Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 09.08.1990, Blaðsíða 15
15 Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Persónuleikiinn rnótcis/ í systkinahópnnm Þykist þú vera þinnar eigin gæfu smiður? Því miður er það ekki rétt nema að litlu leyti. Örlög þín eru ráðin frá upphafi og miklu máli skiptir hvar íröð systkina þú fæðist. Þegarþú velur þér maka eða ævistarf, er trúlegt að valið byggist á því hvort þú ert stórasystir eða litlibróðir, hvort þú átt fleiri systkini eða hvort þú ert einkabarn. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR Oft verðum við undrandi á því að vinkon- an sem er hrókur alls fagnaðar, hlý, opin og mikil atorkumanneskja getur átt bróður sem er hálfgerður drumbur, seinlátur, lokaður og þurr á manninn. Þetta er furðulegt, því þau eru alin upp á sama stað, af sömu foreldrum við svipaðar aðstæður. Ef svipaða sögu er að segja af tveim bræðrum, er þetta enn ein- kennilegra því þá er ekki einu sinni hægt að kenna því um að kynin séu alin upp á mis- munandi hátt. Skýringin er einfaldlega sú að við fæðumst inn í ákveðin hlutverk eftir því hvort við erum elst systkina, yngst, í miðj- unni eða kannski einbirni. Danski geðlæknirinn Oluf Marten- sen-Larsen fullyrðir að persónuleiki okkar mótist allverulega af stöðu okkar í systkina- hópnum. Martensen-Larsen hefur rannsak- að feril 15.000 einstaklinga og gerir grein fyrir kenningum sínum í bókinni „Forstaa ditt opphav og bli fri", sem þýðir eitthvað á þá leið að ef þú skilur upphaf þitt getir þú orðið frjáls. Geðlæknirinn heldur því fram að hægt sé að ná betri stjórn á lífinu ef maður gerir sér grein fyrir því hlutverki sem manni er áskapað. Ef stórasystir þekkir sjálfa sig hugsar hún sig til dæmis tvisvar um áður en hún giftist stórabróðurnum sem hún er svo hrifin af. Þeirra samband getur hæglega endað með ósköpum eða orðið eilíft stríð. Foreldrar geta líka haft gagn af því að þekkja eðlisþættina sem koma fram í systk- inahópnum, svo þau geti forðast verstu gildr- urnar. Þá er gott að vita að sama hversu mörg börn þið ætlið að eignast ættuð þið að hafa 3—4 ár á milli þeirra, til þess að öll börn- in fái næga athygli og hafi eðlilegt svigrúm til þess að þroskast. Ef þér finnast eftirfarandi lýsingar ekki eiga við þig, finnast auðvitað skýringar á því líka. Málið er ekkert einfalt og fleira getur skipt máli en röð systkinanna. Meðal þess sem danski geðlæknirinn telur hafa áhrif eru þættir úr uppvexti foreldra þinna. Sam- kvæmt kenningunni skiptir það líka máli hvar í systkinaröðinni foreldrar þínir voru, því áhrifin eru svo sterk að þau ná allt til næstu kynslóðar og jafnvel ennþá lengra. Einnig skiptir máli hvað systkini eru mörg. Því fleiri sem þau eru því ákveðnari verða systkinaáhrifin á persónuleika þinn, líklega vegna þess að uppeldisáhrifin frá þeim skyggja á foreldrana að einhverju leyti. Stór- ir systkinahópar og hálfsystkini eru líklega algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Danski geðlæknirinn sleppir hins vegar hálf- systkinum alveg í sínu dæmi, en auðvitað hafa þau líka áhrif á systkini sín, jafnvel þó þau alist ekki upp saman nema að nokkru leyti. Eftirfarandi lýsir.gar úr könnuninni gefa til kynna stöðuna að dómi danska geðlæknis- ins. Svo er þitt að ákveða, hvort þetta sé hið mesta rugl eða eigi við einhver rök að styðj- ast. Systkinin Lilja, Ivar og Sunnar. ___________EINBIRNI________________ Það eru alls ekki slœm örlög ad vera ein- birni. Oft eru þau hœfari að umgangast full- orðið fólk og ná sum skjótari andlegum þroska en önnur börn. Yfirleitt eru. þau laus við allan undirlœgjuhátt og óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Aberandi margir geim- farar eru einbirni. Einkabörn standa alltaf sjálfum sér nœst og eru því aðeins tillitssöm að það henti þeim sjálfum. Þau giftast oft öðrum einbirn- um. Það œttu þau þó ekki að gera, vegna þess að þau skortir hœfileika til þess að lifa sig inn í heim barna. Þessvegna er hætta á að barnið þeirra geti orðið einrænn sérvitring- ur. ___________TVÍBURAR_________________ Eineggja tvíburar vilja helst styrkja og styðja hvor annan og hið sérstaka samband þeirra variryfirleitt alla tíð. Tvíeggja tvíburar lenda hinsvegar yfirleitt í eilífri samkeppni og deila oftast með sér hlutverkum á sama hátt og systkini sem ekki er lengra á milli en 18 mánuðir. SYSTKINI FÆDD MEÐ STUTTU MILLIBILI Strákur sem eignast fljótlega yngri systur á oft við geðræn vandamál að stríða þegar hann eldist, en systir hans er hinn fœddi sig- urvegari. Stelpur þroskast fyrr en strákar og hún verður honum þvíyfirsterkari og það er hœtta á því að hann gefist nánast upp. Oft verður stelpan nœstum því eins og stórasyst- ir, þó að hún sé aðeins yngri. Bróðirinn elst því upp íþeirri trú að stelpurnar geti mest og viti mest. Hann giftist helst ímynd systur sinn- ar, sterkri og duglegri konu. Systir hans ætti helst að velja sér eiginmann sem er litlibróð- irinn í s'mum hópi. Ef strákur eignast bróður innan 18 mán- aða getur það líka orðið erfitt fyrir báða. Samkeppnin verður hörð og báðir eiga á hættu að verða uppstökkir œsingamenn. Stelpur sem eru fœddar með stuttu millibili eiga líka í samkeppni. Þœr berjast um hylli föðursíns og líður trúlega best í hjónabandi með manni sem er töluvert eldri. Stelpa sem á litlu yngri bróður verður trú- lega dœmigerð stórasystir bróður síns. STÓRIBRÓÐIR LITLASYSTIR Þetta er óskadraumur hverrar fjölskyldu, því niðurröðun systkina á þennan hátískap- ar réttu skilyrðin miðað við uppbyggingu þjóðfélagsins. Nokkur aldursmunur þarf þó helst að vera á milli systkinanna, helst ekki minna en tvö og hálft ár. Stóribróðir verður ábyrgðarfullur einstaklingur og litla systir kennir honum listina að sýna tilfinningar. Bróðirinn þarf ekki að berjast fyrir yfirráð- unum og verður ekki of framagjarn. Litla- systir getur klifrað í trjám og leikið sér jöfn- um höndum að dúkkum og bílum. Hún á auðvelt með að umgangast karlmenn og hef- ur góða möguleika á að ná langt í atvinnulíf- inu samfara góðu heimilislífi. Makar við hœfi eru: litlasystir fyrir stórabróður og stórasystir fyrir litlabróður. STÓRASYSTIR LITLIBROÐIR Stórasystir gætir bróður síns og er líkleg til þess að láta hans þarfir ganga fyrir sínum. Systkinin verða góðir vinir, en staðföst trú stórusystur á því að karlmenn séu hjálpar- þurfi bendir til þess að henni líði best með

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.