Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 7

Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 7
noo ’■ ♦ ,, x n . . ^ -,u ,^ Fimmtudagur 9. ágúst 1990 ILÝSINGANNA: SKOPASTOGSTELA in á auglýsingastofu: „Það er ekkert gert i svona málum hjá SÍA ef hætt er að birta auglýsinguna. Það gerist ekk- ert í slíkum tilvikum nema er- lendi aðilinn vilji sjálfur eitt- hvað aðhafast." Dauður lagabókstafur? Mjög hafa færst í aukana verðlaunasamkeppnir af ýmsum toga. Þær eru að mestum hluta bannaðar. Verðlagsstofnun og SÍA hafa ítrekað reynt að sporna við þessari þróun án þess að nokkuð hafi verið á þau hlustað. Þessi lagagrein bygg- ir á því að vöruna eigi að selja á eigin kostum en ekki með því að lokka fólk til að koma á einhvern stað eða með öðr- um óskyldum hætti. Hugsan- lega er þessi lagabókstafur núorðið á skjön við tilfinn- ingu almennings. Einnig stendur það skýrt í lögunum að menn megi ekki koma sér á framfæri með til- vísun í alls óskyld atriði. Dæmi um það er þegar hér á árum áður var auglýst kaffi þar sem ein króna af hverjum pakka rynni í sjóð aldraðra. Það sama er að gerast hjá Ol- ís þessa dagana þar sem fyr- irtækið auglýsir að ákveðinn hluti af verði hvers bensín- lítra renni til landgræðslu. Þó málefnið sé í sjálfu sér ekki slæmt er það, eins og áður segir, bannað að upphefja Hálfberar konur og bílar, hvað er á bak við það? Sól- veig Ólafsdóttir lögfræð- ingur SÍA segir slíkar aug- lýsingar ekki búnar til á ís- landi lengur. Þarna er sið- gæðisvitundin að breyt- ast. sjálfan sig með þessum hætti. Skógrækt hefur ekkert með bensín að gera fremur en aldraðir tengjast kaffi. SÍA hefur hins vegar enga kæru fengið í hendurnar vegna þessarar auglýsingar. Févíti í frumvarpi í frumvarpi um breytingar á verðlagslögum sem lagt var fram á Alþingi í vor eru í sjálfu sér ekki miklar efnis- breytingar frá því sem er í siðareglunum. En þar er gert ráð fyrir að auglýsinganefnd komi inn í það sem siðanefnd auglýsingastofa nær ekki yfir. Ef menn ekki hlýða geta þeir átt yfir höfði sér févíti. í þessu frumvarpi er tekið fram að auglýsingar skuli vera á lýta- lausri íslensku. Þetta atriði í frumvarpinu segir Kristín Þorkelsdóttir, eigandi auglýsingastofunn- ar AUK, hafa bæði kosti og galla. „Auðvitað er gott að auglýsingar séu á lýtalausri íslensku en hver á dæma það? Það tíðkast t.d. í auglýs- ingaheiminum að nota slang- uryrði sem notuð er á götum úti en ekki er að finna í orða- bókum. Það á sér stað mál- þróun. Ég er svolítið hrædd við þetta ákvæði í frumvarp- inu,” sagði Kristín. Að öðru leyti sagðist hún vera sátt við siðareglurnar og lögin. Bannað að misnota reynsluskort og trúgirni Það sem má ekki þegar verið er að auglýsa er t.d. að auglýsingar innihaldi boð- skap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn almennri velsæmiskennd. Auglýsingu verður að semja þannig að traust neytandans, takmörk- uð reynsla hans og þekking sé ekki misnotuð, ekki má höfða til ótta fólks né hjátrúar og auglýsingar mega ekki innihalda neitt sem getur hvatt til ofbeldisverka. Og ekki má birta staðhæfingar og myndir sem líklegar eru til að villa um fyrir neytandan- um. Ef samanburður er í auglýs- ingunum verður að gæta þess að hann sé ekki villandi. Samanburðaratriði verða að vera byggð á staðreyndum sem ganga má úr skugga um. Þannig að hástigsorðin mest- ur, bestur og stærstur verða að standast. Auglýsingar eiga ekki innihalda vitnisburð eða meðmæli nema slík umsögn sé raunverulega fyrir hendi og reynsla vitnisburðargjafa málinu skyld. Það er bannað að hallmæla fyrirtæki eða samkeppnisvöru. Það sama gildir um fyrirlitningu, skop og önnur brögð í sama til- gangi. I siðareglum um auglýsing- ar er ákvæði um verndun einkalífsins og eignir fólks. Bannað er að stæla í auglýsingum uppsetningu texta, myndar, tónlistar og hljóðnotkunar annarrar aug- lýsingar. Auglýsing verður að hafa greinileg sérkenni í hvaða formi sem hún birtist, hún má ekki sýna hættulegt atferli eða atvik þar sem ör- yggi er vanvirt nema að sér- stök ástæða sé til í menntun- arlegum eða félagslegum til- gangi. Einnig er bannað að misnota trúgirni barna eða reynsluskort. Ábyrgð á auglýsingum er í höndum auglýsanda, semj- anda auglýsingar eða auglýs- ingastofu, og einnig útgef- anda, eiganda fjölmiðils eða öðrum slíkum samningsaðila við birtingu. Einnig eru til ýmis lög og reglugerðir varðandi auglýs- ingar. T.d. er í áfengislögum bannað að auglýsa áfengi, í jafnréttislögum segir að óheimilt sé að birta auglýs- ingar er geta orðið öðru kyn- inu til minnkunar eða lítils- virðingar. í lögum um tóbaks- varnir er ákvæði um bann við að auglýsa tóbak. í lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta við- skiptahætti stendur m.a. að óheimilt sé að örva sölu og þjónuslu með því að úthluta vinningum með hlutkesti í formi verðlaunasamkeppni eða á annan hátt þar sem til- viljun ræður að öllu eða hluta hver niðurstaðan verður. Vib styðjum skóqræktarátakið Olís er að brjóta reglur með því að auglýsa að ákveðnir auraraf verði hvers bensínlítra renni til landgræðslu. Eng- inn mun hafa kært ennþá. (Mynd Kristín) UM ÚRVAL AF DÝNUM? fali og með frágangi eftir þínu höfði. Hér eru nokkur dæmi um verð á óklæddum svampdýnum: // Eggjabakkadýna Heilsuyfirdýna, og einangrar. instök fjöðrun // VERÐ 5.998,- 7.686,- 4.200,- 7.997,- 10.248,- 5.040,- 10.282,- 13.176,- 6.160,- 1 3.709,- 17.568,- 160 8.960,- 18.278,- 23.424,- SNÆIAND útbúum að sjálfsögðu dýnuver og kfæðum með áklæði af lager eða tillögðu efni. Bjóóum einnig uppá hundruð mismunandi áklæða með pöntunarþjónustu okkar. LÍTTU INN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ SKEIFAN 8-108 REYKJAVÍK SÍMI 685588

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.