Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 18. OKTÓBER
KYNLÍF
Hamingja í
stað hremminga
„Sexý“
draumar
mundsson er að gera eftir
bók Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar. Hún er byrjuð að æfa
hlutverk Sólveigar í upp-
færslu Þjóðleikhússins á Pétri
Gaut og hún leikur í barna-
leikriti þeirra systra Iðunnar
og Kristínar Steinsdætra,
Kela þó.
Kannski finnst sumum
þetta nóg en ekki Steinunni.
Seinna í vetur mun hún leika
Liesl, eistu dóttur Trapps höf-
uðsmanns, í Sound of Music,
sem heitir víst Söngvaseiður
upp á íslensku.
En Steinunn er alls ekki
nýtt andlit á sviðinu, því hún
lék í Landi míns föður, stríðs-
árasöngleik Kjartans Ragn-
arssonar, áður en hún fór ut-
an til náms. Og fyrir mörgum
árum lék hún í Övitum Guð-
rúnar Helgadóttur.
Ekki lítil afrek fyrir unga
konu. Hvenær hefur hún
tíma til að vera hún sjálf?
kann einhver að spyrja.
Loks fær ættfræðideildin
eitthvað við sitt hæfi því
Steinunn er dóttir Bríetar
Héðinsdóttur leikkonu og
kemur fræðingunum þá lík-
lega ekkert á óvart að stúlkan
skuli hafa hæfileika.
JÓNA
INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
„Sæl og blessuð.
Éger utanaf landi og þar
sem ég bý yrði bara hlegið
að mér ef ég svo mikið sem
impraði á því sem ég nú vil
spyrja að. Ég er fullorðinn
maður, kominn hátt á
sextugsaldurinn. Málið er
það að mig dreymir kyn-
ferðislega drauma, um
hinar og þessarkonur sem
ég þekki. Er þetta eitthvað
óeðlilegt?"
Nei, slíkar draumfarir eru
ekkert óeðlilegar. Þagnar-
múrinn í kringum kynlífsum-
ræðu gerir okkur erfitt fyrir á
margan hátt. Ein afleiðingin
er sú að hver situr í sínu horni
og nagar á sér neglurnar yfir
ímynduðu óeðli sínu. Það er
nú einu sinni þannig að með
því að tala saman fær fólk
samanburð og getur sam-
hæft reynslu sína en þarf ekki
að sitja uppi með óþarfa
áhyggjur yfir hugsunum sín-
um, tilfinningum eða atferli.
Umræða um kynlíf er þyrnir
í augum margra, sumpart
vegna þess að fólk er hrætt
við að vankunnátta þess um
kynlíf verði ljós. Þegar al-
mennt verður litið á kyn-
fræðslu sem jafneðlilegan
undirbúning fyrir lífið og
aðra menntun tekst okkur
fyrst að brjóta skarð í þennan
berlínarmúr tjáskiptanna.
Kynsvörun (kynferðisleg
viðbrögð líkama og hugar) í
svefni þekkist frá ómunatíð. í
trúarritum kristinna manna
er til dæmis sagt frá gyðing-
um til forna sem voru skikk-
aðir til að ganga í gegnum
hreinsunarritúal vegna full-
nægingar og sáðláts í svefni.
Þá var það álitið „spilla"
manninum. Einu sinni var
það líka trú manna að þeir
sem lifðu engu samlífi í vöku
fengju þá bara útrás í svefni,
en engar kannanir hafa stutt
það. Ef eitthvað er virðist
tíðni ósjálfráðrar fullnæging-
ar í svefni aukast hjá konum
á sama tíma og fullnæging er
sjaldgæfari í vöku.
Draumar sem eru
á einhvern hátt
kynferðislega
æsandi snúast oft
um eitthvað sem
er forboðið eða
má ekki svo sem
ættingja, hópkyn-
líf, „flössun“ eða
kynlíf með besta
vini makans ...
Það er ekki langt síðan
menn héldu að það væri bara
karlkynið sem upplifði
„sexý“ drauma. Líklega
vegna þess að komur skilja
ekki eftir sig eins greinileg
merki um kynferðislega útrás
í svefni og þeir, og þá ég ég
við sáðlát. Það er algengara
að karlmenn fái fullnægingu í
svefni en konur þó það sé líka
vel þekkt meðal kvenna. Full-
næging í svefni en ekki í vöku
hjá sömu konunni er einmitt
eitt greiningaratriðið sem úti-
lokar líkamlega orsök fyrir
fullnægingarleysi í vöku. Það
bendir til að líkaminn starfi
eðlilega og konan ætti að
geta fengið fullnægingu jafnt
í vöku sem svefni.
Draumar sem eru á ein-
hvern hátt kynferðislega æs-
andi snúast oft um eitthvað
sem er forboðið eða má ekki
svo sem ættingja, hópkynlíf,
flössun (opinbera kynfærin
óbeðinn) eða kynlíf með
besta vini makans. I þínu til-
viki dreymir þig um samlíf
með konum sem þú myndir
líklega ekki nálgast í vöku
með samræði í huga. í svefni
eru hömlur ekki eins ráðandi
og í vöku og sumir halda því
fram að meðvitaðar eða
ómeðvitaðar langanir fái
útrás á skaðlausan hátt
draumförum. Að í vöku höf-
um við meiri stjórn á hugsun-
um okkar og atferli en í
svefni.
