utan sambandsríki Delors og tvær stærðir Evrópu, EFTA og EB, er nú komin hringakenning samstarfsmanna Kohls og hugmyndir um EFTA sem einhverskonar bið- stöð Austur-Evrópuríkja, óður en þau verða tekin inn í Evrópubandalagið." I sænska sjónvarpinu er um hver áramót sýndur leikþátt- ur um greifynjuna og þjón- inn, sem bregður sér í gervi allra fyrrverandi borðherra hennar og elskhuga. Hann hefst á því að þjónninn spyr: „Same procedure as last year?“ (Sami framgangsmáti og í fyrra?), og þegar greifynj. an játar því hefst ,,sjóið“. Al- veg eins og í fyrra. í lok árs 1989 er varla við hæfi að end- ursýna þetta grín, svo mjög sem allt er orðið breytt frá því sem áður var. Framgangsmátinn er allur annar en í fyrra. Kommún- isminn reyndist ekki annað en dægurfluga í sögu álfunn- ar. Nú geisar ’89-umbyltingin í Austur-Evrópu. Gorbachov hefur heimilað fylgiríkjunum að velja sér sína eigin leið burt frá kommúnismanum. Aðeins óttinn við fortíðina getur komið í veg fyrir sam- einingu þýsku ríkjanna fyrir aldamót. Járntjald vígtóla og herafla hangir enn uppi, en það dregur að ákvörðunum um að efna í tjaldvoð úr mýkra og sveigjanlegra efni. Umbylting ársins 1989 hef- ur fyrst og fremst verið póli- tísk. Verði henni ekki fylgt eftir með stuðningi við end- urreisn efnahagslífs í Austur- Evrópu og niðurskurði víg- búnaðar skapast öngþveiti. En enn lifir desember eftir af árinu og á Möltu gæti það orðið að veruleika sem orðað var fyrst í Reykjavík. ★ ★ ★ Á þessu ári komst Þýska- landsmálið aftur efst á vin- sældalista alþjóðastjórnmála. Enn einu sinni er Þýskaland orðið að efnahagslegum risa, sem getur gert pólitískar kröfur. Þótt það sé löngu liðin saga er hollt að minnast þess, að NATÓ og Varsjárbanda- lagið voru meðal annars stofnuð til þess að negla þennan jafnvægispunkt nið- ur í Evrópu. Stál- og kola- bandalagið og síðar Efna- hagsbandalagið voru sett á laggirnar meðal annars til þess að ríða Þýskaland svo þéttum viðskiptaböndum að það fengi sig ekki hreyft til meins fremur en Gúlliver í Putalandi. Eftir fund æðstu manna EB-ríkjanna í París um síð- ustu helgi sagði Frakklands- forseti: „Þýskalandsmálið kom ekki einu sinni til um- ræðu,“ en bætti svo við á lægri nótunum: „en við hugsuðum öll um það.“ Eins og Frökkum er lagið var hér um hárfína sögulega til- vísun að ræða. Þegar þeir misstu héröðin Elsass-Lothr- ingen í hendur Þjóðverja 1870 brýndu þeir sjálfa sig allt til 1918 með þessum orð- um: „Við skulum aldrei segja það, en alltaf hugsa það: Við skulum ná þeim aftur.“ Svona gæti verið að Þjóðverjar hugsuðu sjálfir innst inni til sameiningar Þýskalands. Og hvað Frakkar, sem töpuðU þrisvar fyrir Þjóðverjum á70 árum, hugsa innst inni, má ráða af and- varpi Francois Mitterrand, sem blaðamenn telja sig hafa numið: „Ástandið í Evrópu er betra en erfiðara en það var áður.“ Hugmynd De- Gaulles um að Frakkland sem kúskurinn og V-Þýska- land sem dráttarklárinn hefðu forystu um sameiningu Evr- ópu er úr jafnvægi, þegar sameining Þýskalands fer aft- ur að komast á dagskrá og dyr frjálsræðisins standa opnar í austurátt. ★ ★ ★ Séð utan af norðurkanti má líta svo á að ástandið i Evrópu sé að sumu leyti auðveldara viðfangs en áður. Evrópu- bandalagið neyðist nú til þess að staldra við og huga að þró- unarlíkönum sínum. Alltof margar nýjar og óþekktar stærðir eru komnar inn í dæmið til að hægt sé að ana áfram beint af augum. Fyrir utan sambandsríki Delors og tvær stoðir Evrópu, EFTA og EB, er nú komin hringakenn- ing samstarfsmanna Kohls og hugmyndir um EFTA sem einhverskonar biðstöð Aust- ur-Evrópuríkja, áður en þau verða tekin inn í Evrópu- bandalagið. Segja má að at- burðir ársins 1989 styrki frek- ar sjónarmið þeirra sem vilja náið efnahagssamstarf en laust í reipunum, heldur en þeirra sem leggja mesta áherslu á yfirþjóðlegar stofn- anir. Þetta hentar