Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 9. ágúst 1990 PRESSAN VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Omar Friöriksson Blaóamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Friðrik Þór Gudmundsson Ingibjörg Sólrún Gísladótlir Ljósmyndari: Einar Ólason Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir Prófarkalestur: Magnea J. Matthíasdóttir Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36 simi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Askrift og dreifing: Armúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1000 kr. á mánuði. Verö í lausasölu: 150 kr. eintakið. LÆKNAR LÆKNA, AÐRIR „HEILA“ Nýtt er ekki alltaf betra en gamalt. Samt htifa menn tilhneig- ingu til ad fleygja hugsunarlaust því gamla, ef eitthvað nýtt stendur til boða. Þetta á til dæmis við í heilsugæslu — meðal annars vegna þess að örar framfarir í tækni og vísindum hafa ýtt undir ofurtrú á mátt læknastéttarinnar. Það vill gleymast í tæknidýrkuninni að fyrr á tímum voru líka til ýmis ráð við hvers kyns krankleikum, sem ef til vill voru óvitlaus þó ekki væru þau vísindaleg í þeirri merkingu scm við nú leggjum í það orð. Lyf hafa um langan aldur verið unnin úr jurtum, vitt og breitt um heiminn. Líka á Islandi. 1 Kína uppgötvuðu menn tengsi ákveðinna punkta á líkamanum við ákveðna sjúkdóma og verki. Bæði jurtalækningar og nálastungur hafa verið notaðar með góðum árangri í mörg hundruð ár, en í okkar íslenska nútíma- þjóðfélagi eru þessar aðferðir ekki viðurkenndar. Einungis læknar mega „iækna“. Þeir, sem fara óhefðbundnar slóðir, eru ekki í náðinni hjá heilbrigðisyfirvöidum og Tryggingastofnun og verða að tala um „heilun“, ef þeir vilja ekki fá kerfið upp á móti sér. Erlendis er vísindatilbeiðslan ekki lengur á jafnháu stigi og hér á landi. Læknavísindin eru þó vissulega enn i hávegum höfð, enda þeim að þakka að hægt er að lækna ótal sjúkdóma sem fólk dó úr áður fyrr. Fordómar og fordæming á óhefðbundnum læknisaðferðum hefur hins vegar smám saman minnkað og í sí- fellt fleiri löndum gefst fólki nú kostur á að velja — innan hins opinbera heilbrigðiskerfis — á milli nálastungulækna, „hómó- pata“ eða hefðbundinna lækna. Oft hafa þessir aðilar líka sam- starf sín á milli og sinna sjúklingum í sameiningu. IPRESSUNNI í dag segjum við frá móður, sem fór óhefðbundn- ar leiðir í leit að lækningu á magakveisu nýfædds sonar sins. Hún frétti af því að erlendis leituðu foreldrar magakveisubarna iðulega til kírópraktora, eða svokallaðra hnykkjara, og ákvað að gera slíkt hið sama. Skemmst er frá því að segja að meðferðin tókst vonum framar og líðan barnsins er gjörbreytt. Þetta er einungis eitt af mörgum dæmum um það að fleiri geta læknað en háskólamenntaðir „doktorar" í hvítum sloppum. En hvenær ætla íslensk heilbrigðisyfirvöld að taka af sér þröngsýnisgler- augun og viðurkenna þessa staðreynd? Verða börn gáfaðri af bœtiefnum? Því hefur verið lialdið fram að samband sé á milli matar- æðis skólabarna og fraijimi- stöðu þeirra í námi. Ekki hef- ur það þó veriö sannað enn. Það kom nýlega fram í skýrslu um rannsóknir sem framkvæmdar voru á vegum breska sálfræðingafélagsins aö greindarvísitala barna sem gefinn