Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 26

Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 15. mars 1990 Jóhanna Harðardóttir útvarpskona OG ÞAÐ KLIKKAÐ ÍIIIVllli HEFUR EKKI HINGAÐTIL! Þegar hún var tiu ára ffann hún leið til að komast i útvarpið. Þær bjuggu neffni- lega i sömu götu, Jóhanna Harðardóttir, sem nú er dagskrárgerðarmaður á rás 2, og Valborg Böðvarsdóttir ffóstra, sem sá um barnatimann hjá rikisútvarpinu. Jó- hanna bankaði upp á hjá Valborgu og spurði hvort hún mætti ekki lesa bókina „Þrir kátir kettlingar" i útvarpið. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON Þegar þetta átti sér stað var Jó- hanna löngu búin að ímynda sér hvernig útvarpsmenn litu út. Hún sat við útvarpið öllum stundum, hlustaði með andakt á hvert orð og í hennar huga voru menn eins og Pétur Pétursson, Jón Múli Árnason og Jóhannes Arason í útliti eins og Cary Grant og aðrar stórstjörnur. Tók tvær vikur i að vakta nemendurna Á þessum tíma sá hún þó ekki fyr- ir sér að hún ætti eftir að starfa við útvarp. Hún fór í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi árið 1972. Flutti sig þá úr Kópavoginum, hvar hún er fædd og uppalin og býr reýndar nú, yfir til Hafnarfjarðar og kenndi við Víðistaðaskólann. Þar kenndi hún unglingum næstu sjö ár- in og náði svo góðum tengslum við þá að hún hefur enn samband við marga þeirra: „Núna er þetta orðið fullorðið fólk, komið með heimili og börn," segir Jóhanna brosandi. „Mér fannst mjög skemmtilegt að kenna unglingum. Ég kenndi ensku, dönsku og íslensku og jú, ég viður- kenni það að fyrstu tvær, þrjár vik- urnar fóru i að vakta nánast hvern einasta mann í bekknum til að ná aga. En um leið og aganum var náð var líka allt í lagi og ég varð nokkuð góð vinkona þeirra." Aðdóandi útvarpsleikrita frá fimm ára — þar til ég komst á karlafar Eftir sjö ár við kennslu ákvað Jó- hanna að taka sér hvíld frá því starfi, enda þá komin með synina þrjá, sem nú eru 19, 17 og 10 ára. Hún sótti um starf hjá ríkisútvarpinu við að sjá um barnatímann: „einkum vegna þess að þá var yngsti strákur- inn nýfæddur og það hentaði mér vel að taka að mér hlutastarf". Hún rifjar upp þann mikla áhuga sem hún hafði alltaf á útvarpi: „Ég hugsa að það hafi ekki verið flutt eitt ein-' asta útvarpsleikrit frá því ég var fimm ára og þangað til ég komst á karlafar sem ég missti af! Og þá missti ég bara af einu og einu, hin hlustaði ég á...“ segir hún skelli- hlæjandi. „Ég bjó til myndir af öll- um þessum útvarpsmönnum og varð mjög hissa þegar ég sá þessa menn í fyrsta skipti. í mínum huga voru þetta filmstjörnur og það lá við að maður yrði fyrir vonbrigðum að þeir skyldu svo bara vera venjulegir menn. . .!“ Hún starfaði hjá ríkisútvarpinu á árunum frá 1980—1983 og' færði sig yfir á rás 2 þegar hún byrjaði ’83: „Langur líftími hjá útvarpinu?" spyr hún. „Maður er að minnsta kosti ekki þarna fyrir launin, það er alveg Ijóst. Jú, það er rétt að við erum ekki mörg eftir á rás 2 sem byrjuðum þar í upphafi. Mér finnst þetta ennþá óskaplega skemmtilegt, annars væri ég ekki í þessu. Ég neita því þó ekkert að ég verð stundum alveg ofsalega þreytt og á slíkum stundum get ég ekki hugsað mér einn dag enn í þessu starfi. Slíkur leiði hverf- ur þó oftast um leið og ég heyri i ein- hverjum hlustanda. Ég passa mig líka á að skipta nokkuð oft um verk- efni og er aldrei mjög lengi í hverju. Ekki aðeins verð ég sjálf leið, heldur verða hlustendur líka leiðir á mér.