Pressan


Pressan - 23.11.1989, Qupperneq 20

Pressan - 23.11.1989, Qupperneq 20
20 Fimmtudagur 23. nóv. 1989 bridge krossgátcm Þau eru mörg spilin þar sem varnarspilið er sáraeinfalt — þeg- ar horft er á allar fjórar hendurnar. Spil vikunnar er í þeim flokki. 4 10765 VK4 ♦ K10964 4*32 ♦ K4 |VÁD10982 |4Á ,4iG974 ♦ ÁDG9 V G7 ♦ DG853 4» ÁK 4832 V 653 ♦ 72 4» D10865 blindan til að reyna svíningu í trompinu. Til greina kom að leggja niður trompás, ef austur ætti kóng stakan, en líkurnar mæltu með öðru stöku spili. Sagn- hafi hirti því á hinn laufhámann- inn og spilaði tígli á tíuna. Austur átti slaginn á ásinn og var nú illa klemmdur. Hann hlaut að gefa blindum innkomu, hverju sem hann spilaði. Unnið spil. Fannst þú vörnina í spilinu, að hirða á tígulás í þriðja slag, áður en laufi er spilað, og á réttum for- sendum? Það blasir jú við að S á þennan punktastyrk og líklega þessa skiptingu. Suður gefur, enginn á, og opnar á 1-tígli. Með lítinn punktastyrk og lélegan spaða afræður norður að hækka í 2-tígla. Austur stekkur í 3-hjörtu og suður telur sig nú eiga fyrir 3-spöðum sem norður hækk- ar í fjóra. Vestur spilaði út hjarta-6, austur tók sína tvo slagi þar og skipti síð- an í lauf-4, vörn sem flestir hefðu reynt við borðið. Suður var nú í klípu, engin örugg innkoma í skák Fyrsta rússneska skákbókin Carl Friedrich Andrejevitsj Jaenisch (1813—1872) — nafnið bendir til þýsks uppruna — fædd- ist í Viborg. Hann hlaut háskóla- menntun í stærðfræði og var um skeið prófessor í aflfræði í St. Pét- ursborg, en starfaði síðar í rússn- eska hernum. Jaenisch hafði mik- inn áhuga á skák. Árið 1838 hóf hann að skrifa rit um taflbyrjanir og helgaði sig því starfi alveg, fór meðal annars til Varsjár og Þýska- lands til að ráðgast við fremstu skákmenn þar, Petroff og von der Lasa. Eftir fjögurra ára starf birti hann rit sitt árið 1843 — á frönsku: Analyse nouvelle des ouvert- ures du jeu des échecs — Ný rannsókn á taflbyrjunum. Með þessu riti og Handbók Bilguers má segja að nútímarannsóknir á tafl- byrjunum hefjist. Meðal þeirra taflbyrjana sem Jaenisch fjallar um í riti sínu er mótbragð gegn spænskum leik: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 f5!? Þetta þykir ekki traust byrjun en henni er þó beitt stöku sinnum, meðal annars beitti Speelman henni gegn Timman í einvígi í London fyrir skömmu — og vann sigur. Eins og áður er getið var Jaen- isch stærðfræðingur að mennt og fjallaði talsvert um skák frá því sjónarmiði. Meðal annars fjallaði hann um gamla riddaraþraut sem stundum hefur verið kölluð ridd- arastökk: að láta riddara koma við á öllum reitum skákborðsins í einni og sömu ferðinni og koma hvergi við nema einu sinni. Svipuð þraut hefur lengi verið kunn hér á landi: Öllum mönnum hvíts og svarts, 32 alls, er raðað á hálft skákborðið. Annar hvíti riddarinn stendur í einu horni borðsins og nú er gaidurinn sá að nota hann til að drepa mann í hverjum leik og skilja engan eftir. Þetta er erfiðara en í fljótu bragði sýnist og er skemmtileg dægradvöl. í UPPNAMI birti riddarastökkið sem þraut árið 1900: \0 HÁ ton an u hin um gd' 1 a i óp cins út ió staf ir a hans ar & ar skalt um svell ; ton gjall dag cr kjól i drótt röfí j a ar h ar a in a jói a hann ósk i rauð ilf Alf a 1 en góð tin ar a varp um laf . <>6 daiiM ^ gull um þar um lag a | Til að leysa þrautina þarf fyrst að finna á hvaða reit eigi að byrja. Síðan þarf að rekja sig frá honum — eftir riddaragangi — og tína upp samstöfurnar uns engin er eftir. Þá er komin fram vísa. Þrautin er svo erfið að ég freistast til að ljóstra því upp að lausnin hefst á samstöfunni ton á a5. Þessa þraut sendi Þorvaldur Jónsson læknir á ísafirði ritinu. Þorvaldur var sonur Jóns Guð- mundssonar ritstjóra, merkismað- ur á marga lund og lét sig lands- mál miklu skipta, meðal annars kom hann við sögu í átökum þeim sem urðu um Skúla Thoroddsen á Isafirði. En Þorvaldur var einn snjallasti skákmaður landsins á seinni tíð og verður hans getið síð- ar hér í þáttunum. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON T wm 5 ~T 9'Óftr! bsoeirf fUOL Koríu- r/AfrJ 20 F-JLASA Kt/Su'? SJ b jcfLT /Ettar- KftfN é Mlt> LAu MU- SPIL FOG-uf Vl£-BirJ6 Þætti A- 'ASTÆÖA M'ALMU/i tfúSSAÍT HVAS S- VIBPI hækkm 0L0KM ‘OHRE/rt- iriDl ÆT/ð 13 A- þR£P 1 6Í-Ð uR HoPs FBLACA &EISLA- BAKGutf 16> DoXK Hofn&' fí>oL S 15 SAM- FVKKI STAUK KlÁSA LAHD- KÆMU U.LLAH- tl'at f£6l 5 T ÓH& 21 KkifPA -fuSKM TlS kASKA LAKO STlHC, fJl SoH Kf-yM FLOKK Hoolia. HUOGUiV TVl' HLíd-B! ‘oKtlOA KOíTuP DKU./MUÚ KLAKA fí 1Z TPE II KKOT HHoTTuP ‘att KúNU- NAfN 1 2 3 4 5 6 17 18 19 20 21 22 10 11 12 13 14 15 16 VERDLAUNAKROSSGATA NR. 61 Skilafrestur er til 5. desember og utanáskriftin er: PRESSAN, kross- gáta nr. 61, Armúla 36, 108 Reykjavík. íverölaun aö þessu sinni er bók fyrir þá andlega sinnuöu, Kveldskin eftir Gunnar S. Sigur- jónsson sem Skjaldborg gaf út, en hún hefur ad geyma dulrœnar frásagnir, hugdettur og Ijód. Dregiö hefur verid úr réttum lausnum á 59. gátu og upp kom nafn Þórdísar Óskar Sigurðardóttur, Svínhaga, Hellu. Hún fœr senda bókina Vertu sæll Hamilton eftir Catherine Cookson, sem Skjaldborg gaf út. Til lukku meö þaö, Þórdís! Kveldskin

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.