Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991
Dagbók barnsins
Ef einhverjir eru svo illa
upplýstir að vita ekki deili á
frænda mínum Reimari þá
er þeim ekki viðbjargandi.
Hann er orðinn svo frægur
að mér var sagt að maður
nokkur hefði nýlega afþakk-
að góða stöðu á Isafirði með
þessum orðum: Ég læt ekki
börnin mín alast upp í kaup-
stað sem getur af sér annað
eins afkvæmi og hann Reim-
ar. Kona sagði hins vegar að
það væri trúa sín að sá dagur
kæmi að ísafjarðarkaupstað-
ur yrði skrautlýstur honum
til heiðurs. En best að byrja á
sögunni.
Reimar fór i skrifstofu-
skúffuna mína og sótti sér
doilu með brilljantíni. Hann
byrjaði að maka í hárið.
Hann var fölur í framan og
freknóttur. Hann hallaði
höfðinu á víxl á meðan hann
kembdi sér i vöngum. Svo
bar hann handarbakið aftur
á hvirfil og myndaði geil
með því að strjúka í einni
snoturri hreyfingu þungan
rauðan slöngulokk fram á
enni. Hann sýndist fölari í
framan en raun var vegna
háralitsins. Hann greiddi
hnakkann og horfði í hand-
spegil sem ég hélt á. —
Svona á spíss að vera frændi,
sagði Reimar.
,shrdingur
og ævintýri hans
í Reykjavík
Reimar hafði dregið kass-
ann með sínum jarðnesku
eigum undan rúmi til að leita
að greiðu og nú rak hann
augun í rauða minningabók
með gulu látúnshjarta utan
á. Hann fletti minningabók-
inni og hló með sjálfum sér.
— Svo ias hann upphátt: All-
ar stundir okkar hér / er
mér Ijúft að muna / fyllstu
þakkir flyt ég þér / fyrir
samveruna. Mundu mig, ég
man þig, þin, Dúa. — Og það
var nú samvera í lagi Dúa
mín, sagði Reimar og hló.
Hann tók apótekaralakkrís
upp úr vasa sínum og tottaði
hann hugsi.
Ég bjó um kojuna mína.
Við Reimar vorum báðir á
taugum. Við vorum að fara í
próf. Ég rak augun í græna
bók í kassanum hans og
teygði mig í hana svo lítið
bar á. Það var Dagbók
barnsins. Þegar ég opnaði
bókina blasti við mér mynd
af berrössuðu barni á gæru-
skinni sem teygði álkuna á
móti Ijósmyndara. Barnið
var með eina tönn i efri góm
og tvær í þeim neðri. Þetta
var hinn ungi Reimar. Ég
fletti á fyrstu síðu, þar stóð:
Þann 31. mars 1946 klukkan
10.15 að kvöldi. Fætt svein-
barn. Ég fletti við og las
þann fróðleik að fyrstu tönn-
ina hefði hann tekið þann 8.
febrúar 1947. Reimar byrj-
aði að skríða fyrsta apríl
sama ár. Ég fletti fram á
„Merkir atburðir", og las eft-
irfarandi romsu: Reimar
horfði á pabba og brosti.
Reimar byrjaði að hjala.
Reimar byrjar að leika sér.
Reimar klæddur í fyrsta
sinn. Reimar fór á gólfið.
Reimar veltir sér. Reimar
A LAUGARDAGSMORGNI
En það er greinilegt að
aðrir skemmtistaðaeig-
endur ætla að berjast og
hefur ÁRNI SAMÚELSSON,
sem rekur Breiðvang í
Mjódd, nú rekið Ríó tríó og
ætlar þess í stað að troða
upp með minningardag-
skrá um VILHJÁLM heitinn
VILHJÁLMSSON söngvara.
Verður frumsýningin 2.
febrúar. Meðal þeirra sem
þar munu koma fram eru
ÓMAR RAGNARSSON,
HEMMI GUNN og söngvar-
arnir ELLÝ VILHJÁLMS, RUT
REGINALDS, PÁLMI GUNN-
ARSSON og ÞORVALDUR
HALLDÓRSSON.
