Pressan - 18.01.1990, Blaðsíða 26
26
Fimmtudagur 18. jan. 1990
$m
„Ég liffi þetta eklci aff! Þetta skal
ég sko aldrei gera afftur. . .!"
Lofforð aff þessu tagi haffa flestir
(sem aldur haffa til!) örugglega
geffið offtar en einu sinni. Dagur-
inn efftir áfengisdrykkju er dagur
sem engan langar að endurliffa.
Slikt lofforð endist venjulega ekki
lengi, að minnsta kosti ekki leng-
ur en að þvi kvöldi sem ástæða er
til að fá sér afftur „i glas".
Við, sem hétum þvi svo innilega
með sjálffum okkur og i heyranda
hljóði að svona timbruð skyldum
við aldrei aftur verða, erum fljót
að gleyma. Þetta eina glas i við-
bót væri betur látið ósnert — en
eitt glas, það skaðar varla? En
hvað er það sem gerist og eru til
aðferðir sem fyrirbyggja timbur-
menn/þynnku?
EFTIR: ONNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR QLASQN
Timbraðri af vodka en vískíi?
Það er ekkert skrýtið að þeim þunna skuli finnast sem hann
sé að skrælna. Áfengið veldur því að sýrur dælast inn í blóðiö,
blóðsykurinn fellur og fylgiefni áfengisins eru ekki það besta
sem líkamanum er boöiö upp á. (Fylgiefni þessi myndast viö
gerjun og eimast með vínandanum.) Því fleiri fylgiefni sem eru
í glasinu, því verri veröur þynnkan. Flest fylgiefni eru í kon-
íaki, kampavíni, rommi, sérríi og viskíi en fæst í bjór, hvít-
víni, gini og vodka.
Sumir eru viðkvæmari en aðrir fyrir þessum fylgiefnum og
sannaö þykir aö sum þeirra framkalli hiifuðverkjaköst hjá
þeim sem viðkvæmir eru í höfði.
Gamla orðatiltækið „aldrei blanda saman vínberjum og
korni" er ekki úr lausu lofti gripið. Þessi tvö efni vinna illa sam-
an og séu drykkir meö sitthvoru efninu drukknir til skiptis eða
saman kallar það á slæma þynnku. Það er því sama hvort þú
vilt trúa á gömul orðatiltæki eða ekki — þér ér óhætt að treysta
því að það eina rétta er að blanda aldrei saman áfengistegund-
um! ,,Ég blanda aldrei saman tegundum," sagði konan, hellti
í sig vodka og horfði með fyrirlitningu á hina, sem fengu sér
rauðvín með kjötinu. Sú slapp hvorki við höfuðverkinn né
máttleysið, því þótt kenningin hafi auðvitað verið rétt gleymdi
hún þó að magnið skiptir líka máli. . .!
Að drekka hægt eða hratt
Best er auðvitað að blanda áfengi með óáfengu; því meira
sem áfengið er þynnt út, því betra hvað þynnku varðar. Víni
og bjór ætti aldrei að blanda saman, því fylgiefnin í þeim teg-
undum vinna mjög illa saman.
Það er ekki nóg að halda sig við einn einfaldan, þynntan út
með gosdrykk. Því hraðar sem drukkið er, því meiri líkur eru
á slæmum eftirköstum. Þetta stáfar af þvi að lifrin í okkur vinn-
ur á ákveðnum hraða og hlutverk hennar er að vinna eiturefn-
in úr áfenginu og fylgiefnin úr vökvanum. Ef við drekkum svo
hratt að lifrin hafi ekki tök á aö skila sínu verki erum við að
bjóða höfuöverknum heim. Eitt glas af léttu víni, sérri eöa
vermút á klukkustund er hæfilegt magn fyrir lifrina að vinna
úr og viljirðu drekka aðrar tegundir skaltu ekki drekka meira
en 'A lítra af bjór eða einn einfaldan af brenndu víni.
Áður en farið er að neyta áfengis
En er á einhvern hátt hægt að undirbúa sig áður en byrjað
er að neyta áfengis? Já, það er hægt. Áður en byrjað er að
drekka er til dæmis mikilvægt að undirbúa magann fyrir það
áfengismagn sem hann á eftir að þurfa aö taka á móti. Þá er
ágætt að borða feita fæðu til að „klæða" magann að innan og
drekka kolefnaríkan drykk. Brauð með smjöri er ágætis fæða
í þessum tilgangi. Drekktu einnig mikið af vatni áður en þú
byrjar að neyta áfengis. Vatniö fyllir magann og kemur í veg
fyrir að þú byrjir á að svolgra vínið í þig.
