Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 14

Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER PRESSAN Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Porvaldsson Blaöamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Pórdís Bachmann Ljósmyndari: Sigurþór Hallbjörnsson Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson Prófarkalesari: Sigriður H. Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið. Sjálfsmorð í PRESSUNNI í dag kemur fram að tíðni sjálfs- morða pilta og ungra manna er hvergi hærri í heim- inum en á íslandi. Það sem gerir þessa staðreynd enn óhugnanlegri er að há sjálfsmorðstíðni ungra manna er bundin við sjávarpláss á landsbyggðinni. Þessi ógnvekjandi staðreynd hefur komið geð- læknum og sérfræðingum í opna skjöldu. Upplýs- ingar um tíðni sjálfsmorða meðal ungra manna hafa ekki legið fyrir á íslandi þrátt fyrir að eftir þeim hafi verið leitað. Hins vegar hafa íslensk heil- brigðisyfirvöld sent upplýsingarnar í gagnabanka Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Fyrirlesarar á ráðstefnu geðlækna, sem haldin var í Japan, sóttu þær síðan þangað. Þeir íslensku læknar sem voru á ráðstefnunni heyrðu fyrst þar hversu alvarlegt ástand hefur ríkt á íslandi á undan- förnum árum. Viðmælendur PRESSUNNAR í heilbrigðisstétt og aðrir sérfræðingar eru sammála um að þessi mikli fjöldi sjálfsmorða pilta og ungra manna beri vott um þjóðfélagslegt mein. Hann gefi til kynna að framtíðarsýn unglinga á landsbyggðinni sé brotin. A undanförnum árum hefur hrikt í þeirri byggða- stefnu sem hér hefur verið rekin af öllum stjórn- málaflokkum. Fylgi við þessa stefnu hefur farið dvínandi, þar sem allt bendir til þess að íslenskt efnahagslíf standi einfaldlega ekki undir kostnaðin- um við hana. Þau tíðindi sem birt eru í PRESSUNNI í dag bera það hins vegar með sér að þetta mál snýst ekki um fjármuni heldur fólk. Stjórnmálamenn hljóta að taka þessi tíðindi til gagngerrar athugunar. Þau eru krafa þess að eitt- hvað verði aðhafst. En svarið liggur ekki í því að reyna að viðhalda núverandi ástandi með styrkjum, ef allar forsendur stríða á móti því. Svarið hlýtur að liggja í því að sætta mannleg sjónarmið og peningaleg. HVAÐ MUNDIRÐU GERA VIÐ 1.427.000.000 KRÓNUR? Hvað mundirðu gera ef þú ynnir 1.427.000.000 krónur í lottói? Mér mundi vefjast tunga um tönn, vegna þess að hálf- ur annar milljarður er miklu meiri peningar en nokkurt venjulegt fólk getur látið sér detta í hug eða ímyndað sér í samhengi við daglegt líf. Meira að segja þegar við leggjum öll saman eru þetta verulega miklir peningar. Ef 250 þúsund íslendingar skiptu þeim bróðurlega á milli sín fengi hvert manns- barn fimmþúsundkall og gott betur, og vísitölufjölskyldan fræga fengi alls 21 þúsund krónur til að gera við hvað sem henni sýndist. Þetta væru líka ótrúlegir fjármunir ef maður þyrfti að borga sjálfur, og entist ekki lífið til, sama þótt nokkrir meðaljónar legðu með manni í púkkið. Jafnvel fyrir þjóðina alla yrði verulega erf- itt að ná þessu saman, til dæmis ef Rauðikrossinn reyndi að spila þetta út úr okkur á samviskunni, eða þá Krabbameinsmenn. Þá þyrfti hver okkar að borga í pottinn næstum átta