Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 3
X Fimmtudagur 22. febr. 1990 ,,Við núverandi aðstæður og skipulag hefur landsliðið engin tækifæri til að æfa meðan íslands- mótið stendur yfir. Einn leikur í deildinni á viku er alltof lítið til að halda mönnum við efnið. Æfing fjórum til fimm sinnum í viku, rúm- lega klukkutíma í senn, dugir engan veginn til að halda mönnum í topp- æfingu. Það dugir ekki til að halda mönnum í fremstu röð. Þetta nægir einfaldlega ekki til að vinna lið eins og þau bestu t.d frá Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi eða Júgóslavíu. I þessum löndum er æft átta til tólf sinnum á viku allt árið um kring. Við höfum haft tækifæri til að æfa í þrjá mánuði og erum að komast í góða æfingu. Ef við hættum að æfa eins og við höfum gert og létum okkur duga að æfa með félagsliðun- um myndum við strax dala í formi. Þetta eru vandræðin með æfingar með félagsliðunum. Landsliðið æfir helmingi meira en félagsliðin gera." — Hvernig eru samskipti þín við HSÍ? ,,Það er erfitt að ræða það mikið, en síðustu tvo mánuðina hafa öll okkar samskipti gengið eins og í sögu." — Kemur þú til með að halda áfram að þjálfa íslenska landsliðið í handbolta? ,,_Já, ég hef nú gert samning við HSÍ um að þjálfa landsliðið fram til ársins 1993. Þó er gert ráð fyrir að hægt sé að endurskoða samninginn á tímabilinu." Breytingarnar í Austur-Evrópu — Hvernig líst þér á þær breyting- ar sem nú eiga sér víða stað í Aust- ur-Evrópu og eiga uppruna sinn ekki síst að rekja til Póllands? „Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þrjú, fjögur ár hverju þessar breyt- ingar koma raunverulega til með að skila okkur. Vandamál okkar Pól- verja númer eitt, tvö og þrjú er efnahagsmálin. Ef okkur tekst að ná tökum á efnahagsmálunum hjá okk- ur þá er ég ánægður. Það mun þó taka nokkur ár." — Mörg Austur-Evrópuríki hafa staðið mjög framarlega í íþróttum. Hvað áhrif heldur þú að breyting- arnar muni hafa í för með sér á stöðu íþróttanna? „Ég tel að þær verði ekki íþrótta- árangri þessara þjóða til framdrátt- ar. Þeim fylgir ákveðin lausung sem verður ekki afreksíþróttum til góða. Hins vegar munu þær vafalaust verða almenningsíþróttum mjög til framdráttar." Ranghugmyndir um trúarlíf Pólverja — Pólverjar eru almennt taldir mjög trúaðir og góðir kaþólikkar. Ert þú trúaður? „Eg tel mig ekkert trúaðri en gengur og gerist. Annars er mjög erfitt að fara í djúpa umræðu um trú og trúarlíf Pólverja. Oft finnst mér aðrar þjóðir hafa ranghugmyndir um trúarlíf okkar Pólverja." \^-Hefur þú fylgst með íslenskum stjórnm^lum? „Auðvitað veit ég sitthvað um ís- lenska pólitík. En það er ekki mitt að segja að Hannibalsson sé númer eitt, Steingrímur númer tvö og Vig- dís forseti númer þrjú. Það er ekki mitt vandamál og ég dvel hér aðeins sem gestur." — Þú hefur á stundum þurft að vera lengi fjarvistum frá fjölskyldu þinni vegna þjálfunar landsliðsins. Hefur það ekki verið bagalegt? „Jú, vissulega hefur það oft verið vandamál. Ég á tvo stráka sem ganga í skóla í Póllandi. Þegar þeir voru yngri var þetta minna vanda- mál en nú þegar þeir eru orðnir stærri og þarfnast manns kannski meira en áður," sagði Bogdan að lokum og við óskum honum og strákunum góðs gengis í heims- meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu. SKY MOVTES SKY ONE SKYNEWS EUROSPORT SCREENSPORT MTW THE CHILDRENS CHANNEL RTL-V LIFESTYLE FILMNET Pp SAT-1 RTLPLUS PR0 7 TELECLUB TV3 TV5 EBC NORDIC CHANNEL WORLDNET SUPER RAIUNO RAIDUE TVEl 3SAT ASTRA EUR0PES16CHANNEI TELEVISION SATELLITE ÍEHúSlllB Okkur tókst að útveqa allt aö 200 gervihnattadiska meb ótrúlegum afslætti. Samninqur okkar vib bandaríska fyrirtækib EchoStar byggist á magn-innkaupum og er um 4 afgreibslur ab ræbaT 1. hluti: Pöntun verbur ab berast fyrir 1. mars 1990 2. hluti: Pöntun verbur ab berast fyrir 16. mars 1990 3. hluti: Pöntun verbur ab berast fyrir 1. apríl 1990 4. hluti: Pöntun verbur ab berast fyrir 16. apríl 1990 Afgreibslumáti: Væntanlegir kaupendur panta gervihnattadiska fyrir einhverja ábumefnda daqsetningu og greiba 30% stabfestingargjald. Afhendinqardagur er u.þ.b. 2-3 vikum seinna og þá er hægt að: Ganga frá eftirstöövunum meb Euro-, Samkorts- eða Visa-samningum og þá er gefinn 23% afsláttur, eba stabgreiba eftirstöbvarnar og þá fæst 30% afsláttur. Verblisti: Verb: Afb.samn.ver6 (-23%): Stgr.samn.verð (-30%): 1,2 m sporöskjulaga diskur, mono móttakari m/þrábl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptirog lágsuðsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStar SR-1 99.980,-__________76.980,-_________69.950,- 1,2 m sporöskjulaga diskur, stereo móttakari m/þrábl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsubsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStarSR-1500 129.980,-_________99.300,-_________89.980,- 1,2 m sporöskjulaga diskur m/snúninstjakki, mono móttakari m/þrábl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsubsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStar SR-4500 149.980,-__________115.480,-__________104.980,- 1,2 m sporöskjulaga diskurm/snúningstjakki, stereo móttakari m/þrábl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsubsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStar SR-5500 179.980,-__________138.580,-__________125.980,- Hjmmm smmMm&M sfármzt S E ¦UWOCAWD Við tökum velá móti þér! greiöslukjör til allt aö 12 mán SKIPHOLTI19 Xá^- SÍMI 29800 j

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.