Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER
17
lEftir að Óli Kr. Sigurðsson tók
við valdataumunum í OLÍS riðlaðist
nær óumbreytanleg samtrygging
olíufélaganna
þriggia á markaðin-
um. Aður var nánast
lögmál að ESSO var
stærst með iiðlega
40% hlutdeild, Sheil
næststærst _ með
33% og OLÍS með
um 25%. Stærri olíufélögin brugðu
á það ráð að reyna að þrengja að
Óla og um tíma lá nærri að Lands-
bankanum, með Sverri Her-
mannsson í broddi fylkingar, tæk-
ist að stöðva rekstur OLÍS. A síðasta
ári hafði Óla þrátt fyrir allt nær tek-
ist að koma Shell aftur fyrir sig.
Munurinn þarna á milli var aðeins
100 milljónir, en var þegar best lét
hjá Shelí um 1.300 milljónir á sam-
bærilegu verðlagi...
-----------------------------
A
y^^^ukin harka hefur færst í próf-
kjörsslaginn hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Sumir kandídata fara reyndar
hljóðlega, eins og Birgir ísíeifur
Gunnarsson og Davíð Oddsson
borgarstjóri, en hvorugur þeirra
hefur opnað skrifstofu. Hins vegar
er sagður enginn kotbragur á kosn-
ingabaráttu Björns Bjarnasonar,
aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins,
en stuðningsmenn hans láta sér
ekki nægja minna en heilan sýning-
arsal í Hekluhúsinu ...
I dag hefst tveggja daga haust-
þing fóstra, þar sem mikið verður
fjallað um kjara- og menntunarmál.
Innan stéttarinnar er mikill viðbún-
aður vegna væntanlegs frumvarps
um leikskóla frá Jóhönnu Sigurð-
ardóttur félagsmálaráðherra, en
Jóhanna hefur barist fyrir því að fá
dagvistarmál undir félagsmálaráðu-
neytið. Fóstrur vilja hins vegar ólm-
ar vera áfram í menntamálaráðu-
neytinu og ætla með oddi og egg að
halda sér þar. Það sem er kannski
skrítnast í stöðunni er að Fóstrufé-
lag Islands hlaut nýverið inngöngu í
WCTOP — alþjóðasamtök kenn-
ara...
E
■■kki hefur enn verið ákveðið
hver skipi fyrsta sæti á lista Alþýðu-
flokksins í Austurlandskjördæmi, en
Guðmundur Einarsson, núver-
andi aðstoðarmaður viðskiptaráð-
herra, gefur ekki kost á sér aftur,
þrátt fyrir að hann hafi aðeins vant-
að sjö atkvæði upp á í síðustu kosn-
ingum. Heyrst hefur að lagt hafi ver-
ið að séra Gunnlaugi Stefánssyni,
presti á Heydölum, að fara í slaginn,
en Gunnlaugur sat á þingi árið 1978.
Gunnlaugur er sem kunnugt er
bróðir Guðmundar Árna, bæjar-
stjóra í Hafnarfirði, sem hefur lýst
því yfir formlega að hann gefi kost
á sér í prófkjöri á Reykjanesi og
stefni á fyrsta sæti. Guðmundur
Árni var einmitt í framboði fyrir
austan árið 1983, en náði ekki að
brjóta múrinn frekar en aðrir al-
þýðuflokksmenn sem reynt hafa síð-
asta aldarfjórðung...
Í^Harn
ndsbankinn hefur sem
kunnugt er keypt Samvinnubank-
ann, en fyrst um sinn verður um
sjálfstæðar einingar að ræða. Þess-
ar stundirnar er verið að vinna
mikla tæknivinnu sem á að enda
með bókhaldslegum samruna bank-
anna um áramót. Sérstök „útibúa-
nefnd“ starfar um leið að því að
selja fasteignir, ekki síst útibú úti á
landi, þar sem báðir bankarnir eru
með afgreiðslu. Þau mál eru í bið-
stöðu á meðan ekkert ákveðið til-
boð hefur komið frá Búnaðar-
banka eða fslandsbanka. Samein-
ingarinnar sér þó stað á einu sviði;
nú er búið að sameina starfsmanna-
félög bankanna tveggja í eitt...
C
C^veitarstjórnarmenn ræða
fleira en veraldleg málefni, ef
marka má málgagn þeirra Fá-
skrúðsfirðinga, Búðatíðindi, sem
gefið er út af sveitarstjórninni. Þar
segir af samskiptum hreppsnefndar
og sóknarnefndar, en hreppurinn
fór þess á leit að minnisvarði um
látna sjómenn yrði fluttur af kirkju-
lóðinni á útivistarsvæði ofan við
kirkjuna. Skemmst er frá að segja að
sóknarnefnd hafnaði þessu erindi.
Eiríkur Stefánsson, hreppsnefnd-
armaður óháðra, mun hafa fundið
megna framsóknarlykt af málinu,
enda allir sóknarnefndarmennirnir
úr Framsókn og presturinn fyrrver-
andi varaþingmaður Framsóknar-
flokksins. Lars Gunnarsson,
hreppsnefndarmaður Framsóknar,
mun hins vegar hafa upplýst Eirík
um að líklega væri Guð líka fram-
sóknarmaður, þannig að lítið væri
við þessu að gera...
II
mræður um laun bæjarstjóra
og bæjarfulltrúa hafa reglulega
komið upp á yfirborðið og hefur
Starfsmannafélag Kópavogs meðal
annars mótmælt launahækkun bæj-
arstjóra Kópavogs, Siguröar Geir-
dal. Á Selfossi kom nýverið upp um-
ræða um laun á vegum bæjarins og
var gerð óformleg könnun á tilhög-
un mála í öðrum bæjarfélögum. í
ljós kom meðal annars að formenn
bæjarráðs í Kópavogi, Hafnarfirði
og Akureyri fá ríflega 100 þúsund
krónur á mánuði fyrir þessi tilteknu
störf, á meðan formenn bæjarráðs á
Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Nes-
kaupstað fá 6—9 þúsund krónur.
Forsetar bæjarstjórnar fá í stærstu
bæjarfélögunum um 60 þúsund
krónur á mánuði, en allt niður í þús-
undkall á Seyðisfirði. f öllum tilfell-
um er um aukastörf manna í fullu
starfi að ræða sem hafa í raun svip-
aðar vinnustundir að baki, tvo bæj-
arstjórnarfundi á mánuði og fjóra
bæjarráðsfundi. Skýringin er ekki
fólgin í því að í stóru bæjarfélögun-
um séu verkefnin erfiðari, því þar
eru þvert á móti þeim mun fleiri
embættismenn til að vinna „skít-
verkin"...
54 - NÝR LISTIMEÐ STÓRUM NÚMERUM!
Quelle kynnir nýjan sérlista fyrir konur sem þurfa stór númer í fatnaði. Stærð-
ir upp í 54, einnig sérstakar K-stærðir fyrir þær sem eru undir 164 cm á
hæð. Fallegur og góður fatnaður frá Þýskalandi.
Listinn er ókeypis en greiða þarf burðargjald ef hann er póstsendur.
Quelle
STÆRSTA PÓSTVERSLUN EVRÓPU
VERSLUN 0G AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUN 8, HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI91 -50200