Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 9. ágú&t, 1.990 . i kvikmyndir helgarinnar FIMMTUDACUR 9. ágúst Stöö 2 kl. 22.15 BARIST FYRIR BORGUN *** (The Dogs of War) Bresk kvikmynd frá 1980 Leikstjóri: John Irvin Adalhlutverk: Christopher Walken, Tom Berenger, Colin Blakely Myndin er gerð eftir einni af met- sölubókum Fredericks Forsyth. Fjallar hún af nokkrum alvöru- þunga um málaliða í Afríku, sem kemst í kast við einræðisherra sem þykir svipa mjög til hins alræmda Idi Amin. Þokkalegasta afþreying fyrir þá, sem hafa ánægju af spennumyndum. Stöö 2 kl. 00.10 Á FERÐ 0G FLUGI **1/2 (Planes, Trains and Automobil- es) Bandarísk kvikmynd frá 1987 Leikstjóri: John Hughes Aöalhlutverk: Steve Martin, John Candy, Laila Robbins Súrsætur farsi um bisnessmann, sem reynir allt hvað hann getur til að komast heim til sín fyrir þakkar- gjörðarhátíðina. Það gengur hins vegar ekki stórslysalaust og í þokka- bót neyðist manngreyið til að hafa með sér náunga, sem fer ægilega í taugarnar á honum. Þetta hljómar kannski fáránlega, en myndin er al- veg sæmileg. FOSTUDAGUR 10. ágúst Stöö 2 kl. 21.20 KARLAR í KRAPINU *y' (Real Men) Bandarísk kvikmynd frá 1987 Leikstjóri: Dennis Feldman Aöalhlutverk: James Belushi, John Ritter, Barbara Barrie Þetta á að vera fyndin ádeilumynd um njósnara, en hún missir gjörsam- lega marks. Við mælum ekki með þessari, Ríkissjónvarpið kl. 22.20 UNGFRÚ MARY ** (Miss Mary) Argentínsk kvikmynd frá 1986 Leikstjóri: Maria Louisa Bemberg Aðalhlutverk: Julie Christie, Nacha Guevara Hin þekkta breska leikkona, Julie Christie, fer meö hlutverk kennslu- konu í þessari argéntínsku mynd. Gerist hún fyrir um það bil fimmtíu árum og segir frá breskri konu, sem ræður sig í vinnu alla leið til Argent- ínu. Stöö 2 kl. 23.10 NÓTTIN LANGA ** (The Longest Night) Bandarísk mynd frá 1972 Leikstjóri: Jack Smith Aðalhlutverk: David Janssen, James Farentino Mynd þessi er byggð á sannsöguleg- um atburðum og fjallar um stúlku, sem verður fórnarlamb mannræn- ingja. Eitt aðalhlutverkið er leikið af manninum, sem fyrir löngu var söguhetjan í bandarísku sjónvarps- þáttunum „Flóttamaðurinn" eða „The Fugitive". Stöð 2 kl. 00.20 BLÁA ELDINGIN (The Blue Lightning) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986 Leikstjóri: Lee Philips Aðalhlutverk: Sam Elliott, Rebecca Gilling Miðlungsgóð mynd um einkaspæj- ara frá San Francisco, sem fer til Ástralíu í leit að dýrmætum eðal- steini. Það er auðvitað hægara sagt en gert og lendir maðurinn m.a, í hatrammri baráttu við harðsvírað- an glæpon. LAUGARDAGUR 11. ágúst Stöð 2 kl. 15.00 SKÆR LJÓS B0RGARINNAR *** (Bright Lights, Big City) Bandarísk kvikmynd frá 1988 Leikstjóri: James Bridges Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Kiefer Sutherland Mynd þessi er byggð á samnefndri metsölubók eftir Jay Mclnerney, sem er eiginlega sjálfsævisaga höf- undarins. Bókin þykir raunar betri en myndin, en hún er þó þokkaleg- asta afþreying. Umfjöllunarefni: Sveitastrákur kemur til stórborgar- innar og ætlar að gera það gott, en á bágt með að standast skemmtanir og eiturlyf. Stöö 2 kl. 20.50 BYLT FYRIR B0RÐ *** (Overboard) Bandarísk kvikmynd frá 1987 Leikstjóri: Garry Marshall Aðalhlutverk: Goldie Haum, Kurt Russell Þessi er af léttara taginu og fjallar um ríka konu, sem verður fyrir óhappi og missir minnið. Maður nokkur fullyrðir að hún sé eigin- kona sín og móðir óþekku krakk- anna, sem hann fer með hana heim til. Ríkissjónvarpið kl. 21.00 MÚRARA- M0RÐIN ***,/2 (Inspector Morse — The Ma- sonic Mysteries) Bresk sjónvarpsmynd Leikstjóri: Danny Boyle Aðalhlutverk: John Thaw, Kevin Whately Þetta er ein af þessum góðu, bresku morðgátumyndum um Morse lög- regluforingja, sem ávallt finnur morðingjann að lokum. í þetta sinn fellur grunur á hetjuna sjálfa. Við mælum eindregið með þessari! Stöð 2 kl. 22.40 BYSSURNAR FRÁ NAV- AR0NE ***1/i (The Guns of Navarone) Bandarísk kvikmynd frá 1961 Leikstjóri: J. Lee Thompson Aðalhlutverk: Gregory Peck, David Niven, Anthony Quinn, Anthony Quayle, James Robertson Þessi er auðvitað gerð eftir sam- nefndri spennusögu Alistairs MacLean og flestir vita því að hverju þeir ganga með hana. Ljómandi spennumynd með úrvalsleikurum. Ríkissjónvarpiö kl. 22.50 ÁST 0G 0GNIR (Haunted Honeymoon) Bandarísk kvikmynd frá 1986 Leikstjóri: