Pressan - 23.11.1989, Síða 13
Fimmtudagur 23. nóv. 1989
13
Arásin á
Alþingishúsii
Brot úr viðtalsbólc um Guðmund J. Guðmundsson
verkalýðsfforingja
Þegar flokksböndin héldu
Guðmundur var virkur fé-
lagi í Æskulýðshreyfingunni
og Sósíalistaflokknum frá
unglingsárum. Þegar Alþingi
samþykkti inngöngu íslands
í Atlantshafsbandalagið 30.
mars 1949 kom til harðvít-
ugra átaka á Austurvelli. Frá
þeim segir í kaflanum „Ung-
kommúnisti í Æskulýðsfylk-
ingunni“.
Það var aldrei samþykkt að gera
áhlaup á Alþingishúsið. Ég man að
einhver hópur í Æskulýðsfylking-
unni var byrjaður að undirbúa það
undir forystu mikils hershöfðingja,
Halldórs Stefánssonar. Halldór vildi
hafa nokkra 25 manna flokka — ég
átti að vera í slíkum flokki við Nýja
bíó — og síðan áttu þessar storm-
sveitir einfaldlega að taka Alþingis-
húsið á sitt vald. Þá kom maður úr
miðstjórn Sósíalistaflokksins og
harðbannaði þetta með öllu. Lína
flokksins var alls ekki sú að taka Al-
þingishúsið heldur að sýna harðvít-
uga andstöðu fólksins gegn inn-
göngunni í NATÓ. Það er mér mjög
til efs að sú innganga hefði verið
samþykkt ef hún hefði verið borin
undir þjóðaratkvæði þá eins og við
vildum.
Svo rann upp þessi mikli dagur og
stjórnmálaflokkarnir hvöttu fólk til
að koma á Austurvöll — andstæð-
ingar NATÓ til að sýna andstöðu,
hinir til að sýna stuðning. Dagsbrún
og Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík boðuðu til útifundar við
Miðbæjarskólann klukkutíma áður
en þingfundur átti að hefjast. Úti-
fundurinn var stuttur og snarpur —
en geysifjölmennur. Líklega voru
10—15 þúsund manns í miðbænum
þegar dró að fundi í þinginu. Það
var því morgunljóst að þarna var
veruleg hætta á átökum.
Lögreglan og ríkisstjórnin bjuggu
sig undir þau átök með því að safna
saman nokkur hundruð Heimdell-
ingum — fáeinir kratar og fram-
sóknarmenn slæddust þar með.
Mikið var þarna af yfirstéttardrengj-
um og piltar úr Verzlunarskólanum
voru fjölmennir að vanda. Þessari
sveit var raðað framan við Alþingis-
húsið. Margir þessara stráka voru
andskoti röskir og skemmtilegir —
þeir voru bara í Heimdalli. Það var
líka kallað á lögregluna úr Keflavík,
af Keflavíkurflugvelli, úr Hafnar-
firði og fleiri stöðum. Þessir menn
voru með svarta hjálma og langar
trékylfur, sumir að auki með gas-
byssur. Þetta var hreint og klárt her-
útboð.
Auðvitað kom til mjög harðra
sviptinga. Upphaf þeirra var ekki
merkilegt, smávægilegar ýfingar.
Lögreglan vildi meina fólki að kom-
ast yfir götuna og svo smájókst
þetta. Það var hlaupið út til Silla &
Valda og keypt nokkur kíló af eggj-
um sem voru svo látin dynja á
„pabbadrengjunum" undir veggjun-
um. Ákveðnir menn voru miðaðir
út. Ég vil þó ekki gera lítið úr öllum
þeim, sem stóðu undir veggjum Al-
þingishússins, þar var margur mæt-
ur maðurinn.
Egg voru uppseld í miðbænum
þennan dag. Austurvöllur var rifinn
upp og garðar í miðbænum einnig,
torfunum skipt í mátulega búta og
þessu hent að húsinu. Leikurinn fór
að harðna þegar steinn og steinn fór
að fljúga.
Þetta var ekkert skipulagt. Þetta
var engin miðstjórnarákvörðun í
Sósíalistaflokknum. En ríkisstjórnin
hafði gert örlagavillu. Hún boðaði
með dreifibréfi og auglýsingum í út-
varpi að kommúnistar ætluðu að
ráðast á Alþingishúsið og hvatti
„friðsama borgara" til að mæta á
Austurvelli og hindra árás þessa.
