Pressan - 23.11.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 23.11.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtúdagur'23. nóv. 1989 haldin. Nok bregst við á sama hátt og ég. Hún reiðist ekki, en vissulega sárnar henni, enda held ég að les- endum þætti illa fram við þá komið ef þannig væri til þeirra talað." Svið með frönskum ,,Það hafa líka komið upp spaugi- leg atvik í sambúð okkar sem má rekja til þess hversu ólíkar aðstæður okkar hafa verið. Til dæmis get ég nefnt matargerð Nok. Þar sem hún er vön að elda thailenskan mat er slíkur matur matur hér á boðstólum í flest mál. Stundum er nokkuð erfitt um aðföng og það hefur orðið til þess að úr verða hinir skrautlegustu réttir. Réttir eins og saltfiskbitar í kókosmjólkursúpu, djúpsteiktur óútvatnaður saltfiskur með hrís- grjónum og svið með frönskum, svo nokkuð sé nefnt! Það að búa hér saman er þrátt fyr- ir allt auðveldara en ég átti von á. Það er ekki síst vegna þess að við höfum bæði gengið í gegnum mjög harkalega hluti, höfum kynnst erf- iðum hliðum lífsins, þó hvort á sinn hátt. Ég upplifði í mörg ár það víti sem Bakkus býður þegnum sínum upp á og hún upplifði hroðalega hluti í Thailandi. Sem dæmi get ég nefnt að hún skildi við föður strák- anna sinna þegar þeir voru 2 og 3 ára. Hann var thailenskur boxari og barði hana sundur og saman, svona rétt til að halda sér í formi. Hún flúði og bjó í tæpt ár undir strigadúk í vegkanti, með börnin. Hún vann í byggingarvinnu til að halda lífinu í sér og þeim. Vinnutíminn var tíu tímar á dag og einn frídagur í mán- uði. Hún skildi við strákana undir dúknum á hverjum morgni vitandi að það var ekkert sjálfgefið að þeir yrðu lifandi að kvöldi. Á þessum slóðum var nefnilega mikið um alls- kyns villidýr, mennsk og ómennsk! Strákarnir hafa mikið til sloppið við árásir í skólanum, en sé hrópað að þeim eða þeim strítt láta þeir eins og þeir heyri það ekki. Ég held að okkur gangi ekki síst svo vel vegna þú og fjölskylda þín flytjið inn. Hvað heldurðu að framtíðin beri í skauti sér? „Ég veit ekki fyrir víst hvað er framundan, enda ekki til neins að vera að hafa áhyggjur af því. Ein- hverjar breytingar eru þó í vænd- um, það finn ég. Ég veit að ég kem til með að vinna á meðal fólks og það sem er efst á vinsældalistanum hjá mér í dag er eitthvert starf í lík- ingu við fararstjórn. Þá er Thailand efst á blaði, þar sem hugurinn dvel- ur eðlilega löngum stundum þar. Ég hef líka verið að undirbúa slíkt starf nokkuð að undanförnu með öflun allskyns upplýsinga um ferða- og gistimöguleika þar eystra. Thailand býður upp á stórkost- lega hluti og þar er margt annað að finna en þann ólifnað sem margir telja að sé það eina sem þangað er að sækja. Sögurnar sem fólk kemur með þaðan eru í raun í fullu sam- ræmi við fólkið sem segir þær og það líferni sem það hefur stundað þarna. Þetta þekki ég af eigin reynslu, því þessir hlutir voru efstir á blaði hjá mér þegar ég kom úr fyrstu ferð minni þangað, enda í leit að slíku. Ég er í dag sáttur við sjálfan mig, ég hef komist að því að lífið er dá- samlega þægilegt og gott, þegar við gerum okkur grein fyrir því að við stjórnum því ekki nærri eins mikið og við höldum. Þegar við fæðumst virðumst við eiga að ganga ákveðna braut. Við ráðum sjálf hvort við gerum okkur hana auð- velda eða erfiða. Ef við leyfum hlut- unum, sem koma upp á, að koma upp á, leysum úr þeim á jákvæðan hátt og leyfum þeim að þroska okk- ur, þá verður lífið auðvelt og Ijúft. Við áorkum því jafnmiklu á þann hátt og þegar við erum að reyna að framkvæma eitthvað sem á ekki að gerast. Þetta er líkt hurð með pumpu eins og við þekkjum flest; hún lokast ekkert hraðar þó þú legg- ist á hana af öilum kröftum. Það ger- ir sama gagn að ýta blíðlega á eftir henni með þumalfingrinum." þess að þau þrjú eru svo miklu „nær tilfinningunum" en við íslendingar. Reyndar held að það sé yfirleitt svo með Thailendinga. Þeir vita að ánægjan og tilfinningarnar koma innan frá en ekki utan frá. Strákarn- ir tveir, sem eru 8 og 10 ára, eru sér- staklega athugulir og skemmtilegir. „Nei, mér nægir það ekki. Ég hef ákveðna ævintýraþrá og vagninn minn var einn liður í að svala þeirri þrá. Ég skapaði nýtt útlit, var með nýja vöru. Þetta ævintýri fólst fyrst og fremst í því að takast á við sjálfan mig. Eftir mörg ár í sukki var ég svo feiminn að ég skildi hreinlega ekki uðu þeir mig síaukna vinnu og þá ekki síst við að fylgjast með því að aðrir væru ekki að svíkjast um í vinnunni. Meiri umsvif þýddu meiri peninga, sem aftur kölluðu á aukn- ar áhyggjur, sem urðu til þess að ég seldi eldhúsið og bílinn en hélt vagninum. Hann stendur undir sér Þeir eru svo meðvitaðir um það að hlutirnir eru til að takast á við þá. Við fullorðna fólkið hugsum alltof mikið um hlutina, veltum þeim endalaust fyrir okkur og miklum þá fyrir okkur, í stað þess að ganga til verks. Við afskrifum alltof margt áð- ur en við einu sinni reynum það.