Pressan - 23.11.1989, Síða 27

Pressan - 23.11.1989, Síða 27
Fimmtudagur 23. nóv. 1989 27 sfonvarp FIMNITUDAGUR 23. nóvember Stöð 2 kl. 22.25 MANNAVEIÐAR (Jagdrevier) Þýsk bíómynd Leikstjóri: Wolígang Petersen Adalhlutuerk: Klaus Schwarzkopf, Wolf Roth, Jiirgen Porchnow Segir af fanga sem á skelfing stuttan tíma eftir innan múranna áöur en hann verður látinn laus. Hann strýk- ur engu að síður í þeim tilgangi að ná sér niðri á manni sem engan veg- inn er auðvelt að hafa undir. Sá er kóngurinn sjálfur, þ.e. kóngurinn af Schleswig-Holstein-þorpinu þar sem hann á allt sem hönd á festir og gott betur. Fanginn telur sig eiga við hann óuppgerðar sakir, ætlar að hefna morðs á unnustu sinni, en það gengur ekki sem skyldi. Leikstjór- inn er einn sá þekktasti í Þýskalandi nútímans, gerði meðal annars stór- myndina Das Boot, sem gerist öll í kafbáti í seinni heimsstyrjöldinni. Sú mynd var a.m.k. mögnuð, ekkert enn vitað um þessa. Stöð 2 kl. 00.00 SVO BREGÐAST KROSSTRÉ*’2 (Infidelity) Bandarísk sjónuarpsmynd Gerd 1987 Leikstjóri: Dauid Lowell Rich Aöalhlutuerk: Kirstie Alley, Lee Horsley, Laurie O’Brien Mynd með þessu nafni gefur eigin- lega til kynna hvað gerst getur . . . sem og gerist í þessari mynd. Að auki er boðið upp á tvær dauflegar, uppalegar persónur í aðalhlutverk- um. Því miður. Fjallar annars um hjónaband og framhjáhald. ..J 1 . 24. nóvember Sjónvarpið kl. 22.05 ASTARKVEÐJA FRÁ ELVIS** (Touched by Love) Bandarísk bíómynd gerd 1980 Leikstjóri: Gus Trikanis Adalhlutuerk: Deborah Raffin, Diane Lane, Michael Learned. Myndin er byggð á endurminning- um hjúkrunarkonunnar Lenu Can- ada sem snemma ferils síns hjúkraði rein k»íi eftir Mike Atkinson fötluðu stúlkukorni. Sú átti hins veg- ar í bréfaskriftum við Elvis Aaron Presley sjálfan og myndin segir af þessu sambandi hennar við pappír og penna og Presley. Þetta er, eins og allir sjá sennilegast, mynd af þeirri gerðinni sem Ameríkönum fer verst að gera, nefnilega á tilfinn- ingalega sviðinu. Tvær stjörnur eru þess vegna yfrið nóg. Stöð 2 kl. 22.20 JAYNE MANSFIELD** (The Jayne Mansfield Story) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerö 1980 Leikstjóri: Dick Lowry Adalhlutverk: Loni Anderson, Arnold Schwarzenegger, Raymond Buktenica, Kathleen Lloyd Hér er fjallað um ævi leikkonunnar Jayne Mansfield, sem var ein aðal- kvenhetja Hollywood á sjötta ára- tugnum. Hún yfirgaf mann sinn og heimabæ til að freista gæfunnar á sínum tíma og auðnaðist að ná um- taísverðri frægð og frama. Hún þótti víst nokkuð framagjörn, óþarflega segja sumir, og sveifst einskis til að ná sínu fram segja þeir hinir sömu. Loni Anderson, eiginkona Burt Reynolds, leikur Mansfield og þykir ekki standa sig nægjanlega vel. Mynd sem skríður upp í meðallagið. Stöð 2 kl. 00.00 HINN STÓRBR0TNI (Le Magnifique) Frönsk bíómynd Leikstjóri: Philippe De Broca Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo, Jacqueline Bisset, Vittorio Caprioli, Monique Tarbes Gamla sagan um rithöfund og per- sónu hans sem verður honum yfir- sterkari á endanum. Þessi segir af metsöluhöfundi nokkrum sem skrif- ar ævintýrabækur og þarf að Ijúka einni á mánuði svo vel megi vera að mati útgefandans. Þetta leiðir af sér að maðurinn gerir ekki annað en vinna, utan hvað hann stelst til að horfa á unga stúlku sem býr í íbúð HlS S'VlMAR AF HUNGRI gegnt hans. Hann þorir þó illa að nálgast hana en þegar hann lætur loksins verða af því kemur í ljós að hún er óskaplega hrifin af þeirri sögupersónu sem hann hefur skap- að. Rithöfundurinn verður því að keppa við eigin sögupersónu um hylli konunnar. Stöð 2 kl. 01.30 BARNSRÁNIÐ*,/z (Rockabye) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerð 1986 Leikstjóri Richard Michaels Aðalhlutuerk Valerie Bertinelli, Ja- son Alexander, Ray Baker Ung, fráskilin kona er á leið til föður síns með lítið barn sitt meðferðis þegar hún verður fyrir því óláni að barninu er rænt. Hún leitar til lög- reglunnar sem lítið getur aðhafst, á hinn bóginn verður áhugasöm blaðakona henni hjálpleg. Þessi mynd þykir ekki þess virði að eyða í hana tíma, verðskuldar lægstu einkunn. 