haföi verið auka- skammtur af vítamínum hækkaði um allt að því 9 stig. Mest var hækkunin hjá börn- um sem bjuggu við lélegt mataræði. Niðurstöður rannsókna á þessu sviði liafa verið mjög umdeildar og sumir vísinda- menn segja að gerðar hafi verið rannsóknir sem sanni hið gagnstæða, þ.e. að bæti- efnin hafi engin áhrif á greindina eða námsárangur- inn. Holl fæða = betri námsárangur David Benton, sálfræðing- ur sem starfar við háskólann í Swansea og hefur öðrum fremur rannsakað þessi mál, gerði nýverið könnun á 160 12 ára gömlum skólabörnum í Belgíu. Helmingur þeirra fékk vítamíntöflur í fimm mánuði en hinn helmingur- inn fékk töflur sem engin bætiefni voru í. Það kom greinilega í ljós í þessari rann- sókn að bætiefnin höfðu áhrif á frammistöðu barnanna í skólanum. Benton gefur enga skýr- ingu á niðurstöðunni en hann heldur því fram að börn sem skortir bætiefni í fæðunni eigi erfiðara með að einbeita sér á meðan á greindarpróf- inu stendur. „Ef barn fær holla fæðu með nægum Bæti- efnum,” segir hann, ,,á það auðveldara með að einbeita sér og það kemur því til góða í náminu." Kvöldrósarolía og greind Eftir að Benton gerði heyr- inkunnar niðurstöður rann- sókna sinna og frétt hafði birst um þær í sjónvarpi seld- ust bætiefnabirgðir lyfjabúð- anna upp á nokkrum dögum. Lyfjafyrirtæki búa sig nú und- ir aukna sölu á bætiefnum næsta vetur. Það hafa birst viðtöl í blöðum við gáfnaljós sem lýsa því yfir að þau hafi tekið inn bætiefni, svo sem Lucinda Bailey, 12 ára göm- ul bresk stúlka, sem fékk hvorki meira né minna en 175 stig í greindarvísitölu- keppni sem Mensa, alþjóða- samtök gáfnaljósa, stóð fyrir. Hún segist hafa tekið inn kvöldrósarolíu og fjölvít- amín í fimm ár. „Ég verð bara slöpp ef ég tek þau ekki,” seg- ir hún. 14 ára drengur, Jurí að nafni sem tók þátt í einni rannsókninni, sagðist hafa bætt einkunnir sínar í þýsku ogstærðfræði. Callow, 13 ára, var ekki alveg eins viss um ágæti bætiefnanna. Hann segist bara hafa hækkað í stærðfræði vegna þess að hann hafi unnið meira. Ekki er að efa að margir séu á sömu skoðun og Callow litli en það sakar altént ekki að taka svosem eina vítamín- töflu á dag. „I kvennablööum eru tennur lag- fœröar, hrukkur fjarlægdar og rassar smœkkadir. I karlablöðum verdur gisid hár þétt, mittisólar eru hertar og bindishnútar lag- aðir.“ Þjóðviljinn. „Við viijum til dæmis ekki fá dóm aftur." — Steingrímur Hermannsson í DV. Það hefur alltaf farið lítið Umsögn um skattkóng Reykjavíkur, Herluf Clausen í DV. „Hagur Hörmunganna og hugsuöa i anda merkantílism- ans hefur sjaldan veriö betri en nú." — Kristin Ásgeirsdóttir um BHMR-máliö í Morgunblaðinu. „Reykjavíkurborg fitnar á gjöldum fyrirtækja." — Fyrirsögn í Alþýðublaðinu. „Alit stofnanamanna væri aö allir uppfinningarmenn á ís- landi væru klikkaðir og þeir væru meöhöndlaöir sam- kvæmt því." t *> j Frétt í Þjóðviljanum 1- - „Allir lagatextar ónýtir.' Svavar Gestsson í DV. ,,Frumstœð og eigingjörn kven- rembusjónarmið liggja að baki kenningunni um ,,náttúrulegan mœðrarétt”.“ — Pabbastelpa i DV. „Aldrei þessu vant geta „gluggabréf" orðiö gleöiefni þessa dagana." — Heiður Helgadóttir i Timanum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.