Pressan - 23.11.1989, Side 9
Fimmtudagur 23. nóv. 1989
9
sem eru langstærsti stúdentahópur-
inn sem leigir. í framfærslugrunni
námslánanna er aðeins gert ráð fyr-
ir tæplega 7000 króna leigu.
Aðstæðan eða aðstöðuleysið sem
landsbyggðarstúdentum er boðið
upp á hefur orðið til þess að margir
haía þurft að fresta námi og jafnvel
hætta alveg.
Róðurinn er þyngstur fyrir fyrsta
árs nema sem fá ekki námslán fyrr
en um miðjan mars. Fjölmörg dæmi
eru um að nemendur taki víxil upp
á 200 til 300 þúsund til að geta
hafið námið. Ef tilskildum eininga-
fjölda er ekki náð á haustmisseri
missa nemendur réttinn til að fá
námslán, víxlarnir falla og þeir
verða því að hætta námi.
Það er engin tilviijun að stúdentar
af landsbyggðinni sækja í minna
mæli háskólanám en þeir sem búa á
höfuðborgarsvæðinu. Fyrirkomu-
lag námslánakerfisins stuðlar að því
að svo sé.
Misrétti frá
mörgum hliðum
Það hafa ekki allir tækifæri til að
nota sér kerfið. Við ræddum við
námsmann sem nýlega hugðist taka
á leigu íbúð foreldra sinna. Um er að
ræða kjallaraíbúð í húsi foreldra
hans. íbúðin var með sérinngangi
og ekki var innangengt á milli íbúð-
anna tveggja, þannig að um var að
ræða fullkomlega leiguhæfa íbúð.
Námsmaður þessi skilaði inn leigu-
samningi til LÍN en honum var hafn-
að á þeim forsendum að íbúðin sem
hann hugðist leigja væri á sama
heimilisfangi og íbúð foreldra hans.
Þeir sem starfa hjá hinu opinbera
eða á öðrum vinnustöðum, þar sem
útilokað er að fá borgað undir borð-
ið, eru ekki í þeim sporum að geta
orðið sér úti um fjármagn með því
að spila á kerfið. Þeir verða að gefa
upp allar sínar tekjur og þrátt fyrir
að þær séu kannski ekki háar fer
tekjutillitið að hafa áhrif um leið og
komið er yfir 132.650 á ári fyrir
námsmann í leiguhúsnæði.
Vert er að staldra við úthlutunar-
reglur lána til námsmanna í skráðri
sambúð eða hjónabandi. Að vísu
eru mörk sem segja að maki megi
hafa í laun yfir árið 24 sinnum þá
upphæð sem maki hans í námi fær
á mánuði frá lánasjóðnum. Mánað-
arlegar greiðslur eru 44.346 krónur
til námsmanns ef parið er barnlaust
en hækkar ef um barn eða börn er
að ræða. Allar tekjur umfram þessi
mörk koma beint til frádráttar
námslána þess aðiia sem í námi er.
Það þýðir að ef maki námsmanns
hefur tvö hundruð þúsund krón-
um hærri árslaun en mörk lána-
sjóðsins segja til um dragast þessar
tvö hundruð þúsund krónur frá
námslánum. Kemur þetta harka-
lega niður á þeim sem engin náms-
lán fá vegna hárra tekna maka eða
sambýlings. Þessir einstaklingar,
sem í flestum tilvikum eru konur,
eru dæmdir til að vera háðir maka
sínum.
Við ræddum við unga konu sem
stundar nám í Háskóla íslands. Hún
er í skráðri sambúð og á eitt barn
með manni sínum. „Eg fæ engin
námslán því maðurinn minn hefur
tekjuryfir 1.200.000 áári. Hanner
í raun dæmdur til þess að sjá fyrir
mér, hvort sem honum líkar það
betur eða verr. Ég hef ekkert val.