“ Svolítið fiktað í tökkum útvarps- tækisins. . . Það var meðal annars þess vegna sem hún færði sig yfir á Bylgjuna í eitt ár. Þar stýrði hún „Flóamark- aðnum", þætti sem var mjög vin- sæll. Hún samþykkir ekki að eigin- maðurinn hafi átt nokkurn hlut að máli í því efni að hún skyldi fara yfir á Bylgjuna. Jóhanna er nefnilega gift tæknistjóra Bylgjunnar/Stjörn- unnar, Sigurði Ingólfssyni: „Við eig- um að minnsta kosti sömu áhuga- málin: útvarp og útvarpsrekstur!” segir hún og hlær en neitar staðfast- lega að nokkur rígur sé á milli þeirra hvað starfinu viðkemur: „Það versta sem gerist er að við skipt- umst á að fikta í tökkunum á út- varpstækinu heima...!“ Áhugi þeirra hjónanna virðist hafa smitað elsta strákinn en Jó- hanna segist ítrekað reyna að draga úr honum að fara strax til starfa á út- varpsstöð: „Ég vil nefnilega að hann verði dagskrárgerðarmað- ur, ekki plötusnúður,” segir hún. „Því miður hafa þessir ungu krakk- ar sem núna eru að byrja á frjálsu stöðvunum lítinn möguieika á að læra dagskrárgerð. í mörgum þeirra er góður efniviður, en það er hvorki * tími né peningar til að framleiða nokkuð á þessum stöðvum.” Þegar Jóhanna hafði starfað í eitt ár á Bylgjunni keypti hún ásamt vin- konu sinni, Grétu Pálsdóttur, at- vinnumiðlunarfyrirtækið „Vett- vang“: „Það fyrirtæki keyptum við í ársbyrjun 1988 og rákum það í eitt ár. Það var skemmtilegur tími en til- fellið var bara að við vorum alltof bundnar yfir þessu. Það hefur auð- vitað sína kosti að vera eigin herra, en það hefur líka þann galla að mað- ur stendur alltaf einn.” Vettvangur sér meðal annars um að útvega heimilishjálp og Jóhanna segir að einna mest hafi verið að gera í þeim ráðningum: „Hér er gífurlega mikill markaður fyrir heimilishjálp,” segir hún. Draumastarfið var á ferðaskrifstofu Kaupin á Vettvangi höfðu þó ekk- ert með það að gera að Jóhanna teldi það draumastarf að vera eigin herra. Hún hafði nefnilega nokkru áður prófað draumastarfið: „Þá hætti ég á rás 2 til að fara í draumastarfið, á ferðaskrifstofu. Það er skemmst frá því að segja að þar entist ég í eitt ár og sneri þá aft- ur í fjölmiðlaheiminn. Sumarið sem ég vann á ferðaskrifstofunni Atl- antik var að sjálfsögðu rigningar- sumarið mikla og ég sat inni á skrif- stofunni og sendi fólk í sólina. Þetta ár fór ég í eina utanlandsferð og held ég hafi aldrei komist eins sjald- an út fyrir landsteinana!” Hún segist þó síður en svo sjá eftir þessu ári: „Það hafa allir gott af að prófa draumastarfjð,” segir hún af sann- færingu. „Öðruvísi getur maður ekki vitað hver rétta hillan er.“ í sama sæti og Bjarni Dagur Á gamlársdag hlotnaðist Jóhönnu sá heiður að lenda í fjórða sæti sem „maður ársins” í vaii hlustenda rás- ar 2: „Mér fannst þetta ofsalega fyndið!” segir hún og skellihlær. „Enda gerðu vinnufélagar mínir óspart grín að mér og spurðu hvort ég hefði sett ættina í að hringja inn.. .!“Húnvarðeinnigmjögfram- arlega í skoðanakönnun sem meðal annars laut að því hverjir væru vin- sælustu útvarpsmenn þjóðarinnar: „Þar lenti ég í sæti með Bjarna Degi...