Það þýddi auðvitað aö allir sem
vettlingi gátu valdið stormuðu niður
í bæ — þó ekki væri til annars en að
horfa á hasarinn. Við héldum því
vitanlega fram að þetta væru allt
andstæðingar Atlantshafsbanda-
lagsins. Það var sko aldeilis ekki.
Þetta fólk, þessir „friðsömu borgar-
ar“, var auðvitað um allan Austur-
völl og það skiptist vitanlega með
og á móti aðildinni.
Hópur úr Sósíalistaflokknum var
þarna með bil og gjallarhorn og í
það talaði Stefán heitinn Ögmunds-
son prentari, sá óttalausi hugsjóna-
maður, og skýrði jafnharðan frá
hvað væri að gerast inn í þinghúsinu
og hvernig umræðum miðaði. í
jeppanum var líka Stefán Magnús-
son, faðir Ásmundar Stefánssonar.
Hernaðarlega séð var lögreglan
nokkuð sein að taka þennan bíl úr
umferð.
Grjóthríðin var orðin nokkuð þétt
og eggjakastið og annað eins magn
af mold og grasi hefur aldrei síðar
verið í kringum Alþingishúsið. Þá
hófu hvítliðarnir úthlaup sitt úr hús-
inu með hjálma og kylfur á lofti. í
þeim hópi voru margir starfsmenn
Reykjavíkurborgar, flokksstjórar,
karlar úr bæjarvinnunni og aðrir
slíkir — en í herþjálfun voru þeir
ekki þrátt fyrir að þeir hefðu hlotið
einhverja leiðsögn hjá lögreglunni
fyrir þessa orrustu. Margur missti
bæði kylfuna og hjálminn. Það var
sýnt hvernig leikurinn færi.
í kaflanum „Þegar ég sveik
forsetaættina" segir Guð-
mundur J. Guðmundsson frá
forsetakosningunum 1952.
Hér er brot úr þeim kafla og
segir frá innanbúðarátökum
í Sósíalistaflokknum
skömmu fyrir kosningarnar:
Yngra fólk hefur ekki hugmynd
um hvað gekk á í þessum forseta-
kosningum. Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur voru í ríkisstjórn
og máttu líða miklar þjáningar áður
en þeim tókst að koma sér saman
um forsetaefni, séra Bjarna Jónsson
dómkirkjuprest í Reykjavík. For-
ustumenn Alþýðuflokksins og ýms-
ir fleiri góðborgarar buðu fram Ás-
geir Ásgeirsson og margir urðu til
að styðja hann. Ásgeir hafði farið úr
Framsóknarflokknum og forustu-
menn Framsóknar voru haldnir
brennandi hatri á honum síðan.
Kosningabaráttan var hörð, illvíg
og mannskæð — sér í lagi fyrir það
að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði.
Ég veit ekki hvort hann hefur borið
sitt barr eftir það. Gunnar Thorodd-
sen, sem þá var borgarstjóri í
Reykjavík — einn glæsilegasti ræðu-
maður sem þetta land hefur alið og
geysilega áhrifamikill — var tengda-
sonur Ásgeirs. Hann lýsti vitaskuld
yfir stuðningi við tengdaföður sinn.
Á þessum árum héldu flokks-
bönd, menn hlýddu flokksforust-
unni. Og þegar þekktir menn hristu
handjárnin, þá var eitthvað á seyði.
Sósíalistaflokkurinn var hinsveg-
ar alldularfullur í sinni afstöðu. Allir
helstu forystumenn flokksins voru á
móti Ásgeiri en vildu ekki gera það
opinskátt eða að flokkslínu; það
hefði virkað hæpið því þeir gátu eig-
inlega ekki heldur stutt frambjóð-
anda ríkisstjórnarinnar.
Ég man eftir fulltrúaráðsfundi í
flokknum, sem var nokkuð söguleg-
ur. Á þessum tíma var kalda stríðið
í algleymingi, pólitíkin grimm og
vægðarlaus og Stalín gamli ennþá
lifandi austur í Kreml. Forystumenn-
irnir héldu ræður á fundinum og allt
var það á sama veg: Ásgeir Ásgeirs-
son átti að hafa verið þátttakandi í
hverskonar landsölu, afsali lands-
réttinda, leynisamningum við
Ameríkanana og svo framvegis. Það
fór ekki á milli mála hvert stefndi
með þennan fund.
