Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER 27 a __kosningabæklingi Guðmundar Magnússonar sagnfræðings fyrir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykja- vík er meðal annars birtur útdráttur úr greinaskrifum hans í blöð á undanförnum árum. Ein úrklippan er úr grein um út- gáfu- og blaðastyrki ______ stjórnmáiaflokkanna og hvernig almannafé er beint í flokksblöðin með þeim hætti. Það er svo sem allt gott um þetta að segja nema fyrir það að Guðmund- ur er starfsmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Valhöll. Útgáfu- og blaðastyrk- ur sjálfstæðismanna hefur nefnilega farið í rekstur Valhallar og þar með í launaumslag Guðmundar... s "tarfsmenn Arnarflugs bíða nú spenntir eftir því hvort fyrirtækið fer í gjaldþrot eða ekki. Ofugt við það sem margur kynni að ætla hefðu starfsmennirnir hag af gjaldþroti. Sam- kvæmt lögum fá starfsmenn fyrir- tækja laun sín greidd frá félags- máiaráðuneytinu þrjá mánuði fyrir gjaldþrot og einnig í þrjá mánuði eftir gjaldþrotið, eða samkvæmt lögbundnum uppsagnarfresti. Þeir Óli Tynes, Kristinn Sigtryggsson og fleiri verða því að þrauka þar til Arnarflug verður opinberlega lýst gjaldþrota ef þeir ætla að fá laun sín greidd úr ríkissjóði... ■ orystuskipti hafa orðið í Bíl- greinasambandi Islands. Eftir tíu ára stjórnarsetu og fjögurra ára stjórnarformennsku í sambandinu gaf Gísli Guðmundsson í Bifreið- um og landbúnaðarvélum ekki kost á sér áfram á aðalfundi um mánaðamótin. Við stjórnarfor- mennskunni tók Sigfús Sigfússon, annar bræðranna í Hekiu... Blinn þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson al- hafa mætt. Einn af þeim var Davíð Oddsson borgarstjóri, sem er sagð- ur hafa hlustað með athygli á um- ræður um þennan mikilvæga mála- flokk. Davíð mun hins vegar hafa vikið sér undan því að svara spurn- ingum sem beint var til hans, enda ekki viljað stela senunni af Guð- mundi... B ___Pæði Moskva og Washington bíða svara frá íslenskum stjórnvöld- um vegna klúðursins við undirbún- ing alþjóðlegu ráðstefnunnar VISI- ON 2000, sem stendur til að halda á íslandi og sagt var frá í síðustu PRESSU. Þáttur Júlíusar Hafstein, formanns undirbúningsnefndarinn- ar, hefur þótt með eindæmum, en sagt er að hann hafi ekki haldið fundi í nefndinni í heilt ár. Júlíus vill hverfa frá málinu og forsætisráðu- neytið og samgönguráðuneytið munu nú þrýsta á Heimi Hannes- son, fyrrum formann ferðamála- ráðs, að leysa hnútinn, en Heimir býr yfir alþjóðlegum tengslum vegna fyrri starfa. Hann mun hins vegar tregur að taka við for- mennsku af Júlíusi og sópa þar með gólfin eftir hann. Þó þykir líklegt að ferðamálaráð reyni að halda málinu áfram og Heimir verði því innan handar, því nú verður ekki aftur snúið... IÐIMLAMASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 MANCHES SÖGAR GRÖSSER ÖDER ÍN K-GRÖSSEN þmgismadur, hefur brugdið á það ráð að flagga EB-málum í **■ baráttunni. Guð- íÉ: l mundur hélt nýver- ið fund í Húsi versl- unarinnar og munu um fimmtíu manns 0 54 - NÝR LISTIMEÐ STÓRUM NÚMERUM! * lotl 4 MODE BIS GRÖSSE é M GiÍLTiC BIS ENOE IfiNíiAR 1991 Quelle kynnir nýjan sérlista fyrir konur sem þurfa stór númer í fatnaði. Stærð- ir upp í 54, einnig sérstakar K-stærðir fyrir þær sem eru undir 164 cm á hæð. Fallegur og góður fatnaður frá Þýskalandi. Listinn er ókeypis en greiða þarf burðargjald ef hann er póstsendur. Quelle STffRSTA PÓSTVERSLUN EVRÓPU VERSLUN 0G AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUN 8, HAFNARFJÖRÐUR SÍMI91 -50200

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.