Fréttastofa útvarpsins
hefur misst tvo frétta-
hauka að undanförnu. JÓ-
HANN HAUKSSON hefur
tekið að sér að kynna nýja
álverið og ÞORGRÍMUR
GESTSSON verður rit-
stjóri Vinnunnar.
segir dada. Reimar fór í felu-
leik. Reimar hneigir sig.
Reimar stóð upp. Reimar
stendur einn.
Bókin var snarlega þrifin
af mér. — Ertu algjör bandítt
drengur? Hvað ertu að gera?
Reimar lagðist í mína koju
og byrjaði að lesa um sjálfan
sig. — Reimar stendur einn,
-æi-já, heyrði ég hann
stynja, — þannig hefur öll
mín ævi verið. Helvítis kall-
inn hann pabbi að hafa
aldrei samband. Réttast væri
að láta sig hverfa og ganga í
frönsku útlendingahersveit-
ina.
— Segðu mér meira af
þessari Dúu sem skrifaði í
minningabókina, bað ég.
— Helvítið hún Dúa.
Reimar hló stórkallalega. Ha
ha. — Hvað viltu með að
vita um hana. Það mætti
skrifa margar gleðisögur um
hana Dúu.
Nú hringdi síminn. Það
var samtal frænda míns utan
af sjó. Reimar tók símtólið og
sagði: Ha? Nei, ert þetta þú
elsku pabbi minn? Ja, ég er
svo aldeilis bit. Ég var ein-
mitt að hugsa til þín áðan.
Langt síðan maður hefur
heyrt í þér. Jú, jú, mér líður
vel. Nú á að landa í Hafnar-
firði? í skóla, ég? Jú, auðvit-
að. Ég er að fara í gáfnapróf.
Ha, hvar? Nú, hérna hinum
megin við götuna. í Lindar-
götuskólanum. Er systa flutt
suður, ha, hvað segirðu? Já,
við sjáumst þá eftir viku.
Hann lagði símtólið á.
— Hvað er gleðisaga?
spurði ég.
— Nú skal ég segja þér frá
henni Dúu, sagði Reimar.
Hún var sú alkræfasta á ísa-
firði. Þegar ég hef gert þér
grein fyrir henni, frændi,
ferðu ekki í neinar grafgötur
um hvað er gleðisaga.
Og frá því og gáfnaprófinu
verður greint eftir viku.
Ólafur Gunnarsson
Vinsælasti skemmtistaö-
urinn i dag er Amma Lú.
Þangaö hópast fólk og er
greinilega „in" að vera þar
inni enda má jafnvel sjá
ráðherra þar á vappi. Fljót-
lega upp úr klukkan 11 á
kvöldin er farin aö mynd-
ast biðröö við staðinn sem
tekur aðeins 500 gesti. Er
augijóst að TÓMAS Á. TÓM-
ASSON hefur enn einu
sinni dottið niður á rétta
formúlu.
UFAÐ AF MEO STÆL
Þetta verður langt strið segja þeir Bush og Major og þvi kominn timi
til að búa sig undirþað. En þó gasgrimur bæti ekki útlit flestra þá er engin
ástæða til að vera of halló. Réttur jakki og húfa í stil getur gert gæfumun-
inn. í svona múnderingu getur maður lifað strið af með stæl.
„Ég var hjá lögreglunni í
Hverfissteininum þegar
Aggi og Bubbi komu og
sóttu mig. Við fórum síðan
og myndudum þetta,“
sagði Bóbó sem reyndar
heitir því hátíðlega og al-
þjóðlega nafni Halldór Pi-
errot Hostert. Bóbó er
þekktur persónuleiki í ís-
þjóðlífi og sést nú
hverju á sjónvarps-
skjáum landsmanna. Hann
leikur nefnilega í mynd-
bandi við lag Bubba Mort-
hens, Laugardagsmorg-
unn. „Lagið lýsir vel að líf-
ið er enginn dans á rós-
um,“ sagði Bóbó.
