Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 26
Ég gafsl ekki upp fyrr en ég þuri'ti undir imit'inn — segir Þorsteinn Geirs- son, aðalsamningamaöur ríkissjóðs í launadeilu lækna, en úthald hans hef- ur vakið furðu. Útlendingaeftirlitið Stöðvar innílutning á niiöldnm sem æiiaötr voru tíl ræktnnar — talið er að þeir hafi komiðfrá írak Óttinn viö Saddam Hussein eykst Ríkisstjórnin ræðnr mann til að smakka allar veitingar á rikisstjórnar- fnndnm — „Mér finnst allur matur góður," segir Höskuldur Páls- son, sem segist ekki óttast eitrun. 4. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 31. JANÚAR 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Bonný komin í Framsókn Reykjavík, 31. janúar „Það komu hingað tveir menn og töluðu við mig um að ég færi í framboð í vor. Þetta kom dálítið flatt upp á mig en eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá líst mér betur á,“ sagði Ellý Halldórsdóttir nekt- ardansmær, betur þekkt undir nafninu Bonný. „Það kom upp mikil stemmning fyrir listanum þegar rætt var um að Stein- grímur Hermannsson ætlaði að taka sæti á honum," sagði Finnur Ingólfsson, efsti mað- Bonný snýr sér að Framsókn. ur á listanum. „Við erum að reyna að vega það upp að Steingrímur hætti við. Þó ekkert af þessu fólki hafi það sem Steingrímur hefur þá trú- um við því að þegar það er allt lagt saman þá höfum við flest þaö sem Steingrímur er þekktur fyrir." London, 30. janúar Þorvaldur Garöar Kristjánsson ELSTI MNGMABUR í HEIMI? James Gallenger, ritstjóri oröabókarinnar, sagði í sam- tali við GULU PRESSUNA, að þessi kafli hafi verið saminn eftir ferö bresks þingmanna- hóps til íslands árið 1987. „Þorvaldur, sem þá var for- seti sameinaðs þings, fór með þá til Þingvalla og þeir segja að hann hafi skýrt þar út íyrir þeim aö hann væri elsti þing- maður í heimi," sagði Gall- enger. „Þeir hafa eitthvaö misskil- ið þetta," sagði Þorvaldur. „Ég var að segja þeim að Al- þingi íslendinga væri elsta þing í heimi. Það á ekki að vera hægt að snúa út úr því." I nýrri útgáfu af alfræði- orðabók Oxfordháskóla er kafli um Þorvald Garðar Kristjánsson, alþingis- mann Islendinga, og segir þar að Þorvaldur sé elsti núlifandi þingmaður í heimi. Islendingar dragast inn í Persaflóastrídið MERKIISLANDSBANKA ER STRÍÐSYFIRLÝSING — segir Dick Cheney varnarmálarádherra Bandaríkjanna Washington, 31. janúar „Vid munum ekki láta það líðast að uppiausn verði meðal bandamanna. Við munum því þegar í stað grípa til harkalegra aðgerða,“ sagði Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í morg- un, en tilefnið var deila Bandaríkjamanna og ís- lendinga sem nú hefur harðnað til muna eftir að Bandaríkjamenn settu fram kröfu um að íslands- banka yrði lokað. Ástæðan er merki bank- ans. Hingað til hafa menn tal- ið það tákna haf, land og sólu á lofti. Þeir sem eru læsir á ar- abísku hafa hins vegar getað lesið raunverulega merkingu þess: „Heilagt stríð gegn vestræna böðlinum." „Þetta er hrein stríðsyfir- lýsing," sagði Cheney á fund- Eins og fram kom í GULU PRESSUNNI fyrir viku er tal- ið að Patriot-flaug hafi lent á Skíðaskálanum í Hveradöl- um og gereytt honum fyrir rúmri viku. Eftir þetta atvik hafa samskipti Bandaríkj- anna og Islands farið æ versn- andi. „Við látum ekki kúga okk- ur til eins eða neins," sagöi Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ísamtali við GULU PRESSUNA um þetta mál. „Persónulega þykir mér merkið fallegt og sé ekki ástæðu til að láta breyta þvi þó Kaninn láta það fara fyrir brjóstið á sér." „Þetta kemur okkur í bank- anum gersamlega á óvart," sagði Tryggvi Pálsson, banka- stjóri íslandsbanka. „Við höfðum ekki hug- mynd um hvað merkið þýddi. En eftir að það kom í Ijós hef- ur hagur bankans vænkast nokkuð, öfugt við það sem Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík „Þad er hreint ótrúlegt hvað við ætlum að græðaá þessu stríði,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í gær þegar „Virðumst græða á öll- um stríðum," segir Ólaf- ur Ragnar Grímsson. hann kynnti nýja spá um rekstur ríkissjóðs á þessu „Eftir að við takmörkuðum ferðir opinberra starfsmanna vegna hættu á hryðjuverkum hefur ríkisreksturinn nánast snúist við. í stað botnlauss taps er kominn rífandi gróði," sagði Ólafur. Hann sagði að þó einungis væri tekinn inn sparnaður á feröum ráðherranna þá nægði það til að stoppa upp í það gat sem fyrirséð var á rik- isrekstrinum. „Sparnaður vegna færri ferða aðstoðarráðherra, eig- inkvenna, ráðuneytisstjóra og svoleiðis fólks er því hreinn gróði," sagði Ólafur. „Það virðist bara vera eitt- hvað við okkur íslendinga, við virðumst græða á öllum styrjöldum. Þó það sé kannski ljótt að segja þaö þá vonar maður innst inni að þetta stríð dragist á langinn," bætti Ólafur við. „Heilagt stríö gegn vestrænum böðlum," stendur á flennistóru arabisku letri á öllum afgreiðslustöðum íslandsbanka. margur skyldi ætla. Hingað hafa nefnilega streymt pen- ingar frá arabalöndunum. Bandaríkjamerin mega því eiga sig fyrir mér. Þeir eiga ekkert hjá okkur en hins veg- ar skuldum við þeim ósköp," bætti Tryggvi við. STORGROÐI AF STRÍÐINU Leifur Eiríksson loksins fnndinn Reykjavík, 30. janúar ----» „Eg veit ekki hvaö eg a að segja. Ég er í svo miklu uppnámi,“ sagði Trausti Kárason, 23 ára gamall Súgfirðingur, þegar Svavar Gestsson menntamálaráðherra til- kynnti að hann hefði verið valinn til að sigla yfir Atlantshafið í sumar sem Leifur Eiríksson. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Norðmenn og íslendingar bundist samtökum um að vekja at- hygli á Leifi Eiríkssyni og Vínlandsfundum hans í ár þegar 500. ártíðar Kólumb- usar verður minnst um all- an heim. „Bandaríkjamenn, Spán- verjar og fleiri þjóðir hafa lagt í mikinn kostnað til að halda nafni Kólumbusar á lofti. Við verðum því að snúast til varnar," sagði Svavar. „Þar sem við höfum kannski ekki yfir jafn digr- um sjóðum að ráða og þess- Trausti Kárason stillir sér upp i gervi Leifs Eiríkssonar. ar þjóðir höfum við ákveð- ið að spila dálítið á kyn- þokka víkinganna. Þeir eru mun karlmannlegri en þessir sokkabu^nagaurar sem héngu í pilsinu á Jósef- ínu Spánardrottningu," bætti hann við. ■1

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.