Eftir að áfengi hefur verið drukkið
Eftir að þú ert hætt/ur að neyta áfengis skaltu drekka eins
mikiö af vatni og þú getur í þig látið til að hreinsa líkamann.
Reyndu líka að borða milda fæðu, til dæmis þurrt brauð eða
kornmat, þar sem slík fæða róar magann. Barþjónn á
Savoy-hótelinu í London, Tony Dorelli að nafni, gefur gest-
um sínum gjarnan uppskrift að drykk, sem hann ráðleggur
þeim að skella í sig áður en farið er að sofa. Hann er búinn
þannig til að blandað er saman hálfum lítra af vatni og einni
teskeið af ólífuolíu. Þessi drykkur segir Tony að rói magann og
verndi hann fyrir áhrifum áfengisins. Og þeir sem geti komiö
þessari blöndu niður verðskuldi svo sannarlega að líða vel dag-
inn eftir!
Ráð sem geta (mögulega) hjálpað
„Morgunninn eftir" er það sem þessi grein snýst um. Hvaö á
maður að gera þegar trumbusláttur er í höfðinu, herbergið
hringsnýst og þér finnst að fæturnir á þér séu orðnir að deigi?
Nokkur ráð, sem mælt er með að þeir timbruðu reyni að fylgja:
1) Drífðu þig út úr rúminu og beint í sturtu.
Stattu undir heitu vatni í nokkrar mínútur. Skiptu
síðan um hitastig og láttu kalt vatn bylja á þér í
hálfa mínútu. Endurtaktu þetta þrisvar — eða eins
oft ogþú þolir. Þetta er óbrigðul aðferð til að koma
blóðrásinni af stað og sjálfum þér á hreyfingu.
2) Ekki borða þungan morgunverð, sama
hversu svangur þú ert. Lifrin í þér er þegar komin
íyfirvinnu við að hreinsa alkóhólið úr líkamanum
— ekki bæta á hana! Láttu þér nægja einfaldan
morgunverð, til dæmis kornmat eða ristað brauð.
3) Þegar þú ert komin(n) fram úr skaltu drekka
eins mikið af vatni og þú getur. Líkaminn þarfnast
þess að fá nóg af vatni til að skilja út eiturefnin og
fá til baka allan þann vökva sem hann hefur misst
út við áfengisdrykkjuna.
4) Hárþvottur er einn þátturinn íþví að líða bet-
ur. Um leið og þú hefur losnað við reykingalyktina
úr hárinu og finnst þú hreinni líður þér betur.
5) Léttar öndunaræfingar gera þér gott. Þær
auka súrefnisstreymi til blóðsins og þú hressist
við. Reyndu til dæmis eftirfarandi öndunaraðferð:
Sittu bein(n) og dragðu andann að þér í gegnum
nefið. Fylltu maga og lungu aflofti. Haltu andanum
niðriíeina sekúndu. Andaðu rólega frá þérígegn-
um munninn. Endurtaktu þessa æfingu fimm sinn-
um. Andaðu síðan hægt og rólega og hleyptu loft-
inu út í gegnum nefið í rykkjum. Endurtaktu þessa
æfingu fimm sinnum.
6) Æfingar endurvekja orkuna sem þér finnst
með öllu horfin. Farðu í hressilega gönguferð eða
skokkaðu. Ef þú treystir þér skaltu endilega gera
erfiðari leikfimisæfingar. Þér mun líða þúsund
sinnum betur!
7) Endurnýjaðu vítamínforða líkamans. Alkó-
hól getur nefnilega gert útaf við það magn sem var
í þér „í gær“!
8) Og auðvitað segja sérfræðingarnir að konur
þoli áfengi 30% verr en karlmenn! Þetta stafi af því
að konur hafi meiri fitu í líkamanum en karlmenn
og þar af leiðandi „fyllist“ heili og lifur kvenna
Flestir kunna rad til ad
lifa af daginn sem lík-
aminn virdist skrœlnadur,
höfudid fullt af blýi og
fœturnir sem deig. En
duga þessi ráö — og eru
til önnur?