Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 4
4
npQ.1: oií'rr: I **• !,Vf^ 1 ! + ~rr~Vr\r»r\
Fimmtudagur 15. mars 1990
Ktllræði
af frjálshyggiuölæði
Grímur frændi konunnar minnar er búinn aö
vera erfiöur uppá síökastið, vægast sagt afar
erfiöur.
Sannleikurinn er sá að þaö fór heldur lítið
fyrir Grími allt síðastliöiö ár, hann var megniö
af árinu aö vinna í því aö hætta aö drekka
brennivín, sem kvaö vera fúlltæm djobb, jafn-
vel fyrir heljarmenni.
Síöan um áramót hefur svo Grímur verið „á
léttari nótunum", einsog hann kallar það sjálf-
ur, þegar hann er fullur vikum eöa jafnvel mán-
uðum saman og er í famelíunni kallaö aö hann
sé „á svörtu nótunum".
Stundum ræöa aöstandendur Gríms þaö af
miklum alvöruþunga hversvegna í ósköpun-
um maðurinn sé svona ofboðslega sólginn í
brennivín og sýnist sitt hverjum í því efni.
Fólkið hans er flest þeirrar meiningar aö
brennivínsþorsti Gríms stafi af því aö hann var
sem ungur maður leýnilega trúlofaöur innan-
búöardömu í álnavöruverslun, eöa taldi sig aö
minnsta kosti vera þaö og vissi ekki betur en
að trúlofunin væri gagnkvæm.
Reiðarslagið dundi svo yfir Grím, þegar hin
heittelskaða tjáði honum aö hún væri ólétt eft-
ir annan kokk á Lagganum.
Þaö var ekki aö sökum aö spyrja, Grímur
stórjók drykkjuna eftir þetta áfall og hafði enda
ástæðu til þess að dómi sinna nánustu.
Ég hef hinsvegar alltaf haldið því fram aö
Grímur drekki brennivín dægrin löng af því
hann er fyllibytta.
Hvernig sem nú á því stendur hefur varla
runniö af Grími síðan álnavörudaman stakk
hann af og það undarlegasta er að aldrei minn-
ist ég þess aö Grímur hafi drukkuö aö ástæöu-
lausu.
Stundum hefur hann verið ölóöur vikum
saman útaf vinnuálagi og síðan á skallanum
næsta tímabil útaf því aö hafa misst vinnuna.-
Ósjaldan er hann fullur dögum eða vikum
saman útaf veörinu og þá segir hann gjarnan:
— Þaö er ekkert hægt aö gera annað en
drekka í veöurfarinu á Islandi. Viöstöðulaust
hlandveöur meö skítkasti.
En þegar rofar til kveður við annan tón:
— Það er blíðan. Bara sólskin dag eftir dag.
Nú er sannarlega ástæöa til að taka tappa úr
flösku og fá sér einn.
Grímur hefur semsagt aldrei sett oní sig
dropa af brennivíni nema hafa til þess ærna
ástæöu.
En aldrei hefur þaö flökraö aö fólkinu hans
Gríms, og síst af öllu aö honum sjálfum, aö ef
til vill sé ástæðan sú að hann sé vínhneigöur.
Það er bara ég einn sem held þaö.
Nema Grímur er semsagt búinn aö vera á
herðablöðunum eöa réttara sagt á augnalok-
unum — einsog krakkarnif kalla þaö — síöan
um áramót.
Og hann kom í kurteisisheimsókn í gær.
Það vildi svo vel til aö frænka hans ein var
stödd hjá okkur, semsagt ein af þeim sem vita
aö Grímur drekkur ekki nema hafa til þess
ástæöu.
Hún tók svo til orða:
— Hversvegna í ósköpunum hættiröu ekki
þessu fylliríi?
Að mínum dómi heföi eölilegasta svarið viö
þessu verið:
— Afþví ég er svo drykkfelldur.
En Grímur haföi haldbærari skýringu á fyllirí-
inu og viti menn. Hann er semsagt að drekka
þessa dagana vegna þess að hann tekur örlög
íslenska handboltans svo nærri sér.
