Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 22
22
Fimmtudagur 15. mars 1990
FARANDI
Ahersla á þjónustu
Ferðaskrifstofan Farandi mun eins og hingað til leggja
áherslu á að sinna einstaklingum, sem sækjast eftir hug-
myndum um áhugaverðar ferðir, svo og þeim sem hafa
ákveðnar hugmyndir um dvalarstaði og ferðatilhögun.
Þeim viðskiptavinum fer mjög fjölgandi ár frá ári, sem
vilja breyta til frá hefðbundnum sólarlandaferðum og líta á
fleiri fleti veraldar.
í sumar er fyrirhuguð hópferð til Tékkóslóvakíu, önnur
ferð til Vínar og Prag, en þessi ferð er sett upp með tilliti til
listahátíðanna í báðum borgunum.
A dagskrá er vikuferð til Parísar í apríllok.
Farandi skipuleggur Túnisferðir fyrir einstaklinga hvenær
sem er en þangað hefur fólk sótt í vaxandi mæli á undan-
förnum árum, bæði til að baða sig í sólinni og svala fróðleiks-
þorsta, en þetta er verulega áhugavert land.
Albaníu-félagið efnir til ferðar til Ungverjalands og
Albaníu á vegum Faranda. Öllum er heimil þátttaka en félag-
ið sér um skráningu í ferðina.
Farandi vill minna á íbúðir í miðborg Vínar, en þær eru til-
tölulega ódýrari en hótel og bjóða upp á öll þægindi sem nú-
tíminn krefst.
Sitthvað fleira er í deiglunni sem of snemmf er að (jölyrða
um.
í byrjun júní á hverju ári er efnt til öja vikna Grikklands-
ferðar.
AL|S
Ferðir á sérkjörum
Ferðaskrifstofan Alís vill vekja sérstaka athygli á ferðunií
til Danmerkur á sérkjörum; ferðum beint til Vínar og Salz-1
borgar í Austurríki; frábærum feröamöguleikum í Ungverja-|
landi; ferðafyrirgreiðslu í Tékkóslóvakíu. Sumarhús, íbúöir, j
hótelgisting á óöalssetrum. Óteljandi möguleikar.
Sólarlandaferöir eru einnig í bóð hjá Alís í beinu leiguflugi \
eöa um einhverja heimsborgina, London, Kaupmannahöfn j
eða Amsterdam.
Kgyptaland er nú viö þröskuldinn. Kinstaklega hagkvæm-jj
ar ferðir til Kairó eru í boði með skoðunarferðum til Aswan
og Luxor. Sigling á Níl — ævintýraferðir.
Kynnið ykkur möguleikana — komið með ykkar hug-
myndir og sameiginlega sköpum við skemmtilegt og spenn-
andi sumarfrí.
Danmörk
Sumarflug ferðaskrifstofunnar Alís til Jótlands hefst 19.
júní. Billund verður áfangastaðurinn í þessu flugi, en frá Bil-
lund er létt leið um alla Skandinavíu, hvað þá til Þýskalands
og Mið-Kvrópu. Dvöl í sumarhúsaborgum er mjög vinsæl á
meðal Danmerkurunnenda. Kæmi kastalasigling til greina,
þá er hún líka í boði.
Austurríki
Land Mozarts, alpanna, fallegra halla og litríkra bæja.
Fjöldi sumardvalarstaða upp til fjalla eða niður við friðsæl
vötn um allt Austurríki eru í boði hjá Alís. Beint flug til Salz-
borgar og Vínar með Flugleiðum og Alís-bílaleigusamning-
ar á báðum stöðum létta leiðina í ánægjulegt sumarfrí.
Því ekki að veita Austurríki möguleika á að hýsa þig í sum-
arfríinu?
Hótel, sumargistihús, fjölskyldugisting og bílaleigubílar.
Skemmtilegar skoðunarferðir og vinsæl sigling á hinni fögru
Dóná frá Vín til Búdapest eða bregða sér á bílnum til Ung-
verjalands í nokkra daga. Talaðu við okkur hjá Alís.
Ungverjaland
Nú er opin leið fyrir þig og þína til Austur-Kvrópu með
flugi til Búdapest eða á eigin bíl frá Austurríki. Það gefst
sennilega ekki langur tími til að upplifa austur-evrópska siði
og venjur áður en vestrænir siöir, venjur og verö taka völdin.
Feröaskrifstofan Alís skipuleggur skoðunarferðir fyrir hópa
um Ungverjaland. Heimsókn til Búdapest er upplifun á
heimsmælikvarða. Hallir, kirkjur og bara venjuleg hús. Söfn,
baöhús, merki og minnisvarðar um merkilega sögu lands-
ins. Kftirminnileg heimsókn sem stendur fyrir sínu.
