Pressan - 23.11.1989, Side 8
8
Fimmtudagur 23. nóv. 1989
Það er ekki erfitt að fara kringum
íslenska námslánakerfið. Það er
ekki óalgengt að reykvískir náms-
menn búsettir í foreldrahúsum skrái
sig sem leigjendur annars staðar til
að komast yfir hærri námslán.
Grunnframfærsla námsmanns í for-
eldrahúsum er 31.042 krónur á
mánuði miðað við óskert lán, en
grunnframfærsla einhleypra í leigu-
husnæði er 44.346 krónur, þannig
að þarna er um rúmar þrettán þús-
und krónur að ræða sem þessir aðil-
ar geta orðið sér úti um að auki með
þessum hætti. Dæmi eru til þess að
par skrái sig sem leigjendur á heim-
ili foreldra hvort annars, en búi enn
í foreldrahúsum. Það eru því um
rúm 44 þúsund sem hvort þeirra
fær í sinn hlut.
Fundið fé
I mörgum tilfellum er hagstæðara
fyrir einstæða foreldra með börn að
vera í námi en úti á vinnumarkaðin-
um. Einstætt foreldri með eitt barn
fær 66.519 krónur á mánuði frá
lánasjóðnum, einstætt foreidri með
tvö börn fær 88.692 krónur og ein-
stætt foreldri í námi með þrjú börn
fær 110.865 krónur frá lánasjóðn-
um. Þetta eru hærri mánaðar-
greiðslur en stór hluti þessa fólks
að tekjutillitið er nú 50% og há-
markstekjur námsmanna til að fá
óskert námslán eru aðeins 132.650
á ári fyrir námsmann í leiguhús-
næði. Margir reyna að fá vinnu á
svörtum eða nota skattkort systkina
eða annarra ættingja til að fá óskert
námslán. Við raeddum við náms-
mann í Háskóla Islands sem hefur
allan sinn námsferil í háskólanum
nýtt sér þær gloppur sem námslána-
kerfið býður upp á. ,,Tvö síðastliðin
sumur hef ég notað skattkort
hræðra minna en nú í sumar fékk ég
borgað á svörtum. Ég hafði u.þ.b.
580 þúsund í tekjur yfir sumarið,
en gaf einungis upp tæp 175 þús-
und, þannig að ég fæ full námslán
og nýti mér það blygðunarlaust.
Kerfið býður upp á það."
Eftir að hafa rætt við nokkra
námsmenn var niðurstaðan sú, að
margir draga úr vinnu yfir sumar-
tímann til að hafa sem mest upp úr
krafsinu hjá lánasjóðnum. Undan-
farið hafa verið uppi deilur varðandi
meint svik stjórnvalda við náms-
menn hvað hækkun námslána varð-
ar. Enn eru mál nokkuð óljós. Sam-
kvæmt upplýsingum frá LÍN mun
hækkun námslána, ef hún verður
að veruleika, aðeins bæta gráu ofan
á svart því það mun hafa í för með
sér hækkun tekjutillits úr 50% upp í
Ymsir möguleikar eru á
lánakerfis námsmannaog
staðreyndir leiða i Ijós að ákveðnum
hópum islenskra namsmanna
er mismunað i kerfinu.
Það er því alvarlegt umhugsunarefni
hvort námslánakerfið virkar i
raun eins og til er
ætlast.
Er LÍN félagslegui
jöfnunarsjóður eða hyglir
hann þeim sem
sist þurfa á að halda?
~'u^.
Endurgreiðslur /ánarina fara a/dreí
upp fyrir3,5% afbrúttóársiaunum.
fengi hugsanlega úti á vinnumark-
aðinum. Ónefnd einstæð móðir
með eitt barn á framfæri sá þann
kost vænstan að fara I nám, þar sem
þær mánaðarlegu ráðstöfunartekj-
ur sem hún gat fengið frá LÍN voru
rúmlega tuttugu þúsund krónum
hærri en mánaðarlaun hennar sem
ófaglærð gæslukona á dagheimili.
Handahófsreglur virðast ríkja í
Lánasjóði íslenskra námsmanna
hvað leigusamninga varðar. Dæmi
eru um að námsmaður hafi fengið
sig skráðan sem leigjanda hjá sjóðn-
um án þess að Ijósrit af sliku skjali
væri skiiið eftir hjá sjóðnum. Mun
það hafa verið á þeim forsendum að
viðkomandi átti lögheimili úti á
landi. Njóta landsbyggðarbúar því
þeirra forréttinda að þurfa ekki að
sanna fyrir lánasjóðnum að þeir
leigi í Reykjavík. Ekkert er auðveld-
ara fyrir kræfan námsmann sem býr
í foreldrahúsum í Reykjavík og vant-
ar fé en að færa lögheimili sitt út á
land og tilkynna lánasjóðnum að
hann sé utan af landi og leigi í
Reykjavík. Einn af viðmælendum
okkar komst svo að orði: „Ég hrein-
lega sagði stúlkunni í afgreiðslunni
að ég væri ekki með leigusamning-
inn með mér og hún gaf tölvu ein-
hverjar skipanir og málið var í
höfn.“
Tekjutillit
og svarta-
markaðsbrask
Margir námsmenn hafa háar sum-
artekjur en sá galli er á gjöf Njarðar
75%. Hækkun tekjutillitsins svokall-
aða þýðir að % hlutar umfram-
tekna námsmanna á ári munu koma
til frádráttar námslána. Nú er það Vi
hluti sem kemur til frádráttar. Má
ætla að þessi ráðstöfun efli til muna
hið vinnuletjandi kerfi.
