Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 21

Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 21
21 LISTAPÓSTURINN Haraldur C. Geirsson kemur heim Trúarleg ljóð hafa ekki átt upp á pallborðið hjá skáldum um árabil, með örfáum undantekningum að vísu. Það sætir hins vegar nokkrum tíðindum að einn glataður sonur ís- lands, HARALDUR C. GEIRSSON, send- ir frá sér bókina „Hin nýja sýn“, sem inniheldur 34 trúarleg ljóð. Harald- ur þessi er Vestur-Islendingur á miðjum aldri og hefur alið aldur sinn í Kanada. íslenskan er honum í blóð borin og mun skáldskapur hans einkar þróttmikill og innblás- inn. Smekkleysa hefur tekið Harald C. upp á arma sína og gefur bókina út... Heimakærir Sykurmolar Sykurmolarnir, óskabörn íslensku þjóðarinnar, fara sér hægt um þess- ar mundir en eigi að síður er hljóm- plata í deiglunni. Hljómsveitin ætlar ekki að fara til útlanda til þess að taka upp lög sín, en fær útlenska tæknimenn hingað upp á klakann. Á næstunni er áformað að taka nokkur lög upp en engin dagsetning hefur verið ákveðin vegna útgáfu. Sykurmolarnir ætla sem sagt að taka það rólega meðan vasapening- arnir endast... Lao Tse áfram veginn Bókin um veginn, spekimál Lao Tse, er nú væntanleg í þriðju útgáfu. Bræðurnir jakob j. smári og yngvi jóhannesson íslenskuðu bókina á sínum tíma, en halldór laxness skrifaði formála að 2. útgáfu. Bókin um veginn hefur ratað víða hérlend- is, og keppir við Hávamál í vinsæld- um þegar valdar eru tilvitnanir í minningargreinum ... Sverrir til Mexíkó Háskólasafnið í Mexíkóborg hefur boðið SVERRI ÓLAFSSYNI mynd- höggvara til sex vikna vinnudvalar og þátttöku í sýningu safnsins á framúrstefnuskúlptúr. Sverrir er í hópi tíu listamanna frá jafnmörgum löndum sem safnið býður til sín. Ekki þarf að efast um að dvölin þar vestra verði hinum frumlega lista- manni ríkulegur innblástur ... „Sumum fannst ví st Ibba vera djöfulódur dóni“ Morgunspjall við Vigdísi Gnmsdottur um Minningabók, ísbjörgu og götótta strætisvagna Verkamenn meö hávœrar vinnuvélar fletta malbikinu af Skarphéöinsgötu eins og appelsínuberki. Ærandi há- vaöinn berst inn í litla íbúö viö Njálsgötu og nístir gegn- um merg og bein. Þaö er eins og tannlœknir meö ógnar- stóran borgangi laus. „Þeireru mjög vinnusamir" segir Vigdís og lítur út um gluggann, „og alveg sérstaklega snemma á morgnana og um helgar. Meö þessu áfram- haldi veröur enginn Mozart-taktur í nœstu bók, heldur drr-brr-drr-taktur." EF FRAMTÍÐIN ER TIL Á næstu dögum kemur út fimmta bók Vigdísar Grímsdóttur, „Minn- ingabók". Áður hefur hún sent frá sér tvö smásagnasöfn og tvær skáld- sögur. Sagan um ísbjörgu var umtal- aðasta bók síðasta árs. Mörgum þótti Isbjörg vond manneskja. Hún var fyrsta skáldsagnapersónan sem sló í gegn í saumaklúbbum. En „Minningabók" hefur að geyma ljóð, Eða hvað? „Ég er ekki viss um að þetta sé endilega ljóðabók. Þetta er ein sam- fella, einn fljótandi ljóðabálkur. Mér finnst erfitt að skilgreina bókina," segir hún, og bætir svo við til út- skýringar: „Það er oft lítið á síðu.“ Við tölum um þá tilætlunarsemi blaðamanna að krefja höfunda um efnislýsingar á glóðvolgum skáld- skap. Og svo spyr ég náttúrlega um efni bókarinnar. „Hún fjallar um fortíð og nútíð — og framtíð. Ef hún er til.“ Hlær. „Ég held að það sé ekki gáfulegt að tjá sig mikið um bókina. Þetta er stysta bók sem ég hef skrifað, en samt sú lengsta. Hún er „lengri" en bæði ís- björg og Kaldaljós." Eigum við að tala um ísbjörgu? segi ég. „Ænei, ekki Ibbu. Það er ekkert um hana að segja. Hún er mynd uppi á vegg.