Gene Wilder Aðalhlutverk: Gene Wilder, Dom DeLuise, Jonathan Pryce Misheppnuð grínmynd, sem ekki fær eina einustu stjörnu. Hún fjallar um furðulegt fólk í stóru drungalegu húsi, en myndin er hvorki fyndin né hrollvekjandi. Stöð 2 kl. 01.10 HÆTTULEG FEGURÐ (Fatal Beauty) Bandarísk kvikmynd frá 1987 Leikstjóri: Tom Holland Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg, Sam Elliott Whoopi Goldberg lék stórkostlega í Purpuralitnum, en í þessari mynd er hún gjörsamlega misheppnuð. Hún ieikur fíkniefnalöggu í myndinni, sem hér um ræðir, en hún fær enga stjörnu. SUNNUDAGUR 12. ágúst Stöð 2 kl. 13.00 ÓGÆTNI ** (Indiscreet) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1988 Leikstjóri: Richard Michaels Aðalhlutverk: Robert Wagner, Lesley-Anne Down Endurgerð kvikmyndar, sem Ingrid Bergman og Cary Grant léku í þrjá- tíu árum áður. Sú fyrri var betri, en þessi er þó þokkaleg afþreying á sunnudagssíðdegi, ef ekkert betra er í boði. Stöö 2 kl. 23.00 BRÚÐUR MAFÍUNNAR **,/2 (Blood Vows) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1987 Leikstjóri: Paul Wendkos Aðalhlutverk: Melissa Gilbert, Joe Penny, Talia Shire Myndin fjallar um konu, sem giftist ljúfum náunga en kemst síðar að því að fjölskylda hans tilheyrir Mafí- unni. Þokkalegasta afþreyingar- mynd. rein K'íi eftir Mike Atkinson 27 dagbókin hennar / Ég er svo stressuð út af stríðinu þarna í útlöndum. Manni bara dauð- brá, þegar fréttirnar urðu allt í einu yfirfullar af þessu, þó þetta sé auð- vitað ansi langt í burtu frá Islandi. En það eru til alveg æðislega lang- drægar byssur og ef Kanarnir skipta sér mikið af stríðinu hjá aröbunum getur sko vel verið að þeir hefni sín með því að skjóta einni langdrægri á Keflavíkurflugvöll. Ég meina það. . . Hvað veit maður upp á liverju þessir kallar geta tekiðl? Svo getur náttúrulega líka orðið heimsstyrjöld úr þessu litla stríði. Hinar tvær byrjuðu einmitt með svona látum á milli tveggja landa, sem breiddust síðan út um allar trissur. Ég er búin að heyra hryllileg- ar sögur af því hvernig lífið er í stríði og get barasta alls ekki hugsað mér að prufa það sjálf. Það er til dæmis allur matur skammtaður og engin föt til. Amma þurfti að sauma flíkur á börnin sín upp úr gömlum jakka- fötum af afa — og fyrr geng ég alls- ber en í einhverjum uppsaumuðum druslum! í stríði er þar að auki bann- að að fara út á kvöldin og bara lækn- ar og hermenn fá bensín á bílana sína. Ég héldi þetta ekki út! Amma á Einimelnum er líka voða hrædd. Hún er gjörsamlega á taug- um út af þessum tveimur íslensku fjölskyldum, sem eru í striðslandinu þarna fyrir sunnan. (Eða austan, eða hvar þetta er nú annars ná- kvæmlega...) Ömmu finnst það al- veg dæmigert af pólitíkusunum hérna að þeir geti látið eitthvert kvabb um laun og samninga hafa forgang, þegar alíslenskir þegnar eru í lífshættu úti í heimi. Hún vill að ríkisstjórnin sendi sérstaka neyðar- flugvél eftir fólkinu og trompast al- veg þegar mamma minnir hana á að það séu fleiri en íslendingarnir í hættu. Amma er nefnilega klár á því að rammíslensk mannslíf séu soldið spes og vikti miklu meira en manns- líf frá öðrum löndum. Ég er nú eigin- lega sammála henni. Við erum svo ferlega fá að við megum alls ekki við að missa fólk í annarra manna stríðum. En fyrst ríkisstjórnin vildi ekkert gera tók amma sig til og skrifaði honum Gorba í Rússlandi nokkrar vel valdar línur. Henni finnst hann ekki hafa verið nógu duglegur að halda þessum arabakommum á mottunni og er alveg viss um að hann beri smá ábyrgð á stríðinu, því það sé mjög nálægt hans landi. Þess vegna vill amma að Gorbi taki að sér að koma íslendingunum heim til fósturjarðarinnar. Mamma froðu- felldi, þegar hún heyrði röflið í ömmu og sagði að hún kynni ekkert í landafræði og hefði greinilega ekki hundsvit á heimsmálunum, fyrir ut- an það að amma væri versti for- dómahundursem hún þekkti. Ég fæ mig ekki til að skrifa hvað amma sagði þá... Mér er sko persónulega alveg sama hvort það verður Guð eða Gorbi, sem stoppar stríðið. Bara ef einhver lætur kallana hætta að berj- a^t, svo ég lendi ekki í því að fá smjörlíki ofaná brauð og föt af pabba. (Það væri líka slæmt ef pabbi fengi ekki bensín á bílinn, einmitt þegar ég fer bráðum að taka bíl- próf.)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.