þúsund krónur, ef við gerum ráð fyrir að blessuð börnin yrðu undan- þegin, Víðfræg fyrri átaks- met þjóðarinnar við allskyns söfnun og aðstoð og hjálpar- starf blikna og blána hjá þess- ari glæstu hugsýn, að þjóðin sameinist um að reiða fram heilar 1.427 milljónir króna til líknarmála. GRANDI SLEGINN ÚT Enda ekkert smávegis hægt að gera fyrir svona pen- ing. Það væri til dæmis hægt að stofna nýtt millilandaflug- félag með því að borga út í hönd tvær eða þrjá stórar fín- ar farþegaþotur, og skella sér í bullandi samkeppni við Flugleiðamafíuna. Ef manni finnst nóg um slík ævintýri hér undanfarið væri hægur vandinn að velja traustari leið og byrja að gera út upp á gamla mátann. Með 1.427 milljónir í vasanum væri hægt að stofna öflugasta út- gerðarfélag landsins, byrja á fimm til sex togurum og full- um kvóta á hvern togara, allt skuldlaust. Smákallar í Granda og Útgerðarfélagi Akureyringa gætu svo farið að taka pokann sinn. Vilji menn heldur hafa skemmtun eða menntun fyrir peningana þá er til dæmis hægur vandi að reka Háskóla íslands allan saman í heilt skólaár fyrir 1.427.000.000 krónur. Áhugamenn um póli- tík gætu stofnað handa sér þrjú ný alþingi og látið þrisv- ar sinnum 63 þingmenn þrasa heilan vetur. Og ást- menn íslenskrar menningar gætu til dæmis komið á fót annarri Stofnun Árna Magn- ússonar og rekið hana alveg fram til ársins 2025 án þess fé þryti. JARÐGÖNGí ÚTLÖNDUM Hvaðan kemur svo þessi ágæta fjárhæð — 1.427 millj- ónir króna? Var manninn að dreyma um Alí Baba? Er þetta eitthvert grín úr menntaskólablaði? Neinei. Þetta er textabrot úr fjárlagafrumvarpinu fyrir 1991, liður 04-290, „Uppbæt- ur á útfluttar landbúnað- arvörur". Sá fjárlagaliður er bundinn samningi sem land- búnaðarráðuneytið gerir við höfðingja í Hótel Sögu. Fjár- lagaliðurinn kemur öðrum fjármálum þjóðarinnar ekki við. Og það eru eingöngu bændahatarar og þjóðníð- ingar sem agnúast við þess- um fjárlagalið. Skatturinn minn og þinn fer auðvitað með ánægju í þennan pott. Við erum eftir allt saman að borga fyrir barnaheimili og sjúkrahús og vegi og skóla og jarðgöng, — með innflutn- ingstollum í ríkissjóði ann- arra landa. Svona erum við íslending- ar ríkir og örlátir. Höfundur er blaðamaður og málfræðingur, og starfar nú sem upplýsingafulltrúi fjár- málaráðherra. USS PALLI, ÞÚ MÁTT EKKI PRÓFA. MAÐURINN ER BARA AÐ SÝNA OKKUR. teikning: ómar stefánsson ARANGUR= 'ragnarsson Það er athygli vert að hvorki frá Jóni Ólafssyni, Stöð 2, íslandsbanka eða útvarpsréttarnefnd hefur heyrst hósti eða stuna eftir ádrepu mína um fjármála- spillingu á Stöð 2 í síðustu viku. Skoðast þögn sama og samþykki. Skal því treyst að sinni að útvarpsréttarnefnd fyrir hönd almennings og Sím- on Gunnarsson og Gest- ur Jónsson fyrir hönd Stöðvar 2 sjái til þess að spilling í ljósvakamiðlum verði eftirleiðis innan eðli- legra marka. Á meðan aðgerða er beð- ið skulum við snúa okkur að öðru máli; stórmerku viðtali við Björn Halldórs- son, nýjan yfirmann fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, í PRESSUNNI sl. fimmtudag. Þar staðfesti hann það sem margir vissu raunar að löggæslan og dómskerfið hafa vitandi vits eytt dýr- mætum tíma og fjármun- um