Pressan - 23.11.1989, Side 14

Pressan - 23.11.1989, Side 14
14 Fimmtudagur 23. nóv. 1989 liggja á glámbekk til aö sjá þegar hann réðst á bréfin eins og villidýr. Núnú, víkjum að fundinum. Eftir ræðu Áka reis upp kona á gömlu Komintern-línunni, nokkuð áhrifa- mikil í flokknum. Hún hafði verið hörð á því að flokkurinn fordæmdi Tító. í hennar augum var alveg aug- Ijóst mál að Áki væri títóisti fyrir að styðja Ásgeir. Hún brýndi raustina og sagði: — Við hverju er að búast þegar það eru hér ungir menn (og mér fannst hún horfa á mig), sem vita ekki einu sinni hvað títóismi er. Svo stóð upp hver maðurinn á fæt- ur öðrum og fordæmdi Ásgeir Ás- geirsson. Þó átti hann nokkra fylgj- endur sem ekki höfðu kjark eða vilja til að standa upp. Áki fékk ákaf- lega þungar ákúrur og er þó ákúra meinlaust orð. Það lá í orðum margra að Áki ætti bara eftir að stíga skrefið til fulls og verða land- sölumaður. En þrátt fyrir þennan einróma kór þá stóð Áki upp aftur og hélt snilld- arræðu um tvíhyggju flokksins. Eftir þá ræðu, sem ekki fékk miklar und- irtektir, kom upp í pontuna páfinn sjálfur, Brynjólfur Bjarnason. Ég sat beinf fyrir aftan Áka og hnippti í hann og sagði; — Brynjólfur bað um orðið á und- an þér, Áki. — Ósköp ert þú ungur maður og ókunnugur í flokknum, svaraði hann. — Veistu ekki að það eru óskráð lög að Brynjólfur fær alltaf að tala síðastur. Nýr og betri veislusalur /l/jcZ~~Ý^X Meiriháttar mótstaður Afmœlisveislur Árshátíðir Blaðamannafundir Brúðkaupsveislur Dansleikir Danssýningar Erfidrykkjur Fermingarveislur Fundir Grimudansleikir Jólaböll Matarboð Ráðstefnur Skákmót Sumarfagnaðir Vetrarfagnaðir Porrablót Ættarmót Eða bara stutt og laggott: Alltfrá A — Ö Fullkomið hljóðkerfi sem hentar bœði hljómsveitum, diskóteki sem ráðstefnum. EITT SÍMTAL - VEISLAN í HÖFN. MANNÞING, símar 686880 ög 678967. cmnars konar viðhorf áhugavert fólk Ekki eru allir jafnhæfir til að lifa eðlilegu lífi hér á jörðinni. Má það m.a. rekja til andlegrar og/eða líkamiegrar fötlunar. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikil skerðing fyigir föti- un. Enn fleiri hafa ekki hug- mynd um allt það erfiði og álag sem Tatlaðir þurfa að ganga í gegnum tii að aðiagast lífinu á jörðinni. Þrátt fyrir mikinn vilja- styrk oft á tíðum verður árang- urinn í mörgum tilfellum ekki í neinu samræmi við alit það erf- iði sem viðkomandi hefur lagt á sig. Við fæðumst í þennan heim með mismikla möguleika til athafna og árangurs í lífinu. Flest okkar eru bæði andlega og líkamlega rétt byggð. Til er hópur fólks sem er lík- amlega eða andlega skert. Einstakl- ingar í þeim hópi þurfa að heyja miklu harðari lifsbaráttu en Við sem óskert erum. Heyrnarskerðing er eitt af því sem sumt fólk þarf að kljást við. Ætli heyrnarskertur ein- staklingur að lifa því lífi, sem svo auðvelt er okkur hinum, verður hann að læra að tala með miklu meiri fyrirhöfn en við hin. Auk þess að læra fingramál verður hinn heyrnarskerti að læra lestur af vör- um fólks. Lestrarnám er mörgum sinnum meira álagsatriði heyrnar- skertum en okkur hinum. Af þessu er Ijóst að sá heyrnarskerti þarf yfir- höfuð að hafa miklu meira fyrir þeim hlutum, sem þeim er heyra finnst sjálfgefnir. Tillitssemi oft af skornum skammti Óvíst er að öllum stundum sé gætt nógu mikillar tillitssemi við þennan sérstaka hóp einstaklinga, sem auk fötlunar sinnar verður oft að standa í stríði við kerfið. Einnig eiga þeir oft á tíðum í stríði við fólk sem sjaldan veltir fyrir sér raunverulegum dugn- aði minnihlutahópa þjóðfélagsins, sem einnig eiga rétt á að lifa hér á jörðu. Þessir hópar ættu að njóta miklu meiri skilnings og virðingar okkar sem laus erum við þær aug- ljósu hömlur sem þessu fólki eru settar. Það er Ijóst að flestu þessu fatlaða fólki tekst með óendanleg- um dugnaði og hugrekki að koma ár sinni vel fyrir borð. Líkt er komið á með sjónskerta og hreyfihamlaða. Flest hefur þetta fólk óskert andlegt atgervi en lík- amlegar hömlur setja því stólinn fyrir dyrnar. Auðveldlega má styðja þetta fólk og aðstoða við að yfirstíga hinar líkamlegu hömlur, ef samferðafólk þess einblínir ekki á fötlunina sem slíka heldur hvernig í raun og veru hægt er