“ Nú má lesa út úr þessari sögu þinni að þú sért nokkur ævintýra- maður. Þér virðist ekki nægja að borða, sofa og safna skuldum eins og mörg okkar virðast kjósa að gera? hvernig fólk gat unnið í sjoppu. Þess vegna tókst ég á við það. Ég fór í rauninni tveimur skrefum lengra en áunnin skynsemi sagði til um. Þetta er ég viss um að var ákveðið skref á þroskabrautinni. Þegar það var að baki var svo meiningin að gleypa af- ganginn af heiminum. Ég setti upp heljarinnar eldhús þar sem ég fram- ieiddi rúllur í stórum stíl og smíðaði á sama tíma sölubíl sem var í sama anda og vagninn títtnefndi. Af þessu brölti lærði ég fyrst og fremst það að þó ég hefði meiri peninga þá kost- og vel það og það er fyrst og fremst lítill hópur tryggra viðskiptavina sem sér til þess. Ég hef aídrei aug- lýst, einkum vegna þess að ég er nokkuð viss um að gerði ég það myndi ég ekki anna eftirspurn á há- annatímanum.” Verð kannski fararstjóri Þú stefnir að því að gera húsið á Álftanesinu fokhelt í vikunni og væntanlega líður ekki á löngu þar til kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdélksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Samfarir undir sjálfræðisaldri „Elsku Jóna Ingibjörg. Ég er ekki beinlínis í vand- ræðum en mig langar að fræð- ast um ýmislegt. T.d. er ég rúm- lega fjórtán ára og er ekki hrein meyt Geta foreldrar mín- ir bannað mér að hafa samfarir af því ég er undir sjálfræðis- aldri? Er óeðlilegt að stelpu á mínum aldri sé sama um mey- dóminn og finnist ekki skipta máli hver sviptir hana honum né hvenær? Er verra að byrja að stunda samfarir undir ferm- ingaraldri og ef stelpa er ekki byrjuð á blæðingum? Ég vona, elsku Jóna Ingibjörg, að þú svarir mér. Þín einlæg „Sunneva“.“ Kæra Sunneva, þakka þér fyrir bréfið. Þú ert ekki ein um að velta fyrir þér hvort og hvenær heppi- legt sé að unglingar hafi samfarir í „fyrsta skiptið". Mörgum foreldr- um finnst líka óhugsandi að ímynda sér „börnin" sín í samför- um en eiga auðveldara með að ímynda sér þau í keleríi. Ég er ekki að mæla með því að allir ungling- ar lifi samlífi, en ef við lítum á stað- reyndir málsins í því efni er ljóst að það er ekki óalgengt að stelpur, og strákar líka, hafi sínar fyrstu sam- farir undir sextán ára aldri. Hvernig á aö framfylgja banninu? Stelpur geta, löglega séð, fyrst samþykkt að hafa samfarir þegar þær eru sextán ára gamlar. Þessi lög eru líka sett til verndunar. Við þekkjum dæmi þess að fullorðnir einstaklingar misnoti börn kyn- ferðislega. Samkvæmt lögum má kæra hvern þann sem hefur kyn- mök við stúlku undir fjórtán ára aldri og fangelsa í allt að tólf árum. Þau réttindi, ef svo er hægt að taka til orða, sem unglingur hlýtur við sjálfræðisaldur eru að þá getur hann/hún ráðið dvalarstað sínum og getur sjálf/ur gert vinnusamn- inga. Leyfi til að stofna til skulda fær maður svo ekki fyrr en við átj- án ára aldur, sem er sá aldur þegar einstaklingur verður fjárráða. Sjálfsagt gætu einhverjir foreldr- ar í skjóli áðurnefndra laga bann- að börnum sínum að hafa samfarir undir sextán ára aldri. Hitt er svo allt annað mál hvernig þeir eiga að geta framfylgt þessu banni og hvort barnið eða unglingurinn hlýðir. Mér finnst miklu nær að unglingar fræðist um hvað samlíf snýst um, þekki að hægt er að sýna ást án þess að sanna það með því að „leyfa það“. Aö taka við konu eins og hún kom í vögguna Áður fyrr, þegar amma mín var ung, varðveittu stúlkur meydóm sinn sem eitt það heilagasta sem þær áttu. Stúlka sem svaf hjá strák án þess að þau væru harðtrúlofuð var „fallin stúlka" og konu fannst það mikilvægt að tilvonandi eigin- maður fengi hana í sama ásig- komulagi og „þegar hún kom í vögguna", þ.e.a.s. með óslitið meyjarhaft. Kona á áttræðisaldri sem ég ræddi við um daginn sagði að konur hefðu stundum deilt um það sín á milli hvað ætti að gera við þær konur sem væru ekki hreinar meyjar, því enginn karl- maður vildi þær. Tvöfalda siðgæð- ið (það sem annað kynið má, má hitt ekki) var ríkjandi fyrir tveimur kynslóðum, því karlmenn þurftu að „hiaupa af sér hornin" en kon- ur urðu að varðveita meydóminn. Nú er öldin önnur og viðhorfin hafa mikið breyst; ímynd stelpna stendur ekki eða fellur með því hvort meyjarhaftið er heilt eða ekki. Bara sú einfalda staðreynd að stelpur geta misst meydóminn í leikfimi eða með sjálfsfróun hef- ur breytt þessu. — Þú spyrð svo margra spurninga, Sunneva, að ég verð að svara síðustu tveimur bara í næstu viku. Kveðja, Jóna Ingibjörg. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.