Happdrættis-
vinningur
Eitt af atriðum sem vekja furðu er
EFTIR RAGNHEIÐIGUÐMUNDSDÓTTUR, RAGNHEIÐI DAGSDÓTTUR OG BALDUR ÞÓRHALLSSON /MYNDIR: EINARÓLASON
Námslánin greiðast út jafnt yfir þá
mánuði ársins sem nemandinn
stundar nám. En fyrsta árs nemar fá
happdrættisvinninginn sinn í mars.
Þá fá þeir allt lánið fyrir mánuðina
á undan í hendurnar. Um hálfum
mánuði síðar fá þeir svo hina mán-
aðarlegu greiðslu fyrir apríl. Þá eru
nemendur komnir með u.þ.b. tvö til
fjögur hundruð þúsund í hend-
urnar.
Og hvað gera nemendur svo við
þessa peninga? Þeir sem eru heiðar-
legir og þurfa raunverulega á náms-
lánum að halda fara að borga skuld-
ir sínar sem þeir hafa safnað saman
frá fyrri mánuðum vetrarins. En svo
eru það hinir sem taka námslán til
Margirdragaúr vinnu yfir sumartím-
am tífþess að hafa sem mest upp úr
krafsmuhjá LÍN.
Ekki óaigengt að reykvískir náms-
menn, búsettiríforeidrahúsum, skrái
sig sem ieigjendur annars staðar tii
þess að komast yfir hærri nómslán.
afgreiðslutími lánanna. Til að fá
námslán þurfa nemendur að upp-
fylla viss skilyrði. Þeir þurfa að vera
í lánshæfu námi og ná tilskildum
námsárangri. Eiginn mælikvarði er
lagður á námsárangur fyrr en með
prófum í janúar, og því fá fyrsta árs
nemar engin lán fyrr en í mars þeg-
ar búið er að vinna úr prófgögnum.
að auka á lúxuslíferni sitt og líta á
námslánin sem auðfengna peninga
sem gera þeim kleift að veita sér
meira.
Eins og sagði áðan líta margir
nemendur á námslánin sem nokk-
urs konar happdrættisvinning.
Dæmi eru til um að þeir fari og
kaupi sér bíl fyrir peningana, sumir
fara til útlanda og aðrir kaupa sér
skuldabréf. Því eins og allir vita eru
námslánin hagstæðustu lánin á
markaðinum í dag. Nemendur fara
því einfaldlega og taka lán i dag og
fjárfesta svo upp á framtíðina.
Sem dæmi um þetta má taka sögu
námsmanns nokkurs sem rætt var
við. Hann sótti um námslán á fyrsta
námsári sínu. Þar sem fjárþörf hans
var ekki það mikil þegar til kom
ákvað hann að skila ekki inn skulda-
bréfinu. Hann skilaði því svo inn
haustið eftir. Þá fékk hann umsvifa-
laust stóra summu upp í hendurnar,
sem hann notaði til fjárfestinga. Eða
eins og hann sagði sjálfur: ,,Ég
keypti mér bil fyrir námslánin og
svo sjá hinar mánaðarlegu greiðslur
mér nú fyrir því fjármagni sem þarf
til að reka bílinn."
Endurgreiðslan leggst heldur ekki
mjög þungt á menn þar sem þeir
þurfa ekki að byrja að endurgreiða
lánin fyrr en þremur árum eftir að
þeir Ijúka námi, og endurgreiðslu-
byrðin fer aldrei upp fyrir 3,5% af
br úttóárslaunum.
Er landsbyggðar-
stúdentum
mismunað?
Aðstæður stúdenta af landsbyggð-
inni og þeirra af höfuðborgarsvæð-
inu eru gjörólíkar. Landsbyggðar-
stúdentar þurfa oftast nær að leigja
sér herbergi eða íbúð. Stúdenta-
garðarnir taka ekki nema að litlum
hluta við þeim sem utan af landi
koma. Leigan fyrir herbergi á Görð-
unum er um 10 þúsund á mánuði
og fyrir tveggja herbergja íbúð á
Hjónagörðum 22 þúsund. Þegar
út á hinn almenna leigumarkað er
komið fara tölurnar að hækka all-
verulega. Sumir eru heppnir og fá
íverustað fyrir sanngjarnt verð, en
aðrir verða að leigja háu verði. Þeg-
ar leigan hefur verið greidd er lítið
eftir til nauðþurfta. Af 44 þúsundum
á mánuði, oft minna vegna tekjutil-
lits, er ekki hægt að sjá fyrir sér og
borga húsaleigu. Á hverju eiga þess-
ir nemendur að lifa? Þetta kemur
verst niður á iandsbyggðarnemum