Skotland og England
Ferðin hefst með þægilegri og ódýrri flugferð til Glasgow,
menningarborgar Kvrópu 1990. Skemmtiferð á þínum eigin
hraða um forkunnarfagurt hálendi Skotlands og auðvitað í
góðum breskum bílaleigubíl. Gisting í vinalegum sveita-
þorpum, á sveitabæjum eða í fornum sögufrægum skoskum
köstulum.
Kdinborg, höfuðborg Skotlands, er góð heirr. aö sækja. Fal-
leg borg í fögru umhverfi þar sem Kdinborgarkastali gnæfir
yfir höfuðstaðinn.
Glasgow skartar sínu fegursta í sumar með margháttuðum
listviðburðum. Óperur, leikrit, tónleikar og listsýningar við
allra hæfi.
| Kn Skotland getur líka verið fyrsti áfanginn á stórskemmti- j|
legu ferðalagi um Bretaveldi sem Ijúka má í London.
Akstur suður Bretland er ógleymanleg ferð. Gisting í boði
i á smáhótelum, stórum hótelum eða þá aö hafa tjaldið með.
Fornar minjar eins og þær sem varðveittar eru í Víkinga-
i safninu í Vork laða óneitanlega til sín forvitna ferðamenn
í sem vilja kynnast sögu þjóðarinnar Önnur tækifæri gefast
til að skoða söguna í hinum fjölmörgu tignarlegu höllum
j víðsvegar á leiðinni.
Sérkennileg þorp, glæsilegir kastalar og frábær náttúru-
j fegurð gefa þessari ferð sérstakt gildi. Hvers vegna e'kki að
idvelja nokkra daga í góðu yfirlæti hjá Magnúsi húshaldara
|í Manor House-hótelinu í Tarquay og slappa vel af í nokkra
f daga í stórhuggulegu umhverfi áður en haldið er heim? .
Frakkland
Frakkland veröur vinsælla með hverju árinu sem líður. |
í Ferðaskrifstofan Alís sér um lengri og skemmri ferðir til Par-1
ísar. Hótel í öllum verðflokkum á boðstólum — bílaleiga.
Tyrkland
Ferðaskrifstofan Alís hóf almennar ferðir til Istanbúl sl.i
vetur með góðum árangri. Nú er boöiö upp á baöstrendur
viö borgina Antalya og skoðunarferðir víðsvegar um Tyrk-
land. Allir dvelja í nokkra daga í Istanbúl, borg tveggja
heima, Kvrópu og Asíu. Sigling um Bosporus-sund, Bláa
i moskan og Bazarinn eru efst á skoðunarlista ferðamannsins. I
Egyptaland
Nú ferðast vanir menn til Kgyptalands. Hvort sem er í af-
|slöppunarferð eða til að lifa meö ævafornum munum ogj
minjum. Nokkurra daga dvöl í Kairó eða á ströndinni. Síöan
Ifarið til Aswan og l.uxor og augum smellt á frægustu forn-
jminjar heimsins. Nokkurra daga sigling á Níl í góðu yfirlæti
jgetur góðan tíma til að meðtaka áhrif hinnar fornu menn-§
fingar. Ferðir til Kairó gefast á góðu verði hjá Alís.
:
■
m
11
Éfii
FERÐASKRIFSTOFA
HARÐAR
ERLINGSSONAR
Skipulagning hópferða fyrir útlendinga
MB
:§§:§
Ferðaskrifstofa Harðar Krlingssonar hefur starfaö frá ár-j
linu 1980 en eigandi hennar hóf skipulagningu gönguferðal
I fyrir þýska ferðamenn árið 1974. Skrifstofan starfar einungisl
að skipulagningu hópferða fyrir útlendinga, einkum þýska
og ítalska. Ferðirnar eru fyrst og fremst ætlaðar fólki, sem
I vil! njóta sem mestrar útiveru en jafnframt kaupa það bestaI
§ sem völ er á á hverjum stað hvað snertir gistingu og veiting-
I ar. Gist er á hótelum og boöið upp á fullt fæði — alíslenskt.l
IÁ ferðunum eru flutt erindi um sögu og þjóðhætti fyrr og nú.
I um jarðfræði, dýralíf og gróður o.fl. Flestar ferðirnar eru 14;
I daga langar.
FERDASKRIFSTOFAN
ALÍS
h'rumh. uf fyrri síðu
verður ekki það sama sagt um verð-
lag á öðrum hlutum t.d. matvörum.
Maturinn í þessum löndum er víða
mjög góður og sums staðar kostar
hann um 20% af því sem við eigum
að venjast hér heima!
