Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 19 í þessu húsi rekur Olivia Newton-John leikkona verslun sína, Koala Blue. Flest húsin í Carmel eru á einni hæö og okkur taldist til aö aöeins 15 þeirra væru upp á þrjár hæðir. Hærra fara þau ekki. Það varð uppi fótur og fit við Mission Ranch svæðið. Þarna átti að rísa versl anamiöstöð en Clint Eastwood tókst að koma í veg fyrir það. og Chevy Chase, Turner og Hootch með Tom Hank og Sandpiper með Elizabeth Taylor, Richard Burton og Charles Bronson. Þá var síðasta Star Trek myndin að hluta til gerð í Carmel. Sennilega hefur ekkert hús ver myndað og þetta gamla, enska tel af þvi er að finna í flestum bókum frá Carmel. Síðasta tækifærið til að finna „stjörnu" var á hótelinu The Lodge á Pebble Beach. Þangað var haldið síðasta kvöldið í fylgd lífvarða blaðamannsins, þeirra Konráös Halldórssonar og Jóns Magnússonar yfirmatreiðslumanns í einkaklúbbi á Pebble Beach. ÐINNER Réttirnir á matseðlinum á Hog's Breath Inn heita margir nöfnum sem tengjast Clint East- wood. Þar er t.d. hægt að fá „Dirty Harry Dinn- er", „Coogan's Bluff", „Mysterious Misty" og „For a few dollars more". Stjörnurnar aðallega á himninum Carmel er eins og hann er vegna þess að íbúar og stjórnendur bæjarins vilja halda bænum í upprunalegri mynd. Enginn veit hversu lengi svo verður. Húsaleiga hefur tvö- faldast á síðustu tíu árum og til að mæta vax- andi leigukostnaði þarf að hækka verðlag á öllu. Bæjarstjórinn núverandi, kona að nafni Jean Grace segir Carmel stafa hætta af pen- ingagræðgi lóða- og húseigenda og ef ekki verði horfið frá hækkandi húsaleigu þýði það aðeins eitt: stórmarkaðir með nægilegt fjármagn muni yfirtaka verslunarreksturinn. Þótt Carmel og umhverfi séu heimkynni margra frægra leikara og söngvara er ekki þar með sagt að maður detti um stjörnurnar á götum úti. Þarna búa til dæmis Doris Day sem helgar allan sinn tíma heimilislausum dýrum, Kim Novak sem býr í húsi gerðu eft- ir frönskum kastala og Paul Anka sem söng um hana Díönu sína svo undurljúflega áður fyrr og svo auðvitað sjálfur Clint Eastwood. Astralska leikkonan Olivia Newton-John setti nýverið upp kvenfataverslun í Carmel sem heitir Koala Blue en það eina sem blaðamaður sá af henni var stór ljósmynd uppi á vegg í versluninni og myndband úr Grease. Allar hinar stjörnurnar sem blaða- maður PRESSUNNAR sá í ferðinni voru á himninum — og svo má ekki gleyma íslend- ingunum okkar sem eru landinu til sóma í þessum litla friðsæla bæ. Street...!“ Þetta er svona svipað og við myndum segja einhverjum að fara í annað hús frá „suð-austur horni Vitastígs, á milli Hverfisgötu og Laugavegs"! Eitt gleðiefni: í Carmel eru engir stöðu- mælar og þar af leiðandi sjást ekki stöðu- mælaverðir á hverju horni eins og hér. En þetta er aðeins skammvinn sæla. I Carmel aka nefnilega svokallaðar „meter-maids" eða „stöðumælameyjar' um á þríhjóla raf- magnsbílum. Þær merkja dekkin með krítar- stongum og aka síðan sömu götu að klukku- stund liðinni. Standi bifreiðin þar enn fær viðkomandi tíu dollara sekt. Sé bifreiðin enn á sama stað klukkutíma eftir fyrstu sekt bæt- ist önnur við, en bílar eru ekki fjarlægðir nema þeir hafi verið í sama stæði í einn eða tvo daga. Reyndar er það svo að flestir bæj- arbúar taka fremur þann kostinn að fara á tveimur jafnskjótum en bílnum sínum, enda bærinn lítill og stutt í allar áttir. Ströndin í Carmel er sögð sú sem mest hef- ur verið mynduð, hvort heldur er á ljósmynd eða kvikmynd. Framan við mjallhvítan sand- inn á ströndinni teygir Kyrrahafið sig svo langt sem augað eygir og við sólarlag þyrp- ast þangað ferðamenn sem íbúar í tuga tali með myndavélarnar sínar. Það er ekki orð- um aukið að fegurðinni í Carmel verður ekki lýst með orðum — og varla með myndum. Það hefur þó verið reynt og þá í kvikmynd- um, enda er talið að yfir 300 kvikmyndir hafi verið myndaðar að hluta eða öllu leyti í Carmel og á Monterey-skaganum og allt nið- ur að Big Sur. Meðal kvikmynda má nefna Play Misty for me með Clint Eastwood, Seems like old times með Goldie Hawn PRESSAN íKAUFORNÍU

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.