Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 22
í í t 22 Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Konráð Halldórsson framkvcemdastjóri í Kaliforntu: LAUS VIÐ LÍFSGÆl Konráð Halldórsson hélt til Bandaríkj- anna á nýársdag árið 1980. Hann var með eittþúsund dollara í vasanum ogloforð um starfen hann vissi svosem ekkert útí hvað hann var að fara. ISúna, tíu árum síðar, er hann framkvæmdastjóri á virtu veitinga- húsi í Carmel í Kaliforníu. Konráð sá ég fyrst síðla kvölds, fyrsta kvöldið mitt í Carmel. Við vorum nokkrir íslendingar í „stjörnuleit" því mér hafði verið sagt að leikarinn og fyrrum bæjarstjóri Carmel, Clint Eastwood, sæti gjarnan á ákveðnum bar og fengi sér drykk fyrir svefninn. Það er skemmst frá því að segja að ég fann ekki Clint. í staðinn hitti ég Konráð Halldórsson og eftir á að byggja var það síst verri kostur en að finna Clint. Hann er greinilega skipulagður og varkár og lofar engu sem hann ekki getur staðið við. Hann sagðist skyldu koma í viðtal um hádegi næsta dag og á slaginu hálf eitt vorum við lögð af stað í bílnum hans, hvitum Porsche árgerð ’65 inn í Carmel dal- inn, þar sem við komum okkur fyrir við útisundlaug undir heit- um sólargeislum Kaliforníu. Konráð lauk námi frá Hótel- og veitingaskóla Islands árið 1969 og starfaði á Hótel Loftleiðum og Esju þar til hann og bróðir hans, Birgir Viðar, tóku að sér rekstur Hótels Vest- mannaeyja um áramótin 73/74. Móðurætt þeirra bræðra er úr Vestmannaeyjum og þegar sú staða kom upp eftir gos að hótelið var til sölu ákváðu bræðurnir að gera tilboð og ráku hótelið um fimm ára skeið. Ekki gull og grænir skógar Hann fór í Bandaríkjaferð árið 1978 og aftur 1979 og þar fæddist draumurinn um að flytja út. Fyrsti staðurinn sem hann heimsótti var Chicago, þangað sem hann fér með Skál-klúbbnum svonefnda, en meðlimir í honum eru frammáfólk fyrirtækja sem tengdust ferðamálaiðnaðinum. ,,Ég hafði alltaf verið hrifinn af Bandaríkjunum, jafnvel áður en ég heimsótti þau fyrst," segir Konráð. I þessari fyrstu ferð sinni til Chicago kynntist hann eiganda veitingastaðar í borg- inni, sem bauð honum starf hvenær sem hann vildi: „Það tók um tvö og hálft ár að fá atvinnuleyfi á þessum tíma," segir Konráð. „Nú hafa lögin hins vegar verið hert til muna þannig að það er ekki hlaupið að því að fá atvinnuleyfi. Ég ráðlegg engum að rjúka til Bandaríkjanna í þeirri von að hér sé gull og græna skóga að finna. Það er ekki eins auðvelt og margir halda að koma sér áfram í Bandaríkjunum. Það á enginn að hreyfa sig að heiman fyrr en hann er kominn með örugga atvinnu hér og atvinnuleyfið í hendurnar." Þegar hann fór í síðari Bandaríkjaferðina var draumurinn um að setjast þar að orðinn enn sterkari. Hann frétti að Ari Garðar matreiðslumaður væri starfandi í Carmel og hringdi til hans: „Ég þekkti Ara lítið sem ekkert en hafði heyrt að það væri möguleiki að fá starf hjá fyrirtækinu sem hann vann hjá, Quail Lodge sem er staðsett í Carmel Valley. Mér hafði verið boðin vinna í Chicago og á Miami Beach en Ari ráðlagði mér eindregið að koma frekar hingað. Hér hef ég verið síðan." Ari Garðar var fyrsti íslendingurinn sem hóf störf í Carmel og nokkrum dögum eftir að Konráð fór út kom þangað einnig Jón Magnússon matreiðslumaður, sem þið eigið eftir að lesa um síðar í PRESSUNNI. „Ari vann á „Fish-house“ en fyrsti staðurinn sem ég vann á heitir „Covey", en báðir þessir staðir eru í eigu Quail Lodge. Fyrst í stað bjó ég inni á Ara, en síðar leigðum við Jón Magnús- son ásamt Einari Sigurðssyni hús, þangað til fjölskylda mín kom út." í tvöfaldri vinnu Á þessum tíma var