að auðvelda þessu dugmikla fólki lífið. Börn verda fyrir adkasti Börn sem á einhvern máta eru skert verða oft fyrir aðkasti leikfé- laga sem ekki gera sér grein fyrir álaginu sem á þeim hvílir. Eykur þetta oft á vanda barnanna, því við fullorðna fólkið upplýsum ekki allt- af börnin, sem heilbrigð eru, um mikilvægi umburðarlyndis og skiln- ings á höftum hinna skertu. Mörg skert börn hafa oft fyllst örvæntingu og sjálfsfyrirlitningu sökum þess að þeim hefur verið hafnað í leik við heilbrigð börn. Það eru mikil forréttindi að fæð- ast óskertur. Því megum við aldrei gleyma. Það er miklu minni fyrir- höfn að nálgast sjálfsagða hluti fyrir okkur, sem fæðst höfum óskert í þennan undarlega heim, þar sem fólki er mismikið gefið af heilbrigði strax í vöggugjöf. Fólk ætti að hafa ofarlega í huga að þeir sem eru lík- amlega skertir finna oft sárar fyrir fötlun sinni en þeir sem hugfatlaðir eru, en að sjálfsögðu eru undan- tekningar frá þessu eins og annars staðar. Fötlun útskýrd fyrir börnum Við fullorðna fólkið ættum að ræða við börnin okkar um þennan áhugaverða og dugmikla hóp á því plani jafnréttis.að börnunum finnist sjálfsagt að hafa hann með í sem flestum leikjum sípum en ekki öfugt. Það er löngu sanriað mál að af þessum hugrökku og tiugmiklu einstaklingum má mikið læra. Verum verðugir félagar þeirra skertu ævintýramanna og -kvenna sem neita að láta meðfæddar höml- ur sínar minnka iíkur á jöfnum og áhugaverðum árangri í þjóðfélag- inu. Við eigum sífellt að minna hvert annað á hvað hlutur litilmagnans skiptir miklu máli. Það er rétt að benda á þá einföldu staðreynd að foreldrar barna sem á einhvern hátt eru skert þurfa ótrú- lega oft að berjast harðri baráttu fyrir rétti barna sinna. Því miður eru mörg göt í kerfinu sem vinna á móti góðum vilja þeirra. Oft verða for- eldrar að þerra tregatár barna sinna þegar leikfélagar hafna þeim, oft á tiðum á þeirri forsendu að þau séu fyrirstaða í leikjum sökum þess að þau eru örlítið svifaseinni en börn sem óskert eru. Slœm framkoma — rangt sjálfsmat Framkoma sem særir og stuðlar að röngu sjálfsmati hjá þeim sem á við fötlun að stríða er ósæmileg og einnig varhugaverð. Ef við sem eldri erum gerðum okkur grein fyrir því að lífiö er það dýrmætasta sem hver einstaklingur á myndum við örugg- lega stuðla betur að því að sem flest- ir fengju að vera lausir við vanmat annarra á sér. Að lokum þetta: Lítilmagni er að mínu mati sá einn sem neitar að lifa því lífi sem Guð hefur gefið honum þrátt fyrir augljósa heilbrigði, en ekki sá sem lært hefur að yfirstíga fötlun sína með æðruleysi og trú og orðið þannig hinn nýtasti þjóðfé- lagsþegn. Slíkir einstaklingar eru, þrátt fyrir hömlur, oft þar að auki mjög áhugavert fólk. Snjall sálfræðingur sagði eitt sinn: „Áhugi okkar á öðru fólki ætti alltaf að miðast við mann- gildi viðkomandi en ekki hans ytri mann.“ *B^>»c>53=Ví!5<>5sw>s=x>æo«s<>a»>5=sH>fiSS<»55^^ SKATTALÆKKUN VEGNA HLUTABREFAKAUPA Til sölu eru hlutabréf-í Hlutabréfasjóðnum hf. Kaup einstaklinga á hlutabréfum. í sjóðnum eru frádráttarbær frá skattskyld- um tekjum upp að vissu marki. Á árinu 1988 var heimill frádráttur vegna hlutabréfa- kaupa kr. 72.000 hjá einstaklingum og kr. 144.000 hjá hjónum. Hafi einstaklingur ekki aðrar tekjur en launatekjur, sem hann staðgreiðir skatta af jafnóðum, fær hann, þegar álagningu lýkur, endurgreiðslu í samræmi við skattfrádrátt sinn. Kaup á hlutabréfum í Hlutabréfa- sjóðnum hf. leiða þá til beinnar endur- greiðslu frá gjaldheimtu, eða nýtast til greiðslu eignarskatta. Hafi einstaklingur aðrar skattskyldar tekjur en launatekjur, sem skattlagðar eru eftir á, hafa kaup á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðn- um hf. í för með sér lægri lokagreiðslu til gjaldheimtu en ella. Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitt til kaupa á hlutabréfum og skuldabréf- um traustra atvinnufyrirtækja. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. fást hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum. Hlutabréfasjóðurinn hf. Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík,| sími 21677. J SWSS50 8

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.