25. nóvember Stöð 2 kl. 21.20 HINIR VAMMLAUSU (The Untouchables) Bandarísk bíómynd Gerö 1987 Leikstjóri: Brian De Palma Aðalhlutverk: Keuin Costner, Sean Connery, Robert De Niro, Charles Martin Smith, Andy Garcia Myndin segir af falli Al Capones, en eins og menn vita réð hann öllu í Chicago á fjórða áratug aldarinnar, á bannárunum svokölluðu. Hann var með lögguna í vasanum og mút- aði öllum þeim sem hann ekki kom fyrir kattarnef. Elliot Ness og mönn- um hans varð hins vegar ekki mút- að og myndin segir af átökum Ness við Capone, en sá fyrrnefndi hafði á endanum betur eftir að mikið blóð hafði runnið og margur maðurinn fallið í valinn. Robert De Niro leikur Capone og gerir það býsna vel, þó ekki jafnvel og Sean Connery leikur hlutverk aðstoðarmanns Elliots Ness, enda fékk Connery Óskars- verðlaunin fyrir hlutverk sitt. Þetta er hörkumynd, lokaatriðinu þykir svipa til Herskipsins — Potemkin, myndar Sovétmannsins Eisensteins. Brian De Palma hefur verið mistæk- ur en nær sér allvel á strik í þessari mynd, þó eins og venjulega beiti hann ofbeldi umfram það sem kvik- myndaformið, söguefnið og frá- sagnarhátturinn krefjast. Myndin fær hæstu einkunn hjá Maltin, fjórar stjörnur, og þar sem hún er giska al- þýðleg í allri framsetningu og um- fjöllun á hún að vera við hæfi allra, nema barna að sjálfsögðu. Sjónvarpiö kl. 21.40 ZAPPA***,/2 Dönsk bíómynd Gerö 1982 Leikstjóri: Bille August Aðalhlutverk: Adum Tunsberg, Morten Hof Peter Reicliardt Absólútt frábær unglingamynd, sterk, kröftug, vel skrifuð, frábær- lega leikin af strákum á unglings- aldri og með dúndrandi undiröldu. Segir af þremur strákum sem koma hver úr sinni stétt og hafa hver sína skapgerð. Yfirstéttardrengurinn hefur forystuna í hópnum, oftast á kostnað þess sem lægstur er, mið- stéttin fylgir í kjölfarið. Þeir taka upp á hrekkjum sem í fyrstu eru ein- faldir og skemmtilegir, en þeir taka brátt á sig aðra mynd. Svo gerist eitt- hvað og þá er ekki aftur snúið. Myndin er eftir Bille August, sem þarf ekki að kynna, höfund Pelle sigurvegara sem nú gengur í Regn- boganum, gerð eftir samnefndri skáldsögu Bjarne Reuter. Næst- hæsta einkunn — án hiks eða um- hugsunar. Sjónvarpiö kl. 23.20 GRÁIREFURINN*** (The Grey Fox) Kanadísk bíómynd Gerð 1982 Leikstjóri: Phillip Boros Aðalhlutverk: Richard Farnsworth, Jackie Burroughs, Wayne Robson Myndin segir af Bill nokkrum Miner sem var póstvagnaræningi ein- hvern tímann í fyrndinni. Hann sit- ur í fangelsi í rúmlega þrjátíu ár fyrir vikið, losnar og ákveður þá að leggja til atlögu við lestirnar sem hafa tekið yfir í millitíðinni. Þetta er góð mynd eftir því sem kvikmynda- handbókin segir, að vísu er hún kannski dálítið hæg og værðarleg en stórleikur Farnsworth í aðalhlut- verkinu vegur það upp. Stendur vel fyrir þremur stjörnum. Stöð 2 kl. 03.20 MAURICE*** Bresk kvikmynd Gerð 1987 Leikstjóri: James luory Aðalhlutverk: James Wilby, Hugh Grant, Rupert Graves, Denholm Elliolt o.fl. Undurfalleg mynd, afskaplega vel leikin og gerð, hvernig sem á það er litið. Gerð af hinum ágæta Mer- chant/lvory-hóp þar sem fag- mennskan er allsráðandi. Segir af ungum Bretum á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Þeir þurfa að tak- ast