norrænu ríkjunum og Bretum og jafn- vel V-Þjóðverjum. Væntan- lega verður því frestað fram á mitt næsta ár að hefja samn- ingaviðræður milli EFTA og EB. Samningamönnum gefst þá kærkomið tóm til þess að gefa almenningi færi á að ná upp í það, hvað þeir hafa ver- ið að gera. Og hvað verður svo um NATO og Varsjárbandalagið? Þau verða ekki slegin af, er nú sagt, en þau munu hafa fataskipti. í stað herklæð- anna koma diplómatastrípur. í Mið-Evrópu verður stór- fækkað í setuliði stórveld- anna og vopnin verða kvödd í stórum stíl. Austur-vestur- deilan verður saga ein á meg- inlandi Evrópu og bandarísk áhrif þverrandi. Togstreitan milli stórveldanna, jafnvægis- list ógnarjafnvægisins, mun flytjast út í norðurhöfin. Það verður eitt af stóru verkefn- unum í íslenskri utanríkis- pólitík að hamla gegn slíkri þróun. Spurning er hvort nor- rænu ríkin geti haft samstöðu um viðbrögð gegn vaxandi spennu á norðurslóðum í Ijósi breyttra tíma? „Hugsi ég um Þýskaland að kvöldi verður mér ekki svefnsamt þá nótt,“ sagði Heinrich Heine 1870. Sá órói sem rænir menn nætur- svefni um þessar mundir er frekar tengdur gleði yfir nýj- um möguleikum en ótta við framtíðina. Flestir trúa og vona að framgangsmátinn 1990 verði hinn sami og árið 1989. „Same procedure as last year", ef stjórnendur ríkja vildu vera svo vænir! hin pressan Eins og allir vita er ekki fyrir svartan mann, hvað þá hvitan, að syngja þennan annars ágæta söng sém við báum við I dag. MM — Sverrir Stormsker um þjóðsönginn i DV. „Lóðir og hús eru hefðbund- inn vettvangur spillingar viða /\ \ um heim og hefur rækilega 'C ] 1 veriö kortlagður af fræði- J mönnum." J \ » / — Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, i \ / leiöara um lóðamál Júlíusar Haf- „Vitið þið hve venjulegur ung- lingsstrákur hugsar oft um kynlíf á dag? fíu sinnum? Tutt- ugu sinnum? Nei, 656 sinn- um." — Bíóauglýsing frá Stjörnubíói. „Duri er framreiöslumaöur sem spilar á trompet í frí- stundum, en þá hljómar frá honum du-du." — Ólafur H. Torfason ritstjóri i Þjóð- viljagrein um viðurnefni. stein. „Guð er feimnismál um þessar mundir. Og dauðinn er móðg- un við nútímamanninn." — Víkverji i Morgunblaðinu. „Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, segir i viðtalsbók að í æsku hafi hún i Hafnarfirði yfirleitt gengið undir nafninu „Rúna mont'"' — Ólafur H. Torfason, ritstjóri Þjóð- viljans, í grein um viðurnefni. „Öreigar allra landa, af- sakið!" — Fyrirsögn á grein Siguröar Snævarr hagfræöings í Morgunblaðinu um hrun kommúnískra hagkerfa. vftr" „Ég er meira að leika mér." — Jón Ólafsson i Skifunni um kvik- myndarekstur sinn í Regnboganum (Morgunblaðið). „Rúta frá fy rirtækinu var nærri lent í árekstri við sumarbú- stað sem verið var að flytja á vörubíl upp á Skeið." — Frétt i DV. „Þetta kaffi var svo illa lykt- andi eftir aö búiö var aö hella upp á að mér hnykkti við." — Lesendabréf i DV þar sem kvart- að er yfir islensku kaffi. „Hafi ég verið marxisti þá er ég það ennþá." — Svavar Gestsson menntamála- ráðherra i DV. „Nauörökuö og kvenleg andlit hinna gömlu hug- sjónajardvödla landsins stafa senn ekki lengur af sér hinni gömlu ógn og verba aöeins sem hver önnur papp- írsskœni, sem veörast smátt og smátt af hásveggj- unum og hverfa.“ — Atli Magnússon i Timanum um ástandið i A-Þýskalandi. „Ég er metorðagjarn ungur maður, en til að halda frið í flokknum gef ég ekki kost á mér í forvali Alþýðubanda- lagsins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar næsta vor." — Össur Skarphéðinsson á lands- fundi Alþýðubandalagsins (Þjóð- viljafrétt). „Þó að bannað hafi verið að æfa og keppa í hnefaleikum á Islandi, og jafnvel að eiga áhöld og tæki til hnefaleika- iðkunar, er ekki bannað að skrifa um þessa iþrótt." — Örn Eiðsson i Alþýðublaðsgrein um hnefaleika.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.