Hver segir að ég kæri mig um það
eða að hann kæri sig um að sjá fyrir
mér? Mér finnst þetta hreint og
beint skerðing á mannréttindum, en
ég er sem betur fer vel stödd. Mað-
urinn minn vill að ég sé í skóla og
styður mig í því bæði andlega og
fjárhagslega. Annars gæti ég þetta
ekki. En af hverju hef ég ekkert
val?“ Þess eru dæmi að fólk hafi skil-
ið á pappírunum einungis til að öðl-
ast sjálfsögð réttindi hvað námsián-
in varðar. Það er ekki óalgengt að
fólk í þessari aðstöðu hafi horfið frá
námi vegna þeirra takmarkana sem
skráð sambúð eða hjónaband setti
því hvað fjármálin áhrærði. Við-
mælandi okkar kvaðst þekkja tvær
konur sem þetta á við um. „Ég
þekki persónulega tvær konur sem
hætt hafa námi vegna þess hve nei-
kvæðir eiginmenn þeirra voru
gagnvart námi þeirra. Eiginmaður
annarrar var sífellt að þrasa yfir
bókarkaupum og öðru sem varðaði
námið, en hin hreint og beint neitaði
að sjá fyrir konu sinni meðan á nám-
inu stóð. Taldi sú siðarnefnda það
liggja í því að maðurinn var iðn-
menntaður og vildi hreinlega ekki
að kona hans næði sér í menntun
sem að hans mati var meiri en hans
eigin."
Skilvirkni
endurgreiðslnanna
Endurgreiðslubyrðin hvílir ekki
þungt á herðum námsmanna. Regl-
ur um endurgreiðslur lánanna hafa
breyst nokkuð í gegnum árin. Fyrir
árið 1976 voru námslánin ekki verð-
tryggð og vextir þeirra lágir, enda
bárust nánast engar greiðslur til
sjóðsins. Fólk komst upp ineð að
borga ekki láriin svo árum skipti.
Vorið 1976 var þessu breytt á þann
veg að lánin urðu verðtryggð og
greitt var af þeim í 20 ár hið lengsta
en þá féllu eftirstöðvar niður. Ár-
legri afborgun var skipt í tvennt, þar
sem annar hlutinn var föst afborgun
sem miðast við framfærsluvísitölu
og hinn hlutinn var aukaafborgun
sem reiknaðist sem hlutfall af tekj-
um og fór aldrei upp fyrir 1,7%. Við
þessar breytingar var líka tekið tillit
til þátta eins og fjölskyldustærðar.
Árið 1982 var reglunum svo breytt
aftur. Nú miðast verðtrygging lán-
anna við lánskjaravísitölu Seðla-
banka íslands. Greitt er af lánun-
um í 40 ár hið lengsta en þá falla eft-
irstöðvarnar niður. Árlegri afborg-
un er enn skipt í tvennt: í fasta af-
borgun og aukaafborgun, en hún
miðast nú við útsvarsstofn árið á
undan endurgreiðsluári og er um
3,5% af brúttóárslaunum. Með
þessum síðustu breytingum komst
loksins eitthvert lag á endurgreiðsl-
urnar þó þær séu langt frá að vera í
fullkomnu lagi. Endurgreiðslurnar
skila ekki öllu því fjármagni til baka
sem tekið var að láni. Hvernig á að
bregðast við þessu? Ætti kannski að
setja vexti á lánin til þess að sjóð-
urinn stæði undir sér? Þannig mætti
koma námsmönnum í skilning um
að þeir eru að taka lán, en eru ekki
að fá seðlabúnt í gjafaumbúðum
eins og svo margir halda.
Hvað er til ráða?
Er lánasjóðnum kunnugt um stað-
reyndirnar varðandi námslánakerf-
ið? Að sjálfsögðu. En hvað er hægt
að gera? Lánasjóðurinn hefur ekki
bolmagn til að rannsaka hvert tilvik
fyrir sig. Það væri óvinnandi vegur
að kanna ofan í kjölinn réttmæti
allra leigusamninga sem berast
sjóðnum. Hvar liggja ræturnar?
Hver e.r lausnin á þessu vandamáli?
Þarf ekki að breyta siðferði upp-
rennandi kynslóða og stuðla að
breyttum hugsunargangi? Þyrfti
ekki að hægja á lífsgæðakapphlaup-
inu, sem margir myndu telja grund-
vallarforsendu hvað þetta varðar?
Niðurstaðan er sú að gera þarf gagn-
gerar breytingar á mörgum sviðum
til að koma á betra kerfi fyrir láns-
þurfandi námsmenn framtíðarinn-
ar.
Fjöldinemendalíturánámsláninsem
happdrættisvinning; Sumír kaupa sér
bíi fyrir peningana, aðrir fara tii út-
ianda eða kaupa sér skuidabréf.
Einstæðmóðirmeðeittbarn fórínám
og fékk 20þúsundkr. hærri ráðstöf-
unartekjurfráLÍNámánuðieníiaun
sem ófagiærðgæsiukona á dagheim-
iii.