Einn forustumaður í flokknum
var þó yfirlýstur stuðningsmaður
Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann var í
nokkurri ónáð hjá forystumönnum
flokksins vegna afstöðu sinnar til
slita Nýsköpunarstjórnarinnar 1946
og fleiri mála í framhaldi af því.
Hann galt þess á endanum með
pólitísku lífi sínu að hafa stutt Ás-
geir. Þessi maður var Áki Jakobsson
sem hafði verið ráðherra flokksins
milli 1944 og ’46.
Ég vil ekki halda því fram að Áki
hafi haft rétt fyrir sér um alla hluti
en margir voru ákaflega ósann-
gjarnir i hans garð.
Á þessum fulltrúaráðsfundi stóð
Áki upp og það er ekki hægt að lýsa
þvi hvaða kjark þurfti til þess því
þótt mjög margt gott fólk hafi verið
í flokknum á þessum tíma þá var
þetta miklu frekar trúarsamkoma
en pólitískur fundur. Áki sagðist
ekki skilja að flokkur, sem kallaði
sig verkalýðsflokk, ætlaði að fara að
styðja hatramman íhaldsmann,
frambjóðanda ríkisstjórnar, sem
væri eins og Þjóðviljinn væri búinn
að lýsa. Þennan mann ætti engu að
síður að styðja gegn tiltölulega
frjálslyndum stjórnmálamanni eins
og Ásgeiri Ásgeirssyni. Áki varaði
flokkinn við að hlaupa út í það fen
að verða verkfæri fyrir ríkisstjórn-
ina.
Það varð þvílíkt upphlaup á fund-
inum að það var rétt eins og kirkju-
leg athöfn hefði verið svívirt, ein-
hver hefði staðið upp í miðri messu
og mótmælt kristindómi.
Á þessum tíma var Tító heitinn
Júgóslavíuforseti í banni hjá Sovét-
rikjunum og var jafnvel búist við að
Sovétríkin gerðu innrás í Júgóslav-
iu. Það var bara styrkleiki\>g snilli-
gáfa Títós sem kom í veg fyrir það.
Að vera títóisti þýddi eiginlega að
vera svikari hjá hörðum sósíalist-
um. Af stjórnkænsku sinni afstýrði
Einar Olgeirsson því að Sósíalista-
flokkurinn tæki formlega afstöðu
gegn Tító. Hann afstýrði því líka að
flokkurinn tæki afstöðu gegn
Trotskí. Tító var alltaf að senda okk-
ur í Æskulýðsfylkingunni boð um
að koma í vegavinnu til sín. Kaup-
laust en fæði og húsnæði átti að
vera til staðar og við áttum að fá
tækifæri til að kynnast starfsháttum
í sveitinni hjá honum. Einn dyggur
flokksmaður, sem vann á skrifstof-
unni á Þórsgötu 1, lagði það jafnan
í vana sinn ef hann sá bréf frá Tító,
að gera þau upptæk. Ég lét þau oft
Framhald á bls. 14.
Brot úr nokkrum köflum bókar Ómars Valdi-
marssonar um Guðmund J. Guðmundsson, kallað-
an „Jaka“.
Væntanleg er á markað á næstunni hressileg við-
talsbók um GUÐMUND J. GUÐMUNDSSON, verka-
lýðsforingja og baráttumann. Bókaforlagið VAKA-
HELGAFELL gefur bókina út, en hún heitir JAKINN
— í BLÍÐU OG STRÍÐU. Sá sem unnið hefur bókina
með Guðmundi er ÓMAR VALDIMARSSON blaða-
maður.
Um fáa íslenska menn hefur staðið meiri styrr
síðustu áratugi en Guðmund Joð, enda hefur hann
staðið í fylkingarbrjósti íslenskrar verkalýðs-
hreyfingar allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Þá hefur hann einnig verið málsvari hennar inni á
Alþingi sem þingmaður Aiþýðubandalagsins.
Pressan hefur fengið leyfi til að birta brot úr
nokkrum köflum bókarinnar og er þetta hið fyrsta
af innihaldi bókarinnar sem kemur fyrir almenn-
ingssjónir.