Konráð giftur og konan hans, Margrét Sveinsdóttir kom til Carmel með nýfædda dóttur þeirra í ág- ústmánuði 1980: „Það þýddi ekki annað en að ég færi einn út í fyrstu til að kanna aðstæður. Það er útilokað að byrja á að flytja út með fjölskyldu. Við eignuðumst aðra dóttur ári síðar en konan mín undi sér ekki hér. Ég var í vinnunni frá morgni til kvölds og það var erfitt fyrir Margréti að vera innilokuð með ungbarn; hvað þá þegar þau voru orðin tvö. Ég vann tvöfalda vinnu, á daginn á ítalska staðnum Casanova inni í Carmel og á Covey inni í dal á kvöldin. Það er erfitt að koma sér áfram hér,“ segir hann. „Byrjunarlaunin eru mjög lág, húsaleiga dýr og allt í Carmel er mun dýrara en í Monterey, borginni sem er í tíu mínútna fjarlægð." Þjónustulundin er öllum í fjölskyldunni í blóð borin. Bræður Konráðs, Birgir Viðar og Halldór ráku ásamt móður þeirra, Fanneyju Magnúsdóttur, veitingastaðinn „Hauk i horni" á Hagamelnum um skeið: „Birgir byrjaði í Hótel- og veitinga- skólanum og ég fylgdi á eftir, en það er tveggja ára aldursmun- ur á okkur." Eftir eins og hálfs árs starf á Casanova var Konráð gerður að yfirþjóni staðarins: „Ég starfaði þó áfram á Covey, en aðeins tvö kvöld í viku undir það síðasta. Þá varð ég veitingastjóri á Casanova, en það er næsta skref fyrir ofan yfirþjónsstöðuna. Eigendur Casanova kevptu síðan annan stað, þar sem ég var einnig yfirþjónn á sama tíma, Fandango. Sá staður var í spænskum stíl og maturinn að hætti Baska." A kosningahátíð hjá Clint Eastwood I framhaldi af vonlausri leit að kvikmyndastjörnum kvöldinu áður spyr ég Konráð hvort það sé rétt að það sé daglegur við- burður að þekkt fólk gangi um götur Carmel: „Maður sér þetta fólk stundum," svarar hann. „Bæjarbúar láta það alveg í friði, en það eru einstaka ferðamenn sem stökkva á stjörnurnar." Honum finnst lítt merkilegt að hafa þjónað þessum stjörnum og það var ekki fyrr en síðar í þessari Carmel dvöl að ég sá mynd af Konráð með Clint Eastwood á kosningahátíðinni þegar Clint var kosinn borgarstjóri: „Það er kannski gaman að geta sagt að ég hafi þjónað þessari stjörnu eða séð aðra, en að- alatriðið er að þær eru bara venjulegt fólk sem vill fá að njóta matarins og kvöldsins og það í friði. Ég reyni alltaf að sjá til þess að svo sé.“ Aðrar þekktar stjörnur sem hafa borðað á veit- ingastöðunum sem Konráð hefur veitt forstöðu eru Stephanie Hvert sem farið var með Konráði þekkti hann fólk. Meira að segja á sundlaugarbarminum kallaði þessi fallega Ijósmyndafyrirsæta á hann, en hún hafði sýnt fatnað á veitingahúsi sem Konráð starf- aði á áður fyrr. Powers, Allan Funt stjórnandi og framleiðandi þáttanna Candid Camera, Morgan Fairchild, Doris Day og fleiri. Meðlimir hljómsveitarinnar Earth, Wind and Fire áttu líka stóra landareign og hús með fullkomnu stúdíói í Camel daln- um: „Þeir voru með stórt hús á leigu í bænum og höfðu þar fullkomið stúdíó. Allan Funt býr hér einnig og John Travolta kemur stundum hingað í frí.“ Enginn hefur getið upp á að hann sé íslenskur Honum finnst reyndar skemmtilegra að fá íslendinga á veit- ingastaðina en frægt fólk: „Nei, það vita fáir að ég er frá ís- landi," segir hann aðspurður. „Margir reyna að geta upp á því frá hvaða landi ég er, en það hefur enginn nefnt Island ennþá!" Þegar Konráð vann á Casanova var staðurinn opinn allan daginn og það var þar sem hann hitti fyrstu íslendingana: „Einn morguninn þegar við vorum að skipta frá morgunverði yfir í hádegisverðarseðil hitti ég fyrst íslendinga í heimsókn í Carmel," segir hann. „Ég var eitthvað upptekinn þegar ég heyrði íslendinga vera að tala saman frammi