Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 17
eru duglegri við að sýna hlýju. Ef við viljum fá landið okkar í blessun og verða iaus við það sem ríöur yfir hinn vestræna heim í glæpum og eiturlyfjum verðum við að halda okkur við kristið verðmætamat. Meðan kristið verðmætamat var meira var minna um þessa hluti. Um leið og stöðug undanlátssemi kem- ur og allir mega haga sér eins og þeir vilja og segja það sem þeir vilja án tillits til þess sem er rétt og rangt er ekki við góðu að búast. Við höf- um séð þetta í skólunum. Banda- ríkjamaðurinn sem skrifaði uppeld- isbók þar sem ekki má aga börn né banna þeim neitt vill nú að bók hans sé tekin af markaðnum og rifin. Hann bendir á að við erum farin að fá í hendurnar fyrstu kynslóðina með þessu uppeldi, og hún sé ekki til fyrirmyndar." Talandi um pabba sem sýna hlýju; hvernig pabbi er hann sjálfur? ,,Ja, það er erfitt fyrir mig að dæma um hvort ég sé góður pabbi eða ekki. En ég vona að ég sé það. . . Ég vona að ívar hafi fengið þá hlýju og kær- leik sem hann þurfti þegar hann var að vaxa úr grasi." Fararstjórn og kraftaverk í fyrrasumar starfaði Halldór sem fararstjóri á vegum Ferðamiðstöðv- arinnar Veraldar á Benidorm og segir að sér hafi komið á óvart hversu mikii vinna það vár: ,,Það var búið að vara mig við, en starfið var miklu meira en ég átti von á. Fararstjórar liggja sko ekki á strönd- inni í sólbaði! í reynd eru það kannski tveir tímar síðdegis sem maður átti smáfrí en það var þó með þeim fyrirvara að bjarga því sem upp á gat komið. En vinnan sem fararstjóri er mjög skemmtileg og maður er alltaf að kynnast nýju fólki." Svo tölum við í smástund um hin og þessi lönd og annað sem tengist starfi Halldórs hjá Veröld, en fyrr en varir erum við farin að tala um kraftaverk sem Halldór er ekki í nokkrum vafa um að séu alltaf að gerast: „Kristindómurinn er fyrst og fremst líf með Guði, en ekki boð og bönn eða reglur. Kristur kenndi okkur að hægt væri að biðja fyrir sjúkum og þeir myndu læknast. Þetta hefur vantað almennt í kristna kirkju. Það hefur vantað kraftinn og það þurfum við að sjá gerast. Við höfum séð fólk læknast af krabba- meini og öðrum kvillum, þrautum og verkjum — bara við bænina. Ég hef upplifað þetta sjálfur. Við höfum beðið fyrir veiku fólki og Guð lækn- aði það. Þetta er ekki tengt spírit- ismanum á nokkurn hátt, að fram- liðnir indíánahöfðingjar komi og hjálpi sjúkum, heldur er þetta bara kraftur Guðs í bæninni. Sko, í dag eru allir að bjóða lausn á öllum hlutum. Það er verið að aug- lýsa armbönd og auglýsingin byrjar einhvern veginn svona: „Ert þú að leita. ..?“ Fyrir nokkrum árum spurði enginn þessarar spurningar, nema kristnir menn. í dag er þetta almennt í umræðunni. Menn eru að leita að lífshamingju, friði og ró, stöðugleika i tilverunni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við getum fundið þetta alit. Hins vegar hef ég enga trú á að lifið breytist í gegnum armband!" Viltu breyta til, komast í nytt umhverfi, slappa af og njóta þess að vera til. Komdu þá til Akureyrar Þú lætur okkur eftir ad sjá um málin, panta hótel, bílaleigubílinn, miða í leikhús eda hvað annað sem þú vilt. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF. AKUREYRI TOURIST BUREAU FLUGLEIÐIR * ! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF [1 gg®' Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ® 681200 J£S ladasport þ&SSUm mnno t!irnrtsum Jeppa hafa 9armj°9 mlkla og 90ða reynslu, bæði sem J fynrtaks fjölskyldu- og ferðabilogöflugum vinnuþjark. Nú eiga bændur oq ^síraraðilarkostáþvi að draga virðisaukaskatt mn frá bilverði. v— LAOA SAMARA i.., sérstök áhersla a með þeim eigmieiKU" . . Beinn sími söludeildar 31236

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.