Pressan - 23.11.1989, Síða 16

Pressan - 23.11.1989, Síða 16
16 Fimmtudagur 23. nóv. 1989 sjúkdómar og fólk Pillcm Þaö var rigning þennan dag og hráslaginn buldi á gluggunum. — Það er komið haust, sagði ég spek- ingslega í 8da sinn þennan dag við sjálfan mig, og fór fram til að ná í næsta sjúkling. — Alda P. kallaði ég fram á biðstofuna og gjörvuleg ung kona reis á fætur. — Gjörðu svo vel, sagði ég og hún kom með mér. Við höfðum hist einu sinni áður, því ég hafði farið til hennar í vitjun eitt- hvert laugardagskvöld vegna kvið- verkja í barni. Þegar þangað kom var allt á tjá og tundri, mikil veislu- höld í íbúðinni með viðeigandi sönglist og drykkjuskap. Alda var aðeins við skál og tók á móti mér í dyrunum og leiddi mig framhjá stof- unni og inn í barnaherbergið, þar sem lítill snáði, 4ra eða 5 ára gamall, lá og kvartaði undan verkjum í mag- anum. Hann virtist skelfingu lostinn og mjög órólegur. Ég skoðaði hann en fann ekkert að honum, kviður- inn var mjúkur og eymslalaus. Með- an ég var að skoða drenginn kom sambýlismaður Öldu inn í herberg- ið. Hann var mikið drukkinn með Ákavítisflösku i hendinni og bölvaði og ragnaði samhengislaust, þegar hann sá mig yfir litla drengnum. — Það er ekkert að þessum krakka, sagði hann, þetta er alltaf að gera sér eitthvað upp. Réttast væri að flengja hann ærlega, svo flissaöi hann og fór að syngja nokkrar línur úr Guttakvæði: — „Réttast væri að flengja ræfilinn, reifstu svona bux- urnar og nýja jakkann þinn." Svo rétti hann úr sér, skjögraði inn og sagði: — „Réttast væri að drepa ykkur öll og þig líka læknisfífl, sem ekkert kannt. Farðu úr mínum hús- um. Hann settist svo niður og fór að gráta. — Alda mín, komdu og taktu utan um mig, sagði hann kjökrandi. Ég sá að augun í litla drengnum voru full af skelfingu og hjartað barðist eins og í litlum fugli. — Ég legg hann á sjúkrahús, sagði ég; hringdi í sjúkrabíl og lét fara með hann á vaktspítalann til nánari at- hugunar, þar sem ég vildi ekki hafa hann i þessu umhverfi. Það kom ekkert út úr rannsókninni, og ég fékk bréf um þessa innlögn nokkr- um vikum síðar, þar sem skýringin á einkennum drengsins var talin streita og spenna. Ég er ólétt — Jæja, hvað get ég gert fyrir þig, sagði ég við Öldu, þegar við vorum sest og höfðum hlustað á rigning- una um hríð. — Ég er ólétt, sagði hún. — Já, sagði ég og beið. — Ég vil ekki eignast þetta barn, hélt hún áfram, þú verður að koma mér í fóstureyðingu. Ástandið er alveg ferlegt þarna heima, sambýlismað- ur minn drekkur svakalega, og er alltaf jafnillur með víni eins og þú fékkst að kynnast. Svo erum við al- veg skítblönk og drengurinn minn alltaf veikur svo ég vil bara ekki eignast þetta barn. — Hefurðu ekki notað neinar getnaðarvarnir? spurði ég varlega. — Jú, sagði Alda, ég hef verið með pilluna, en svo las ég í einhverju kvennablaði að mað- ur fengi blóðtappa af henni, og það var viðtal við einhverja konu sem var lömuð annaðhvort öðrum meg- in eða báðum megin eftir svona tappa, og ég vil ekki fara í hjólastól svo ég hætti á henni. Það átti að kaupa smokka en gleymdist, svo við tókum sénsinn og nú er ég ólétt. — En lykkjan, spurði ég. — Ég gat ekki notað hana vegna mikilla blæðinga, sagði hún og brosti vandræðalega. Það var brotið upp úr annarri fram- tönninni. Við ræddum kringum- stæður hennar um hríð og þær voru óneitanlega erfiðar. Lyktir málsins urðu þær, að ég vísaði henni á fé- lagsráðgjafa á Landspítalanum og þar var fóstureyðingin framkvæmd stuttu síðar vegna erfiöra félagsað- stæðna. Fóstureyding og getnaöarvarnir Á hverju ári er fjöldi fóstureyð- inga framkvæmdur á íslandi. Nokkrar eru gerðar af heilsufars- ástæðum en stór hluti af félagsleg- um orsökum, þar sem konan hefur orðið þunguð án þess að vilja það og treystir sér ekki til að annast barn. Það er óheillaþróun, þegar fóstureyðing kemur í staðinn fyrir eðlilegar getnaðarvarnir, og því verða allir sem stunda kynlíf að vita eitthvað