á viö lífið eftir að skóla lýkur um leið og þeir þurfa að takast á við kynhneigð sína í landi og á tímum þar sem samkynhneigð var ekki viðurkennd sem hluti af samfélag- inu, þrátt fyrir að alla tíð hafi hún verið áberandi í breskum heimavist- arskólum. Eins og venjulega er end- ursköpun gengins tíma eitt af helstu aðalsmerkjum þeirra félaga Mer- chants/lvory en um leið sterk leik- stjórn, fágun og heildstæð útkoma. Hreint afbragð, þó ekki sé við því að búast að myndina sjái nokkur mað- ur, enda er hún sýnd um miðja nótt, lýkur ekki fyrr en á 6. tímanum um morguninn. njatt.. GEF&V MAT7 HANN /f-TT\ 'aðfa'sfk UMBOOSMANW/ dagbókin hennar dúllu /ýk F' 'R é -V r / Það er alveg makalaust hvað ég dregst mikið inn í pólitík miðað við það að stjórnmál fara ferlega í mín- ar fínustu. . . En það var peninga- leysið, sem stjórnaði því að ég fór að vinna með Guðrúnu vinkonu á landsfundinum hjá Alþýðubanda- laginu um síðustu helgi. Ég er ekki orðin neinn sossi, þó Addi bróðir stríði mér á því! Ég var sko ákveðin í að heyra ekki svo mikið sem eitt orð af þessu kommakjaftæði, svo ég mætti með vasaútvarpið mitt með heyrnar- tækjunum og hélt að málinu væri reddað. Þá kom hins vegar í ljós að við áttum að afgreiða kaffi og svo- leiðis og það var gjörsamlega von- laust að heyra ekki hvað fólkið var að biðja um! Öll mín plön urðu sem sagt að engu og ég neyddist til að hlusta á þetta eilífa rifrildisstagl, sem var verra en þegar mamma og amma á Einimelnum eru í kasti — og þá er mikið sagt. Mér fannst allir þarna eitthvað svo ofsalega reiðir, alveg eins og þegar fólk úr mismunandi flokkum er að rífast í sjónvarpinu. Ég var sér- staklega hissa á því hvað konurnar gátu verið grimmar. (Að minnsta kosti miðað við konurnar í Kvenna- listanum, sem eru alltaf svo rosa ró- legar og stilltar þó kallarnir séu að reyna að æsa þær upp.) Þær voru sko ekki baun hræddar við að standa fyrir framan allt þetta lið og skammast. Ég verð örugglega aldrei svona hugrökk, því ég roðna svo ógeðslega ef ég þarf að tala fyrir framan fullt af fólki. . . En þessar sömu konur voru síðan ekkert nema elskulegheitin við okkur stelpurnar, þegar þær komu að fá sér kaffi og þannig. Til dæmis kon- an, sem fékk fatalánið. Hún var voða almennileg og kjaftaði heill- engi við mig, eins og ég væri full- orðin manneskja. Hún spurði mig hverra manna ég væri, en þegar ég minntist á ömmu á Einimelnum varð hún allt í einu ofboðslega al- varleg og upptekin og flýtti sér í burtu. (Amma sagði mér seinna að hún hefði lent með þessari konu í fermingarveislu og sagt henni þá sitt af hverju til syndanna. . .) Annars voru Allaballa-kallarnir miklu, miklu frekari en konurnar. Ég var skíthrædd við suma af þeim, maður. Tveir af ráðherrunum eru t.d. með svo sjúklega stingandi augu að maður fer alveg í flækju af hræðslu. Ég er viss um að svona hvöss augu eru meiriháttar hentug í pólitík, því það þorir enginn að segja bofs á meðan þetta augnaráð stingur sér inn í merg og bein. En mér finnst skrýtið að þessir kallar skuli eiga konur og börn... Ætli þeir verði ofsa ljúfir og öðruvísi, þegar þeir koma heim á kvöldin? Ég get barasta alls ekki ímyndað mér þá í svoleiðis „sitúasjónum". Eitt var samt gaman við helgina og það var að sjá í alvörunni frétta- mennina, sem eru í sjónvarpinu. Sumir voru alveg jafngrimmir og Allaballarnir og mjög alvarlegir á svipinn, en ég varð voða hrifin af einum sem vinnur hjá útvarpinu og er með skegg. Hann talaði heilmik- ið við mig, alveg eins og kjóiakon- an, þó ég væri bara í kaffinu og því. Ég ætla alltaf að fylgjast með frétt- unum, sem hann er með!

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.