Bóbó er frændi Þórarins
Þórarinssonar sem einnig
leikur í myndbandinu en
flestir þekkja hann líklega úr
myndinni Skyttunum. Þórar-
inn, sem flestir kannast við
undir nafninu Aggi, sagðist
lengi hafa ætlað sér að koma
frænda sínum á filmu enda
væri hann merkilegur mað-
ur.
Það er óhætt að taka undir
það'þvPBóbó er fyrirmyndin
að einni þekktustu bók-
menntapersónu seinni ára
eða Badda í sögum Einars
Kárasonar. Baddi flakkaöi á
milli Ameríku og íslands eins
og Bóbó hefur gert. Bóbó
segir að þetta flakk komi til af
því að móðir hans hafi verið
gift Bandaríkjamanni en
hann er ástandsbarn.
„Ég fór sem innflytjandi til
Ameríku 17 ára 1957. Ég
keypti mér þennan voðalega
bíl eins og segir frá í bókinni
og kom með hann hingaö.
Þessi bíll var svolítið sér-
kennilegur og það bar á
manni. Eg var í bleikri skyrtu
í þá daga og fór ekki leynt,"
sagði Bóbó sem einnig upp-
lifði það að vera kallaður í
herinn í Víetnamstríðinu. Þá
tókst honum að flýja til ís-
lands.
Anita Gustafsdottir er15 ára Reykjavíkurmær sem hefur
ákveðið að taka þátt í Elite-keppninni.
5. Hver heldurðu að sé virk-
asti tími ævinnar? „Milli
tvítugs og þrítugs."
6. Klæðirðu þig eftir veðri?
„Yfirleitt, nema þegar ég fer
í veislur."
7. Hefurðu lesið Grámos-
ann? „Nei."
8. Ertu daðrari? „Nei, langt í
frá."
9. Hvað viltu verða miklu
ríkari en þú ert í dag? „Ekki
svo mikið. Ég vil bara eiga
hús og bíl."
10. Ferðu ein í bíó? „Nei, ég
held að það sé leiðinlegt."
11. Ertu góður dansari?
„Það er sagt."
12. Á hvaða skemmtistaði
ferðu? „Ég kemst ekki inn á
skemmtistaði þannig að ég
fer bara á menntaskólaböll."
13. Trúirðu á ást við fyrstu
sýn? „Já, ég geri það. Ég
held að fólk geti orðið ást-
fangið af útliti alveg strax."
14. Ef ég gæfi þér fyrir fegr-
unarskurðaðgerð, hvað
myndir þú láta laga? „Ekki
neitt — ég færi bara í megr-
un."
15. Hvers konar gæjar eru
mest kynæsandi? „Smartir
og góðir gæjar — ekki töff-
arar."
16. Hvað borðar þú í morg-
unmat? „Cheerios. Nema á
laugardögum þá fæ ég mér
brauð."
17. Hvað má vera mikill
aldursmunur á pörum? „Á
ungum pörum tvö til þrjú ár
en þegar þú ert orðin full-
orðin er aldurinn ekkert
mál."
18. Gætirðu hugsað þér að
búa úti á landi?„Neei, ég er
svo mikið borgarbarn."
19. Hvenær hættirðu að
sofa með bangsa? „Ég veit
það ekki en ég giska á að
það hafi verið þegar ég var
fimm, sex ára."
20. Varstu skotin í kennar-
anum þínum? „Nei."
21. Finnst þér gott að iáta
klóra þér á bakinu? „Jahá,
það er æði."
22. Finnst þér Simp-
son-fjölskyldan skemmti-
leg? „Aldrei horft á það."
1. Syngur þú í baði?
„Stundum en yfirleitt ekki."
2. Sefurðu í náttfötum?
„Það er mitt mál."
3. Hvaða ilmvatn notar þú?
„Boucheron — það er dýr-
asta ilmvatnið á markaðin-
um."
4. Ertu morgun- eða kvöld-
manneskja? „Hvorugt. Ég
n- fer snemma að sofa og
a vakna seint."
(/>
BÓBÓ & BUBBI
S.ÞÓR