Hjá strákum á kynþroska-
aldri eru fullnæging og sáðlát
í svefni stundum nefnd
„blautir draumar". Ef strákur-
inn hefur ekki reynslu af
sjálfsfróun er þetta kannski
fyrsta reynsla hans af full-
nægingu og sáðláti.
í stuttu máli sagt eru kyn-
ferðislegir draumar, með eða
án kynferðislegrar útrásar,
fullkomlega eðlilegt fyribæri
hjá báðum kynjum. Kúnstin
er bara að njóta þeirra
áhyggjulaust og vakna með
bros á vör!
Þorsteinn Högni Gunn-
arsson er ekki af baki dott-
inn þrátt fyrirfjárhagsleg-
an skell upp á hálfa milljón
vegna Pakkhúss postui-
anna síðastliðið sumar.
Sem kunnugt er varð
þetta framtak fyrir ótrú-
legum hremmingum.
Einn bresku tónlistar-
mannanna er landann
sóttu heim á vegum Pakk-
hússins líkti aðgerðum ís-
lensku lögreglunnar við
Stasi-aðferðir.
„Ég hef haft hægt um
mig að undanförnu vegna
þessa fjárhagslega áfalls,
en ég hafði gefið út
ábyrgðir fyrir ýmsum
kostnaðarliðum. Eigendur
skemmtistaðarins
Tunglsins áttu að vísu að
greiða þessi útgjöld en
pRÁ PAKKHÚSI POSTULANNA. ÞORSTEfNN HÖGNI
I HRINGNUM.
svikust um það," segir
Þorsteinn Högni.
Þorsteinn starfar nú
sem blaðamaður hjá
tímaritinu Mannlífi, en í
desember ætlar hann að
aðstoða 26. maí-hópinn
við útgáfuhátíð í tilefni út-
gáfu tímaritsins Ham-
ingju...
Steinunn Þorsteinsdóttir
hefur nóg að gera. Hún er ný-
útskrifuð frá Drama Center í
London og er sjálfsagt yngsta
leikkonan okkar með fullt
nám að baki, því hún er ein-
ungis tuttugu og eins árs. Hún
leikur Sigrúnu Maríu í sjón-
varpskvikmyndinni Litbrigð-
um jarðar, sem Ágúst Guð-
UTBRIGÐI
LEIKKONU
„Maðurinn er aðdáanlega samkvæmur
sjálfum sér, hann boðar orðið hreint og
ómengað og þannig er
hans líf. Það er lærdóms-
ríkt að vera nálægt þessum
einstaka manni, hann er
nákvæmur, hreinn og sann-
ur, þjónn sem gæti kennt
okkur öllum heilmikið,”
segir Kristín Friðbjarn-
ardóttir, fv. formaður
sóknarnefndar Seltjarn-
arneskirkju. „Hann er
óhræddur við að standa
fast á því sem Biblían boð-
ar, meðal annars með því
að tala um djöfulinn, sem
sumir vilja helst ekki heyra
minnst á,” segir Ásmundur Magnússon,
læknir og forstöðumaður samtakanna
Orðs lífsins. „Hann er auðsjáanlega mjög
trúaður og það er af hinu góða, því það
skortir mjög á trú í kirkjunni — hún er of
eftirgefanleg við þjóðfélagið,” segir safn-
aðarmeðlimur. „Ég ber og mun alltaf
bera virðingu fyrir mönnum sem þora að
halda sannfæringu sinni fram og þora að
standa við hana. Margir prestar hafa ekki
þennan kjark til að bera,“ segir Sigurður
Haukur Guðjónsson prestur.
DEBET
KREDIT
Guðmundur Örn
Ragnarsson
prestur
„Hann hefur sem sóknarprestur ekki
leyfi til að boða þessa helvítistrú og
segja að allir séu vondir
sem sækja ekki kirkju,“
segir safnaðarmeðlimur.
„Hann sækir sitt í al-
þjóðleg samtök bók-
stafstrúarmanna, sem
vinna ekki á grunni þjóð-
kirkjunnar, samtök sem
hafa valdið mörgum tals-
verðum vanda með
áherslu á að aðeins trúin
stuðli að lífshamingju,"
segir prestur. „Ég get eng-
an galla nefnt, en sumir
vilja kannski ekki fylgja
boðskap hans af því þeir
teldu sig ekki sigla eins hratt upp í líf-
inu fyrir vikið,“ segir Kristín Friðbjarnar-
dóttir. „Það er hætt við því að hann
stuði eitthvað af fólki frá sér,” segir Ás-
mundur Magnússon. „Ég hef ekki hlust-
að á Guðmund sjálfan, en almennt
finnst mér forkastanlegt að dæma fólk,
sem er að leita, óhreint við það eitt að
það leitar út fyrir þjóðkirkjuna. Það
eru þá frekar prestarnir sjálfir sem
ekki hafa staðið sig í stykkinu. Fólk
sem leitar er lifandi og það er hægt að
komast í hús bakdyramegin jafnt sem
um aðaidyrnar,“ segir séra Sigurður
Haukur Guðjónsson.
Guðmundur Örn Ragnarsson er prestur í afleysingum í Seltjarnarnessókn. Um hann hafa skapast deilur vegna
harðrar afstöðu hans í trúmálum.