um þær en hlaupa ekki eft- ir öllu sem þeir lesa í vikuritum. Pill- an er langalgengasta getnaðarvörn- in, sem fólk'notar. Pillan inniheldur samsetningu á kvenkynshormón- um, gestageni og östrogeni. Magn og eðli hormónanna í pillun- um er breytilegt og gildir almennt sú meginregla, að æskilegast sé, að taka þær pillur sem minnst hafa hormónamagnið. Pillan kom á markaðinn upp úr 1964 en hefur breyst mikið síðan, og þær pillur sem nú eru notaðar innihalda mun minna af hormónum en þær pillur sem fyrst voru reyndar. Margar hryllingssögur um aukaverkanir má rekja til þeirra tíma, þegar samsetn- ing pillunnar var önnur. Getnaðar- vörn pillunnar felst í því, að pillan hefur áhrif á eggjastokkana, egglos- ið og slímið í leghálsinum. Ef pillan er tekin reglulega er hún einhver ör- uggasta og besta getnaðarvörn sem völ er á. Aukaverkanir pillunnar Þegar Alda kom til mín sagðist hún hafa hætt með pilluna vegna aukaverkana, sem hún hafði lesið um. Það er vitað, að pillan getur valdið aukaverkunum á hjarta- og æðakerfi, en umfang þeirra tengist aldri konunnar, hvort hún reykir og magni og eðli þeirra hormóna sem notaðir eru. Hættan er þó næsta lítil ef grannt er skoðað. Enskir vísinda- menn, sem hafa rannsakað þetta, segja, aö líkurnar á því að kona 30—39 ára verði lögð á sjúkrahús vegna kransæðastíflu sé 2,1 af 100000 ef hún ekki notar pilluna en 5,6 á 100000 ef pillan er notuð. Fyrir aldurshópinn 40—44 eru sambæri- legar tölur 9,9/100000 og 56,9/100000. Þannig eykst hættan verulega með aldrinum, svo og séu aðrir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma fyrir hendi, svo sem sterk ættarfylgni þessara sjúkdóma, há blóðfita, hár blóðþrýstingur, reykingar og offita. Aðrar aukaverkanir pillunnar eru hækkun á blóðþrýstingi og lifraráhrif, en þær eru ekki alvarlegar og tíðni þeirra og umfang hafa minnkað til muna með lækkandi hormóna- magni í pillunum. Sumar konur kvarta undan þunglyndi, þyngdar- aukningu og höfuöverk, en oft má skipta yfir á aðra pillutegund og þá hverfa þessi einkenni. Pillan virðist minnka tíðni sjúkdóma eins og krabbameins í eggjastokkum og hefur góð áhrif á blæðingaóreglu, fyrirtíðaspennu og jafnvel mígreni hjá sumum. Nýjar pillur Flest þau gestagenhormón sem notuð eru í getnaðarvarnarpillum hafa einnig androgenverkun (þ.e. virka eins og karlhormón) og er tal- ið að aukaverkanirnar standi að ein- hverju leyti í sambandi við það. Ný- lega hafa komið á markaðinn hér- lendis tvær nýjar pillutegundir, Marvelon sem inniheldur gesta- genið desógestrol, sem hefur mun minni androgenverkun en önnur gestagen og er því ástæða til að ætla, að þessi pilla hafi minni auka- verkanir en aðrar, en þetta er þó ósannað. Getnaðarvarnarlyfið Syn- fase hefur einnig nýlega verið skráð hérlendis. Það hefur þá sér- stöðu, að magn östrogens er mjög lítið eða aðeins 1/10 þess magns, sem er í venjulegum pillutegundum. Auk þess kom pillan Exlutona ný- verið á markaðinn. Þessi pilla inni- heldur einungis gestagen en ekki östrogen. Pillur eins og Exlutona hafa lengi verið í notkun í Svíþjóð og kallast þar mini-pillur. Hún er tekin stöðugt og veldur stöðvun blæðinga á meðan hún er notuð. Þessi pilla hefur ákveðna kosti fram yfir aðra. Pilla fyrir kallinn? Pilluhvíld?? Þegar Alda kom til mín eftir fóst- ureyðinguna ráðlagði ég henni áframhaldandi pillutöku. Alda reykti en hafði að öðru leyti enga áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma, svo pillan var að mínum dómi ágætur valkostur. Hún sam- þykkti þetta en spurði, hvort hún ætti þá ekki að gera hlé á pillutök- unni einn mánuð á ári. — Nei, sagði ég, alls ekki, læknar eru sammála um að slíkar hvíldir geri bara skaða, enda eru engar læknisfræðilegar forsendur fyrir því að ráðleggja slikt. — Áttu enga pillu fyrir kallinn, sagði hún við mig, svo hann beri þá ábyrgðina á þessu? En ég varð að hryggja Öldu með því að getnaðar- varnarpilla fyrir karlmanninn væri enn þá ekki til. Tilraunir væru í gangi á ýmsum efnum en ekkert áþreifanlegt væri í sjónmáli. — Jæja, sagði hún þá mæðulega, ég sé þá um þetta áfram eins og allt annað. Hún gekk út af stofunni og mér fannst hún hafa elst um 15 ár síðan við hittumst forðum í veisl- unni, þegar barnið var með maga- verkina. ÓTTAR S pressupennar Mér finnst myrkrid svo svart Nær rænulausir ^ vegna lyfjaáls ™ I n"V> ' lá bað mi í*eyðai'K'ði , UPP *!