Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 12
12
Fimmtudagur 18. jan. 1990
SÖtUtURN
Ibúar í
Húsnæðið viö Hólmasel stendur autttjHeimíld
að húsaleiga þar hafi verið á „Laugavegsverði
:kar herma
Þeir sem ekki hcafa bifreið til umráða
kvarta oft undan þvi að þjónusta i ibúð-
arhverfum sé of litil. Ein og ein matvöru-
verslun á stangli nægi engan veginn;
ekki sé annað sæmandi en settir séu upp
almennilegir verslunarkjarnar, þangað
sem ibúar geti sótt alla almenna þjón-
ustu. En hvað gerist þegar slikar verslun-
armiðstöðvar eru settar upp?
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON
^Séíjahverfi í Breiðholti hefur
^erið gerð tilraun til að setja upp
verslunarkjarna í Hólmaseli 2—6.
Þar voru starfræktar fataverslun
og bókaverslun. Tommaborgar-
ar voru settir þar upp, blómaversl-
un, myndbandaleiga, fatahreins-
un og bakarí. Öll þessi fyrirtæki
hafa verið lögð niður. Verslunar-
kjarninn er í algjörri lægð um þess-
ar mundir þó þarna sé ennþá sölu-
turn, sólbaðsstofa og veitinga-
staður. Húsnæðið sem hinar versl-
anirnar stóðu í stendur ennþá autt
og eftir því sem heimildir okkar
herma var það leigt út á svipuðu
verði og samskonar húsnæði við
Laugaveginn.
Hélt að tíma þyrfti
til kynningar
Sigríður Magnúsdóttir rak
bóka- og ritfangaverslunina Bóka-
sei í Hólmaselinu um tveggja og
hálfs árs skeið. Hún sagði í samtali
við Pressuna það rétt að íbúar Selja-
hverfis hefðu ekki skipt verulega
mikið við verslunina: „Það er
kannski fulldjúpt í árinni tekið að
segja að enginn hafi komið þarna
inn; en þeir voru alltof fáir sem það
gerðu. I rauninni breyttist ekkert;
salan var alltaf eins. í fyrstu hélt ég
að verslunin þyrfti ákveðinn tíma til
kynningar og að vekja þyrfti athygli
íbúanna á að þessa þjónustu væri-
hægt að fá í Seljahverfinu. Sú var
ekki raunin og reksturinn breyttist
ekkert. Mikið til var það sama fólkið
sem kom aftur og aftur; fastir kúnn-
ar. Þessi tími kenndi mér að það
þýðir ekki að reka bókaverslun í
hverfum sem þessum. Að minnsta
kosti hef ég ekki hug á að þjóna íbú-
um Seljahverfis aftur!"
Sækja þjónustuna
niður I bæ
Tommaborgarar voru starfrækt-
ir í Hólmaseli í rúmlega ár. Giss-
ur Kristinsson var eigandi fyrir-
tækisins og í samtali við blaðið
sagði hann að íbúar Seljahverfis
kærðu sig greinilega ekki um þjón-
ustu af þessu tagi í hverfinu: „Ibú-
arnir virðast fara niður í bæ eftir
þjónustunni," segir hann. „Þegar
verslunarmiðstöðin var opnuð voru
þar myndbandaleiga, hraðhreins-
un, fataverslun, bókabúð, blómabúð
og alls konar fyrirtæki í gangi. Þetta
er allt saman farið. Það hlýtur að
segja sína sögu um það hversu nauð-
synleg þessi þjónusta hefur þótt."
Gissur segir að Tommaborgarar
hafi reynt að hafa alls kyns tilboð í
gangi í fyrstu, meðan verið var að
kynna íbúunum veitingastaðinn:
„Það gekk ekki heldur," segir hann.
„Menn gáfu sér ýmsar ástæður fyrir
því að jafnilla gengi og raun bar
vitni. Meðal þeirra var að verktak-
inn að byggingunni gekk ekki end-
anlega frá húsnæðinu og það var
ekki gengið frá lóðinni. Sjálfsagt
hefur umhverfið eitthvað spilað inn
í, en mér finnst það ekki nægilega
gild ástæða til þess að fólk hafi ekki
látið sjá sig þarna. Það er nokkuð
mikið þegar öll fyrirtækin sem hófu
starfsemi í húsinu eru hætt. — Við
létum okkur hafa það að reka fyrir-
tækið í eitt ár í þeirri von að þegar
fleiri fyrirtæki bættust í húsið
myndu þau sameiginlega laða að
það marga að eitthvert vit væri í
þessu. Hugsun okkar í upphafi var
að færa starfsemi okkar út í hverfin
til fólksins, en það gekk svona frá-
bærlega!"