Matargerð þessara þjóða á sér
víða mjög gamla hefð og til dæmis
ættu þeir sem leið eiga um Ung-
verjaland alls ekki að láta ung-
versku gúllassúpuna framhjá sér
fara. Þetta þýðir hins vegar ekki það
að hvergi megi finna vestræna veit-
ingastaði því þeir eru einnig víða og
það bara nokkuð góðir, margir
hverjir. Þeir sem leggja leið sína til
Austur-Kvrópu geta líka drýgt ferða-
gjaldeyrinn með því að skipta hon-
um á svarta-markaðnum og þá ekki
síst hjá leigubílstjórum. Þeim má í
langflestum tilfellum treysta og þeir
eru til í að borga vel fyrir erlendan
gjaldeyri!
Tilvalinn rúntur fyrir þá sem vilja
ferðast á eigin vegum í Austur-Kvr-
ópu í sumar gæti t.d. verið frá Vín til
Búdapest, Prag, um Austur-Þýska-
land og fleiri staði í Austur- og Vest-
ur-Kvrópu sem eru vel þess virði að
skoða.
Fyrir þá sem hafa hug á að koma
til þessara landa en treysta sér ein-
hverra hluta vegna ekki til að aka
sjálfir um þau munum við sennilega
bjóða upp á rútuferðir í sumar. Þar
sem breytingar eiga sér stað allt að
því daglega á þessum vettvangi er
hins vegar erfitt að segja til um
hvernig ferðatilhögun verður, að
svo stöddu."
íslendingum
vex sífellt þor
Þið taliö um vaxandi áhuga ls-
lendinga á ferðalögum til Aust-
ur-Kvrópu. Krum viö að verða
áræðnari hvað ferðir til annarra
landa varðar?
,,Já, það er ekki nokkur vafi á því.
Austur-Kvrópa er dæmi um það og
svo einnig ferðalög fólks til Tyrk-
lands, Kgyptalands og landa eins og
Thailands og fleiri Asíulanda.
Kgyptaland og Tyrkland eru sér-
lega freistandi fyrir þá sem vilja
reyna eitthvað nýtt. Fargjöld til Ist-
anbul og Kaíró eru hlutfallslega hag-
stæð og þessi lönd njóta vaxandi
vinsælda sem ferðamannalönd.
Þarna býðst tveggja heima sýn,
meðal annars með siglingu um Bos-
porussund og þeir sem fara til Kg-
yptalands fara og sjá pýramídana og
Sfinxinn, fara til Luxor og Aswan og
er þá fátt eitt nefnt. Tyrkland er
mjög hagstætt fyrir ferðamenn og
það má geta þess að verðlag þar er
miklu hagstæðara en t.d. á Spáni.
Þar koma tilboð amerískra flugfé-
laga til góða, t.d. Delta-passinn, sem
kenndur er við samnefnt flugfélag.
Þessir passar virka þannig að fyrir
u.þ.b. 15.000 íslenskar krónur get-
urðu fengið passa sem gildir milli
fjögurra borga í Bandaríkjunum og
fyrir 50$ eða nálægt 3.000 krónum
geturðu bætt hverri einni borg við,
rétt eins og vilji er til. Þannig væri
t.d. hægt að fara fyrir 15.000 kr. frá
New York til Texas, frá Texas til San
Francisco og frá San Francisco til
New York á ný. Fyrir 50$ í viðbót
kemstu svo t.d. til Chicago og fyrir
enn eina 50$ til Las Vegas! Þessi
ferðamáti hefur verið nefndur því
ágæta íslenska nafni „Raðmiða-
flug".
Tökum að okkur
saumaklúbba!
Alís hefur að undanförnu skipu-
lagt æ fleiri hópferðir þar sem
saumaklúbbar, spilaklúbbar, vinnu-
félagar eða aðrir hópar fólks taka
sig saman og fara í helgarferðir til
útlanda.
Fyrir stuttu var t.d. 150 manna
hópur frá Nóa-Síríus á okkar vegum
í helgarferð í Trier í Þýskalandi. Þau
fengu besta veður sem komið hefur
á þessum slóðum það sem af er ár-
inu, 22 stiga hita og blíðu! Annar
álíka hópur var frá okkur í Amster-
dam á sama tíma þannig að alls
voru hátt í 300 manns á okkar veg-
um í Evrópu þessa helgi.
Þessar ferðir verða æ vinsælli og
þegar við tökum að okkur slíka
hópa sendum við fararstjóra með
hópnum sem sér um að ferðin verði
hverjum og einum ógleymanleg."