í sal. Þetta voru þá Jakob Frímann Magnússon, Anna Björnsdóttir, Sigur- jón Sighvatsson og Jónas R. Jónsson. Jakob leit á matseðil- inn og spurði mig síðan — auðvitað á amerísku — hvort ekki væri hægt að fá morgunverð: „Við hljótum að geta bjargað því," svaraði ég á íslensku!" Fleiri íslendingar hafa komið inn á staðina sem Konráð hefur starfað á, en hann hefur ekki hitt þá alla: „Stundum sé ég ís- lensk nöfn á kreditkortanótunum. Það er alltaf einhver reiting- ur af íslendingum hér. Einu sinni var ég staddur í Lake Tahoe í Nevada þegar ég heyrði í íslendingum. Þá kom í ljós að þetta voru ferðamenn á vegum Landsýnar með Dóru Hjartar sem fararstjóra og ætluðu sér að fara til Kaliforníu og í gegnum Car- mel. Ég var ekki lengi að bjóða þeim öllum heim í drykk og snittur, því það er ekki á hverjum degi sem íslenskur hópur mætir hér!“ Hann vissi ekkert hvaö hann var að fara út í þegar hann lagði af stað til Kaliforniu á nýársdag 1980. Nú er Konráð Halldórsson framkvæmdastjóri á virtu veitingahúsi í Carmel. Konráð starfar núna sem framkvæmdastjóri á veitingastað sem heitir „Diána" og er í eigu Grikkja: „Þessi staður tekur 90 manns innandyra og 35-40 úti á „patíói", þar sem er arineldur, litrík tré og plöntur og sólhlífar," segir hann. „Við erum með nokkra gríska rétti eins og grísk salöt, osta, lambahrygg að hætti Grikkja, sem er marineraður og við notum eingöngu grískar olíur. Síðan erum við einnig með Egg’s Iceland í há- deginu, en það eru hleypt egg með reyktum laxi. Mitt starf felst í því að sjá um rekstur salar og eldhúss og fara yfir innkaup og bókhald, — semsé staðinn í heild." Hann bauð mér til kvöldverðar á veitingastaðnum sem hann rekur. Diána er staðsett á jarðhæð verslunarbyggingar, Car- mel Plaza, „Kringlunnar okkar hér," segir Konráð, en hún stendur við aðalgötu bæjarins, Ocean Avenue. Þarna eru verslanir af ýmsu tagi, sem og veitingastaðir, og fyrir framan veitingastaðinn Diönu er allt þakið blómum og trjám. Það þarf ekki að leita að Konráði þegar niður stigann er komið: hann stendur uppábúinn fyrir framan dyrnar og tekur á móti gest- um. Þetta kvöld sýndi það sig enn einu sinni að heimurinn er lít- ill. Þegar blaðamaður PRESSUNNAR mætti til kvöldverðar voru fjórir íslendingar nýfarnir út af staðnum. Þetta voru hjón- in Anna Agnarsdóttir og Ragnar Árnason hagfræðingur ásamt tveimur börnum sínum, en þau hafa verið búsett í Kan- ada síðasta ár. Þau höfðu staðið fyrir utan veitingastaðinn og verið að lesa á matseðilinn þar sem börnin vildu fá hamborg- ara. Konráð heyrði til þeirra, gekk að þeim og sagði að þetta væri ekkert vandamál, dæturnar skyldu fá hamborgarana sína! Það er áberandi að Konráð er eins og heima hjá sér í Carmel. Hvert sem farið var heilsaði honum fólk og margir þurftu að ræða við hann um lífið og tilveruna. Og það voru ekki aðeins þeir bandarisku sem báru þessum íslendingi góða sögu; í litlu Islendinganýlendunni í Carmel er sama virðingin í fyrirrúmi. Nær allir sem þangað hafa komið á síðustu árum hafa átt vísan samastað á heimili Konráðs. Hann býður íslendingunum húsa- skjól, lánar þeim peninga og styður við bakið á þeim meðan fyrstu skrefin eru stigin. Og skiptir aldrei skapi. Drykkjusiðir Bandaríkjamanna og íslendinga ólíkir Þegar Konráð er spurður hvort honum finnist einhver mun- ur á að þjóna íslendingum og Bandaríkjamönnum svarar hann: „Mér fannst munur á þeim þegar ég flutti út. Matarvenj- ur eru ekki mjög ólíkar, en drykkjusiðirnir allt aðrir. Banda- ríkjamenn eru almennt kurteisari gestir en íslendingarnir voru

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.