“ Veit að það er alltaf einhver að hlusta Jóhanna Harðardóttir er óskap- lega kát þennan dag þrátt fyrir að hún sé fárveik og hafi meira að áegja gert tilraun til að fresta fundi okkar. Hún játar umsvifalaust þegar ég spyr hvort hún sé alltaf svona létt: „Já, það held ég. Yfirleitt er ég mjög glaðlynd. Þeir eru ekki mjög margir sem mér semur ekki við og mér er óhætt að segja að þeir séu afar fáir sem ég hef lent í útistöðum við um ævina.” Þetta létta skap gerir henni kleift að sitja alein í útsendingar- klefanum í einn og hálfan tíma á dag og tala út í loftið: „Ég upplifi hlust- andann alltaf sem einstakling. Hvort sem ég hef hlustandann á lín- unni eða ekki, þá finnst mér alltaf að ég hafi einhvern fyrir framan mig. Ég veit alltaf af því að það er einhver þarna úti að hlusta á mig og við þann einstakling er ég að tala.” Frá því Jóhanna byrjaði á útvarp- inu fyrir tíu árum hefur hún alltaf jafnframt skrifað í blöð og tímarit og ritstýrði reyndar einnig tímaritinu „Gróandanum" fyrir nokkrum ár- um: „Ég byrjaði reyndar að skrifa strax í barnaskóla og ég held ég geti aldrei hætt alveg að skrifa,” segir hún. „Fyrir utan blaðagreinar og annað efni sem hefur birst á prenti hef ég skrifað ljóð sem eru eingöngu ætluð mér einni. Svo hef ég skrifað barnabækur sem ég ætla mér ein- hvern tíma að gefa út. Tvær barna- bókanna eru vélritaðar en sú þriðja er í kollinum. Þær koma sjálfsagt aldrei út...!“ Vatnsdreki Þegar ég spyr Jóhönnu hvort hún ætli að starfa áfram hjá útvarpinu hlær hún og svarar að bragði: „Ég gef aldrei út neinar yfirlýsingar um neitt slíkt. Ég er nefnilega þannig gerð að ef mér dettur eitthvað í hug, þá framkvæmi ég það strax. Ég tek alltaf skyndiákvarðanir...“ Það þýðir ekkert að fara út í stjörnu- merkjaumræður við Jóhönnu því þótt hún segist vera fædd í fiska- merkinu bætir hún strax við: „En ég hallast ekki að þeirri stjörnuspá, heldur kínverskri. Samkvæmt þeirri kínversku þá er ég dreki og það er ekta lýsing á mér. Ég er vatnsdreki og hann gerir það sem honum dett- ur í hug. Ef hann heldur sjálfur að honum takist eitthvað, þá tekst hon- um það. Þannig er ég líka. Ég held alltaf að ég geti allt og hingað til hef- ur það ekki klikkað!” Hún þagnar örlitla stund og segir svo: „Samt er ég róleg og hugsa. . . Fyrir tíu dög- um keyptum við hjónin hús, en fyrir þremur vikum stóð ekki til að setja íbúðina í sölu. Ég sá bara allt í einu auglýsingu um hús fyrir utan bæinn og hugsaði með mér: „ÉG ÞANG- AÐ!“ Hringdi í fasteignasala og setti íbúðina í sölu, hringdi svo í Sigga og sagðist vera búin að ráðstafa aleig- unni hans. — Svo keyptum við auð- vitað ekki húsið sem til stóð að kaupa heldur allt annað hús! Og við eigum að vera flutt fyrir 10. apríl." Sætustu rsemendur sem ég hef haft Ein aðalástæða þess að hana lang- ar að búa fyrir utan borgina eru hundarnir hennar tveir: „Þeir eru alíslenskir, alveg yndislegir og heita Lagsi og Sammi. Það eru ekki nema 120 ættbókarfærðir fjárhundar til á íslandi og því gaman að eiga tvo þeirra sem eru sýnishorn af báðum gerðum íslenska hundsins. Það er eiginlega ekkert sem á eins vel við okkur í fjölskyidunni og að vera úti að ganga, einhvers staðar uppi í fjöllum með hundana." Áhugi henn- ar á hundum nær út fyrir heimilið því vikulega mætir Jóhanna í „hvolpaskólann" hjá Hundaræktar- félagi íslands og kennir með Helgu Finnsdóttur dýralækni: „Mér finnst það eigi að skylda alla sem eignast hvolp til að sækja svona námskeið. Fólk hugsar nefnilega ekkert út í að hvolpar eru lifandi verur og það fylgja þeim alls konar vandamál. Þeir naga og pissa á gólfið, hlaupa á undan manni og þar fram eftir göt- unum. í nvolpaskólunum kennum við eigendunum að kenna hvolpun- um þannig að þeir séu sjálfum sér og eigendunum til sóma. Hvolparn- ir mæta auðvitað með eigendunum og það segi ég satt að þeir eru sæt- ustu nemendur sem ég hef nokkurn tíma haft...“ Dagskrárgerdarkonan vinsœla í PRESSUspjalli um kennarastarfid, hvolpa- kennslu og kinverska stjörnuspá.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.