SAMVINNUFERDIR/
LANDSÝN
Frumh. uf fyrri síðu
Þú talar um að náðst hafi sérlega
hagstæðir samningar í ár. Skilar sá
árangur sér ! auknum fjölda við-
skiptavina?
,,Það er alveg Ijóst að sumarið
1990 ætla íslendingar í frí! Til
margra af áætlunarstöðum okkar
hefur verið meira bókað nú en oft
áður. Við höfum aldrei fengið önnur
eins viðbrögð við Mallorka-ferðun-
um og nú og það er fyrst og fremst
verðiö á þeim sem heillar. Það er
nefnilega ekki nóg með að við bjóð-
um hagstæðasta verðið, heldur
bjóðum við viðskiptavinum okkar
að dvelja þarna suðurfrá í 3 vikur
fyrir verð tveggja ef þeir ganga frá
ferðum sínum í síðasta lagi í dag, 15.
mars! Ég vil þó taka fram að það
dæmi er algjörlega fyrir utan þann
verðsamanburð sem ég nefndi að
Stöð 2 hefði gert, þetta er hreinn
bónus!
Annars hafa aðrir staðir einnig
gengið mjög vel og sem dæmi um
það sem við bjóðum viðskiptavin-
um okkar nú upp á og mætum
þannig aukinni eftirspurn eru ódýr-
ar ferðir til Ítalíu. Við köllum þessar
ferðir „Flug og pasta", seljum þær á
tæplega 27.000 krónur og innifalið
er flug til og frá landinu, fyrsta nótt-
in á hóteli á Ítalíu og ein máltíð. Síð-
an getur hver og einn hagað ferðum
sínum að vild, það eina sem hann er
bundinn af er að mæta á réttum
tíma í flugið heim.
Ítalía hefur reyndar enn aukið að-
dráttarafl sitt í ár vegna heimsmeist-
arakeppninnar í knattspyrnu sem
fram fer þar í júní og júlí. Ég veit um
fjölmargar fjölskyIdur sem ætla að
dveljast þar á þeim tíma og sjá
nokkra ógleymanlega leiki. Þetta
eru í mörgum tilfellum fjölskyldur
sem voru á Ítalíu þegar þeir hrepptu
heimsmeistaratignina á sínum tíma
og gleyma aldrei þeirri gleði sem
sigrinum fylgdi. Þá fékk margur Is-
lendingurinn frían mat og drykk í
heila viku, svo kátir voru ltalirnir."
Walt Disney verður
í næsta nágrenni
Samvinnuferðir-Landsýn hafa
löngum flutt farþega sína í sumar-
hús í Hollandi og víðar. Er sá feröa-
máti enn vinsæll?
,,Já, svo sannarlega. Við flytjum
þangað fleiri farþega en margir
keppinautar okkar flytja til sólar-
landa og það segir sína sögu. Við
köllum þetta Sæluhús og þau eru
það svo sannarlega. Þetta eru fjöl-
skyldustaðir eins og þeir gerast
bestir því þarna er allt miðað við að
öll fjölskyldan geti tekið þátt í fjör-
inu.
Það eru líka margir sem nota hús-
in sem einskonar miðstöð og ferðast
út frá henni til allra átta, t.d. í nokkra
daga til Sviss, nokkra til Ítalíu eða
Þýskalands og þannig mætti áfram
telja. Húsin í Frakklandi eru líka
kjörin fyrir þá sem hafa heillast af
landi og þjóð en veigrað sér við að
ráðast til atlögu við Fransmanninn.
Þarna gefst fólki kostur á að vera út
af fyrir sig á sínu „heimili", en það
getur jafnframt gægst inn í franska
menningu í þeim mæli sem það
sjálft kýs. Þau hús verða sífellt vin-
sælli og eiga eftir að verða enn vin-
sælli því í náinni framtíð mun rísa í
nágrenni þeirra fyrsti og eini Walt
Disney-skemmtigarðurinn í Evrópu
og þá fyrst verður gaman að lifa.
Besta gistingin
á Benidorm
Einn stað vildi ég nefna enn þar
sem við höfum náð sérlega hag-
stæðum samningum í ár og það er
Benidorm. Við getum nú boðið upp
á bestu mögulegu gistinguna þar, í
orðsins fyllstu merkingu, og það á
sama verði og aðrir bjóða sína ódýr-
ustu! Álíka gististaðir hjá keppinaut-
um okkar kosta hins vegar 76.000
krónum meira sé miðað við 4
manna fjölskyldu. Slíkar upphæðir
hljóta að skipta máli og það að við
skulum í ár hafa náð sama verði og
í sumum tilfellum lægra verði en í
fyrra sýnir þó a.m.k. að við erum að
reyna!"