Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. mars 1990 3 PRESSU loðdýrarækt og fóðurstöðvar voru til umræðu utandagskrár á Al- þingi á mánudag. Margir tóku til máls og þar kom að Skúli Alexand- ersson Alþýðubandalagi sté í pontu og gagnrýndi byggðastofnun fyrir að gera ekkert í málinu. Forseti sam- einaðs þings, Guðrún Helgadóttir, var búinn að loka mælendaskrá, enda nokkuð liðið á þann tíma sem ætlaður var þingflokksfundum. En þeir framsóknarmenn Stefán Guð- mundsson og Guðni Ágústsson heimtuðu og fengu með semingi að ,,bera af sér sakir" vegna um- mæla Skúla og sagðist Guðrún um leið vænta þess að fleiri þyrftu ekki að bera af sér sakir. Þegar Stefán og Guðni höfðu lokið sér af bankaði Ólafur Þ. Þórðarson í borðið og krafðist einmitt þess sama, en það leyfði Guðrún ekki og sleit fundi. Er hún gekk frá forsetastól beindi hún orðum að Ólafi og sagði að þing- menn mættu ekki misnota þingsköp með þessum hætti. Ólafur mót- mælti en Guðrún sagði: „Láttu ekki svona, þú ætlaðir ekkert að bera af þér neinar sakir!" Þá trylltist Ólafur og hrópaði: „Ég tek ekki þátt í því að kjósa fífl sem forseta aftur!" Um leið strunsaði hann út og skellti hurð á eftir sér svo glumdi i saln- um . . . c ^^veitarstjórinn á Suðureyri, Ragnar Jörundsson, er ekki mjög hress um þessar mundir. Ástæðan er sú að ekki hefur verið mokað af flugvellinum á Suðureyri í tvo mánuði og síðasta flug þangað var 5. janúar. Sveitarstjórinn mun hafa leitað skýringa hjá samgönguráð- herra og flugmálastjóra en einu svörin munu vera þau að það strandi á fjárveitingu frá fjárveit- ingavaldinu til að unnt sé að opna flugvöllinn. Umdæmisstjóri flug- málastjórnar segir hins vegar að flugvöllurinn á Suðureyri sé svo illa nýttur að ekki sé réttlætanlegt að kosta hundruðum þúsunda til að opna hann . . . leikstarfsemi í Reykholtsdal hefur löngum verið gróskumikil. Nú dregur að næstu frumsýningu og verkið í ár er ærslasöngleikurinn Rjúkandi ráð, en höfunda þess hef- ur hingað til aðeins verið getið und- ir dulnefninu Pír Ó Man. Upplýsist hér að hinir raunverulegu höfundar eru þríeykið Stefán Jónsson rit- höfundur, Jónas Árnason rithöf- undur og Jón Múli Árnason, sem er höfundur söngva og tónlistar. Leikstjóri verksins er enginn annar en Flosi Ólafsson, pistlahöfundur PRESSUNNAR með meiru, sem fært hefur verkið í nýjan hátíðarbúning í tilefni þess að í ár eru þrjátíu ár síð- an það var fyrst frumsýnt í Fram- sóknarhúsinu í Reykjavík. Hefur söngleikurinn verið færður í búning viö hæfi og bætt í hann skírskotun- um til dagsins í dag. Æfa Reykdæl- ingar af kappi undir leikstjórn Flosa þessa dagana. en frumsýnt verður 17. mars . . . f ■ élagar í Röskvu, samtökum fe- lagshyggjufólks í háskólanum, hyggjast kæra fréttastofu sjón- varps og Boga Ágústsson fyrir hlutdrægni í fréttaflutningi kringum kosningar í háskólanum. Röskva ætlar að láta reyna á málið í siðanefnd blaðamanna og í út- varpsráði. Röskvumenn telja að sjónvarpið hafi gleypt hráar fréttir sem hægrisinnar réttu þeim í áróðursskyni og að fréttaflutning- urinn hafi engan veginn verið hlutlaus. Málið snýst fyrst og fremst um frétt sem ríkissjónvarpið flutti á miðvikudagskvöldið. í fréttinni var Páll Pétursson gagnrýndur fyrir að hafa lánað syni sínum og kunn- ingjum hans skrifstofu sína, en son- ur Páls er í framboði fyrir Röskvu. Upphafsmaður þessarar fréttar er Sigurbjörn Magnússon, fráfar- andi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fyrrum Vöku- maður og fulltrúi námsmanna í lánasjóðL Flutningsmaður fréttar- innar, Ólafur Jóhannsson, er einnig fyrrverandi Vökumaður og Heimdellingur að auki. Röskvufé- lögum finnst fréttin koma úr hörð- ustu átt þar sem Sigurbjörn er, því hann hafi bæði leynt og ljóst unnið fyrir Vöku í margar vikur fyrir há- skólakosningar þó hann eigi ekki lengur að vera viðriðinn stúdenta- pólitík. Stuðningsmenn Röskvu segjast vita til þess að Sigurbjörn hafi reynt að koma málinu um skrif- stofu Páls Péturssonar til ónafn- greinds dagblaðs, en ekki orðið ágengt í fjölmiðlum fyrr en sjón- varpið tók á málinu á kosningadag- inn. Bogi Ágústsson lenti einnig í ósátt við frambjóðendur Röskvu eft- ir kynningu á frambjóðendum beggja fylkinga fyrir kosningarnar. Þar töldu vinstrisinnar í háskólan- um Boga hafa brotið gróflega á sér með þvi að klippa fréttina þannig að það sem birtist yrði hagstæðara fyr- ir Vöku. Einnig var sýnt frá fram- boðsfundi þar sem lokaorð fram- bjóðanda Vöku voru áskorun til stúdenta um að kjósa ekki Röskvu- menn því þeir hefðu farið með óhróður í kosningabaráttunni. Þetta var það eina sem sýnt var frá fund- inum og Röskvu var ekki gefið tæki- færi á að svara fyrir sig ... u ^^^mferð við Snorrabraut hef- ur minnkað til mikilla muna eftir að áfengisverslunin var flutt úr hús- inu númer 56. í Herraríkinu hafa viðskiptin eitthvað róast, en þó ekki það verulega að ástæða þyki til að loka versluninni. Húsið á Snorra- braut 56 er í eigu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, sem hefur ekki gefið frá sér hugmynd um að selja alla húseignina. Ef af sölu verður er því liklegt að Herra- ríkið verði flutt í nýtt húsnæði... JíSSlill og íbúðarkaup Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Hvað eru húsbréf ? Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Hvemig faia íbúðarkaup fram? /\^ \Greiðslumat. Tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. «^/Skrifleg umsögn. Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. /\ *x\íbúð fundin - gert kauptilboð. L—\ V________A Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar. \ A \ Afgreiðsla húsbréfadeildarinnar. ~Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverös. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveöbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. C. \ Kaupandinn lætur þinglýsa . \ kaupsamningnum. Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. C. \ Kaupsamningur undirritaður - „ ’T.,\ fasteignaveðbréf afhent seljanda. (búðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. /\ cl \ Seljandi skiptir á fasteigna L—\ u \ veðbréfi fyrir húsbréf. AOy \Greiðslur kaupanda hefjast. —A Húsnæðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að greiðslugeta hlutaðelgandi íbúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en fbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. HUSNÆÐISSTOFNUN RfKISINS HL'SBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI • 696900

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.