Pressan - 18.01.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 18. jan. 1990
19
| fólk
i dettur heima hjá sér
er meira bölvað vesenið, endurtók
konan reiðilega, svo heimtar hún
örugglega að við heimsækjum hana
daglega í spítalann. Hvaö á hún
lengi í þessu? — Það er ekki vitað,
svaraði ég, en reiknaðu með nokkr-
um vikum. Margt gamalt fólk er
lengi að jafna sig eftir svona bein-
brot, það liggur oft mikið fyrir og
það veikir beinin enn og auk þess
missa margir kjarkinn við að detta.
Varúdarrádstafanir
— Hvað á maður aö gera, sagði
konan, svo þetta endurtaki sig ekki?
— Fyrst skaltu fleygja út þessari
hryllilegu rýamottu, sagði ég,
mamma þín datt á henni og sagðist
iðulega hafa hrasað um hana gegn-
um tíðina. — Æ, sagði konan, hann
rýaði þetta hann Bói bróðir einu
sinni, og mamma hefur alltaf haldiö
upp á þessa mottu. — Svo á hún
mamma þín aö ganga með gleraug-
un sín, þó henni finnist þau Ijót, og
ekki að ganga á þessum lausu inni-
skóm. Hún verður óstöðug á fótun-
um á þeim, svo hún ætti aö fá sér
betri skó. Svo þarf að koma hlutun-
um þannig fyrir, að allt sem hún not-
ar daglega sé í neðri hillunum í
skápunum, svo hún þurfi ekki að
prtla upp á stóla að óþörfu. Setjiöi
líka handföng inn á baðherbergiö
svo hún geti stutt sig við eitthvaö og
vegið sig upp úr baðkerinu. — Kn
þessi lyf, sem hún er að taka, verður
hún ekki óstöðug af þeim? spurði
konan. — Jú, það er satt, sagði ég.
einhvern tímann sá ég að stór hluti
gamalmenna sem dettur inni í
sjúkrahúsum er með umtalsvert
magn af einhverju svefnlyfi í líkam-
anum sem gerir þau óstöðug á fót-
unum. Auðvitað á helst ekki að gefa
gömlu fólki svefnlyf til langframa,
heldur hjálpa því yfir svefnleysið
með hættuminni aðferöum. Mikið
af lyfjum sem gömlu fólki er gefiö
vegna blóðþrýstingshækkunar,
svefnleysis, svima og þunglyndis
getur haft slæm áhrif á jafnvægið og
aukið hættuna á byltum. Við ver(S-
um að skoða þetta allt meðan hún
er í sjúkrahúsinu. Auk þess veröur
að hafa reglulegt samband við hana
á hverjum degi. Ég þekkti einu sinni
gamla konu úti i Svíþjóö sem hitti
alltaf nágrannakonu sína í hverfis-
sjoppunni daglega, því gamla kon-
an fór alltaf þangatí og keypti sér
bita af Klóetta-súkkulaði. Svo var
það einn morguninn aö nágranna-
konan hitti ekki þá gömlu í búðinni
og fór og hringdi hjá henni. Knginn
svaraði svo hún lét lögregluna vita
og þá kom í Ijós aö gamla konan lá
á gólfinu heima hjá sér fótbrotin. Kf
nágrannakonan hefði ekki veitt því
eftirtekt aö sú gamla var ekki mætl
á venjulegum tíma til að kaupa Kló-
etta-súkkulaðið hefði hún sennilega
legiö á gólfinu til eilífðarnóns.
— Eigum við kannski að pína
mömmu til að fara að borða súkku-
laði? spurði konan og hafði misskil-
ið alla söguna. — Seigar eru gam-
alla manna sinar, en brotthætt
bein, sagði ég spekingslega, fékk
greitt fyrir vitjunina og fór heim.
WVG
KOTASÆLA
fitulítil og freistandi
Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni:
Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d.
kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni
á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika.
KOTASÆLA - fitulítil og freistandi
Um áramótin lækkaöi allt lambakjöt um 8%.
I Sparaðu og kauptu lambakjöt.
SAMSTARFSHOPUR
U M SÖLU LAMBAKJÖTS