“ Vigdís þagnar en vinnuvélarnar fylla upp í þögnina. „Mynd uppi á vegg sem fer í taug- arnar á fólki. Fólk kunni ekki við Ibbu, fannst hún djöfulóður dóni. Eins og mér finnst hún nú hlý stelpa. En sumum fannst hún svo ljót og vilja ekki að skrifað sé um annað en fegurðina. Afmarkaða og fyrirfram mótaða fegurð. Það eru þeir sem upplifa náttúruna með því að ganga út í grænt gras og anda að sér hreinu lofti. Þeim þykir ekki gott að éta moldina þó það sé kannski ekki síð- ur fallegt. í bókmenntum er því mið- ur ákveðinn stíll, rammi, alveg eins og í tískuheiminum til dæmis. Það þykir ekki gott að fara út fyrir rammann." Komu viðbrögðin við ísbjörgu þér á óvart? „Á óvart? Nei, í sjálfu sér ekki. Nema kannski hvað þau voru mikil. Menn mega alveg halda að ég sé að skrifa um sjálfa mig í nýju bókinni... En auðvitað voru ekki allir nei- kvæðir í garð ísbjargar. Og maður getur alltaf verið ánægður með við- brögð, þótt þau séu misgleðjandi fyrir hjartað. Það er allt í lagi. Það kom mér mest á óvart hvað margir héldu að ég væri að skrifa um sjálfa mig, bæði þegar Kaldaljós og ís- björg komu út. En menn mega alveg halda það þegar þeir lesa nýju bók- ina. Enda er hún ekki í neinum dul- búningi.“ Ég spyr um auglýsingaflóðið sem fylgdi Isbjörgu. Vigdís kom sjálf fram í sjónvarpsauglýsingum: „Hún er...“ „Ég sá aldrei eina einustu auglýs- ingu og vissi ekkert af þessu," segir hún sannfærandi. „Mér var ekki sagt frá því fyrr en löngu síðar hvað bókin var auglýst mikið. Ég var að sinna öðrum og mikilvægari mál- um.“ ÞAÐ SEM ALLIR SPYRJA UM Yfir í aðra sálma. Finnst þér gam- an að skrifa? „Já, það finnst mér!“ Vigdís ljóm- ar. „Að skrifa er það skemmtileg- asta sem ég geri. Svo spyrðu áreið- anlega hvort það sé ekki erfitt að skrifa." Nei. „Ekki það? En ég væri ekki að skrifa ef mér fyndist það leiðinlegt. Fólk spyr mig stundum hvort þetta sé þá ekki eins og leikur, hvort ég sé bara að leika mér í vinnunni." En er ekki erfitt að skrifa? „Nei. Það er ekki svo erfitt," svar- ar hún eins og í hálfkæringi. „Uss, jú, stundum. En það er ekki það erf- iðasta sem ég geri. Og ég hef aldrei verið aðframkomin af erfiðleikum. Það er ekki fyrr en ég er búin með bók sem alls kyns vafstur byrjar.“ Eins og viðtöl til dæmis? „Ja ... stundum. Það eru þessar sömu spurningar, aftur og aftur. En þú ert ekki búinn að spyrja mig þeirrar spurningar sem allir blaða- menn koma með.“ Hvaða spurning er það eiginlega? „Um kvennabókmenntir. Og hvort það sé ekki erfitt að vera kona og skrifa." Ég hafði bara ekkert hugsað út í það, segi ég hálfskömmustulegur. Tölum frekar um vafstur. Finnst þér erfitt að koma fram opinberlega? „Mér finnst voðalega erfitt að lesa upp. Það venst eins og allt annað, en maður sjóast ekki mikið. Hún fylgir alltaf, tilhugsunin um að byrja allt í einu að stama, missa málið, týna þræðinum...“ Nú heyrist ekki mannsins mál um stund fyrir vinnu- glöðum verkamönnum. „Nú reynir á þolinmæðina," segir Vigdís æðru- laus þegar skarkalinn deyr út. Held- ur svo áfram: „Bestu bækurnar verða til þegar maður er að vakna, áður en maður getur eyðilagt hugs- unina með því að festa hana á blað. Það er líka gott að semja bækur í huganum í strætó. Sérstaklega í Hafnarfjarðarvagninum." Er hann skáldlegur? „Já, Hafnarfjarðarvagnarnir eru góðir. Þeir leka. Þeir eru götóttir. En þeir hafa einkaleyfi, eru þeir einu á landinu sem hafa leyfi til að láta snjóa á farþegana." Vigdís lítur rannsakandi á stílabókina mína. „Ætlarðu að skrifa þetta allt?“ Já. En þú getur náttúrlega strikað allt út ef þú vilt. „Já, já“ segir Vigdís ánægð. „Þetta er auða viðtalið. Svo geta les- endur sjálfir skrifað það sem þá lyst- ir. Auðvitað." Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.