Pressan - 18.01.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 18.01.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. jan. 1990 13 Veitingastaðurinn Hólmi hefur veriö starfræktur frá því í haust. Fáum virð- ist kunnugt um aö þarna sé fullbúinn matsölustaður. „Ekki einungis við ibúa Seljahverfis að sakast," segir eigandi staðarins. Fullkominn matsölustaður Skúli Jóhannesson haföi starfað sem framreiðslumaður á veitinga- húsum og fannst full þörf á að setja upp vistlegt veitingahús fyrir þá 14.000 íbúa sem byggja Breiðholtið. Hann opnaði í byrjun október stað sem tekur 42.j>esti og býður upp á steikur, hamborgara og pizzur auk þess að vera með vínveitingaleyfi. En honum kom á óvart hver við- brögð íbúanna voru: ,,Það er eins og íbúar hverfisins viti ekki af þessari þjónustumiðstöð hérna í Hólmaselinu," sagði Skúli. ,,Ég vil nú ekki eingöngu kenna íbú- unum um. Þjónustumiðstöðin er staðsett inni í miðju íbúðarhverfi og vel má vera að mörgum sé hrein- lega ekki kunnugt um að hér er ver- ið að reyna að halda uppi þjónustu fyrir íbúana. Fólk vill hafa þjónustuna en virð- ist ekki hafa nægilegan áhuga á að nota hana," segir Skúli. ,,Mér virðist oft sem fólk fari hálfsofandi út í bil- ana sína á morgnana, vakni í vinn- unni, hálfsofni í bílnum á leiðinni heim og sofni svo alveg þegar þang- að er komið. — Það hreinlega virðist sem fólk viti ekki af því að hér í hverfinu er verið að halda uppi þjónustu. Hér er ég með fullbúinn veitingastað með bestu þjónustu sem ekki allir vita um." Skúli er þeirrar skoðunar aö Reykjavíkurborg hafi ekki staðið sig í stykkinu: „Mér skilst að fyrir löngu hafi átt að yera búið að gera eitt- hvað fyrir umhverfið hér í kring. Hér er til dæmis falleg andatjörn, sem ekki ein einasta önd er á. Það vantar ekki að hægt sé að gera vist- legt hérna. — Ég er þeirrar skoðun- ar að auðvelt sé að efla lífið hérna, eins og við þekkjum til dæmis úr Gerðubergi. En til þe§s þarf fólkið auðvitað að vita af því að i næsta ná- grenni sé þjónustumiðstöð. Flestum finnst eðlilegt að auðvelda sér lífið með því að skipta við þá sem næstir eru í stað þess að taka strætisvagn eða fara upp í bifreið í hvert skipti sem eitthvað vantar eða gera á sér dagamun. Ef fólkið vill raunveru- lega hafa þjónustu í hverfinu sínu verður það auðvitað að stuðla að því að slíkt sé hægt." STAÐGREIÐSLA AF HLUNNINDUM Ferðalög, fœði, falnciður, húsnœði, orka. Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum (þó ekki milli landa) erlendis eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk: Noregurog NewYork Annars ' Svíþjóð borg staðar Almennirdagpeningar 190SDR 180SDR 155SDR Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða ettiriitsstarfa 120SDR 115SDR 100SDR Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk: Gisiing og fœði í einn sólarhring 6.090kr. Gisting í einn sólarhring 3.010 kr. Fœði hvem heilan dag, minnst 10 klst ferðalag 3.080kr. Fœði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.540 kr. Almennir dágpeningar vegna ferðalaga erlendis reiknast þannig, að 50% eru vegna gistingar, 35% vegnafæðis og 15% vegna annars kostnaðar. Hafi gisting erlendis verið greidd frá þriðja aðila reiknast staðgreiðsla af greiddri upphæð ferðafjár þegar 50% af fullri fjárhæð dagpeninga hefur verið dregin frá. Auk þess er heimilt að draga fjárhæð sem samsvarar mati á gistingu í eina nótt frá sl íku ferðafé. Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin lækka um 635 kr. fyrir hvern dag umfram 30. Fæði sem launamanni (og fjölskyldu hans) er látið í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt og skal metið þannig til tekna: Fullt fceði fullorðins 635kr.ádag Fullt fœði bams yngra en 12 ára 509kr.ádag Fœðiaðhluta 254kr.ádag Greiði launamaður lægri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda hans en mat ríkisskattstjóra segir til um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldra tekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis eða að hluta ber að telja til tekna að fullu. FATNAÐUR Fatnaðursem ekki telst til einkennisfatnaðar eða nauðsynlegs hiífðarfatnaðar skal talinn til tekna á kostnaðarverði og eru þœr tekjur staðgreiðsluskyldar. Ávalltskal reikna staðgreiðslu afallri greiðslu launagreiðanda til launamanns tii kaupa á fatnaði. HÚSNÆÐIOG ORKA Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanni í té eru staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna: Fyrir ársafnotreiknast2,7% affasteignamati húsnœðisins, þ.m.t. bílskúrs og lóðar. Sé endurgjald greitt að hiuta skal reikna mismuninn til tekna upp að 2,7% af gildandi fasteignamati. ____________________Húsaleigustyrk ber að reikna að fullu til tekna. __________________ Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat húsnæðishiunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár. Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á . kostnaðarverði. @ RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.