Sérverslanir ganga
elcki í úthverfum
Guðlaugur Ásgeirsson er ann-
ar eigenda söluturnsins Allt gott,
sem starfræktur hefur verið í
Hólmaselinu i tvö og hálft ár.
„Það er alveg jafnmikið að gera
niðri í bæ. Það gleymdi því að hér
væri efnalaug. Sólbaðsstofan hefur
verið hér frá upphafi og gengur vel.
En litlar sérverslanir ganga ekki hér.
Fólk keyrir niður í Kringlu til að
kaupa sér einn blýant. Bókabúðin
var til dæmis starfrækt hérna á jól-
unum '88 og hafði sama úrval af
bókum á sama verði og aðrar bóka-
búðir. Meðan fólk beið í biðröð í
Kringlunni til aö kaupa bókina um
Vigdísi forseta um þau jól seldist
varla bók i bókaversluninni hér."
þjónustu. — Fólk virðist halda að
allt hljóti að vera betra í Reykjavík-
inni eða riiðri i bæ, þannig að versl-
anir í úthverfum lognast út af. Það
er mjög slæmt að ekki skuli vera
hægt að halda uppi þjónustu annars
staðar en í kjarna Reykjavíkur."
Hó húsaleiga og
fóir viðskiptavinir
Brynja Axelsdóttir rak verslun-
/ þjónustumiðstöðinni við Hólma-
sel stendur autt verslunarhúsnæði.
Verslunum og fyrirtœkjum sem
þar voru starfrœkt hefur verið lok-
að vegna lítilla viðskipta.
hjá okkur núna og var fyrst þegar
við opnuðum," sagði Guðlaugur.
„Það er ekkert sérstakt við það að
nokkrar verslanir hafa lokað. Hvar
gengur bókaverslunin í úthverfi?
Hvergi. Þróunin er sú að fólk sækir
í stærri verslanirnar. Með tilkomu
Mjóddarinnar hérna í Breiðholtinu
hafa sérverslanir ekkert hér að
gera. Hér var líka starfrækt fata-
verslun. Hvar í úthverfi ganga slíkar
verslanir? Hvergi. Kannski ein og
ein sérstök búð. Það sem ég var hins
vegar ósáttastur við er að hér við
hliðina á mér er starfrækt bakarí
þar sem einungis er bakað núorðið.
Áður var verslun í tengslum við bak-
aríið en hún hefur verið lögð niður.
Eigendurnir sáu sér ekki fært að
halda áfram með smásölu því við-
skiptin fóru stöðugt minnkandi. íbú-
arnir kvarta yfir að fá ekki næga
þjónustu í hverfinu, en þeir líta sér
ekki nær. Hér var líka efnalaug, en:
fólk ók framhjá með fötin í hreinsun
Eins og þorp
úti á landi
í verslunarkjarnanum við Hólma-
sel vár rekin blómaverslunin Selja-
blóm. Eigandi hennar var Guð-
munda Guðlaugsdóttir sem sagði
í samtali við blaðið að ástæður þess
að hún hætti rekstri verslunarinn-
ar hefðu verið persónulegar: „Ég
ætlaði mér að þrauka og reyna að
minnsta kosti í tvö ár,“ sagði Guð-,
munda. „Hins vegar virðist mér al-
veg ljóst að úthverfin eru í rauninni
eins og þorp úti á landi. Þar skiptir
fólk ekki við verslanirnar í þorpinu
heldur vill sækja allt til Reykjavíkur.
Þegar það síðan af einhverjum
ástæðum kemst ekki þangað er það
óánægt með að búið sé að leggja
niður sambærilegar verslanir í
þorpinu! Því miður virðist þetta
einnig gilda um íbúa Breiðholtsins,
þeir fara úr hverfinu til að sækja
ina Selið við Hólmasel, þar sem
seldur var kven- og barnafatnaður.
Hún segir að það hafi ekki verið fyrr
en hún hafði ákveðið að loka sem
íbúar höfðu orð á þvi að nauð-
synlegt væri að hafa verslun af
þessu tagi í hverfinu: „En þangað til
sáust þeir lítið!" segir Brynja. „Mér
sýnist lítið þýða að reka sérverslun
af einhverju tagi í þessu hverfi. Ég
var með þessa verslun í tvö ár og
bauð upp á sömu vöru og hægt var
að fá niðri í bæ og í Kringlunni. Eigi
að síður lagði fólk leið sína fremur í
bæinn. Ég veit að ég var með nóg
úrval; það sögðu viðskiptavinirnir
mér að minnsta kosti."
Þegar Brynja er spurð hvort rétt
sé að húsaleigan hafi verið jafnhá
og á Laugaveginum svarar hún að
„leigan hafi verið há". „Hins vegar
var húsaleigan ekki aðalvandamál-
ið heldur það að íbúar hverfisins
skipta ekki við þær verslanir sem
þar eru settar upp."