almennings í að berja á fórnarlömbum og smásöl- um fíkniefna í stað höfuð- pauranna. „Löggæslan og dóms- kerfið er druslá' er orðtæki sem ég skal sjá til að festist við þetta kerfi þar til al- menningur fær tryggða varanlega vernd gegn sölu- mönnum dauðans sem verða æ uppivöðslusamari í samfélaginu. HÖFUÐPAURAR GANGA LAUSIR í viðtalinu við Björn kem- ur skýrt fram að fíkniefna- NULL lögreglunni hefur ekki enn- þá tekist að handsama einn einasta þeirra aðila sem alþjóð veit að hafa ver- ið stærstir í fjármögnun og innflutningi þessara efna. Þetta mál staðfestir þann grun sem fengið hefur byr undir báða vængi á siðustu mánuðum að fsland sé að verða það land á Vestur- löndum þar sem stjórnvöld- um verður minnst ágengt á þessu sviði. Á mæltu máli þýðir þetta að á sama tíma og fíkni- efnalögreglan hefur verið að eltast við smásala og fórnarlömb hvíta dauðans hefur hún horft framhjá starfsemi þeirra sem bera höfuðábyrgð á bölinu. Þetta þýðir einfaldlega, eins og Brian de Palma og aðrir af yngri filmurum Hollywood hafa haldið fram um árabil, að í stað þess að vinna að réttiætinu vinnur kerfið gegn því. ÞJÓÐARÁTAK GEGN FÍKNIEFNUM Hér er svo stórkostleg hætta á ferðum að vel er hugsanlegt að íslendingar hafi ekki staðið frammi fyr- ir meiri vanda frá lýðveldis- stofnun. í fyrsta lagi. Á meðan sölumenn dauðans halda áfram að hlaða undir sig og byggja upp glitfögur einbýl- ishús, jafnvel með danspöll- um og heimadiskóum, eru skilaboðin til unga fólksins þessi; glæpir borga sig. í öðru lagi. Það sem eitur- lyfjabarónar Amsterdam, London, New York og Miami eru stöðugt að leita að eru hafnir, flugvélar og landsvæði þar sem lög- gæslan og dómskerfið eru í molum eins og hér. Það alvarlegasta er að hvorki fíkniefnarlögreglan, Rannsóknarlögregla ríkis- ins né lögreglustjórinn í Reykjavík hafa sent al- menningi eða fjölmiðlum nein SOS-skeyti sem gefa til kynna að þeir séu að tapa þessu stríði. LOKAORÐ Enginn vill til lengdar búa í samfélagi þar sem þeir sem framið hafa alvar- legustu glæpina gegn þjóð sinni ganga ekki aðeins lausir, heldur fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Eng- inn!! Það er því tímabært að lögregluyfirvöld leggi spil- in á borðið og gefi almenn- ingi upp myndina eins og hún er. Ef þau þurfa stuðn- ing, fé og mannafla munu þau fá hann, svo fremi tryggt sé að þau treysti sér til þess að taka á vandan- um. Jafnframt þurfa kjós- endur að gefa því gaum að þeir mannkostir sem mestu skipta í stjórnmálum á meðan við erum að ná tök- um á þessu böli eru um- fram allt heiðarleiki og þor. Við þurfum fólk sem vill, getur og þorir!! Ef fíkniefnayfirvöld treysta sér ekki til að taka á þessu kýii eiga þau hins vegar umsvifalaust að segja af sér og aðrir að taka við. Þjóðarátak gegn fíkni- efnum er nefnilega ekki skálaræður á tyllidögum. Það er dauðans alvara. Björn á þakkir skildar fyrir hreinskilnina, en án efa eru ekki allir innan kerfisins sama sinnis. Þeir fáu frjálsu fjölmiðlar sem eftir eru í landinu munu hins vegar sjá til þess að hann fái þann stuðning sem dugir. Áfram Björn! Höfundur er rithöfundur og fyrrum sjónvarpsstjórí.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.