— Þar fór handboltahöllin öskraði hann í
djúpa stólnum mínum fullum hálsi og meö tár-
in í augunum, þaö er til lítils að byggja hand-
boltahöll sem íslenska liöið fær svo aldrei aö
keppa í á stórmótum.
Svo bætti hann viö aö hann þyldi þetta ekki
lengur, fiskaði brennivínsflösku upp úr buxna-
strengnum og hellti vænum slurk útí kaffiö.
Ég sá aö við þetta þykknaði talsvert í kon-
unni minni, því hún hefur á síöari árum hallast
að því aö þaö sé bannað aö blanda á okkar
heimili nema sérstaklega standi á.
Hún kallaði í mig fram í eldhús og spuröi mig
hvort ég gæti ekki lempað Grím út en ég svar-
aði því til aö ég bæri enga ábyrgö á hennar
nánustu.
I þeim töluðum orðum ruddist Grímur inní
eldhúsið og öskraöi að þaö vantaði Framfara-
flokk á íslandi, flokk sem stemmdi stigu við
framgangi þessara andskotans sníkjudýra sem
lægju uppá þjóðfélaginu og aö við ættum aö
lesa í síöustu Pressu viðtalið við Carl Hagen
stjórnanda þriðja stærsta þingflokksins í Nor-
egi og formanns Framfaraflokksins þar.
Og nú fór Grímur frændi konunnar minnar
reglulega í gang og í anda Hagens hins norska:
— Þaö á að hætta aö sauma púöa undir rass-
gatiö á einstæöum mæörum sem liggja uppí
sóffa og unga út krógum meö hinum og þess-
um og láta þjóðfélagið punga út stórfé í styrki
og meðlög.
Þær geta bara séð fyrir sínum börnum sjálfar
ef þær vilja alltaf vera að láta barna sig.
Og svo bætti hann viö:
— Vonandi að Jóni Magnússyni lögfræðingi
takist að stofna Framfaraflokk á íslandi, flokk
sem hefur þaö aö markmiöi aö gefa öllum í
þjóðfélaginu sama sénsinn, einsog Framfara-
flokkurinn í Noregi gerirl Og svo á aö hætta aö
ausa peningum í þessa andskotans negra, hélt
Grímur áfram, ef þeir eru svangir geta þeir bara
étiö hver annan einsog þeir hafa alltaf gert. Þaö
eiga bara allir að hafa sama sénsinn.
Nú voru þær konan mín og frænka hennar —
frænkur Gríms — orðnar afar þungbúnar svo
ekki sé nú meira sagt og farnar að gera sig lík-
legar til að leggja hendur á Grím frænda sinn.
— Þaö eru sjöþúsund og fimmhundruð ein-
stæðar mæöur á íslandi öskraöi Grímur, sjö-
þúsund og fimmhundruð kvenmenn sem
nenna ekki aö vinna nema í mesta lagi hálfan
daginn og láta þjóðfélagið sjá fyrir sér.
Liggja bara uppí sóffa og unga út ómegð á
kostnað ríkisins.
Ég hugsaði sem svo:
— Það er greinilegt aö Grímur frændi kon-
unnar minnar hefur innbyrt fleira en brennivín
síöustu daga.
Hann hefur líka drukkiö í sig frjálshyggju
Carls Hagen formanns Framfaraflokksins í
Noregi.
Guö láti gott á vita.
Svo yfirgaf ég eldhúsið og hugsaði sem svo:
— Þaö er Ijóst að Grímur hefur ærna ástæðu
til að drekka, en líklegast er þó að Grímur sé
svona sólginn í brennivín vegna þess hvaö
hann er vínhneigður.
NÝIR BÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI
HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ 6ÍLINN TIL ÞIN
BÍLALEIGAN
í GEYSIR
sími: 688888
Suðurlandsbraut 16, Reykjavík,
gengið inn frá Vegmúla.
• Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor-
olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station
• FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta-
tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range
Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol,
Toyota Landcruiser, Ford Econoline
• 5-12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5-7),
Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11),
Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)