«.«.. 0 Pianns, e*r i&yJs, Sjálfsagt er það elliþreyta sem veldur, hversu erfið mér er gangan inn í vetrarhúmið þessu sinni. Aldrei fyrr hefir mér þótt myrkrið svo svart og ísnálakalt. Það er ekki útkjálki veraldar sem veldur, heldur þær fréttir er eg fæ af þeirri för sem við erum á. Af þeim dreg eg þá ályktun, að allt, hreinlega allt sé á heljarþröm. Og þó ekki, eitt hefir ekki brugðizt. Úr auðhirzlum hafs og jarðar hafa aldrei meiri auðæfi komið, það er hreint eins og bless- unardaggir skaparans drjúpi yfir þessa þjóð, og hann þreytist aldrei á að veita okkur meira og meira. En myrkrið í huga mér stafar af hegðun okkar í gullahrúgunni. Þar eru ein- kenni sturlunar dýragarðsins svo augljós. Kannske skilur þú ekki hvað eg á við, hefir aldrei átt þess kost að koma í dýragarð og kynna þér háttu þeirra dýra, sem úr um- hverfi náttúrunnar eru rifin, lokuð inni í búrum, neydd til lífs sem rífur tengslin við náttúruna sjálfa, ærir, tætir og sturlar að lokum. Geðveika apa, geðveika birni og fleiri dýr mörg hefi eg séð, aumkvað, fyllzt löngunar að brjóta múrana niður, sem halda þeim frá brjóstum náttúr- unnar. En komum nú aftur að okkur mönnum. Hér eru einkennin að verða hin sömu. Sturlað fólk missir stjórn á sér, karlar nauðga konum, „graslömb" ræna gamalt fólk, óvitar ota byssum og hnífum. Sé sá, er ódæðið fremur í nótt, nógu snjall til þess að játa afbrot sitt strax í fyrra- málið, þá getur hann óheftur svalað nautn sinni aftur næstu nótt, ógnað lífi. Talir þú við þetta fólk, þá hlær það framan í þig og spyr, hvort það hegði sér á annan hátt en allir hinir? Mismunurinn sé aðeins sá, að óheppnin kom upp um það, hinir sluppu. Hér steli jú allir, hér kúgi all- ir, noti aðeins mismunandi aðferðir. Og þeir halda áfram að spyrja: Er ekki hér allt á hvinandi hausnum? Nefndu mér einhvern atvinnuveg sem ekki betlar um styrk. Það eru möskvar á fleiru en netum: Hvar týnist þjóðarauðurinn? Þeir sem þykjast stjórna, eru þeir ekki önn- um kafnir við að afsaka að þeir, lika þeir, eru í sama leik og við? Kannske ekki að stela úti á götu en stela samt. Vertu ekki með þessa helgislepju prestur minn, eins og það séu að- eins við þessi sem erum að ná okkur í hundrað eða þúsund kall, sem er- um óheiðarleg? Nei, þú ert staddur í fúafeni, sem allir eru að sökkva í undan böggum, stolnum böggum. Undarleg orð, en því miður er í þeim broddur, sem rífur og við mættum draga lærdóm af. Fjölmiðl- ar mættu til dæmis taka sér stund til naflaskoðunar, spyrja, hvort ekki sé of lítið greint frá fólki í fréttum sem lifir eðlilegu lífi, er í amstri sínu og önn að klífa upp þroskafjall mennskunnar, gerir gælur við tengsl sín við sköpunarverkið allt. Það er þetta fólk, fólkið sem er að rækta garðinn sinn, sem er burðar- ás hverrar þjóðar. í hógværð gengur það veg sinn. Hví segja fjölmiðlar ekki frá slíku fólki, heldur aðeins óhappalýð og þeim sem í forinni svamla sem grísir? Slíkt veldur ekki en ýtir undir það sjónarmið að öll, öll séum við skúrkar upp til hópa, og þvi sé ekkert athugavert við að hegða sér á þann veg. Ef þegnarnir fara að trúa þeirri lygi, þá hrynur ríkið. Mér kemur í hug svar fréttastjóra, sem beðinn var að segja frá starfi kórs sem mikið leggur á sig, og marga sigra vinnur. Hann svaraði: Slíkt er engin frétt. Ef nú þetta sama fólk héldi í bæinn, bryti rúður, rupl- aði og limlesti gamlar kerlingar, þá yrði forsíðan þeirra, skjárinn þeirra. Hvert stefnum við? Hvað getum við gert?

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.